Morgunblaðið - 13.06.1985, Page 30

Morgunblaðið - 13.06.1985, Page 30
30 MORGUNBLADTÐ, f’IMMTtíDAGUR 13. JUNl 1985 Gorbachev boðar breyting- ar á efnahagsstefnunni MohUvu, 12. júní. AP. MIKHAIL GORBACHEV, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, sagði í gær í mikilvægri raeðu um efnahagsmál að stjórnmáiaráð kommúnistaflokks- ins befði ákveðið gera endurbætur á drögum að næstu fimm ára áætluninni. t ræðu Gorbachevs, sem haldin var á ráðstefnu miðstjórnar kommúnistaflokksins um ástand sovésks efnahagslífs, kom einnig fram að ákvörðunin um að hafna drögunum hefði verið tekin „vegna alvarlegrar gagnrýni" sem komið hefði fram um mikilvæga þætti þeirra. Einnig lagði Gorbachev áherslu á nauðsyn þess að hverfa frá úr- eltum stefnumiðum, sem eiga ræt- ur að rekja til valdatíma Brezhn- evs, í efnahagsmálum. Þó að Gorbachev hafi ekki nefnt Brezhnev á nafn í ræðu sinni telja fréttaskýrendur engan vafa á því við hvern hafi verið átt. Enda sagði Gorbachev, að ekki væri unnt að komast hjá því að taka eftir ýmsum erfiðleikum sem ein- kennt hefðu þróun efnahagslfsins frá því í byrjun síðasta áratugar. Gorbachev sagði í ræðu sinni að endurskoða þyrfti áætlanir í bygg- ingariðnaði, og jafnvel draga sam- án seglin í ákveðnum atvinnu- greinum. Þá skýrði Gorbachev frá því að fjármagni yrði frekar varið til endurskipulagningar fram- leiðslu en til þess að koma á fót nýjum verksmiðjum sem óvíst væri að bæru sig, og meiri áhersla lögð á markaðsöflun og óskir neyt- enda í efnahagslífinu. Nicaraguæ Stjórnarandstæðingar mynda með sér samtök Washington, 12. júní AP. ÞRÍR forystumenn stjórnarandstöð- unnar í Nicaragua hafa gert með sér samkomulag um að koma á fót sam- tökum, sem vinni að þjóðarsátt í landinu með því að binda enda á hernaðarástandið þar og koma þar á FJÖLDI þeirra sem fórust í fellibyln- um og flóðbylgjunni í síðasta mánuði er kominn upp í 11.069, samkvæmt bráðabirgðaskýrslum, að því er upp- lýsingamálaráðuneytið sagði í dag. í tilkynningu frá ráðuneytinu „sönnu lýðræði". Hin nýju samtök eiga að heita „Bandalag stjórnarandstöðunnar í Nicaragua". Hafa samtökin þegar samið skjal, þar sem gerð er grein fyrir þeim ráðstöfunum, sem þessi samtök telja nauðsynlegar til að sagði, að 4.264 lík hefðu fundist og 6.805 væri enn saknað síðan nátt- úruhamfarirnar riðu yfir suður- strönd landsins 24.-25. maí. Tala látinna væri því komin upp í 11.069, væru þeir sem saknað er taldir með. koma á þjóðarsátt, fjölflokkakerfi og efnahagsumbótum með nýjum „þjóðfélagssáttmála". Aðalhöfundar skjalsins eru þrír, þeir Adolfo Calero, leiðtogi aðal- flokks uppreisnarmanna í Nicar- agua, Arturo Gruz, fyrrverandi sendiherra sandinistastjórnarinn- ar í Washington, en hann sagði skilið við sandinista 1981, og Al- fonso Robelo, sem sæti átti í fyrstu fimm manna stjórninni, er komið var á fót eftir byltinguna 1979. Sandinistastjórnin hefur til þessa haldið því fram, að binda verði enda á innanlandsátökin í Nicaragua með samningum við Bandaríkjastjórn. Hafa sandinist- ar algerlega hafnað þeirri hug- mynd að semja við andstæðinga sína innanlands. Fellibylurinn í Bangladesh: Tala látinna yfir 11000 Dhaka, Bangladesh, 12. júní. AP. Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) hefur gerst aðili að smíði rannsókn- arstöðvar í geimnum, sem bandaríska geimvisindastofnunin NASA hef- ur haft í undirbúningi. Talið er að rannsóknastöðin verði fullsmíðuð í geimnum 1992. ESA formlegur aðili að geimvísindastöð NASA EVRÓPURÍKI stigu stórt skref á sviði geimrannsókna er undirritað var í vikunni samkomulag um þátttöku evrópsku geimvísindastofnunarinn- ar, ESA, í geimrannsóknuni bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA. Er um að ræða samstarf vegna smíði rannsóknarstöðvar í geimnum, sem skotið verður upp í hvolfsins á árinu 1992. Þátttaka ESA í rannsókna- áætluninni veitir stofnuninni aðgang að mikilli þekkingu á sviði geimrannsókna. Mun ESA smíða hluta stöðvarinnar og manna hana. Einnig leggur ESA til rannsóknabúnað, þjónustufar til flutninga milli stöðvarinnar og gervihnatta, og fjarskipta- og hlutum og sett saman utan gufu- stjórnunarbúnað. Fyrirtæki í mörgum Evrópu- löndum fá hlutdeild í áætluninni með smíði tækja og búnaðar. Gífurlegum fjármunum er veitt til verkefnisins og mörg fyrir- tæki og stofnanir austan hafs og vestan taka beint eða óbeint þátt í því. Skákmót í Mexíkó: Timman og Pinter efstir Taxco, Mexíkó, 12. júní. AP. Stórmeistararnir Jan Timman, Hollandi, og Jozsef Pinter, IJng- verjalandi, hafa forystu eftir tvær umferðir á millisvæðamótinu í Mex- íkó með 1,5 vinninga. Firam skák- menn eru með 1 vinning í þriðja til sjöunda sæti. Timman lagði Englendinginn Jonathan Speelman í 39 leikjum í annarri umferð. Stýrði Timman svörtu mönnunum og kom upp ensk vörn. Pinter var einnig með svart er hann sigraði Mexíkanann Sisniega í 55 leikjum í biðskák þeirra úr fyrstu umferð og í annarri umferð samdi hann um jafntefli eftir 13 leiki með hvítt gegn Kúbumannin- um Jesus Nogueiras. í annarri umferð urðu úrslit annars þau að Sisniega vann Kínverjann Jingan Qi í 38 leikjum, jafntefli gerðu Walter Browne, Bandaríkjunum, og Yuri Balas- hov, Sovétríkjunum, Miso Cebalo, Júgóslavíu, og Mikhail Tal, Sov- étríkjunum, og Lev Alburt, Bandaríkjunum og Sovétmaður- inn Oleg Romanishin. í bið fóru skák Kevins Spragget, Kanada, og Prandstetters, Tékkóslóvakíu, og skák Saeed Alamed Saeed, Arab- ísku furstadæmunum, og Simens Agdestein, Noregi. Skákmennirnir, sem hlotið hafa einn vinning, eru Tal Nogueiras, Balashov, Ce alo og Sisniega. Mót- inu lýkur 2. júlí nk. Er það liður í heimsmeistarakepp ninni í skák. MALLORKA Sól — Strönd — Skoöunar- feröir — Skemmtanir — Hvíld Brottfarardagar: I júni: 17. I september: 9., 30. I júlí: 8., 30. í október: 21. I ágúst: 19 Ath: Alltaf beint dagflug! ^TC^fVTMC Ferðahhrilitofa, lönaöarhúainu, Hallvetgaratíg 1, aímar 28388 og 28580

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.