Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985 Stýrimannaskólinn í Reykjavík: 68 nemendur ljúka skipstjórnarprófum Albert Gunnlaugsson dúx 2. stigs tekur vid verðlaunum sínum úr hendi skólastjórans Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar. Skólastjóri kveður Helga J. Halldórsson og þakkar honum fyir áratuga stðrf í þágu skólans. Á milli þeirra sést Guðbjörg Guðbjörnsdóttir eiginkona Helga. Stýrimannaskólanum I Reykjavík var slitið í 94. skipti hinn 25. maí síðastliðinn. Athöfnin fór fram í há- tíðasal skólans. Skólaslitin hófust með því að Anna Þóra Benediktsdóttir spilaði vals eftir Chopin. Minnst var sjó- manna, fyrri nemenda og kennara skólans, sem látist hafa á skólaár- inu. Sérstaklega var minnst skip- verjanna á Bervík sem fórust und- an Rifi á Snæfellsnesi 27. mars sl., Axels Thorsteinssonar frétta- manns og rithöfundar, sem kenndi tungumál við skólann á árum áður og Markúsar B. Þorgeirssonar, en hann var gamall nemandi skólans og mikill velunnari. Markús var mikill áhugamaður um björgun- armál og hannaði björgunarnet sem við hann er kennt. Samtals luku 68 nemendur skip- stjórnarprófum frá Stýrimanna- skólanum að þessu sinni. Þar af luku fimm skipstjórnarprófi 1. stigs í samvinnu við Framhalds- skólann á Dalvík, en undanfarin fjögur ár hefur verið starfrækt þar skipstjórnardeild 1. stigs, und- ir faglegri umsjá Stýrimannaskól- ans í Reykjavík. Samvinna hefur verið með ágætum og borið góðan árangur, einsog segir í fréttatil- kynningu frá Stýrimannaskólan- um. Samtals luku 32 nemendur skip- stjórnarprófi 1. stigs. Hæstu einkunn við Dalvíkurskóla fékk ungur stúdent frá Siglufirði, Jóel Kristjánsson, 9,43, og er það hæsta einkunn á skipstjórnarprófi 1. stigs í ár. Hæstu einkunnir við Stýrimannaskólann í Reykjavík hlutu Smári Thorarensen, Hrísey 8,94 og Ævar Ásgeirsson, Grinda- vík, 8,91. Skipstjórnarprófi 2. stigs luku 28 nemendur. Hæstu einkunnir hlutu Albert Gunnlaugsson, Dal- vik, 9,07, Jens Kristján Kristins- son 9,02 og Haraldur Haraldsson 8,64. Skipstjórnarprófi 3. stigs, far- mannaprófi, luku 8 nemendur. Hæstu einkunnir fengu Magnús Ólafsson, Reykjavík 9,13, Tryggvi Örn Harðarson, Keflavík 8,50. Skipting þeirra sem luku skip- stjórnarprófum var með þeim hætti að 20 stýrimannsefni eru af Reykjavíkursvæðinu, 10 frá Suð- vesturlandi og Suðurnesjum, 4 af Vesturlandi, 6 af Vestfjörðum, 15 af Norðurlandi, 5 af Austurlandi og 3 af Suðurlandi. Nemendum sem sköruðu framúr fyrir kunnáttu háttprýði og skyldurækni voru veitt verðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar, fyrrverandi skólastjóra Stýrimannaskólans. Albert Gunnlaugsson fékk verð- launabikar öldunnar og Magnús Ólafsson úr farmannadeild fékk verðlaunabikar . Eimskipafélags íslands ásamt verðlaunapeningi, en bikararnir eru farandverðlaun sem veitt eru hvert ár. Skólinn veitti þeim nemendum sem hlutu 10 í skólasóknar- einkunn verðlaun fyrir reglusemi og góða ástundun og fengu 14 nemendur slík verðlaun. Verðlaun fyrir góða frammistöðu í íslensku hlutu Björn Valur Ólason úr 3. bekk og Albert Gunnlaugsson úr 2. bekk. Landssamband íslenskra útvegsmanna veitir hæsta nem- anda í siglingafræði á 2. stigi verðlaun, vandaða klukku og loft- vog. Tveir nemendur voru hæstir og jafnir í siglingafræði, þeir Kári Bjarnason og Einar Heiðar Vals- son. Voru þeim báðum veitt verð- launin. {lok skólaslitanna kvaddi skóla- stjóri sérstaklega Helga J. Hall- dórsson cand.mag., en hann lætur nú af kennslu sem fastur kennari eftir 40 ára starf við Stýrimanna- skólann. Helgi J. Halldórsson hef- ur kennt við skólann samfleytt síðan 1945 þegar skólinn hóf starf- semi i Sjómannaskólahúsinu. Skólastjóri afhenti Helga lista- verkabók og konu hans, Guð- björgu Guðbjörnsdóttur, blóm- vönd, sem vott þakklætis fyrir störf Helga við skólann og þeirra hjóna beggja að félagsmálum nemenda. SkólasUóri heiðrar nýbakaða farmenn. Frá hægri: Guðjón Ármann, Björn Valur Ólason, Baldvin Jóhann Þorláksson, Magnús Ólafsson, Sigurbjörn Ólason og Baldvin Breiðfjörð Sigurðsson. Nafn konunnar veit blaðið ekki. AMDRÉSÍIMA OG PALL UPPGÖ7VA Andrésína og Páll eru ágætis fólk hér í bæ, strekkt á stundum eins og fleiri . . . Dag einn í hádeginu voru þau á vappi við Hlemm og lögðu leið sína á veitingastað ALEXað nafni. . OG ERU UPPGÖTVUÐ A /1111 o/ ^ <»• *?og hvm **.« V/HLEMA/I, símí 24631 MATUR ALLAN DAGINN FRA KL 10.00-23.30 ALLA DAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.