Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚNl 1985 3 Siglufjörður: Fyrsti áfangi að nýju íþróttahúsi boðinn út Þakklátir fyrir að fá tækifæri til að reyna þessa byggingaraðferð segir íþróttafulltrúi Við hönnun hússins er gert ráð fyrir steyptum sökklum en sjálft húsið verði reist með límtrésbogum. íþróttasalurinn verður 22x44 metrar að stærð og áætlaður byggingarkostnaður er 17 til 20 milljónir með þessari byggingarað- ferð. „Embættismenn í Reykjavík hafa ekki gert frekari athugasemd- ir við útfæslu hússins eftir að við jukum lofthæð auk þess að bún- ingsaðstaðan í tengibyggingu við sundlaugina var lagfærð," sagði Kristján Möller, íþróttafulltrúi á Siglufirði. „Við erum þakklátir fyrir að fá tækifæri til að reyna þessa nýju byggingaraðferð og von- umst til að geta sýnt það og sannað að hægt sé að byggja ódýrari íþróttahús heldur en gengur og gerist og þar með sparað fé fyrir sveitarfélag okkar." Ákveðið hefur verið að ganga frá sökklum hússins í sumar og halda síðan áfram næsta sumar. Á fjár- lögum ríkisins hafa verið veittar 200 þús. kr. til framkvæmdanna á þessu ári og framlag Siglufjarðar- bæjar er um 600 þúsund krónur. Að sögn Kristjáns eru Akurnes- ingar að huga að byggingu íþrótta- húss með þessari sömu aðferð og hefur verið ákveðið að útboð hvað varðar efniskaup í bæði húsin verði sameinuð og þannig leitast við að afla hagstæðari tilboða. Vonast er til að hægt verði að undirbúa allt efni í húsin í sumar þannig að ekki taki langann tíma að reisa þau næsta sumar. Því eins og Kristján sagði þá eru byggingarfram- kvæmdir ekki eingöngu háðar fjár- framlögum heldur líka byggingar- tíma, sem er mjög stuttur á Siglu- firði. Eyjólfur Konráð um seðlabankatillöguna: Verður örugglega samþykkt í neðri deild þingsins einnig EYJÓLFUR Konráð Jónsson alþing- ismaður segir engan vafa leika á því, að ef þingsályktunartillagan um að Alþingi feli ríkisstjórninni að kanna með hvaða hætti megi nýta Seðla- bankabygginguna verður einnig sam- þykkt í neðri deild Alþingis, þá sé sú samþykkt bindandi fyrir ríkisstjórn- ina. Eyjólfur Konráð sagði að vissu- lega væri greinarmunur á því hvort um lagasetningu væri að ræða eða þingsályktunartillögu, en Tómas Árnason seðlabankastjóri benti á þann mun í Morgunblaðinu í gær. „Það segir sig hins vegar alveg sjálft að ríkisstjórnin er bundin af þingsályktunum sem samþykktar hafa verið í Alþingi." Eyjólfur Konráð var spurður hvort hann teldi að tillagan yrði einnig samþykkt í neðri deild Al- þingis: „Ég held að það geti ekki annað verið,“ sagði Eyjólfur Kon- ráð. Morgunblaðið/ ól.K.M. Austurvöllur fœrður íþjóðhátíðarbuning REYKVÍKINGAR hafa að undanförnu tekið til hendinni við að fegra borgina sína enda fegrunarvikan nýafstaðin. Það þýðir þó ekki að fegrun og snyrting borgarinnar hafí verið aflögð og á meðfylgajndi mynd má sjá reykvíska æskumenn vinna að snyrtingu Austurvallar fyrir þjóðhátíðardainn, og er viðbúið að borgin skarti þá sinu fegursta. Nú veröa allir í hátíöarskapi á 17. júní. Allar verslanir okkar fullar af glæsilegum sumarvörum KARNABÆR Austurstræti 22. Laugavegi 66, Giæsibæ, Sími frá skiptiboröi 45800. Laugavegi 30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.