Morgunblaðið - 03.07.1985, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLl 1985
Um sérfræðinga
eftir Halldór Jónsson
Segja má að það hafi vakið tals-
verða athygli landsmanna hvernig
fjárhagsstöðu Kópavogs reyndist
komið á útmánuðum 1985.
Eftir þá traustu og ábyrgu fjár-
málastjórn, sem vinstri meirihlut-
inn lofaði okkur við fæðinguna
1982, þá er eiginlega um greiðslu-
þrot bæjarins að ræða. Óreiðu-
skuldir nema meira en 25% af út-
svörum bæjarbúa, launagreiðslur
vaxa stjórnlaust árið 1984 án þess
að eftir því sé tekið og fokið virð-
ist i flest lánaskjól. Þetta er út-
koman á hinni grænrauðu eyju i
íhaldshafinu bláa, þar sem gróða-
brákin flýtur ofaná vegna skatta-
byrgðaraukningar borgaranna i
verðbólguleysinu.
Þó hafa sérfræðingar verið til-
kallaðir að hagræöa í Kópavogi
eins og annarstaðar. En einmitt
hagræðing er mottó dagsins. Auð-
veld afgreiðsla fyrir þá sem ekki
skilja um hvað málin snúast: Ráð-
um hagræðing!
Um töfraorðið hagræðingu
snýst allt þjóðlif íslendinga hvort
heldur er á Alþingi eða í bæjar-
stjórn. Ekki að afla tekna eða
spara. Köllum til sérfræðinga til
þess að skipuleggja og hagræða!
Heilbrigð skynsemi Silla & Valda
t.d., sem stýrðu sinum fyrirtækj-
um með glæsibrag á henni og
tveimur nöglum að þvi að sagt en,
þ.e. hafa meira á innnaglanum er
útnaglanum, er löngu úrelt á þess-
ari sérfróðu tölvuöld. Hugtökin
„neikvæð eiginfjárstaða", sem er
komið i stað dónaorðsins fallítt og
„neikvæður greiðslujöfnuður" í
staðinn fyrir ljóta orðið „tap“,
prýða nú litprentaða ársreikninga
helstu fyrirtækja landsmanna. En
fyrir fallegustu prentun og list-
ræna uppsetningu slíkra reikn-
inga eru nú veitt verðlaun án til-
lits til hvort þeir geyma tap eða
gróða.
Rekstur SVK
Ég hef verið skikkaður til að
glugga i reikninga bæjarins míns,
Kópavogs. Ég hef staðnæmst svo-
lítið við rekstur Strætisvagna
Kópavogs, af því að ég hef haft
sitthvað með vörubílarekstur að
gera um dagana.
Árið 1983 námu rekstrartekjur
SVK 13,4 milljónum króna.
Rekstrargjöldin voru 24 milljónir
með afskriftum. Þar af var beinn
viöhaldskostnaður vagnanna 6,6
milljónir. Á meðan námu útsvörin
okkar 136 milljónum, þannig að
12. hver króna fer í að tapa á
strætó 1983. Ofan á þetta var var-
ið 1,3 milljónum til að kaupa Ik-
arus-vagn, sem krakkarnir kalla
„líkarusl" og gefur skoðun þeirra
til kynna. SVK var þá með 6 bíla
kerfi sem grundvöll í aksturskerfi
sínu. Mönnum datt þá i hug, hvort
ekki væri hægt með hagræðingu,
að keyra bara 4 vagna kerfi. Og
samstundis var leitað til „sérfræð-
ings“. Fyrir valinu varð Kristján
Kristjánsson byggingatæknifræð-
ingur, þá hjá Rekstrarstofnuninni.
Hann hannaði leiðakerfi og fékk
fyrir það á aðra milljón króna.
Kerfið var svo sett í gang með
margföldum þessum kostnaði
Kristjáns. Um endalok þessarar
hagræðingar máttum við lesa i
Sterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiöill!
fttofgptsiMftfeifr
DV þ. 6. maí sl., þar sem þeir Rich-
ard Björgvinsson og Karl Árnason
lýsa því hvernig breytingin endaði
með ósköpum og því, að gamla
kerfið var tekið upp aftur að
mestu leyti. Þarna var tapað á
einu bretti meiri upphæð en ég
gæti nokkurn tíma borgað í útsvar
þó ég yrði hundrað ára.
1984 urðu svo tekjur SVK 16
milljónir en gjöldin 31 milljón.
Kostnaður á ekinn kflómetra varð
64 kr. Hjá Strætisvögnum Reykja-
víkur er þetta þó ekki nema 42
kr/km, þrátt fyrir of gamla vagna.
Eðlilegur kostnaður á nýlegan
vagn gæti ég trúað að ætti að
liggja um 28—35 kr/km. Þannig
virðist gefa auga leið að sjálfur
rekstur SVK þarfnast endurskoð-
unar við fremur en leiðakerfið.
Ættum við kannski að hringja aft-
ur í Kristján?
Áður áminnst heilbrigð skyn-
semi rekst þó fljótt á þá stað-
reynd, að nýr strætisvagn af vest-
rænni gerð kostar um 4 milljónir
króna. Slíkur vagn myndi ekki
taka til sín neina varahluti né
viðhald sem héti i 3 ár. Varahlutir,
viðgerðarvinna og leiguvagnar
kosta yfir 10 milljónir króna árið
1984, þannig að auðvelt sýnist að
láta 5 nýja vagna borga sig upp i
stað þess að sóa peningum i að
halda úti ónýtu og afgömlu dóti,
sem kostar bara í varahluti og við-
gerðir nærri 20 kr/km.
Allt þetta skeður hjá fyrirtæk-
inu mínu, Kópavogi. En ég á hlut i
því til jafns við forseta bæjar-
stjórnar eða hvern annan íbúa
bæjarins. Ég bara ræð engu um
reksturinn þó ég borgi kostnaðinn.
Þetta fyrirtæki okkar á hreina
eign upp á 2,2 milljarða króna, á
móti um 280 milljóna skuldum.
Þetta fyrirtæki leyfir sér samt
þann alþýðlega lúxus að vera
greiðsluþrota og úthrópað sem
vanskilamaður. Það er sjálfsagt i
stíl þeirra vinstri manna. En ég er
á öðru máli fyrir mitt leyti. Það
virðist líka gefa auga leið, að
tugmilljónir króna mætti fá í af-
slætti af aðföngum bæjarins gegn
þvi að staðgreiða reikninga. En
þetta er líklega alþýðlegur stíll
vinstri bræðingsins.
í venjulegum fyrirtækjum er
skipt um forstjóra, þegar tryppin
eru slælega rekin. Kópavogsbúar
mega velja sér forstjóra eftir 1 ár.
Þeirra verður að velja. Þeir eru
nefnilega sérfræðingar, í að borga
útsvörin sín sem allt veltur á. Þeir
taka kannski eftir þessu. Við bíð-
um og sjáum hvað setur.
Almennt um
sérfræðinga
Mér hefur fundist það áberandi,
hvað ýmiskonar sérfræðingar ríða
húsum í þjóðfélaginu okkar og
njóta einhverrar ofurtiltrúar al-
mennings og stjórnvalda. Virðast
allir trúa öllu, sem frá þessum
mönnum kemur sem nýju neti.
Sérdeilis ef það er skrifað á fal-
lega bréfhausa á knúsuðu
sérfræöimáli, sem enginn þorir að
viðurkenna að hann skilji ekki, af
ótta við að vera stimplaður
heimskingi eða ómenntaður dóni.
Það er helst að Sverrir hafi reynt
að hamla á móti verkfræðinga-
stóðinu við sjóefnavinnsluna og
talið þeirra reikninga sóun á pen-
ingum. Reikningum lögfræðing-
anna í stóriðjunefnd, sem eru ým-
ist nefndarmenn, starfsmenn
sjálfs sín í nefndinni eða þá ráð-
gjafar starfsmanna sjálfra sín í
sömu nefnd, kyngdi hann hinsveg-
ar orðalaust.
Það er mjög í tízku hjá ráða-
mönnum hverskonar, að láta gera
úttektir á hinni og þessari ríkis-
vitleysunni, þar sem þeir hafa
grun um að andstæðingar, eða litl-
ir jábræður, hafi komið sér mak-
indalega fyrir. Skiptir þá engu
hvort tilkvaddir sérfræðingar eru
að meta störf þeirra manna, sem
eru þeim fremri í menntun og
þekkingu, jafningjar eða neðar
settir. Á öllu hafa bréfhausamenn
vit og skoðun og lausnir á hverjum
fingri. Hluti af vandamálinu er
auðvitað það, að þekkingarstig
ráöamanna er oft það lítið, að þeir
eru ekki dómbærir eða þora ekki
að hafa skoðanir á framleiðslu
þessara bréfhausamanna af áðurt-
öldum ástæðum. En þetta er ein-
mitt megin einkenni lýðræðisins.
„Kleon sútari" fær yfirleitt þau
völd, sem hann ekki kann með að
fara. Fyrir því er meira en 2000
ára samansöfnuð reynsla.
Verkfræðingar tóku á sínum
tíma að sér að mennta tæknifræð-
inga í Tækniskóla íslands, þegar
hann var stofnsettur. Afleiðingin
fyrir þá sjálfa varð sú, að laun
verkfræðinga lækkuðu og afkomu-
möguleikar minnkuðu. Því nú var
nóg af tæknifræðingum til þess að
annast hin einfaldari störf, sem
verkfræðingar höfðu lifað á áður.
Við þetta hef ég í rauninni ekkert
að athuga. Almenningur getur
fengið ýmsa þjónustu á lægra
verði en áður var, en þá er það vel.
En því bara verkfræðingar? Því
ekki læknistæknifræðingar, laga-
tæknifræðingar, guðtæknifræð-
ingar sem gætu t.d. framkvæmt
skemmri skírn o.s. frv.
Allt kæmi þetta almenningi til
góða, sem þarf ekki alla heimsins
speki alltaf, heldur bara þá hluta
sem hann hefur brúk fyrir í það og
það skiptið! En auðvitað er þetta
spurning líka um sölumennsku á
sjálfum sér. Það má taka dæmi
áfram um áðurnefndan Kristján,
sem nú starfar undir nafninu Ráð-
garður. Hann fékk það verkefni
hjá Hagsýslunni, að gera úttekt á
Vita- og hafnarmálaskrifstofunni.
Þar var hann mikilvirkur. Sneri
öllu því gamla við með ráðherra-
leyfi, setti alla verkfræðinga útí
hom, að vitamálastjóra meðtöld-
um. Þvi miður hef ég ekki komið
höndum yfir skýrslur hans um
þetta mál, nema eitt bréf til Ha-
gsýslustjóra. Leyfi ég mér að birta
sýnishorn úr þessu bréfi með
(óbreyttri greinamerkjasetningu)
þó að það eitt geti ekki nægt til að
mynda sér skoðun á gildi starfsins
fyrir skattborgarana.
„Á meðan áhrif af breyttum for-
sendum í nýjum hafnarlögum eru
að koma fram á næstu árum er
eðlilegt að draga verulega úr þætti
framkvæmdadeildar í beinni
stjórnun verka. Af sömu ástæðum
er eðlilegt að fresta ákvörðun um
aukna tækjavæðingu. Til að ná
þeim markmiðum að samræma
framkvæmdaáform og forgangsr-
öð ásamt þvi að samhæfa verk-
undirbúning og framkvæmd þarf
að breyta stjórnarskipulagi stofn-
unarinnar.
Hugmynd að framkvæmdaröð
við hagræðingu:
1. Áfangi
Ganga frá nýju skipuriti fyrir
stofnunina, vinna þvi fylgi meðal
starfsmanna og fá samþykki fyrir
helstu mannabreytingum sem af
því leiðir.
2. Áfangi.
Skipuleggja rekstrar og starfs-
áætlun með nýjum deildum fyrir
næstu 2 ár ásamt eftirfylgni.“
Stórbrotið ekki satt! Og auðskil-
ið! Og eðlilegt! Þessi áfangi verks-
ins kostaði aðeins um 495 þúsund
krónur.
Vonandi verður landinu mikið
gagn af þessum hagræðingarkrón-
um í framtíðinni og meira en
Kópavogi gögnuðust sínar.
Áð vísu er þessi tilvitnun ekki
nema svipur hjá sjón án bréf-
haussins logagyllta, en verður aö
láta nægja hér. Þetta orð „eðli-
legt“ hef ég séð, að er feikilega
vinsælt meðal hagræðinga og
gjarnan notað í stað röksemda-
færslu. Það virðist renna ljúflega
niður í hvaða ráðherrakverkar
sem er, án þess að merkja yfirleitt
eitt né neitt.
Fróðlegt væri fyrir okkur, hin
sauðsvörtu, sem ekki skiljum
svona sérfræðingamál, að kynnast
sjónarmiðum hinna hagræddu og
fylgi þeirra við tillögurnar, svo og
hvaða áhrif „eftirfylgnin" kunni
Halldór Jónsson
„Mér hefur fundist það
áberandi, hvaö ýmis
konar sérfræöingar ríöa
húsum í þjóöfélaginu
okkar og njóta einhverr-
ar ofurtiltrúar almenn-
ings og stjórnvalda.
VirÖast allir trúa öllu,
sem frá þessum mönn-
um kemur sem nýju
neti. Sérdeilis ef þaö er
skrifaö á fallega bréf-
hausa á knúsuöu
sérfræðimáli, sem eng-
inn þorir aö viðurkenna
að hann skilji ekki.“
að hafa haft. Taxti þessara sér-
fræðinga, sem eru að hagræða
hinum ýmsu ríkisstofnunum,
nemur iðulega þreföldu yfirvinnu-
kaupi verkfræðinga hinna hag-
ræddu stofnana, allt að 1.400 kr. á
klukkutíma, að því að sami Krist-
ján upplýsir í DV 20.6. 1985. Sem
er í sjálfu sér ekki nema vottur
um sölumannshæfileika beggja á
sjálfum sér. Og ævinlega verður
nóg af apparötum til þess að hag-
ræða. Um framleiðslu þeirra sér
„Kleón sútari" af mikilli elju.
Hver skyldi annars fá það verk-
efni aö hagræða hjá hagsýslunni?
Og hver á að hagræða hjá hagræð-
ingunum? Hver á að ráða fyrir
ráðherrana?
Enn eitt hagræðingardæmi í
viðbót er úttekt Sverris Her-
mannssonar á sjóefnavinnslunni á
Reykjanesi. Hjá Sverri og sér-
fræðingi hans, Ingjaldi Hanni-
balssyni, varð þetta þróunarverk-
efni (Alþingis og þá Sverris líka) í
efnaiðnaði að saltverksmiðju sem
auðvitað tapaði stórfé á að selja
slorkörlum salt á tvær krónur og
sextíu kílóið, eigandi stærstu
borholu landsins óvirkjaða til raf-
orkuvinnslu vegna einkaleyfis
sama Sverris á raforkuvinnslu. Á
sama tíma er hreint náttúrusalt
selt út úr búð i Þýzkalandi á 157
krónur kílóið i litlum strigapokum
með rauðri slaufu. Saltið á
Reykjanesi mun vera hreinasta
salt jarðar. En auðvitað getur
landinn, með Sverrri í broddi fylk-
ingar, ekki selt það frekar en ann-
að. Hvernig væri að fá Kristján í
Ráðgarði til þess að selja það? Ég
hef tröllatrú á að hann geti gert
stórátak i því máli með atorku
sinni og sölumannshæfileikum. Á
meðan gæti ég kannski fengið að
hagræða einhverju minniháttar
apparatinu, t.d. skurðstofu Lands-
pítalans, messuformum þjóðkirkj-
unnar til þess að ná fram betri
nýtingu fjármagns og anda, eða
einhverju öðru. Ég er tilbúinn að
sætta mig við verulega lægri taxta
áðurnefnds Kristjáns tækni-
fræðings, sem er víst 1.150 krónur
á klukkutímann þegar
hann vinnur fyrir Hagsýsluna. Já,
ellefuhundruðogfimmtíukrónur á
klukkustund Kristján Thorlacíus!
Það virðist ligga nærri að
álykta að það þurfi að leggja ein-
hver menntunarskilyrði til
grundvallar því, að mega gefa sig
út sem sérfræðinga, rekstrar-
ráðgjafa o.s.frv. Rétt eins og það
þarf prófskirteini til þess að vera
læknir, lögfræðingur, prestur.
Þannig veit fávis almúginn hvað
hann er að kaupa eða hvað hann
ætti að fá fyrir þjónustu tiltekins
aðila.
Stundum læðist að manni grun-
ur um, að sérfræðingar botni
skýrslur sínar eins og þeir telja
kaupendur vilji að þær endi. Þvi
hvenær heyrum við um néikvæðar
skýrslur? Það er nefnilega klókt af
pólitíkus að leigja sér sérfræðiálit,
þegar þarf að framkvæma eitthv-
að vafasamt. Þá er hægt að hengja
sérfræðinginn eftir á en sleppa
sjálfur! Man nú einhver eftir
Kröflu? Eða staðarvali Hjörleifs á
Kísilmálmverksmiðju? Allt eftir
ráðum sérfræðinga auðvitað?
Mestu sérfræöingarnir
Niður á Austurvelli sitja svo
sérfræðingar allra sérfræðinga, 60
talsins. Þeir taka ákvarðanir eftir
sinni bestu samvizku. Og kannski
örlítið eftir því, hversu hátt hvín í
hverjum þrýstihópnum í það og
það sinnið.
Nýlega hafa húsbyggjendur,
sem byggðu eftir 1980, uppgötvað
að laun þeirra hafi ekki hrokkið til
til þess að greiða þá erlendu vexti
sem þjóðin sætir. Þeir vilja fá
leiðréttingu.
Einu sinni sá ég teikningu eftir
Storm P., þar sem kallinn sneið
rófuna af hungruðum hundi sínum
og gaf honum að éta. Bjargráð
flokksins míns, Sjálfstæðisflokks-
ins, sem ætlaði að létta af öllum
sköttum vinstri manna, er að
hækka bæði eignar- og söluskatt
og mun sú aðgerð eiga að standa
sem minnisvarði um hann við
næstu kosningar. Því sem kunnugt
er er sköttum aldrei létt af á Is-
landi, hverju svo sem menn lofa
fyrir kosningar. Má minna á Vest-
mannaeyjargosprósentuna í sölu-
skattinum, sem enn er inni, þó
gosinu hafi verið lokið með ráð-
herrabréfi fyrir áratug. Núna
finnst mér flokknum mínum farn-
ast eins og kallinum hans Storms
P. Þeir leggja skatt á húsbyggj-
endur til þess að geta lánað þeim
til þess að borga skattinn. Dæmi-
gerð íslenzk snilld. Enda Albert
einn með múður.
Yfirleitt finnst manni nú á síð-
ustu dögum þingsins, fara harla
lítið fyrir málum sem skipta ís-
lendinga einhverju verulegu. Það
ætlar allt af göflunum að ganga út
af útvarpslagafrumvarpi, sem er
tilkomið vegna þess að Pétur og
Jón Múli skrúfuðu fyrir útvarpið í
haust. Mér er stórlega til efs að
mér muni finnast skemmtilegra
að heyra hina rámu raust Rolfs
Johansen kynna poppið í sínu út-
varpi, fremur en þá tengdafeðga
Jón og Pétur. En á þeim báðum
hef ég haft hinar mestu (ópólitísk-
ar) mætur frá barnæsku og geri
ráð fyrir að hlusta á þá áfram
hváð sem Rolf gerir. Allt, sem mér
fannst vanta í útvarpsmál íslend-
inga var það, að banna opinberum
starfsmönnum aðgang að slökkv-
urunum. Því dagskrá Ríkisút-
varpsins er yfirleitt ágæt. I stað-
inn er farin hin lengri leið, að því
að mér finnst, þó ég sé ekki á móti
því, að einokun RUV sé rofin. Og
endalok bjórsins á Alþingi koma
mér enn til að hlæja og hrista höf-
uð. Þvílík reisn og virðing! Hin
stóru mál eru útundan sem fyrr.
Ekkert bólar á ákvörðunum í stór-
iðjumálum, sem ein geta frelsað
íslendinga úr þeirri tekjuleysis-
kreppu sem hrjáir þá. Ekkert
megnar að frelsa bændur úr
sveitaánauðinni og þjóðina frá
bændaánauðinni, nema stóriðja,
sem byggir á því eina sem við höf-
um fram yfir aðrar þjóðir, ódýrri
orku. Sem eru þó hreint ekki ein-
hlýtir yfirburðir.
Enda kannski von. Á Alþingi
ráða mestu menn, sem sitja þar í
krafti misvægis atkvæða. Menn
sem vafasamt er að hlytu kosn-
ingu í Hraunbænum, svo miðað sé
við sömu einingar og kjördæmi
þessara manna eru sum hver.
Á meðan hagræðum við og
skipuleggjum. Alltaf eftir ráðum
sérfræðinganna!
Höíundur er verkfrKðingur og
kjörinn endurskodandi bæjar-
reikninga Kópavogs.