Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1985
LEIKUR íslenska landsliösins í
knattspyrnu í fyrri hálfleik í g»r
gegn Spáni lofaöi svo sannarlega
góöu. Allan fyrri hálfleik sýndi ís-
lenska liöiö stórgóöa knattspyrnu
og haföi forystu í hálfleik 1—0.
Fyrirliói liösins, Teitur Þóröarson,
skoraöi sannkallaö glæsimark á
32. mínútu leiksins eftir góðan
undirbúning. íslensku landsliós-
mennirnir sýndu og sönnuöu aö
frammistaöan gegn Skotum á
dögunum var engin tilviljun. Og
þrátt fyrir aö leikur liðsins hafi
ekki verið jafngóður í síðari hálf-
leik og liöiö hafi þurft að sætta
sig viö tap, 1—2, þá er ekki hægt
að segja annað en aö landslið ís-
lands hafi komist vel frá leiknum
þegar á heildina er litið. Stórveldi
á knattspyrnusviöinu eins og
Skotland og Spánn geta þakkað
fyrir aö hafa náð báöum stigun-
um hér á Laugardalsvellinum í
undankeppni heimsmeistara-
keppninnar. Spánski þjálfarinn
sagöi eftir leikinn í gærkvöldi:
„Ég yar logandi hræddur í hálf-
leik. íslenska liöið, sem átti enga
möguleika á aó komast til Mex-
íkó, lék svo vel,“ og maöur sá
hversu innilega spönsku leik-
mennirnir fögnuðu í leikslok. Já
þaó telst oróiö afrek aö sigra ís-
land á heimavelli. Og mikill var
fögnuóur íþróttafréttamannanna
sem lýstu leiknum beint til Spán-
ar. Þeir ætluðu bókstaflega aó
ganga af göflunum þegar
spánska lióiö skoraói síóara mark
sitt og þegar sigurinn var í höfn.
Þá verður aö hafa hugfast aö hjá
okkur voru margir stórsnjallir
knattspyrnumenn eins og til
dæmis Ásgeir Sigurvinsson, Pét-
ur Pétursson, Arnór Guöjohnsen,
Lárus Guömundsson, og Sigurö-
ur Jónsson ekki í 16 manna
landsliöshópnum aö þessu sinni.
Þaö sýnir okkur vel hversu marga
góöa knattspyrnumenn við eig-
um orðið í dag. Frammistaöa
landsliösins í undankeppni HM
hefur veriö stórgóð og mikil og
góö landkynning fyrir Island.
Frábær fyrri hálfleikur
Allan fyrri hálfleikínn lék ís-
lenska liöiö mjög vel og eins og
þeir sem valdiö hafa. Leikmennirn-
• Teitur Þóröarson skorar hér stórglæsilega eina mark fslands í leiknum { gærkvöldi. Eftir mjög góöa fyrirgjöf Atla Eóvaldssonar frá hagri
skutlaöi Teitur sér fram á markteignum og þrumuskalli hans lenti í netinu fyrir aftan markvöröinn sem átti ekki möguleika á aö verja eins og
glöggt sést. Varnarmaöurinn var of seinn.
íslenska lidid lék vel fram-
an af en það dugði ekki
ir gáfu aldrei eftir, byggöu vel upp
og léku mjög yfirvegaö. Og síðast
en ekki síst mjög góöan og hættu-
legan sóknarleik. Þaö var 'mikill
kraftur í íslenska liöinu strax frá
byrjun og þeir sóttu óhræddir. ís-
lenska liöiö lék undan golu í fyrri
hálfleik og hjálpaöi þaö nokkuö.
Bæöi liöin léku vel úti á vellinum en
íslenska liöiö náöi aö skapa sér
hættulegri tækifæri. Á 15. minútu
átti Atli Eðvaldsson hörkuskot rétt
utan vítateigsins, sem fór rétt yfir
þverslána. Teitur gaf góða send-
ingu á Atla og hann hitti boltann
mjög vel. Var vel að þessu staöið.
Besta marktækifæri Spánverja
kom á 19. mínútu. Þá náðu þeir
laglegu þríhyrningsspili í gegn um
vörn íslands og góö fyrirgjöf kom.
Bjarni markvörður varöi meistara-
lega þrumuskalla sem úr þessari
sókn.
Eina mark íslands kom á 33.
mínútu. Ragnar Margeirsson lék
upp kantinn, missti boltann en
náöi honum aftur og gaf á Atla
Eövaldsson sem sendi hnitmiöaöa
og stórglæsilega sendingu beint
inn í markteiginn þar sem Teitur
fyrirliöi Þórðarson var óvaldaöur.
Teitur afgreiddi boltann snilldar-
lega. Hann kastaöi sér fram og
firnafastur skallabolti hans þandi
út þaknetiö. Guli af marki. Þau
gerast ekki mikiö fallegri. Allur
undirbúningur var líka laglegur.
Gífurlegur fögnuöur braust út á
áhorfendapöllunum viö markiö og
þaö yljaöi öllum um hjartarætur.
Eftir markiö sóttu spönsku leik-
mennirnir mjög í sig veðriö og
pressuöu stíft á íslenska markiö.
Oft skall hurö nærri hælum en
aldrei þó eins og á 41. mínútu þeg-
ar Bjarni Sigurösson varöi meist-
aralega hörkuskalla frá mark-
teigshorninu. Bjarni sýndi mikla
snerpu þar sem hann sló boltann
yfir markiö í horn. En þrátt fyrir
pressuna þá tókst Spánverjum
ekki aö skora. Vörn íslenska liös-
ins var föst fyrir og valdaöi sókn-
armenn spánska liösins mjög vel
og gaf þeim aldrei friö.
Dauf byrjun í síðari hálfleik
i upphafi siöari hálfleiks voru ís-
lensku leikmennirnir hreint ótrú-
lega daufir. Ekki sömu menn og
hófu leikinn. Vantaöi baráttuvilja,
kraft og snerpu. Þetta tókst
spánska liöinu aö notfæra sér.
Strax á 5. minútu síöari hálfleiksins
jafnaöi spánska liöiö. íslenska
vörnin svaf á veröinum. Manuel
I ÞÓRARINN RAGNARSSON I
I FRIÐÞJÓFUR HELGASON
og BJARNI EIRÍKSSON
ísland j,a
Spánn I*
Sarabia (Bilbao) fékk góöa stungu-
sendingu inn á markteigshorniö og
hann gaf sér góöan tíma, lagði
boltann fyrir sig og skoraði meö
föstu skoti. Þaö var svo ekki tyrr
en á 10. mínútu síöari hálfleiksins
sem örla fór á betri leik aftur hjá
íslensku leikmönnunum. Þá mun-
aöi litiu aö bæöi Ragnar Mar-
geirsson og Atli Eövaldson kæm-
ust i gegnum vörn Spánverja.
Spánverjar voru heldur ekki á
þeim buxunum aö gefast upp. Þaö
var mikiö í húfi hjá þeim og þeir
böröust grimmt og léku oft mjög
gróft. Þaö var mikill hraöi í leiknum
í síöari hálfleik og bæöi liöin áttu
góöar sóknir.
A 66. mínútu leiksins skoruöu
Spánverjar sigurmark sitt. Aftur
kom þaö fyrir aö vörnin var ekki á
veröi. Marco Alonso (Barcelona)
fékk góöa sendingu beint á kollinn
og skallaöi í netið af stuttu færi.
Ekki ólíkt markinu sem færöi Skot-
um sigur á dögunum, nema þá var
skoraö meö föstu skoti. En í bæöi
skiptin var sóknarmaöur óvaldaö-
ur á markteigshorni og enginn náöi
aö trufla. Eftir aö Spánverjar höföu
náö forystunni kom mikill kippur í
íslenska liöiö og þaö lék vel þaö
sem eftir var leiksins. Litlu munaöi
svo sannarlega á 74. mínútu er
Teitur Þórðarson fékk besta
marktækifæri siöari hálfleiksins.
Teitur fékk góöa fyrirgjöf, tók bolt-
ann mjög laglega niöur meö bring-
unni og skaut svo viöstööulaust
þrumuskoti en boltinn fór yfir
markió. Vel gert en heppnin var
ekki meö Teiti. Þarna munaöi svo
sannarlega litlu aö Teitur jafnaöi
metin. A 75. mínútu kom Guö-
mundur Steinsson inná fyrir Ómar
Torfason og hleypti þaö enn meira
lifi í sóknina. Góö skipting hjá
Knapp. En Spánverjum tókst aö
halda fengnum hlut. Þeir lögóu sig
í iíma vió aö tefja leikinn og tóku
enga áhættu.
Ekki er hægt annaö en aö hrósa
öllum íslensku leikmönnunum fyrir
frammistööuna. Vörnin var mjög
góö meö Sævar og Magnús mjög
sterka á miöjunni. Janus Guö-
laugsson var sívinnandi, haföi
mikla yfirferð. Leikmaöur sem
aldrei bregst og gefur bestu er-
lendu leikmönnum ekkert eftir.
Teitur, Ragnar Margeirsson og
Siguróur voru allir hættulegir í
sókninni og léku vel. En í heild var
þaö liósheildin og samvinnan sem
skilaði góöum árangri þrátt fyrir aö
sigur skildi ekki vinnast í leiknum.
Sþánska liöiö var fast fyrir og
lék vel. Leikmenn snöggir meó
góóa knatttækni og mikla yfirferö.
Þá léku þeir oft mjög vel saman
Spánska liöiö er nú næsta öruggi
meö aö komast til Mexíkó. Liöiö á
eftir einn heimaleik gegn islandi i
haust.
i stuttu máli: Undankappni HM i knattapyrnu
á Laugardalsvslli:
Ísland-Spánn 1:2 (1:0)
Mark islands: Teitur Mrðarson maO skalla a
33. mínútu.
Mðrk Spánar: Manuel Sarabia á 49. mfn o$
Marco Alonso á 66. minútu.
Gul spjðld:
Ömar Torlsson, Sigurður Grétarsson, Taitur
Þðröarson og Victor Munso.
Áhorfandur voru 10.410.
Dómari í leiknum var Adre Dalna frá Svisa og
voru honum nokkuö mislagöar hendur.
— PR.