Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1985 55 HorKunblaðiA/Simamynd frá Stokkhélmi, Presaena Bild. Hans T Dahlskog Einar Vilhjálmsson kastar í Stokkhólmi í gasr- alþjóóafrjólsíþróttasambandsins meö 35 etig. En kvöldi. Hann varö (ööru s»ti ( spjótkastskeppn- DV Gaian í Stokkhólmi í gærkvöldi var sannkallaö inni á eftir austur-þýska heimamethafanum Uwe „Grand Prix“-mót. Hohn. Einar er samt enn ( efsta sæti ( keppni „Fer ekki milli mála hver er bestur“ - sagði Einar Vilhjálmsson eftir keppnina í gær „ÞAÐ fór ekkert milli mála hver var bestur í spjótkastinu, Uwe Hohn, gífurlega kraftmikill kastari sem býr yfir mikilli tækni, sann- aöi enn einu sinni hver er kóng- urinn. Ég var þó i sjálfu sór svoiít- iö stoltur af aö hafa forystuna ( spjótkastkeppninni eftir þrjár umferöir. Ég kastaöi 89,32 metra ( fyrstu tilraun, Hohn kastaöi 89,02 metra. Síðan kom ógilt kast hjá mér en hann kastaöi 85,36 m. Þá kastaði ég 87,92, hann geröi ógilt og það vai ekki fyrr en í fjóróu umferö aö hann náói 91,54 metr- um. Ég fákk rosalegt stuö ( olnbogann ( m(nu kasti og gerói ógilt og öll mfn köst eftir þaö. Ég kenni keppnisþreytu um. Hef hreinlega ekki meira kastúthald, hef keppt á 13 erfióum mótum að undanförnu. Þaö var erfiö vindátt í gær fyrir alla kastarana og þv( hreint ótrúlega góöur árangur sem náöist ( mótinu. Ég er ánægóur meö kastlengdina viö þessar aöstæöur, sagöi Einar Vilhjálmsson, sem enn er efstur keppenda ( hinni svokölluöu Praoaans BMd/Sfmamynd • Einar eftir eitt kast sitt i Stokkhólmi (gærkvöldi. „Grand Prix“-keppni Alþjóöa- frjálsíþróttasambandsins, í spjalli viö Morgunblaöið í gærkvöldi eft- ir keppnina i Stokkhólmi. — „Það var geysileg stemmning á leikunum hér í Stokkhólmi, uppselt var á keppnina og fleiri þúsund manns fengu ekki miöa. Mótiö í heild sinni tókst nokkuö vel þó svo aö engin heimsmet eöa landsmet hafi veriö sett. Þaö er ómetanleg reynsla sem maöur fær á því aö keppa á svona stórmótum. Og þaö tekur langan tíma aö venjast þeim. Þetta kemur ekki meö neinni leift- ursókn. Ég er mun sterkari keppn- ismaöur nú en oft áöur og því hef- ur mér gengiö allvel í sumar. Ég hef sigraö í 10 keppnum af þeim 13 sem ég hef tekiö þátt í. En þá varö ég i ööru sæti. Nú kem ég heim i fri og ætla aö nota júlímán- uö til aö byggja mig upp fyrir ág- ústmánuö og lokakeppnina í Grand Prix sem fram fer í Róm í haust. Þaö er mikið í húfi aö standa sig vel þar,“ sagöi Einar. Uwe Hohn kastaöi 95,52 metra EINAR Vilhjálmsson varð annar í spjótkastkeppninni á DN Galan í Stokkhólmi í gærkveldí. Sigur- vegari í greininni varö heims- methafínn, Uwe Hohn, hann kast- aöi 95,52 metra. Þaó leikur enginn vafi á því aö Hohn er besti spjót- kastari heims um þessar mundir. Einar hefur átt jafnar kastseríur á mótum sínum í sumar cg kastaöi hann í gær 89,32 metra sem er frábær árangur. Þriöji í spjótkast- inu varö svo Tom Petranoff, Bandaríkjunum, hann kastaöi 85,94 metra. Segja má aö spjót- kastiö hafi veriö hápunktur leik- anna, því aö þar náöist árangur á heimsmælikvaröa. Mjög góöur árangur náöist líka í 10 km hlaupi. Þar sigraöi Bruce Bickford frá Bandaríkjunum á 27,37,17 mín. annar varö Mark Nenow á 27,40,85 mín. Portúgal- inn Fernando Mamede varö þriöji á 27,41,09 mín. Helstu úrslit á mótinu • gær uröu þessi: 200 mhl: Emmelman A-Þýskl. 20,91 sek Bringham A-Þýskl. 21,16 sek 400 m hl: Mark Rowe Bandar. 45,56 sek Franks Bandar. 45,87 sek Armstead Bandar. 46,20 sek Bennett Bretl. 46,86 sek Oddur Sigurösson 47,68 sek Oddur var nokkuö frá sinu besta í hlaupinu hann hefur hlaupiö mun betur á mótum fyrr í sumar. Svíinn Patrick Sjöberg sigraöi í hástökki, stökk 2,31 m, Belgíu- maöurinn Eddy Annys varö annar, stökk 2,25 metra. Thomas Ericks- son, Svíþjóö, varö þriöji, stökk 2,20 metra. Bandaríkjamaöurinn Gray sigr- aöi i 800 m hlaupi karla á 1.45,35 min. eftir hörkukeppni viö Sviss- lendinginn Marco Mayr sem hljóp á 1.45,91 mín. Doug Padilla sigraöi í 3 km hlaupi á 7.47,41 mín. Ástralíumaöurinn Millonig varö annar á 7.47,88 mín. Þaö bar einna helst til tíöinda í kvennakeppninni aö tékkneska stúlkan, Jarmila Kratochvilova, sem ekki hefur tapaö i 800 m hlaupi um langt árabil varö önnur á eftir Melinte, Rúmeníu. Sigurveg- arinn hlaut tímann 1.59,94 en Jarmila fékk 1.59,99 þannig aö ekki var nú munurinn mikill. íslandsmet • Svanhildur Kristjónsdóttir •etti í gæri nýtt íslandsmet ( 200 metra hlaupi kvenna þegar hún hljóp vegalengdina á 24,3 sek- úndum. Metió var sett ( Dan- mörku þar sem 30 (slenakir frjáls- íþróttamenn eru við keppni þessa dagana. Heimsmethafinn ( spjótkasti, Uwe Hohn, sigraöi á „DV Galan“ ( Stokkhólmi í gærkvöldi. Hohn er fæddur 16. júl( 1962. Hann er 1,98 metrar á hæö og vegur 116 kg. Uwe Hohn er liösforingi í austur- þýska hernum. Hann er án nokkurs efa besti spjótkastari heims- ins í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.