Morgunblaðið - 03.07.1985, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JtJLl 1985
BHM heldur annan fund með fjármálaráðherra:
„Teljum okkur
eiga sömu hækk-
un og ASÍa
— segir formaður launamálaráðs BHMR
„VIÐ TELJUM okkur eiga að fá sömu hækkanir og ASÍ hefur fengið enda
er beinlínis gert ráð fyrir því í lögum um okkur að við fáum þær kjarabæt-
ur, sem aðrir hafa þegar fengið,“ sagði Stefán Ólafsson lektor, formaður
launamálaráðs ríkisstarfsmanna í Bandalagi háskólamanna, um fund
stjórnar launamálaráðsins með fjármálaráðherra í fyrradag. Þar leituðu
BHM-menn eftir hugmyndum fjármálaráðherra um hvernig ætti að bæta
ríkisstarfsmönnum í BHM upp launahækkanir ASÍ og BSRB.
Stefán sagði að fjármálaráð- Formaður launamálaráðsins
herra hefði ekki tekið eins illa í sagði að iaunahækkanir Kjara-
fyrirspurnir BHM og lesa hefði
mátt út úr svari hans við Morgun-
blaðið í gær. „Við ætlum að hittast
aftur á föstudaginn þegar formað-
ur samninganefndar ríkisins get-
ur tekið þátt í fundinum," sagði
hann.
dóms í vor hefðu verið hækkanir
fyrir iiðna tíð — til samræmis við
það sem aðrir á vinnumarkaði
hefðu þegar fengið. „Við vorum
ekki fyrstir heldur síðastir, Kjara-
dómur leiðréttir aðeins það, sem
orðið er,“ sagði Stefán ólafsson.
Morgunblaðið/ Ævar
Á EKKIAÐ FARA AÐ FJARA ÚT
Eabirírði. 1. júlí.
Segja má að þessi kind með lömbin sín tvö hafi étið sig upp á sker, því trúlega hefur ákafinn við fæðuöflunina
veríð svo mikill, að hún hefur ekki gáð að sér og flæddi úti. Þá var að sjálfsögðu ekki annað að gera en bíða þess
að fjaraði. Ævar.
Vinna
hafin hjá
Hvaleyri
VINNA er hafin hjá Hvaleyri hf.,
hinu nýja fyrirtæki í Hafnarfirði,
sem keypt hefur fiskiðjuver og tvo
togara Bæjarútgerðar Hafnarfjarð-
ar. Var flaggað á húsinu í tilefni
dagsins.
Um sextíu manns starfa hjá
Hvaleyri hf. til að byrja með en
forráðamenn fyrirtækisins gera
sér vonir um að þeim fjölgi á
næstunni og verði á endanum
jafnmargir og störfuðu hjá BÚH
á sínum tima.
22 þúsund
útflutningsseiði
drápust á Hólum
Um 22 þúsund laxaseiði drápust hjá laxeldisstöðinni Hólalaxi hf. á Hólum
í Hjaltadal er verið var að sjóvenja seiðin fyrir útflutning til Noregs.
Jón Stefánsson framkvæmda-
stjóri stöðvarinnar sagði að 70
þúsund seiði hefðu verið flutt úr
stöðinni í flotkvíar í sjónum þar
sem þau voru saltvanin. Segl hefði
verið sett í kringum kvína og
fersku vatni dælt ofan í hana.
Ætlunin hefði verið að seiðin
gætu valið á milli sjávar og fersk-
vatns og smávanist sjónum, en
þau hefðu af einhverjum ástæðum
farið of ört niður í sjóinn í neðri
hluta kvíarinnar, ekki þolað um-
Skipst á bókunum um Tjarnarskólann á aukafiuidi í Fræðsluráði Reykjavíkur í gær:
„Pólitískt moldviðri“
— segir Ragnar Júlíusson formaður Fræðsluráðs
„Vandræðalegt feimnismál"
— segir í bókun Þorbjamar Broddasonar
„Þessi fundur var að mínu áliti
algerlega óþarfur og tilgangurinn
sá einn að þyrla upp pólitísku mold-
viðri út af þessu máli, eins og blöð
vinstrio manna hafa leitast við að
undanfornu,“ sagði Ragnar Júlíus-
son formaður Fræðsluráðs Reykja-
víkur um aukafund, sem haldinn
var í ráðinu í gær að kröfu Þor-
björns Broddasonar til að ræða
málefni hins væntanlega Tjarnarsk-
óla. „Ég varð hinsvegar við þeirri
kröfu að halda fundinn, því mér var
Ijóst að Þorbjörn befði getað knúið
hann fram með fulltingi fleiri full-
trúa í ráðinu, enda hafa fulltrúar
kennara og vinstri flokkanna í ráð-
inu staðið saman í andstöðu við
þennan skóla.
Varðandi bókanir þær sem
fram komu á fundinum vil ég
taka það fram að samkvæmt 75.
grein grunnskólalaganna hefur
menntamálaráðherra óskoraða
heimild til að leyfa stofnun svona
einkaskóla og það er fyrst eftir að
þeir hafa tekið til starfa sem
málefni þeirra falla undir
Fræðsluráð, en þá hlíta þeir eftir-
liti þess eins og aðrir grunnskól-
ar. Um minn þátt í undirbúningi
þessa máls vil ég taka fram að
hann var sá einn að ég vann að
því I umboði borgarstjóra að
finna skólanum húsnæði. Það
verk vann ég fyrir opnum tjöld-
um. Ég hef ekki stundað neinn
feluleik í þessu máli,“ sagði
Ragnar Júlíusson.
Á fundi fræðsluráðsins í gær
lagði Þorbjörn Broddason fram
langa og ítarlega bókun þar sem
hann mótmælir harðlega vinnu-
brögðum þeim sem viðhöfð voru
við undirbúning málsins. Segir
hann meðal annars að stofnun
skólans hafi verið „laumað eins
og vandræðalegu feimnismáli
fram hjá öllum eðlilegum um-
sagnaraðilum.“ Þá sakar hann
menntamálaráðherra um að hafa
sniðgengið fræðslustjórann i
Reykjavík og að hafa ekki einu
sinni látið svo lítið að segja hon-
um hvað til stæði. Enn fremur
segir i bókun hans að formaður
fræðsluráðs hafi farið á bak við
ráðið í þessu máli og ekki verði
betur séð en vísvitandi hafi verið
beðið eftir því að ráðið færi i
sumarfrí áður en ráðabruggið
yrði opinberað. Þorbjörn segir
einnig i bókuninni að Tjarnar-
skóiinn standi ekki undir nafni
sem einkaskóli, þvi hér sé um það
að ræða að einkaaðilar séu að
gera út á ríkið og borgina og með
þvi að taka há skólagjöld sé verið
að skapa óþolandi misrétti sem
ekki samrýmist anda og bókstaf
grunnskólalaganna.
Bókun Þorbjörns fylgdu tíu
spurningar sem beint er til for-
manns fræðsluráðs, fræðslu-
stjóra, menntamálaráðherra,
fjármálaráðherra og eigenda
Tjarnarskóla. Þar er meðal ann-
ars spurt hvort foreldrar barna i
Tjarnarskóla muni fá styrk i
formi skattafsláttar, eins og eig-
endur hans virðist hafa farið
fram á, og af hvaða gjaldaliðum
fjárlaga og fjárhagsáætlunar
Reykjavíkur rekstrarkostnaður
skólans verði greiddur i haust.
Einnig er spurt um ýmsa þætti í
fyrirhugaðri starfsemi skólans.
I bókun sem fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins lögðu fram á
fundinum er því mótmælt að
fyrirhuguð afnot Tjarnarskólans
af húsnæði Miðbæjarskólans séu
á nokkurn hátt óeðlileg. Er bent á
að húsnæði sem tekið hafi verið
úr notkun sem húsnæði skyldu-
námsskóla hafi í mörgum tilfell-
um verið tekið undir aðra
fræðslustarfsemi og eru nokkur
dæmi rakin þvi til stuðnings.
„Ekki verður séð að fyrirhuguð
starfsemi Tjarnarskóla sé óeðli-
legri i húsnæði borgarinnar en sú
starfsemi sem áður er talin,“ seg-
ir í niðurlagi bókunar fulitrúa
Sjálfstæðisflokksins í Fræðslu-
ráði Reykjavíkur.
Bragi Jósepsson lagði einnig
fram bókun þar sem hann fagnar
stofnun skólans. „Stuðningur
stjórnvalda við stofnun Tjarn-
arskóla er vísbending um
ákveðna stefnubreytingu, sem ég
tel að geti haft jákvæð áhrif á allt
skólastarf i landinu," segir Bragi
meðal annars i bókun sinni.
Ragnar Júlíusson formaður
ráðsins lagði fram bókun þar sem
segir að það sé einsdæmi að
krefjast aukafundar í fræðsluráði
til þess eins að þyrla upp póli-
tisku moldvirði og þvi sýnist vera
nauðsynlegt að setja ákvæði í
grunnskólalög til að koma i veg
fyrir slíkt í framtíðinni.
Á fundinum kom ennfremur
fram bókun frá fulltrúum kenn-
ara í ráðinu þar sem þeir lýsa
undrun sinni yfir þvi að undir-
búningur að stofnun skólans hafi
ekki verið ræddur I ráðinu og
spyrja um aðstoð borgarinnar við
skólann og aðra einkaskóla.
Gerður Steinþórsdóttir fulltrúi
Framsóknarflokksins lagði fram
bókun þar sem fram kemur svip-
uð gagnrýni og í bókun Þorbjörns
Broddasonar.
Loks lagði Bessí Jóhannsdóttir,
einn fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins, fram sérstaka bókun, þar
sem hún fagnar hinni fyrirhug-
uðu skólastofnun.
skiptin og 30% þeirra drepist.
Taldi hann að seiðin hefðu farið
svona ört niður vegna þess að þau
voru flutt úr húsi þar sem minni
birta var en í sjónum, en einnig
taldi hann að ferskvatnið sem
dælt var í kvína gæti hafa verið of
kalt.
Sagði Jón að frá þeim færu til
Noregs þau 48 þúsund seiði sem
eftir væru auk 52 þúsund seiða frá
Fljótalaxi hf. og væri von á
tankskipi til að sækja seiðin eftir
viku eða svo.
Myndbandaleiga
á Suðurnesjum:
Samráð um
verð brýtur í
bága við lög
— segir Georg Ólafsson
verðlagsstjóri
„ÞETTA brýtur í bága við lögin um
verðlag, samkeppnishömlur og
ólögmæta viðskiptahætti, það er eng-
in spurning um það. Þar sem verð-
lagning er frjáls, er bannað samráð
um verð og álagningu," sagði Georg
Ólafsson, verðlagsstjóri í samtali við
Morgunblaðið, aðspurður um um-
mæli eins eigenda myndbandaleigu
á Suðurnesjum þess efnis, að líklega
væri eina vitið að myndbandaleigur
samræmdu leiguna á myndböndum.
„Hins vegar vitum við það að
þetta á sér oft stað í okkar þjóðfé-
lagi, en við erum ekki enn farnir að
beita þessum lögum að marki, þar
sem við höfum unnið að því að færa
verðlagninguna í frelsisátt. Við
höfum því haft lítið eigið frum-
kvæði í þessum málum ennþá, en i
framtíðinni fer starfsemin inn á
þessar brautir, þegar meira og
minna verður búið að afnema öll
verðlagsákvæði. Það er hins vegar
einfaldlega oft ókunnugleiki á ferð-
inni, þegar menn ræða þetta mál á
þennan hátt. Við myndum því ekki
beita neinni hörku, heldur upplýsa
menn um lögin og sjá síðan hvað
þeir gera. Ég mun biðja lögfræðing
Verðlagsstofnunar á morgun að
hafa samband við þessa menn og
benda þeim á að allt samráð sé
bannað," sagði Georg að lokum.