Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNl 1985 Ósvikin dansgleði - eftir Bryndísi Schram Ég var svo heppin að vera boðið að vera viðstödd frumsýningu á söngleiknum Chicago í Þjóðleik- húsinu. Þetta var mjög ánægju- legt, því að gömlum leikhúsrott- um, eins og undirritaðri, finnst einhvern veginn að vorið sé ekki gengið í garð, fyrr en söngleikur- inn eða óperettan er komin á svið- ið. Gamall vani eflaust. Mér finnst þessi árvissi atburður næstum jafnómissandi og gargið í kríunni á tjörninni eða grásleppukarlinn vestur á Ægissíðu. Það hefur verið fastur siður í Þjóðleikhúsinu frá frumbýlingsár- um þess að taka upp léttara hjal á vorinu. Eftir drunga vetrarins er kominn tími til að hleypa inn nýju lofti. Léttklæddar meyjar og sveinar syngja ástinni lof og dýrð, og sumarið fyllir sviðið. Ahorf- endur hrífast með, gleyma vor- hretinu og líta ósjálfrátt bjartari augum til framtíðarinnar. Á meðan undirrituð var og hét og var liðtækur þátttakandi í starfsemi Þjóðleikhúsins, voru miðevrópskir rómantíkusar í mestu uppáhaldi hjá stjórnendum hússins. Þeir félagar Lehár og Strauss ortu um kátar ekkjur og brosandi eilífðarstúdenta. Við dönsuðum valsa og polka, einstaka sinnum blygðunarlausa can-can dansa. Daðrið og lauslætið var fal- ið í fáguðum yfirstéttarumbúðum. Nú til dags eru höfundar óprúttnari. Þeir yrkja aðallega um mellur og dólga, uppáferðir og ástríðumorð. Það er gengið hreint til verks, málið er óinnpakkað götumái, tónlistin hörð en „sexy“. En takmarkið er hið sama — að skemmta áhorfendum. Og það sem meira er, leikgleðin er óspillt. Það var ekki laust við, að það færi smátitringur um gömul bein, og að maður lyftist úr sætinu, þeg- ar blásið var til leiks úr gryfjunni, og dansarar vögguðu sér inn á sviðið. Hin þunga hrynjandi þriðja áratugarins er undarlega eggjandi, ég tala nú ekki um, þeg- ar blásið er af slíkri andagift, sem okkar menn búa yfir. I Chicago er fjallað um atburði, sem áttu sér stað í raunveruleik- anum. Það er saga ungra kvenna, sem myrða elskhuga sína í hita augnabliksins, en með svikum, táli, prettum og lygum eru þær dæmdar saklausar. Hið ameríska réttlæti, eins og þær segja sjálfar. í rauninni nokkuð merkileg saga, sem þó er ekki krufin til mergjar. Enda er það ekki söguþráðurinn í söngleikjum, sem skiptir höfuð- máli, heldur söngvarnir, sem spretta úr sögunni, dansarnir, hópatriðin, öll umgerðin, sem ger- ir söguna að söngleik. Þegar ég las dóma leikgagnrýn- enda eftir þessa sýningu, fannst mér þeir ósanngjarnir, vegna þess að þeir einblíndu um of á efnisrýr- an söguþráðinn og leikræna upp- byggingu, en gleymdu að fjalla um höfuðatriðin. Sem fyrrverandi dansari langar mig til þess að leggja orð í belg, þó að ég ætli mér engan veginn að taka fram fyrir hendurnar á sér- fræðingum dagblaðanna. Þeir hafa þegar fjallað um sýninguna sem heild og fellt sinn dóm. Kenn Oldfield starfar nú í ann- að sinn fyrir Þjóðleikhúsið. Hann var hér á ferð í fyrra og leikstýrði ásamt Benedikt Árnasyni og samdi dansana í Gæja og píur. Kenn er þekktur í heimalandi sínu Bryndís Schram „Ég held, að það sé ekki á neinn hallað, þó að það sé fullyrt, að dans- atriðin í Chicago haidi sýningunni uppi og gefi henni lit. Það er sjald- an, sem maður sér svo fagmannleg vinnu- brögð, sem þar er beitt.“ Bretlandi og eftirsóttur dansahöf- undur. Sjálfur er hann fyrrver- andi dansari og gjörþekkir mögu- leika sviðsins. Ég held, að það sé ekki á neinn hallað, þó að það sé fullyrt, að dansatriðin í Chicago haldi sýn- ingunni uppi og gefi heni lit. Það er sjaldan, sem maður sér svo fag- mannleg vinnubrögð, sem þar er beitt. Kenn Oldfield er farinn að þekkja sinn efnivið og tekst að laða fram allt það bezta í stelpun- um — og reyndar strákunum líka, sem þó hafa ekki sömu reynslu að baki og þær. Þau eru ekki bara hópdansarar, heldur ólíkar per- sónur, sem lifa eigin lífi á sviðinu. Og þar bregzt ekkert þeirra. Þeim tekst öllum að skemmta, hverju á sinn hátt. Hópatriðin og dansarn- ir eru með því bezta, sem sézt hef- ur, hvergi dauður punktur. Þá hef ég sérstaklega í huga tukthús- klefa-tangó og rugl og della. Við erum vön því að dást að líkams- fegurð og kynþokka dansmeyj- anna okkar, sem nýtur sin kannski bezt í svona söngleikjum. En nú get ég ekki orða bundizt yfir þokka karldansaranna, sem dró að sér athygli áhorfenda og sló jafn- vel við fegurð kvennanna. (Hrædd er ég um, að Davíð mætti fara að vara sig, ef þeir væru margir svona á næsta borgarstjórnar- lista!) Eitt dansatriðið í sýningunni vekur sérstaka kátínu. Það er eindans Sigríðar Þorvaldsdóttur, Getekki gertetta ein. Makalaust atriði, sprenghlægilegt og vanda- samt. Og Sigríður bregzt ekki fremur en endanær. Og þar sem fagmennskuna brestur, bætir hún upp með skoplegum tilburðum. Óborganlegt atriði. Stelpurnar og strákarnir í Chic- ago mega vera stolt af sínu fram- lagi. Þau njóta þess að dansa, og það kveikir í gömlum glæðum. Ég mundi vilja sjá Chicago aftur, þó ekki væri til annars en að upplifa dansgleðina enn á ný. Höfundur var um írabil einn helzti dansari Þjóðleikhússins. Heflun vega ábótavant lA vegakerfls með engan eða öfugan þverhalla HEFLUN malarvega landsins er víða ábótavant, að mati Sverris Kristjánssonar, verkstjóra hjá Vega- gerð ríkisins, sem fór hringferð um landið í fyrrasumar og gerði úttekt á hefluninni. Sem dæmi um niðurstöð- ur Sverris má nefna að tæplega fjórðungur þeirra vega sem hann skoðaði fékk einkunnina „mjög slæmt“ fyrir rishalla, sem þýðir að þar hafi enginn eða jafnvel öfugur þverhalli verið og rúmur þriðjungur að auki einkunnina „slæmt“. Þetta kemur fram í grein eftir Viktor Ingólfsson í Vegamálum — fréttabréfi vegagerðarinnar, þar sem greint er frá helstu niðurstöð- um úr athugun Sverris Kristjáns- sonar. I greininni kemur fram að í ár er áætlað að verja 83 milljónum kr. til heflunar malarvega og þó sú upphæð virðist há verði að beita ítrustu hagkvæmni til að upphæð- in dugi til nauðsynlegs viðhalds. Ur niðurstöðum Sverris má einnig lesa að þverhalli í beygjum er sjaldan mjög slæmur en aldrei mjög góður. Slökust af öllu er þó útkoman í frágangi á rásum og köntum. 48,1% vega fær einkunn- ina „slæmt" fyrir frágang rása (ekkert hefur verið hugsað um að hreinsa upp úr rásum) og 17,8% fá „mjög slæmt" (engar rásir, vatn rennur að veginum og yfir hann). 45,8% vega fá „slæmt" fyrir frá- gang kanta (litið hugsað um frá- gang kanta við heflun) og 21,6% fá „mjög slæmt" (kantar illa unnir og sóðalegir). Einungis 6—8% rása og kanta fá einkunnina „mjög gott“. Ástand slitlags var í flest- um tilvikum talið gott, eða yfir 60%, en 27% slæmt og tæplega 12% mjög slæmt. Að lokum eru talin upp nokkur atriði sem Sverrir telur að betur megi fara: Of mikið er um hrað- heflingu sem dugir aðeins í skamman tíma. Heflað er í of miklum þurrki og þá sérstaklega ef um ómerkta vegi er að ræða. Þegar heflað er með bleytingu er þess ekki gætt að halda veginum rökum á meðan hann er að troð- ast. Þess er ekki gætt að hefla þétt og létt á vorin til að þiðnun verði fljótari í veginum, en það er stað- reynd að ef vel tekst til með vor- heflingu búa vegir að því allt sumarið. MetsöluHadá hverjum degi! Dansatridi úr Chicago irættí Vorha^ ^ Sj álfstæðisflokksins Dregið 15. júní Vinsamlega geriö skil á heimsendum miöum. Af- W^GKJUI greiöslan er í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Opiö frá _ 8—22. Sími 82900. SGnQUITI Sjálfstæöisflokkurinn. 'Ái--A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.