Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 Almannavarnir: 15 Sýning á verk- um Sigurjóns Myndlist Valtýr Pétursson f Listasafni ASf við Grensás- veg er nú til sýnis hluti af Lista- safni Sigurjóns ólafssonar. Þarna eru rúmlega tuttugu úr- valsverk, unnin í tré, og eitt hoggið í granít. Þarna er um að ræða kynningu á Listasafni Sig- urjóns, og er aðgangur ókeypis, en seld er á staðnum bók, sem ekkja Sigurjóns, Birgitte Spur, hefur tekið saman, og meðal annars er þar að finna skrá yfir öll þau verk, sem Sigurjón lét eftir sig er hann féll frá. Bókin um Sigurjón er einnig hugsuð sem nokkurs konar fjáröflunar- leið, meðan safnið nýtur hvorki framlaga frá ríki né bæ. Eins og gefur að skilja er þessi sýning á verkum Sigurjóns afar vönduð og fer mjög vel í húsa- kynnum ASÍ-safnsins. Ég hef séð flestar sýningar Sigurjóns frá því er hann kom heim að stríðinu loknu, og ég fullyrði að engin af sýningum hans hefur haft eins mikil áhrif á mig og þessi. Þó hef ég oft á tíðum verið stórorður um list Sigurjóns og það ekki að ástæðulausu. Hann var sá snillingur forms og efnis, að hliðstæður eru vandfundnar. Sigurjón Ólafsson skilaði miklu dagsverki, sem ég held að sé ein- stakt að gæðum, ekki hvað síst í jafn fámennu samfélagi og fs- lendingar skipa. Nú kemur til kasta fólksins í landinu, hvort við erum þess verðug að hafa átt annan eins snilling og Sigurjón var. Það gæti farið svo, að það sannaðist að smáþjóðin — sú gáfaðasta í heimi — hefði ekki andlegan þroska til að viður- Sigurjón Ólafsson kenna gildi verka þessa einstaka afreksmanns. Ef svo færi, yrði það hvatning til allra þeirra listamanna sem ekki fara troðn- ar slóðir að velja þann kostinn að hasla sér völl erlendis. En hvað er þá eftir? Sauðkindin og þorskurinn að vísu, en svo ekkert nema meðalmennskan. Og hver vill lifa í slíku samfélagi? Sýningin í ASÍ-safninu er í einu orði sagt stórkostleg. Þar er að visu aðeins eitt þeirra efna sem Sigurjón vann í, tré, en á því sviði var hann allra manna snjallastur og hugmyndaríkast- ur. Annar ríkur eðlisþáttur Sig- urjóns var listrænt öryggi sem aldrei sveik hann. Ég held ég hafi sagt það áður á prenti, að engan mann þekkti ég sem ynni af jafn listrænu öryggi og Sigur- jón. Hann vissi alltaf hvað hann var að gera og ekkert var tilvilj- unarkennt í verkum hans, allt hnitmiðað. Hann var afar fljótur að átta sig og komst þannig í síendurnýjuð tengsl við efnið, þær línur og þau form sem hann vann að í það og það skiptið. Slík vinnubrögð eru afreksmanna og endurnýja listina, halda henni síungri. Vara við ferðum við Leirhnjúk í frétt frá Almannavörnum ríkisins er sérstaklega varað við ferðum við Leirhnjúk í Mý- vatnssveit og skorað á leiðsögu- menn, ferðaskrifstofur og aðra sem annast leiðsögn og ferðir fólks í Mývatnssveit að forðast að beina fólki á hnjúkinn og leið- beina um hættu af göngu um hann. „Leirhnjúkur í Mývatnssveit er álitinn hættusvæði, sem ekki er ráðlegt að ganga á. Þau um- brot, sem átt hafa sér stað og i gangi eru á svæðinu, geta fyrir- varalaust leitt til gufu- og leirsprenginga með skyndi- legum breytingum á jarðhita sem ómögulegt getur reynst að varast," segir í frétt Almanna- varna. Þessi viðvörun er send út í samvinnu við jarðvísindamenn almannavarnanefndar Mý- vatnssvæðis og sýslumann Þing- eyjarsýslu. Myndbandstæki með ómissandi yfirburði! Nú hefur Philips rutt sér til rúms á VHS markaðnum með splunkunýtt myndbandstaeki sem skarar fram úr hvað snertir gæði og áreiðanleika. Philips VR 6460 er búið öllum hefð- bundnum möguleikum myndbandstækja og tveimur nyjungum sem eiga eftir að þykja ómissandi hjá öllum vídeógeggjur- um. 1. Ffjótandi haus sem „eltir" myndbandið og kemur í veg fyrir bjögun myndarinnar, jafnvel þó spólan sé orðin lúin og þreytt eftir endalausan snúning. 2. Sjálfleitari sem finnur besta útsend- ingarsfyrk hverju sinni og losar þig þannig við að snúa of litlum tökkum með „of stórum" fingrum. Ef þú vilt fá afbragðsmyndgæði út úr myndbandstækninni er öruggast að tengja það við sjónvarp frá stærsta sjónvarpstækja- framleiðanda í heimi: Philips. kr. 46.900.-stgr. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8-15655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.