Morgunblaðið - 13.06.1985, Síða 43

Morgunblaðið - 13.06.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 13. JUNl 1985 43 Sr. Jón M. Guðjónsson ásamt Sigurbirni Einarssyni biskup í afmælishófinu, sem Jóni var haldið. Akranes: Bók um sr. Jón M. Guðjónsson Akranesi, 6. júní. HEIÐURSBORGARI Akraness, sr. Jón M. Guðjónsson fyrrum sókn- arprestur, varð áttræður föstudaginn 31. maí sl. og í tilefni þess hélt fjöl- skylda hans afmælisfagnað honum til heiðurs í hinu nýja safnaðarheim- ili kirkjunnar á Akranesi. Margt manna var samankomið til að sam- fagna afmælisbarninu. Veislustjóri var séra Björn Jónsson sóknarprestur á Akranesi og auk hans fluttu ávörp Ólafur Fr. Sigurðsson, Guðjón Guð- mundsson forseti bæjarstjórnar Akraness, frú Svava Finsen f.h. kirkjunefndar kvenna, frú Ragn- heiður Guðbjartsdóttir formaður sóknarnefndar, Jón Einarsson prófastur í Saurbæ, ólafur Hauk- ur Árnason áfengisvarnaráðu- nautur og fyrrum skólastjóri á Akranesi, Sigurbjörn Einarsson biskup og síðast Eyfellingurinn Ólafur Jónsson frá Skála sem tal- aði fyrir hönd fyrrum sóknar- barna sr. Jóns. Allir ræðumenn fóru fögrum orðum um langt og farsælt ævi- starf sr. Jóns og fluttu honum hamingjuóskir. Kirkjukór Akra- ness söng undir stjórn Hauks Guðlaugssonar söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og að lokum ávarpaði veislustjórinn sr. Björn viðstadda. Sr. Jón vígðist til preststarfa á vordögum 1933 og varð þá aðstoð- arprestur sr. Þorsteins Briem á Akranesi en þá var sr. Þorsteinn alþingismaður. 1934 varð sr. Jón sóknarprestur í Holti undir Eyja- fjöllum og gegndi því starfi til 1946 að hann kom að nýju til Akraness og varð sóknarprestur í Garðaprestakalli og síðar prófast- ur, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1974. Sr. Jón lét sér ýmis framfara- mál miklu varða í sinni heima- byggð og kunnastur er hann fyrir ýmis störf að slysavarnamálum og hin síðari ár fyrir stofnun Byggða- safnsins að Görðum og störf við öflun muna og uppbyggingu þess. Jón var kjörinn heiðursborgari á Akranesi þegar hann lét af störf- um sóknarprests. Á afmælisdaginn kom út bók um sr. Jón sem gefin er út að frumkvæði vina og vandamanna hans í umsjón Sigurðar Hjartar- sonar fyrrum skólastjóra á Akra- nesi og Valdimars Jónssonar son- ar sr. Jóns. Bókin skiptist í fjóra þætti. Fyrsti kafli nefnist Árdegið en í honum er viðtal við sr. Jón um uppvaxtarárin, heimili hans á Vatnsleysuströnd og skólanámið. Annar kafli nefnist Vinaminni en þar skrifa 14 vinir hans bæði lærðir og leikir um sr. Jón og einn- ig eru í kaflanum tvö ljóð. Þriðji kaflinn nefnist í dagsins önn, en þar eru stutt viðtöl, annað við eitt fyrsta fermingabarn sr. Jóns og hitt við hann sjálfan um ferminguna. Einnig eru nokkrar ræður hans og erindi flutt við ým- is tækifæri. Að lokum er svo niðjatal sr. Jóns og konu hans frú Lilju Pálsdóttur. Það fer vel á því að daginn eftir afmælið, laugardaginn 1. júni, var kútter Sigurfari vígður formlega í Byggðasafninu í Görðum að við- stöddu miklu fjölmenni og var sr. Jón þar viðstaddur og tók þátt í athöfninni. Má segja að þar hafi ræst stór draumur hans, en hann beitti sér öðrum fremur við að fá ýmsa aðila til að festa kaup á kútternum á sínum tima og átti þá ekki alltaf auðvelt með að sann- færa menn um mikilvægi þess að vernda kútter frá því merka tíma- bili í sögu þjóðarinnar sem skútu- öldin var. Kona sr. Jóns var Lilja Páls- dóttir, mikil mannkostakona sem var traustur bakhjarl sr. Jóns í hans miklu og fjölbreyttu störf- um. Þau hjónin eignuðust 11 börn og eru 10 þeirra á lifi. Frú Lilja lést haustið 1980. Sr. Jón dvelur nú á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. JG AOUBORHIN ALdrei meira úrval Laugavegi 32.sími27620 Þú færö gjaldeyrinn í utanlandsferöina hjá okkur. Ef eitthvað er eftir þegar heim kemur er tilvaliö aö opna gjaldeyrisreiknina og geyma afganginn á vöxtum til seinni tíma. Iðnaðaibankinn v ' i W ' ... , ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.