Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNI 1985 49 Sigrún Ólafs- dóttir - Minning Kveöja frá barnabörnum Fædd 11. nóvember 1890 Dáin 5. júní 1985 „Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni “ (S. Jónsson frá Presthólum) Þann 5. júni síðastliðinn lést í Landspítalanum elskuleg amma okkar, Sigrún Ólafsdóttir. Amma fæddist þann 11. nóvember 1890 að Sogni í ölfusi. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnheiður Símonardóttir og ólafur Guðmundsson og var hún ein af átta systkinum. Amma giftist afa okkar, Arnóri Guðna Kristinssyni, þann 17. október 1912, og varð þeim 7 barna auðið og eru 3 látin. Afi og amma bjuggu lengst af á Barónsstíg 14 og síðar í Mosgerði 1. Afi lést þann 19. janúar 1976, þá 91 árs að aldri. Lóa elsta dóttir þeirra bjó í sambýli við þau seinni árin og annaðist þau af þeirri kostgæfni og hlýju sem henni er lagið. Amma var mjög gestrisin kona og vildi öllum gera gott. Hún hélt allri fjölskyldunni saman og sér- staklega viljum viö minnast á að- fangadagskvöld jóla áT hvert, er börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn mættu hjá afa og ömmu, sungu jólasálma, þáðu góð- gerðir og héldu hátíðleg jól öll saman; þess verður saknað nú en ávallt minnst. Litiu barnabörnin sakna þess að fara ekki lengur til ömmu í „Mosó“. Eitt er okkur einnig mjög minn- isstætt, en það eru ferðir okkar upp í kartöflugarð. Voru þetta dagsferðir þar sem öll fjölskyldan var saman komin, og var það allt- af viss stund í hjörtum okkar þeg- ar að kaffitíma kom, að ógleymd- um pönnukökunum. Það var með þessar ferðir eins og annað, að umhyggja var ávallt í fyrirrúmi, og á þetta einnig við um heim- sóknir til ömmu, þar var alltaf tekið á móti okkur opnum örmum. Að lokum viljum við þakka ömmu fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, og megi Guð varðveita hana og leiða að hlið afa og barna þeirra sem á undan eru gengin. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem) Barnabörn Lein sigraði naum- lega í Vestmannaeyjum framhaldinu bætir Karl stöðu sína jafnt og þétt, en svartur finnur ekkert mótspil. 11. e3 — Hb8, 12. a3 — Bd7, 13. Dc2 - Re4?!, 14. Hacl — Rxc3, 15. Bxc3 — b6, 16. b4 — axb4, 17. axb4 — c5, 18. b5 — Rc7, 19. dxc5 — bxc5, 20. Hal Hvítur hefur náð yfirburða- stöðu átakalaust. Það þýðir ekki fyrir svart að bíða átekta í hol- lenskri vörn, hann þarf að sækja á kóngsvæng. 20. — Ra8, 2L Ha7 — De8, 22. Hdl - Rb6, 23. Ba5 — Bc8, 24. h4 — h6, 25. Rel — Hf7, 26. Bc6 - Df8, 27. Rg2 - Bd8, 28. Hxf7 - Kxf7 Svarta staðan er ömurleg, enda blæs hvítur nú til sóknar: 29. e4! - fxe4, 30. Dxe4 - Bf6, 31. Rf4 - Kg8 Svartur reynir að blíðka goðin með peðsfórn, enda var ekki gæfu- legt að hleypa hvítu drottningunni inn á h7. 32. Rxe6 — De7, 33. Rf4 — Dxe4, 34. Bxe4 — Be5, 35. Rg6 — Rxc4? Tapar manni, en staðan var hvort eð er vonlaus. 36. Bc7! - Hxb5, 37. Bd5+ — Kh7, 38. Bxc5 — Hb4, 39. Rxe5 — fxe5, 40. Bf7 - Bg4, 41. Hd8 — Bf3, 42. Kh2 - Hbl, 43. g4 — Bxg4, 44. Bg8+ — Kg5, 45. Hd6+ og hér gekk Lombardy úr salnum og kvaddi hvorki kóng né prest. AMORGUNEk t__ SÍÐAS^i Ínsmiðaíbanka. ssSaísssr Skák Margeir Pétursson BANDARÍSKI stórmeistarinn Anat- oly Lein, sem er sovézkur ad upp- runa, sigraði á alþjóðlega skákmót- inu í Vestmannaeyjum, sem lauk í fyrradag. Lein hlaut 9'/2 vinning af 13 mögulegum, og er frábær árangur og hefði dugað honum til áfanga að stórmeistaratitli, ef hann hefði þurft á honum að halda. Lein tapaði fyrir Nigel Short í síðustu umferð mótsins og þeir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson hefðu því getað náð hon- um með því að vinna sínar skákir. En Jóhann komst ekkert áfram gegn Jóni L. Árnasyni og Helgi missti unna stöðu gegn heimamanninum Birni Karlssyni niður í jafntefli. Úrslit í síðustu tveimur umferð- unum urðu sem hér segir: 12. umferð: Jón L. — Tisdall 1-0 Ásgeir — Helgi 0—1 Björn — Lein 0—1 Short — Guðmundur ‘k — 'k Plaskett — Bragi 0—1 Karl — Lombardy 1—0 Ingvar — Jóhann 0—1 Short vann biðskák sína við Ingvar Ásmundsson úr 9. umferð. 13. umferð: Tisdall - Karl 1-0 Lein — Short 0—1 Helgi — Björn 'á — Bragi — Ingvar 'h — xh Jóhann — Jón — 'k Lombardy — Ásgeir 1—0 Plaskett — Guðmundur 'k — 'k Lokastaðan: 1. Lein 9% v. 2.-3. Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson 9 v. 4. Short S'k v. 5.-6. Guðmund- ur Sigurjónsson og Jón L. Árnason 8 v. 7. Karl Þorsteins 7‘k v. 8. Lombardy 7 v. 9. Tisdall 6'k v. 10. Plaskett 4'k v. 11,—12. Ingvar Ás- mundsson og Bragi Kristjánsson 4 v. 13. Ásgeir Þór Árnason 3'/2 v. 14. Björn Karlsson 2 v. Það má vel við frammistöðu ís- lensku keppendanna una, þó ekki hafi efsta sætið náðst að þessu sinni. Sigur sinn getur Lein þakk- að öruggri taflmennsku, hann beið yfirleitt átekta, en greip tækifær- in þegar þau komu. Helgi tefldi einnig af öryggi, en klaufaskapur- inn í síðustu umferð varð dýr- keyptur. Jóhann vantaði einnig aðeins herzlumuninn upp á efsta sætið, hann missti niður nokkrar unnar stöður. Short olli vonbrigð- um framan af, vegna síns mikla orðstírs, en tók sig á undir lokin og náði fjórða sæti. Guðmundur slapp taplaus þriðja mótið í röð, en Jón L. Árnason var allt of mis- tækur og óheppinn til að geta sigr- að. Karl byrjaði vel og hefði átt að geta náð hærra sæti. Hann tefldi mun hvassar en áður. Þeir Lombardy, Tisdall og Plaskett eru vafalaust sáróánægð- ir með frammistöðu sína, en hún sýnir að það er alveg liðin tíð að útlendir titilhafar geti stólað á að vinna til verðlauna á íslandi. Sjö verðlaun voru veitt, þar af hrepptu íslendingar fimm. Þeir Ingvar og Bragi eiga báðir að geta náð miklu betri árangri, en það tók þá báða hálft mótið að hita upp og þá höfðu þeir misst af lestinni. Ásgeir sýndi að hann get- ur unnið hvern sem er, jafnvel bróður sinn, en hann gaf eftir í lokin. Björn Karlsson komst frá frumraun sinni með sóma og hann hafði úrslitaáhrif á gang mála á toppnum, þó sennilega hefði hann fremur kosið að spilla fyrir ein- hverjum öðrum en Helga. Að lokum skulum viö líta á eina hörkuviðureign úr lokabaráttunni: Hvítt: Karl Þorsteins. Svart: Lombardy. Hollensk vörn. 1. d4 - e6, 2. c4 — f5, 3. g3 - Rf6, 4. Bg2 — Be7, 5. Rf3 — 0-0, 6. 0-0 — d6, 7. Rc3 — De8, 8. b3 — a5, 9. Bb2 — Ra6, 10. Hel - Dg6 Þarna stendur svarta drottning- in ekki vel til sóknar, en Lom- bardy hefur viljað hindra 11. e4. í Wterkurog KJ hagkvæmur auglýsingamiðill! r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.