Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JtlNl 1985 Greenpeace-samtökin: „Oskamm- feílið bragð“ EINS OG fram hefur komið í fréttum, lýsti íslenska ríkisstjórnin því yfir 30. maí síðastliðinn að leyft yrði að veiða 200 hvali hér við land auk 10 búrhvela og 10 hnúfubaka frá 1986—89 í rannsóknaskyni þrátt fyrir þá ákvörðun alþjóða hvalveiðiráðsins að stöðva allar hvalveiðar frá og með árinu 1986, en íslendingar ákvaðu að virða þá samþykkt. Umhverfissamtökin Greenpeace ennfremur á því hvað Islendingar hafa brugðist ókvæða við þessari yfirlýsingu. I fréttatilkynningu frá samtökunum kemur fram að þau telji ekki að fjögurra ára veið- ar muni auka við þekkingu manna á þeim hvalastofnum sem veiddir verða, ekki síst í ljósi þess að rannsóknir síðastliðinna fjörutíu ára hafa alls ekki dugað til að færa mönnum þá vitneskju sem sóst hefur verið eftir. „Þetta er óskammfeilið bragð til að hleypa íslandi framhjá ákvörðun Al- þjóðahvalveiðiráðsins," er haft eftir talsmanni Grænfriðunga, Michael Nielsen. Greenpeace-samtökin furða sig ætli sér að gera við allt kjötið sem af þessum hvölum fæst. Eins og stendur er megnið flutt út til Jap- an en samkvæmt samningi sem Japanir og Bandaríkjamenn gerðu með sér á dögunum mega Japanir ekki flytja inn hvalkjöt frá öðrum löndum eftir að samþykkt Al- þjóðahvalveiðiráðsins hefur geng- ið í gildi. Þau telja því líklegt að íslenska sendinefndin sem verið hefur í Kanada og Bandaríkjunum í fylgd með Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra muni ætla sér að ná einhverjum samningum við Bandaríkjamenn um þessi mál. BIKR og DV: Úrslit sparaksturskeppni Sparaksturskeppni BIKR (Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur) og DV var haldin sl. sunnudag. Var eingöngu íslenskum bifreiðaumboðum boðin þátttaka. Kepptu 14 bifreiðar frá 6 umboðum. Keppt var í flokkum, sem miðuðust við rúmtak véla bifreiðanna. Akstursleiðinni, sem var 200 km, var skipt í fímm áfanga með mismiklum meðalhraða á hverjum, eftir gæðum vegarins og umferðarþunga. Meðalhraðinn í keppninni var 56 km/klst. Úrslit urðu, sem hér segir: Flokkur 0—1000 cc — 1/100: 1. Þorbergur Guðmundsson, Birgir Halldórsson, Suzuki Swift, 3,825 lítrar. 2. Úlfar Hin- riksson, Sigurður Sigurðsson, Suzuki Swift,3,844. 3. ómar Þ. Ragnarsson, Jón R. Ragnarsson, Daihatsu Charade, 4,122, 4. Jós- ep Kristjánsson, Guðbrandur Bjarnason, Suzuki Alto, 4,374. 5. Egill Jóhannsson, Þorleifur S. Ludvigson, Daihatsu Charade, 4,461. 6. Eyþór S. Birgisson, Georg Georgsson, Fiat Uno, 4,753. Flokkur 1001-1300 cc: 1. Stefán Kristjánsson, Magnús Þorgeirsson, Ford Escort, 4,555. 2. Valter R. Kristjánsson, Bald- vin Garðarsson, Opel Kadett, 5,767. Flokkur 1301-1600 cc: 1. Sigurþór Margeirsson, ólafur Sæmundsson, Peugeot 205, 4,817. 2. Sigurður Kristófersson, Guð- mundur Kristófersson, Volvo 340, 5,062. 3. Kjartan Blöndal, Karl ísleifsson, Fiat Regatta, 5,518. 4. Guðm. Oddgeir Indriða- son, Sigurður Ingimarsson, Suz- uki Fox, 6,209. Flokkur 0—1300 Diesel: 1. Sigurjón ólafsson, Skúli Skúlason, Daihatsu Charade, 3,720. Skotmaðurinn í Vagnhöfða: Var að prófa kindabyssu Gaf sig fram við Rannsóknarlögregluna MAÐUR gaf sig fram við Rannsókn- arlögreglu ríkisins í gær og játaði að hafa skotið úr byssu í gegn um vegg á verkstæði við Vagnhöfða í Reykjavík á þriðjudagskvöldið. Maðurinn kvaðst hafa skotið úr kindabyssu og ekki gert sér grein fyrir afíeiðingunum, hefði talið að byssan væri ónýt. Maðurinn var staddur á bifreiða- verkstæði þegar hann skaut þremur skotum í vegg milli verkstæðisins og bifreiðaverkstæöis hinum megin. Þar var maður að störfum þegar byssukúlur þeyttust í gegn um vegg- inn í nokkurri hæð fyrir ofan höfuð hans. Maðurinn gerði lögreglunni viðvart um atburðinn. Vorhappdrætti Sjálfstæðisflokksins: Dregið eftir 2 daga Morgunblaðinu barst í gær svo- hljóðandi fréttatilkynning: „Nú eru aðeins 2 dagar þar til dregið verður í Vorhappdrætti Sjálfstæðisflokksins, því dráttur fer fram næstkomandi laugar- dagskvöld. Vinningar eru 22 sól- arlandaferðir og aðrar ferðir víða um heim. Stuðningsmenn flokksins hafa ætíð brugðist skjótt við þegar til þeirra hefur verið leitað og er þess vænst að svo verði enn. Þeir, sem fengið hafa heimsenda miða og eiga enn ógerð skil eru vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst því það auðveldar það mikla starf, sem fólgið er í framkvæmd happdrættisins. Þá skal það sér- staklega tekið fram, að þeir sem óska að láta sækja andvirði heimsendra miða hafi samband við afgreiðslu happdrættisins í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og síminn er 82900. Afgreiðslan er opin til kl. 10 í kvöld og annað kvöld." VÍÐIR Nauta Hamborgari ca. 80 gr. (rtu. Allt á útigrillið Salaíaressing í ÚRVALI Grillolía - Grillkrydd Grillkol -Grillbakkar Uppkveikjulögur pr.stk. með brauði Nauta Grillborgari ca. 140 gr. Helmingi stærri þykkur, safaríkur og kryddaður. Tilbúinn á grillið. pr.stk. brauði Sumar Kryddlegið lambakjot Lambagrillteinn Paprika Paprlka Svínagrillteinn Svinakjöt " Svinakjöt - Svinakjöt Svinakjöt-Svinakjöt. - Ananas - Ananas Ananas - Ananas - Kryddlegiö Kryddlegió Laukur neutakjöt nautakjöt Nautagrillteinn Kebabgrillteinn Kryddlegió Kryddlegió svínakjöt nautakjöt Kryddlegið Kryddlegió nautakiöt lambakjót Paprika Agurka Agúrka Paprika Paprika * ÚTIMARKAÐUR Stórlækkað verð Tómatar Agúrkur 89 .00 pr.kg. 68 .00 pr. kg. Núerhver síðastur að kaupa kjötið á gamla verðinu... Pylsugrillteinn Bacon Pylsugrillteinn Bacon-Pylsa-Bacon Folaldagrillteinn w Paprika- Laukur-Kjöt-Paprika Lambageiri Opið til kl. 20 í Mjóddinni en til Id. 18 í Starmýrí og Austurstræti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.