Morgunblaðið - 03.07.1985, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 3. JÚLl 1985
Minning:
Karólína Ingibjörg
, Ólafsdóttir — Hruna
F*dd 28. júní 1903
Dáin 25. júní 1985
Hún amma mín, sem alltaf var
kölluð Inga, gerði ekki tíðförult
um ævina, bjó allan sinn búskap í
litlum bæ á norðanverðu Snæfells-
nesi, giftist þar og átti tvo eigin-
menn og sjö börn. Vera má að ein-
hverjir telji það fábreytt líf að
eyða ævidögunum við slíkar að-
stæður. En amma undi hag sínum
alltaf vel í Ólafsvík og hin síðari
ár, er hún átti við heilsuleysi að
stríða, leitaði hugurinn til Hruna,
og þangað fór hún hvenær sem við
var komið heilsunnar vegna.
Ég var mjög ung þegar foreldr-
ar mínir veiktust og amma tók
mig til sín. Þá fékk ég að njóta
umhyggju hennar og ástar og er
það tímabil með ánægjulegustu
minningum bernsku minnar.
Vegna veru minnar hjá ömmu
tengdumst við sterkum böndum og
ekki dró það úr áhuga okkar hvor
á annarri að við vorum alnöfnur.
Þau ár sem ég bjó á íslandi heim-
sótti ég ömmu á hverju sumri og
dvaldi hjá henni i lengri eða
skemmri tíma og aldrei dró
skugga á elskulegt samband
okkar.
Ég á margar minningar um
ömmu mína og allar ánægjulegar.
Eins og góðri ömmu sæmdi sá hún
mér ávallt fyrir prjónuðum sokk-
um og vettlingum og gekk sú um-
hyggja hennar í arf til barna
minna, en það var vel um það
hugsað frá Olafsvík, að þau þyrftu
aldrei að vera fótköld eða loppin í
fjarlægri heimsálfu. Svona var
Inga amma og sýnir vel hvern hug
hún bar til afkomenda sinna.
Oft hefur hugurinn hvarflað til
ömmu og veit ég að það var gagn-
kvæmt. Hvenær sem ég kom til
íslands heimsótti ég hana og
ávallt mætti ég sömu hlýjunni og
umhyggjuseminni. Skilningur
hennar á högum þeirra sem stóðu
henni nærri var undraverður og
það var með ólíkindum hvernig
hún og Perry, eiginmaður minn,
töluðust við af fullum skilningi,
þótt þau mæltu á ólík tungumál.
Nú þegar amma er öll leita
margar minningar á hugann, sem
ekki verða til týndar hér, en þær
mun ég geyma í hugskoti mínu. Ég
mun ávallt minnast ömmu minnar
í Hruna sem elskulegrar og vel-
viljaðrar konu, sem alla tíð var
ung í anda og öllum vildi gott
gera.
Ingibjörg Ólafsdóttir giftist
fyrst Pétri Ásbjörnssyni, sem
drukknaði þegar þau höfðu verið
gift í nokkur ár og sat hún uppi
sem ung ekkja með þrjú föðurlaus
börn. Þau eru Guðmundur, Ás-
björn og Guðrún.
Síðar giftist hún Kjartani
Þorsteinssyni og eignuðust þau
fjögur börn: Harald, Theodóru,
Gunnleif og Pétur. Theodóra lést
árið 1960 og annaðist Ingibjörg að
miklu leyti uppeldi Hallfríðar
dóttur hennar. Ingibjörg og Kjart-
an slitu samvistir.
Amma átti sér mörg áhugamál
og lét ekki heimilisannir og barna-
uppeldi aftra sér frá þátttöku í fé-
lagsstörfum, þeirra sem henni
þóttu til framfara horfa, en þau
verða ekki upptalin hér. En ég
minnist hennar fyrst og fremst
sem elskulegrar ömmu minnar
sem ég kveð með söknuði og þakk-
læti fyrir allt það sem hún veitti
mér.
Inga Wilson
Kalamazoo, Michigan
Bandaríkjunum.
J9-
Systir okkar,
LILJA BJARNADÓTTIR NISSAN,
hjúkrunarfræöingur,
Álttamýri 44,
er látin.
Systkini hinnar látnu.
t
ARNDÍS ERLENDSDÓTTIR
frá Álftáróai,
Dvalarheimili aldraóra Borgarneaí,
andaöist 1. júli í Sjúkrahúsi Akraness.
+
Móöir okkar,
VILBORG JÓNSDÓTTIR
frá Ásláksstöóum,
Vatnsleysuströnd,
andaöist 1. júli í St. Jósepsspítala í Hafnarfiröi.
Synir hinnar látnu.
+
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR
í Von,
Laugavegi 55,
lést í Borgarspítalanum 30. júni.
Gyöa Gunnarsdóttir,
Guöríöur Gunnarsdóttir, Daníel Helgason,
Sigríóur Gunnarsdóttir, Jóhann Marel Jónasson,
Auður Gunnarsdóttir, Haraldur Árnason,
Edda Gunnarsdóttir, Konráö Adolphsson.
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur elginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
BÓÐVAR SIGURÐSSON
trósmíöameistari, Hafnarfirði,
Hæóarbyggö 19, Garóabæ,
lést í Landspítalanum 1. júlí sl.
Marta Jónsdóttir,
Skúli Gunnar Böövarsson,
Laufey Jóhannsdóttir,
Marta Maria Skúladóttir,
Hjördis Ýrr Skúladóttir,
Jóhann Böövar Skúlason.
+
BALDUR ÁRMANN GESTSSON
frá Flatay,
sem andaöist 27. júní, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 4. júli kl. 15.00.
Aóstandendur.
Minning:
Ágúst Helgason
Fæddur 15. september 1920
Dáinn 24. júní 1985
Ágúst Helgason frændi minn
kvaddi þennan heim á sjálfri
Jónsmessu, í miðri voröld og lang-
degi, þegar fuglar syngja glaðast
og landið ber skærastan grænan
lit. Yfir því hvelfist djúpur, blár
himinn, fullur af gylltu sólskini.
Dauðinn virðist alger þversögn
um þær mundir, þegar lífið sjálft
hefir verið leitt til valda í náttúr-
unni. Samt er hann nálægur þá
sem endranær, stundum sem
lausn og líkn eða sem fæðing til
nýs lífs í enn sælli heimi.
Magnús Ágúst Helgason fædd-
ist 15. september 1920, sonur hjón-
anna Önnu Valgerðar Oddsdóttur,
móðursystur minnar, og Helga
Ágústssonar, sem þá bjuggu á
Syðra-Seli í Hrunamannahreppi.
Anna var Fljótshlíðingur, dóttir
hjónanna Helgu Magnúsdóttur frá
Vatnsdal og Odds Oddssonar gull-
smiðs, símstjóra og fræðimanns
frá Sámsstöðum, en þau áttu
lengst heima á Eyrarbakka. Helgi
var hins vegar Hreppamaður, son-
ur hjónanna Móeiðar Skúladóttur
Thorarensen og Ágústs Helgason-
ar bændahöfðingja í Birtingaholti.
Þau Anna og Helgi fluttust að Sel-
fossi árið 1931, en Helgi hafði þá
gerst starfsmaður hins nýstofnaða
Kaupfélags Árnesinga. Þau reistu
sér hús á Selfossi, sem þau kölluðu
Sunnuhvol, og ræktuðu þar stóran
trjá-, blóma- og matjurtagarð,
sem orð fór af víða.
Þarna undu þau allt til æviloka,
en Anna andaðist í ársbyrjun 1965
og Helgi í árslok 1977. Þar var
mikið menningarheimili, þar sem
islenskar hefðir og fornar dygðir
voru í heiðri hafðar og saman fóru
nýtni og rausn, starf og skemmt-
an, sparsemi og stórhugur. Fornar
venjur og ferskir hugmynda-
straumar runnu þar í einn farveg.
Bókmennt og verkmennt voru
hluti daglegs lífs, og ræktunar-
áhugi var runninn báðum húsráð-
endum i merg og bein. Að vonum
var vina- og kunningjahópurinn
stór og frændlið fjölmennt, enda
var gestkvæmt á þessu fagra
myndarheimili, þar sem öllum var
fagnað af hlýju og veitt af rausn.
Slik heimili eru brjóstvörn ís-
lensks þjóðernis á upplausnartím-
um flysjungsháttar og andlegrar
áttavillu.
Þetta var æskuheimili Ágústs
og systkina hans tveggja, sem upp
komust. Þau eru Óddur Helgi,
sölustjóri Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík, kvæntur Ragnheiði
Guðjónsdóttur Brynjólfssonar frá
Starmýri, og Móeiður, húsfreyja á
Selfossi, gift Garðari skógarverði
Jónssyni dýralæknis á Selfossi
Pálssonar. Þar að auki ólu Anna
og Helgi upp sem dóttur sína
Helgu Ingibjörgu Helgadóttur,
hálfsystur mína og systurdóttur
Önnu. Þau tóku hana að sér, þegar
faðir hennar lést úr spönsku veik-
inni 1918 og var hún í heimili hjá
þeim alla tíð síðan, þar til Helgi
andaðist.
Ég man fyrst eftir Gústa
frænda mínum, þegar ég kom í
heimsókn að Syðra-Seli sumarið
1931, en þá vorum við frændsystk-
inin ekki öll há í loftinu. Helsta
skemmtun okkar þennan dag var
að veiða lækjalontur með höndun-
um, með miklu busli og ærslum.
Næsta minning er frá stuttri
heimsókn Gústa til Akureyrar, en
þá var hann kominn í símavinnu-
flokk Magnúsar Oddssonar, móð-
urbróður okkar, og slíkt þótti ekki
lítil manndómsvígsla.
Eftir það fórum við að hittast
oftar. Alltaf var hann góður, glað-
vær og hjálpsamur félagi, og
grunnt var á hlátrinum, ef eitt-
hvað spaugilegt bar við. Eftir-
minnilegust verður sennilega
skemmtiferð okkar á þumalfingr-
um og útilega austur undir Eyja-
fjöllum um sólstöðurnar 1942.
Þangað héldum við Gústi og
Oddur bróðir hans og Benedikt
Thorarensen, frændi þeirra, fjórir
glaðir yngismenn, og undum við
fossanið undir víðblámans veldi í
fáeina daga með tjald og mal.
Dagarnir voru langir, næturnar
bjartar og áhyggjur fjarri.
En fyrr en varði tók við nýr og
ábyrgðarmeiri tími, undirbúning-
ur lífsstarfs og lífsbaráttu. Gústi
lagði fyrir sig bakaraiðn, lauk
námi í Reykjavík, en fór eftir það
til starfa við iðn sína norður á
Blönduós. Þar átti hann heima
nokkur ár eða þar til hann varð að
hætta brauðgerð vegna ofnæmis
fyrir mjölryki. Eftir það fluttist
han til Vestmannaeyja og gerðist
útsölustjóri Mjólkursamsölunnar
þar. Eftir nokkurra ára dvöl í Eyj-
um settist hann að í Reykjavík og
fékkst fyrst i stað við skreytingar
á ístertum. Þar naut sín vel
hugkvæmni hans, smekkvisi og
snilldarhandbragð, en margar
tertur hans og skrautkökur voru
hrein listaverk. Síðustu árin
stundaði hann innheimtustörf.
Á Blönduósárunum kvæntist
hann fyrri konu sinni, Torfhildi
Hannesdóttur frá Eiríksstöðum í
Svartárdal, Ólafssonar, en þau
slitu samvistir. Þau eignuðust
tvær dætur, Önnu, sem gift er
Valdimar Axelssyni skrifstofu-
manni á Akranesi, og Svövu, sem
býr i Danmörku og er gift Jorgen
Rasmussen stýrimanni, en hann
er nú verkstjóri í skipasmíðastöð-
inni á Helsingjaeyri.
Síðari kona Gústa var Ásta Ár-
sælsdóttir Sveinssonar útgerðar-
manns og bæjarfulltrúa í Vest-
mannaeyjum. Hún andaðist í nóv-
ember 1977, og höfðu þau þá að-
eins verið tæp fimm ár í hjóna-
bandi.
Það er tæpast ofmælt, að Gústi
hafi búið við mislynda heilsu og
stopula allt frá barnæsku, og í því
efni var eins og eitt tæki við af
öðru. Öllu tók hann því með þol-
gæði, stillingu og bjartsýni og átti
jafnan bros og hlý handtök að
miðla öðrum og fúsa hjálparhönd
fram að rétta, þar sem hann vissi
eða grunaði, að hennar væri þörf.
Og það munaði um þá hjálpar-
hönd, þar var hvorki hik né hálf-
verk. Hann hafði líka lag á að láta
svo virðast, að það væri hið mesta
góðverk að þiggja hjálp hans og
velgerðir. Þegar hann kom til vina
sinna færandi hendi með mat eða
kökur, var það til að létta á búrinu
hans sjálfs, og þegar hann bauð
einhverjum, sem sjaldan fór af
bæ, með sér í bíltúr á sunnudegi,
var það aðeins gert sjálfum hon-
um til skemmtunar. Svo var það
látið heita. Það var yndi hans að
gleðja aðra og verða þeim að liði á
einhvern hátt. Ættrækni hans og
vinatryggð var nokkuð einstök.
Það hefir Jórunn móðursystir
okkar fengið að reyna í mörg ár,
en Gústi sýndi henni alltaf sonar-
lega umhyggju og lét sér afar annt
um hana. Þær voru lika orðnar
margar ökuferðirnar, sem þeir
fóru saman í bílnum hans Gústa,
faðir minn og hann, eftir að þeir
voru báðir orðnir ekkjumenn. Þeir
urðu líka miklir vinir og félagar
þrátt fyrir aldursmun, og fyrir
alla þessa ræktarsemi er ég þess-
um góða frænda mínum hjartan-
lega þakklátur.
Ágúst Helgason var maður hár
vexti og þreklega vaxinn, svipur-
inn bjartur og hreinn, augnaráðið
fast og handtakið þétt. Hann verð-
ur mörgum harmdauði, því hér
kvaddi góður drengur og heill. Um
leið og við Ellen vottum dætrum
hans og öðrum vandamönnum
dýpstu samúð við fráfall hans,
þökkum við langa vináttu með
frændsemi, þegar hann hverfur nú
inn í vorbirtuna og átthagarnir
opna honum grænan faðm og víð-
an.
Sverrir Pálsson