Morgunblaðið - 13.06.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.06.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 Yfirheyrslurnar yfir Ali Agca: Myrða átti Walesa með fjarstýrðri sprengju Kóm, 12. júní. AP. BÚLGARIR hugðust ráða Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu í Pól- landi, af dögum með fjarstýrðri sprengju 1981. Kom þetta fram í dag í framburði Tyrkjans Mehmet Ali Agca, sem nú er fyrir rétti í Róm. Sagði Agca, aö hætt hefði verið við morðtilræðið, eftir að ítalska lögreglan hafði haft veður af því. Agca sagði ennfremur, að Sov- Evrópa í Vestur-Þýzkalandi. Þá étmenn hefðu fyrirskipað sagðist hann einnig hafa verið sprengjuárás á Útvarp frjáls sendur af Búlgörum til að kanna Lækning fundin við getuleysi? Aþt nu, 10. júní. AP. FRANSKUR sérfræðingur, Roger Virag, lýsti því yfir í dag að hann hefði fundið upp lækningu við getuleysi með því að gefa karlmönnum vöðvaslakandi lyf. Að sögn Virags, sem rekur stofu í París þar sem rannsókn- ir á getuleysi fara fram, eru orsakir getuleysis frekar af líffræðilegum toga en sálfræði- legum. Með því að gefa karl- mönnum reglulega lyfið Papa- verine í sex mánuði og veita þeim auk þess sálfræðiaðstoð mætti vinna bug á getuleysi. Virag kvaðst hafa hafið til- raunir með þetta lyf fyrir átta árum, og hefði það virkað í 80% tilfella. Tækist meðferðin gætu karlmenn stundað kynlíf án þess að halda áfram að taka lyf- ið. Hann bætti því við að lyfið ætti ekki að hafa neinar auka- verkanir ef rétt væri að málum staðið meðan á meðferðinni stæði. Bandarískur sérfræðingur í þessum málum sagði að aðferð Virags væri mikil uppgötvun, en þó þyrfti að rannsaka hana betur, áður en hún hlyti fulla viðurkenningu. T.a.m. gæti of stór skammtur af lyfinu haft slæmar afleiðingar. möguleika á því að drepa leið- toga Túnis og Möltu. Acsa skýrði rækilega frá dvöl sinni í Róm í janúar 1981. Þá dvaldist Lech Walesa einmitt í borginni í því skyni að hitta þar Jóhannes Pál páfa II, sem látið hafði í ljós mikinn stuðning við Samstöðu. „Búlgarir vildu einnig ryðja Lech Walesa úr vegi,“ sagði Agca. Var ætlunin sú, að myrða Walesa, eftir að hann hefði lokið fundi með frétta- mönnum, sem fyrirhugað ur var. „Walesa skyldi rutt úr vegi fyrir framan fréttastofnunina og átti að nota til þess fjarstýrða sprengju," sagði Agca. „Þetta var þó aldrei framkvæmt, sökum þess að ítalskur njósnari varaði okkur við því, að leyniþjónusta Ítalíu hefði fengið vitneskju um samsærið." Agca skýrði einnig svo frá, að Gráu úlfarnir, samtök hægri sinnaðra hryðjuverkamanna á Tyrklandi, hefðu gert árás á Út- varp frjáls Evrópa og hefði þessi árás verið gerð að undirlagi Sov- étríkjanna. Sprengjuárás þessi var gerð á aðalstöð útvarps- stöðvarinnar 1 Munchen 21. febrúar 1981. Þrír menn særðust alvarlega í þessari árás og mikl- ar skemmdir urðu á útvarpsstöð- inni. Friðartillögu Peres- ar misjafnlega tekið Kaíró, 12. jniií. AP. DAGBLÖÐ í Egyptalandi og Jórd- aníu lýstu í dag yfir hóflegum stuðn- ingi viö tillögur Peresar forsætis- ráðherra ísraels um friðarviðræður fyrir botni Miðjarðarhafs. Hins vegar hafa Palestínuarab- ar og fleiri þjóðir hafnað tillögun- unni og haldið því fram að hér Veður víða um heim Akureyri 5 skýjaó Amsterdam 11 15 rigning Aþena 20 33 heiðskírt Barcelona 23 lóttsk. Berlín 9 17 skýjaó Brliaael 5 15 rigning Chicago 11 22 rigning Dublin 7 14 skýjað Feneyjar 21 skýjaö Frankfurt 11 15 skýjaó Genf 10 18 skýjaó Helainki 11 17 skýjað Hong Kong 27 31 heióskírt Jerúaalem 21 32 heióskírt Kaupmannah. 9 15 rigning Las Palmas 25 léttsk. Lissabon 15 29 heiöskírt London 11 14 skýjaó Los Angeles 18 29 skýjað Lúxemborg 11 rigning Malaga 26 heióskirt Mallorca 25léttskýjaó Miami 26 36 skýjaó Montreal 10 16 skýjaó Moskva 10 11 heiöskírt New York 18 29 rigning Osló 7 17 skýjaó París 12 18 rigning Peking 20 33 heióskírt Reykjavík 9 hálfsk. Rió de Janeiro 10 23 heióskírt Rómaborg 13 26 heióskírt Stokkhólmur 8 18 skýjað Sydney 10 20 skýjað Tókýó 16 21 skýjaö Vínarborg 12 16 skýjað Þórshöfn 7 skýjað væri um að ræða ómerkilega brellu, sem þjónaði einungis þeim tilgangi að grafa undan samstöðu araba. í friðartillögunni, sem sam- þykkt var með miklum meirihluta í ísraelska þinginu í dag, er gert ráð fyrir að jórdönsk sendinefnd vinni með ísraelum og Banda- ríkjamönnum við að leggja drögin að dagskrá friðarviðræðna. Hins vegar er Frelsissamtökum Palest- ínumanna, PLO, hvorki boðin þátttaka í störfum nefndarinnar né friðarviðræðunum. Dagblaðið Jordan Times sagði í dag að tillaga Peresar væri ekki svo mjög áhugaverð sökum efnis hennar, heldur frekar vegna þess að hún hafi komið fram. Egypska stjórnarmálgagnið Al-Akhbar tók í sama streng og kvaðst hafa ýms- ar athugasemdir við tillöguna, en bætti því þó við að blaðið fagnaði öllum tilraunum til að koma á friði í Miðausturlöndum. Talsmaður PLO í Amman sagði að ísraelar ætluðu sér greinilega ekki að láta af hendi herteknu svæðin á vesturbakka Jórdanar og Gasa. „Ef ísraelar vildu frið hefðu þeir gert ráð fyrir þátttöku PLO f friðarviðræðunum," sagði tals- maðurinn. Spánverjar óvin- veittir Frökkum Madrid, 10. júní. AP. NIÐURSTÓÐUR skoðanakönnunar, sem birtar voru samtímis í Madrid og París, leiða í Ijós, aö flestir Spánverjar líta á Frakkland sem óvinveitt land. Er þetta skoðun 54,4 % Spánverja, en 70%þeirra telja ennfremur, að Frakkar hafi sett al- varlegar hindranir í veg fyrir inn- göngu þeirra í Evrópubandalagiö. Afstaða Frakka er hins vegar allt önnur, því 73% þeirra telja Spán vinsamlegt land. Aðeins 13% Frakka lita á Spánverja sem óvinveitta þjóð. Sama dag og þessar niðurstöður voru kunngerðar, birtu spænsk blöð á forsíðu myndir af frönskum bændum, sem voru að kasta köss- um með ávöxtum frá Spáni niður af flutningabilum á þjóðveginum í grennd við Perpignan í Frakk- landi. Þá birtu spænsku blöðin einnig forsíðufréttir af tilraunum Frakka til þess að reyna á elleftu stundu að setja nýjar skorður við sölu á spænskum vínum í löndum Evrópubandalagsins, eftir að Spánverjar gerast aðilar að bandalaginu í janúar á næsta ári. Alríkislögreglan í Sao Paulo í Brasilíu birti þessar myndir og kvað þær af manni þeim, sem hún teldi að verið hefði Josef Mengele, en mynd- irnar fundust í húsinu þar sem stríðsglæpamaðurinn er sagður hafa búið. Mengele-málið: Leit haldið áfram uns óyggjandi sann- anir liggja fyrir — segja bandarískir og v-þýskir embættismenn Sao Paulo, Brasilíu og MUnchen, Vestur-Þýskalandi, 12. júní. AP. RITHANDASÉRFRÆÐINGAR lögreglunnar sögðu í dag, að þeir hcfðu fundið „15 skyldleikaatriði“ með skrifum sem fundust í húsi því, sem stríðsglæpamaðurinn Josef Mengele á að hafa dvalist í í Brasilíu, og umsókn hans um inngöngu í SS-sveitir nasista. „Sami maðurinn skrifar báða textana, en á mismunandi tíma,“ sagði Decio Mota, sérfræðingur hjá glæparannsóknastofnuninni í Minas Gerais-fylki í Brasilíu. í gær sagði sonur Josefs Mengele, í fyrsta sinn eftir ára- langa þögn, að faðir sinn væri látinn og að hann væri þess „fullviss", að líkamsleifarnar sem grafnar hefðu verið upp í kirkjugarðinum í Embu í Bras- ilíu væru faðir hans. „Ég er sannfærður um, að læknisrannsóknin mun strax leiða það í ljós,“ sagði Rolf Mengele í fréttatilkynningu, sem lesin var í útvarpinu í Bæjara- landi. Röntgenrannsóknir benda til þess, að maðurinn, sem fyrr- nefndar líkamsleifar eru af, hafi mjaðmargrindarbrotnað, og hef- ur það styrkt menn í trúnni á, að þarna geti verið um að ræða jarðneskar leifar Josefs Meng- ele, að því er haft var eftir lög- regluforingja í Sao Paulo í gær. En réttarlæknirinn kvað röntg- enrannsóknirnar ekki einhlítar. Bandarískir og vestur-þýskir embættismenn sögðu í dag, að leitinni að Mengele yrði haldið áfram um allan heim, þangað til endanlegar sannanir um dauða hans lægju fyrir. Talsmaður Mengele-fjöl- skyldunnar, Sabine Hackenjos, sagði við fréttamann AP í Múnchen, að nýrrar fréttatil- kynningar væri að vænta frá fjölskyldunni á föstudag. Myndbandstæki eru aftur í sókn á kostnað heimilistölva SVO VIRÐIST sem Bandaríkjamenn séu að fá aftur áhuga á myndbands- tækjum á kostnað heimilistölva. Kemur þetta fram í skýrslu samtaka fyrir- tækja í rafeindaiðnaði, sem gefin var út fyrir skömmu. Ef marka má fyrstu daga sumarsýningar í rafeindaiðnaði, sem fer fram í Michigan virðast neytendur staðfesta þetta. Streyma sýningargestir að sölu- básum myndbandstækjaframleið- enda, en skeyta lítt um tækninýj- ungar í heimilistölvuiðnaði. „f fyrra var alltaf fullt af fólki hjá okkur, en nú eru sölubásar okkar hálftómir,“ er haft eftir einum vonsviknum umboðsmanni heimil- istölva á sýningunni. Er búist við að sala á mynd- bandstækjum fari upp í 11,5 milj- ónir á þessu ári. Er hér um 20% aukningu að ræða. Hins vegar er því spáð að sala á heimilistölvum minnki um 10% eða meira, og fari niður í 4,5 miljónir á þessu ári. Fyrir tveimur árum var þessu þessu öfugt farið: þá jókst sala á heimilistölvum á kostnað mynd- bandstækja. Margir sérfræðingar halda því fram að unnt hafi verið að segja til um þessa breytingu: meðan framleiðendur heimilistölva hafa reynt með erfiðismunum að finna eitthvað sem tölvan gæti gert fyrir utan hina svokölluðu tölvu- leiki hafa framleiðendur mynd- bandstækja átt mun auðveldara með að sannfæra fólk um ágæti framleiðslu sinnar. Þó eru ekki allir myndbandsframleiðendur sem vegnar vel þessa stundina ef marka má sýninguna í Michican. Er hér einkum átt við framleið- endur Beta-myndbandstækja, sem eiga nú æ erfiðara uppdráttar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.