Morgunblaðið - 13.06.1985, Page 50

Morgunblaðið - 13.06.1985, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTITDAGUR 13. JÚNÍ 1985 fclk í fréttum Norsku vinningshafaniir Daniel Ripe, Jon Eivin Skrede, Jim Rnne Skrede og Magne Froystad. Með þeim á mynd- inni er Pal Hansen hjá Norska dagblaðinu sem meira og minna hafði veg og vanda af undirbúningi og vinnshi í keppninni. Morgunblaðið/RAX Sá sem þama er að kasta er Magne Froystad sem varð sigurvegari Noregs (keppninni. Vinningshafar í skeifukastkeppni í Noregi Hlutu íslandsferð í verðlaun Hér á landi voru staddir fyrir nokkru vinningshafarnir í skeifukastkeppni sem haldin var vítt og breitt um Noreg. Alls voru þátttakendur um 30.000 og fór keppnin ekki einungis fram í Nor- egi heldur var norskum nemum í Diisseldorf og norskum hermönn- um bæði í Líbanon og á Miami gefinn kostur á að spreyta sig. Skeifukastkeppnin fer þannig fram að viðkomandi aðili stendur í 10 metra fjarlægð frá litlum staut sem skeifurnar eiga að lenda á eða sem næst. Þegar staðið er í 10 metra fjarlægð er skeifunum kast- að og sá ber sigur úr bítum sem hefur sem flestar skeifur við stautinn. Það var norska dagblaðið sem stóð fyrir mótinu og voru fram- ieiddar um 200.000 skeifur af til- efninu. Fyrstu verðlaun voru ferð til ís- lands og okkur á Morgunblaðinu fannst viðeigandi að bjóða ís- landsförunum á hestbak sem þeir kunnu vel að meta. Það var helst blaðamaður, sem skikkaður var með og aldrei hafði á lífsleiðinni komið á hestbak, sem gekk um með frosið bros þann daginn. Það verður ekki fleira tíundað frá þessum reiðtúr á prenti. Leiklist á Reynisfjalli undanförnum árum hafa nokkur íslensk ungmenni ver- ið við nám í leiklistardeild New York University og í fyrra voru þar fimm íslend- ingar. Einn aðalkennari skól- ans er Kevin Kuhlke og í sumar kemur hann hingað til lands og verður með leik- smiðju á Reynisfjalli ásamt tvíburunum Hauki og Herði. „Reynisfjall er heldur óvenjulegur staður en hentar þessu námskeiði mjög vel. Kevin er mikið fyrir að vinna upp í sveit þar sem ekkert utanaðkomandi dreifir athygl- inni og með því að láta þátt- takendur námskeiðsins hafast við á einum stað þarf ekki að setja tímamörk á vinnuna sem þar fer fram,“ sagði María Ell- ingsen, sem sér um undirbún- ing námskeiðsins. „Reynisfjall stendur fram í sjó og fyrir framan það gnæfa Reynis- drangar. Skammt frá bjarg- brúninni stendur 350 fermetra hús sem við höfum til umráða fyrir námskeiðið og er í því rúmgóður salur fyrir inni- vinnu. í húsinu getum við rúmað alla þátttakendur. Fjallið er flatt að ofan og því hægt um vik að vinna úti þeg- ar þannig viðrar." Að sögn Maríu beinist at- hygli Kevins einkum að því að tengja rödd og líkama leikar- ans, losa um þann kraft sem hann býr yfir og brjóta upp vanaform með spuna og „im- pulsvinnu". Út frá þessu verð- ur síðan unnið með texta úr sígildum verkum. „Þótt Kevin Kuhlke sé að- eins þrítugur er þekking hans og reynsla mjög víðtæk. Hann hefur margsinnis unnið með Jerzy Grotowski og hefur orð- ið fyrir miklum áhrifum af honum. Kevin hefur leikið með leikfélögum í New York og víðar, meðal annars sýnt með Teatron í La Mama E.T.C. og með Mabou Mines í Public Theatre. Kevin hefur kennt leiklist og spuna á námskeið- um í Bandaríkjunum og Evr- ópu og síðustu tvö ár hefur hann kennt við New York Uni- versity. „Við sem stundum nám er- lendis viljum endilega deila því sem við erum að læra og fá fólk eins og Kevin hingað heim þegar það stendur til boða og vonum bara að vel takist til svo framhald geti orðið á slíku samstarfi." Þá koma bræðurnir Haukur og Hörður hingað gagngert Hárprúðar stúlkur Um þessar mundir er sítt hár fremur óalgeng sjón og flestir vilja fremur eyða tímanum í annað en að kemba sitt langa hár. 1 Bretlandi eru fjölmargar stúlkur með hár niður á mitti eða neðar. Þar var nýlega haldin keppni um hárprúðustu stúlkuna og í henni þótti ekkert tiltökumái þó hárið næði niður fyrir hné. Sú sem bar sigur úr bítum heitir Elisabeth Harling og hvort sem iesendur trúa því eða ekki, mældist hár hennar 165,5 sentimetra langt. Eiisabeth er fjóra klukkutíma að þvo og þurrka hárið og eftir lengdinni að dæma er það ekki ótrúlegt. I barnaflokki sigraði Leigh-Anna Probert, en hennar hár reynd- ist 85 sentimetra langt. Sætur ilmur frægðarinnar Að ilma vel er kappsmál margra, ekki síst frægu stjarnanna úti í heimi. Joan Coll- ins þykir afar fönguleg enda legg- ur hún mikið upp úr því að angan hennar sé sem best. „Þegar ég var 16 ára varð mér ljóst hversu miklu gott ilmvatn gat áorkað. Ég hent- ist inn í eina verslun Selfridges í London og spurði afgreiðslukon- una hver vær besti ilmur í heimin- um; ég ætlaði að fá hann, takk fyrir!" Ungfrú Collins beitir sérstakri tækni til að ilma vel, og hér gefur hún aimúganum nokkur holl ráð þar að lútandi. 1. Eftir að hafa baðað mig ýri ég allan líkamann með kölnarvatni, til að fá grunnilm. Síðan úða ég ilmvatni bak við eyru, á úlnliði og olnbogabót. Þar hitnar ilmvatnið og blandast líkamslyktinni. 2. Það er mjög alúðleg kveðja að úða ilmvatni á bréfsnepil og senda þeim sem þú vilt að muni eftir þér. Þú mátt vera viss um að sá hinn sami rennur á lyktina. 3. Á ferðalögum sprauta ég ilm- vatni í rúmfötin mín og þegar ég dvelst á hótelum, úða ég lyktinni um allt herbergið, til að mér líði eins og heima hjá mér. 4. Ég geng alltaf með hálsklút sem lyktar af uppáhaldsilmvatn- inu mínu og hárburstinn minn fær líka gusu, því þá lyktar hárið einn- ig- 5. Heima hjá mér sprauta ég ilmvatni á púðana í dagstofunni, gluggatjöldin og silkiblómin. Ei- lítil angan af baðhandklæðunum sakar heldur ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.