Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 Ódýrar og pottþéttar pakkningar í bílvélar Við eigum á lager pakkningar í ílestar tegundir bílvéla - viðurkennd vara sem notuð er aí mörgum biíreiðaíram- leiðendum. AMC, BMW, Buick, Chevrolet, Daihatsu, Datsun, Dodge, Fiat, Ford, Land Rover, Mazda, M. Benz, Mitsubishi, Moskvitch, Opel, Perkins, Peugeot, Range Rover, Renault, Saab, Scania, Subaru, Suzuki, Nú í sumar munu þjónustu- og sölufulltrúar Bíla- borgar h/f gera víðreist um landsbyggðina til skrafs og ráðagerða við MAZDA eigendur og þjónustuaðila. 14. júní veröa þeir á Akranesi hjá Bifreiöaverkstæöi Guöjóns og Ólafs, í Borgarnesi hjá Bifreiöa- og trésmiöju Kaupfélags Borgnesinga og í Stykkishólmi hjá Nýja bílaveri. MAZDA eigendum og þeim sem eru í bílakaups- hugleiðingum er bent á að hafa samband við ofangreinda aðila varðandi nánari tímasetningar. Mabörghf Smiöshöföa 23, sími 812 99 Svafa Björg Einarsdóttir með dóttur sína Kristel í fanginu Jón Snorri Sigurðsson við vinnu sína á gul Svafa Björg Einarsdóttir glerlist- arkona og Jón Snorri Sigurðsson gullsmiður hlutu fyrir skömmu styrk úr íslensk-ameríska listiðnaðar- sjóðnum til dvalar á sumarnám- skeiðum listiðnaðarskólans í Hay- stack í Main, Bandaríkjunum. Til að kynnast þessum listamönnum nánar átti blaðamaður Morgunblaðsins við þau viðtöl um starf þeirra og stefnu. Svafa Björg Einarsdóttir: „Viö glerblástur þarf aö hafa öll skilningarvit opin“ „Ég valdi mér námskeið í heita glerinu eða glerblæstri en á því sviði leiðbeina færir kennarar frá Pilchuck í Seattle þar sem er mjög stór glerlistarskóli," sagði Sigrún, er hún var spurð nánar um tilvon- andi námsferð til Bandaríkjana. „Ég útskrifaðist síðastliðið vor úr keramikdeild Myndlista- og handíðaskólans og ætlaði mér út að læra meira þegar mér bauðst að prófa glerblástur hér heima. Hef ég verið aðstoðarmanneskja hjá þeim Sigrúnu Einarsdóttur og Sören Larsen á verkstæði þeirra, Gler í Bergvík, og lært mikið af bæði vinnunni og því að fylgjast með þeim vinna. Einn dag í viku hef ég svo fyrir mig til að prófa mig áfram. Glerblástur er geipilega erfiður; maður verður að hafa öll skiln- ingarvit opin því það er margt sem þarf að hugsa um í einu og maður verður að vinna hratt því glerið er fljótt að kólna. Það þýðir ekkert að vera að velta vöngum við vinn- una. Alls ekki er hlaupið að þess- ari iðn; maður nær að einbeita sér að einu atriði og gleymir þá kannski öðru í staðinn. Er þetta margra ára þjálfun og ég rétt að byrja. Ég ætla í framhaldi af þessu að fara utan í skóla og hef sótt um og gert fyrirspurnir á Norðurlöndum, Englandi og í Bandaríkjunum, og hefur þá komið sér vel að geta nefnt styrkinn úr íslensk-amer- íska listiðnaðarsjóðnum. Það er erfitt að komast inn í skóla í þess- ari grein, það er að segja í „stúdíó-gler“ sem kallað er þegar einn til fjórir vinna saman á verk- stæði og hanna og gera sjálfir alla muni frá upphafi til enda. „Studíó-glerið" á sér ekki langa sögu en virðist sem mikill upp- gangur sé í því núna. Áður snerist glerlist mest um verksmiðjufram- leiðslu þar sem fólk mætir til vinnu stimplar sig inn og er kannski sérhæft í að blása fætur á glös. Eftir nám? Þá stefni ég nátt- urulega að því að koma heim og reka mitt eigið verkstæði." Jón Snorri Sigurðsson: „Myndverk er unnið IRt og skartgripur ... “ Jón Snorra Sigurðsson var að finna á gullsmíðaverkstæði Jens Guðjónssonar, þar sem hann var við vinnu sína. „Ég lærði hér hjá * Jens og eru að ég held komin 18 ár síðan," sagði Jón Snorri. „Hefur það verið góður skóli því að á þessu verkstæði höfum við alltaf verið hvött til að standa á eigin fótum. Ekki er unnið eftir ákveðnu prógrammi heldur gerum Myndverk úr gleri og silfri eftir Jón Snorra. Gullsmiður og glerlistakona í námsferð til Bandaríkjanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.