Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 Opinberri heimsókn sjávarútvegsráðherra til Kanada lokið: Erum mjög ánægðir með árangur ferðarinnar segir Halldór Ásgrímsson í Washington Halldór Ásgrímsson i fundi með Carmen Blondin, fulltrúa þeirrar deildar í sjávarútvegsdeild bandaríska vióskiptaráðuneytisins sem sér um samninga við erlend ríki. OPINBERRI heimsókn Halldórs Ásgrímssonar til Kanada lauk á mánudag með fundi hans og Fraser sjávarútvegsráðherra. Síðan flaug Halldór til Washington þar sem hann sat fundi með bandarískum embættismönnum og fulltrúum um- hverfisverndarfélaga. „Við erum all- ir mjög ánægðir með árangur ferðar- innar sem hefur verið okkur gagnleg á margan hátt,“ sagði Halldór. Ráð- herrann er væntanlegur til landsins á morgun. Á fundi Halldórs og Frasers ræddu þeir ýmis stefnumál í sjáv- arútvegi, svo sem það að blanda saman markaðsmálum og fisk- veiðiréttindum. Til umræðu var einnig sala á óunnum fiski inn i landhelginni og hugsanlegir möguleikar á veiðum íslendinga við strendur Kanada þegar illa stendur á með okkar fiskstofna. „Kanadamenn hafa haft þá stefnu eins og viö að nýta sina stofna sjálfir. Þessar viðræður leiddu ekki til ákveðinnar niðurstöðu en þeim verður haldið áfram" sagði Halldór. Þær fisktegundir sem rætt var um veiði á voru aðallega karfi og grálúða. „Við ræddum einnig um skipulag sjávarútvegs- ins almennt, og skýrði Fraser mér frá því að kanadíska ríkið sé ákveðið í því að minnka aðstoð við sjávarútveginn eins mikið og hægt er. Einnig ætla þeir að opna fyrir fjárfestingu erlendra aðila í út- veginum, sem er mikil stefnu- breyting." Á fundinum var einnig ákveðið að auka vísindasamstarf landanna og verður fyrsta skrefið í því að senda íslenska visinda- menn til Kanada. Kanadamenn hafa á að skipa rannsóknarstofn- unum sem eru í röð þeirra bestu í heiminum. Á þriðjudagsmorgun átti Hall- dór fundi með Antonio Cullio og aðstoðarmönnum hans í banda- ríska viðskiptaráðuneytinu. Þær umræður snérust fyrst og fremst um áætlanir íslendinga um veiðar á hvölum í vísindaskyni. „Við kynntum veiðarnar mjög ítarlega fyrir þeim. Bandaríkjamenn hafa ekki sett fram ákveðna stefnu i málinu, en munu senda það til um- sagnar sinna vísindamanna." Eft- ir fundinn með Cullio hitti Hall- dór fulltrúa umhverfisverndarfé- laga í Bandaríkjunum og átti með þeim rúmlega eins og hálfs tíma fund. „Þetta voru mjög hreinskiln- ar umræður, þarna komu fram mörg ólík sjónarmið en menn voru tilbúnir að ræða saman af fullri skynsemi." Meðal annars sem kom fram á fundinum var gagnrýni Greenpeace samtakanna á fjölda þeirra hvala sem íslendingar hyggjast veiða. „Við teljum okkur að sjálfsögðu ekki yfir slíka gagn- rýni hafna. Á fundinum lögðum við fram rannsóknaráætlunina I heild sinni og ég á ekki von á öðru en að menn muni ekki leggja dóm á fyrirætlanir okkar fyrr en þeir eru búnir að kynna sér þær af ein- lægni og hlutlægt" sagði Halldór. Á fundi með Carmen Blondin, sem er m.a. formaður þeirrar nefndar sem úthlutar fiskveiði- kvótum til erlendra ríkja, var ræddur samningur íslendinga um fiskveiðar í bandarískri landhelgi. Sem kunnugt er hafa íslendingar ekki enn nýtt sér þessi réttindi, sem eru um veiðar við austur- ströndina og Kyrrahafsströndina. „Vandinn er sá að okkar skip verða að landa í Bandaríkjunum og við ræddum m.a. um stefnu Bandaríkjamanna í þessum mál- um,“ sagði Halldór. „Þetta hefur verið löng ferð og erfið, en við ís- lendingarnir, sem höfum setið á þessum fundum, erum hæst- ánægðir og teljum að hún hafi borið mikinn árangur," sagði Halldór Ásgrímsson að lokum. Slmamyndir/AP Frá fundi með fulltrúum bandarískra umhverfisverndarsamtaka um hvalveiðar fslendinga í vísindaskyni. Frá vinstri: Helgi Ágústsson sendifulltrúi I Bandaríkjunum, Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri, Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra og dr. Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Kaupsamningiir um sölu BÚH undirritaður í gær: Áhersla lögð á að hefja vinnslu — segir Jón Friðjónsson, einn af stjórn- armönnum og eigendum Hvaleyrar hf. KAUPSAMNINGUR um sölu á eignum Bæjarútgerðar Hafnarfjarð- ar var undirritaður í gærdag og taka hinir nýju eigendur formlega við eignum fyrirtækisins á morgun, fostudag. Samkvæmt samningnum er heildarkaupverð BÚH 280 millj- ónir króna og greiðist þannig, að hið nýja hlutafélag, Hvaleyri hf., yfirtek- ur skuidir fyrirtækisins upp á 208 milljónir og eftirstöðvarnar á 10 ár- um. Lögð er fram 30 milljóna króna trygging og auk þess hinar seldu eignir. Eins og kunnugt er samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar á fundi sínum síðastliðinn þriðju- dag, að selja eignir BÚH sam- kvæmt fyrirliggjandi kauptilboði. Kaupandi BÚH, Hvaleyri hf., er nýtt hlutafélag í eigu Samherja á Akureyri sem á 40%, hlutafélags fjögurra eigenda Hagvirkis sem eiga 10% hver og Jóns Friðjóns- sonar sem á 20%. Hlutafé Hval- eyrar hf. er 50 milljónir króna. Stjórn Hvaleyrar hf. skipa Jóhann Bergþórsson formaður, Jón Frið- jónsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, Þorsteinn Baldvinsson og Þor- steinn Vilhelmsson. Jón Friðjónsson, stjórnarmaður og einn eigenda Hvaleyrar hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að lokinni undirskrift kaupsamn- ingsins í gær, að höfuðáhersla yrði nú lögð á að hefja vinnslu í fisk- iðjuverinu sem allra fyrst. Fyrsta verkefni stjórnarinnar yrði að kanna leiðir til að afla hráefnis, en báðir togarar fyrirtækisins, Maí og Apríl, þarfnast viðgerða. Jón sagði að áætlaður viðgerðar- kostnaður á Maí væri á bilinu 35 til 37 milljónir króna og meðal annars þarf að skipta um vél í skipinu. Ekki væri gert ráð fyrir að viðgerð á Maí lyki fyrr en með haustinu. Þá væri fyrirhugað að breyta Apríl í frystitogara og væri áætlaður kostnaður á bilinu 50 til 60 milljónir króna. Ekki væri ákveðið hvenær ráðist verður í þær framkvæmdir, en það yrði gert eins fljótt og kostur er. „Við ætlum að reyna aö koma þessu af stað eins fljótt og kostur er, en hvað það tekur okkur langan tíma og hvernig okkur tekst að nýta þá möguleika sem við höfum mun ráðast á næstu dögum og vikum," sagði Jón Friðjónsson. Fulltrúar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og Hvaleyrar hf. við undirritun kaupsamningsins í gær. Fremri röð f.v.: Jón Friðjónsson, Jóhann Bergþórsson, Þorsteinn Baldvinsson, Einar Ingi Halldórsson bæjarstjóri, Árni Grétar Finnsson, Einar Th. Mathiesen. Aftari röð f.v.: Svavar Skúlason, Gísli Friðjónsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, Þorsteinn Vilhelmsson, Ellert Borgar Þorvaldsson, Snorri Jónsson. Langur bæjarstjórnarfundur í Hafnarfirði: Fulltrúar A-flokkanna vildu auglýsa eignirnar B/EJARfíTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sfnum sl. fimmtudag að selja hinu nýstofnaða hlutafélagi, Hvaleyri h.f., fiskiðjuver og tvo togara BUH, samkvæmt fyrirliggjandi kauptilboði. Bæjarstjórnarfundurinn hófst klukkan 17.00 og urðu allsnarpar umræður um málið, en fundinum lauk ekki fyrr en langt var liðið á nóttina. Var salan samþykkt með 8 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Félags óháðra borgara og Framsóknarflokks- ins. Þrír bæjarfulltrúar Alþýðufiokksins og Alþýðubandalagsins greiddu at- kvæði gegn tillögunni. Er líða tók á umræður um málið í bæjarstjórn fluttu bæjarfulltrú- ar Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags tillögu um að taka málið af dagskrá og fela bæjarstjóra að auglýsa eftir tilboðum í eignir BÚH, þar sem ekki lægi fyrir full- nægjandi mat á eignum þeim og ábyrgðum, sem kaupendur leggja sjálfir fram til tryggingar fyrir greiðslu á 30 milljónum króna, af eftirstöðvum kaupverðsins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, Félags óháðra borgara og Framsóknarflokksins höfnuðu þessari tillögu. Töldu þeir, að und- anfarna daga og vikur hefði ræki- lega komið fram, bæði í blöðum og útvarpi, að unnið væri að sölu á eignum Bæjarútgerðarinnar. Væri því öllum, sem vita vildu, kunnugt um að eignirnar væru til sölu. Auk eigenda Hvaleyrar hf. hefðu einn- ig á þessum tíma tveir aðrir aðilar skrifað bæjarstjórn og óskað eftir viðræðum um kaup á eignunum. Við þá báða hefði verið rætt, en frá hvorugum hefði borist tilboð. Þeir töldu tímann skipta miklu máli í þessu sambandi þar sem stöðugt bættust við vextir á skuld- 'ir fyrirtækisins. Eins og málið lægi fyrir væri því besti kostur- inn, bæði til að firra bæinn áfram- haldandi ábyrgð á tapi Bæjarút- gerðarinnar og eins til að koma eignum hennar á ný í rekstur, að ganga að fyrirliggjandi tilboði Hvaleyrar hf., enda væri það eina kauptilboðið sem borist hefði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.