Morgunblaðið - 03.07.1985, Side 39

Morgunblaðið - 03.07.1985, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JtJLÍ 1985 39 Gunnlaugur Börkur Þórisson - Minning Fæddur 19. aprfl 1966 Dáinn 26. júní 1985 Núna þegar dagur er lengstur, nóttin styst, bjart og allt í blóma er Gulli skyndilega dáinn. Sumum er veturinn svo erfiður, langur og dimmur að þeir sjá ekki fyrir end- ann á honum. Samt fannst mér, síðast þegar ég hitti Gulla og hann ræddi við mig áætlanir sínar um framtíðina, að sæmilega bjart væri framundan. En það tekur tíma að verða fullorðinn, ná tök- um á litla lífinu sínu. Það er erfitt og biðin getur orðið löng, svo löng að trúin á betri tíma framundan ekki aðeins dvíni, heldur verði að engu. ... með brotnar brýr að baki sér finnur ekkert lengur hér nema hryggð í nýjum degi sama hvað þú segir. Hann stígur inn í skuggann ekki lengur hægt aö hugga hann... (Bubbi Morthens) Þessi texti hefur aftur og aftur komið upp í huga minn eftir að ég frétti að Gulli væri dáinn. Vond er sú veröld er býður börnum sínum ekkert nema hryggð í nýjum degi. Vond er sú veröld er knýr börn sín til að grípa til örþrifaráða. Saga Gulla er ekki röð af af- reksverkum á sviði atvinnu- eða félagsmála, enda ekki von þegar 19 ára piltur á í hlut. Saga Gulla er saga viðkvæms lítils drengs, sem þráði ró, öryggi og viðurkenn- ingu. Það minnisstæðasta við Gulla er brosið hans, brosið sem náði út að eyrum, en ekki alltaf til augn- anna. Gulli var dýravinur og var fóður þeim sem var minnimáttar. !g minnist Gulla sem grúfði and- litið í höndum sér eða lokaði aug- unum á spennumyndum i bíó. Ég minnist Gulla sem bjó sér til nýj- an veruleika, ekki vegna þess að hann vildi neinum illt, heldur vegna þess að hinn raunverulegi var honum of erfiður. Ég minnist Gulla sem reyndi að skapa eitt- hvað sjálfur til að gleðja aðra. Ég minnist Gulla sem sagði „er ég ekki sætur núna“. Svo sannarlega var oft hægt að segja Jú, þú ert sætur núna“. Ég hefði talið Gulla kjarklítinn, en þegar á reyndi hafði hann þann kjark sem við fæst höfum. Kjark- inn til að mæta hinu óþekkta. Það fer ekki hjá því að hugsunin um hvað taki við gerist áleitin. En hvort sem líf er að loknu þessu eða Kveðjuorð: Einar Aron Pálsson Við Einar Aron Pálsson vorum skólabræður og kunningjar frá sex ára aldri, og síðustu sex árin var með okkur náin vinátta. Sár er kveðjustundin. Það var ekki unnt að eignast betri vin. Einari mátti alltaf treysta. Hann var sterkur persónuleiki. Ekki þurfti löng kynni til að sjá hvílíkur prýðis- drengur hann var. Hann bar af í framkomu sem öðru og var sllkur hugljúfi hvers manns að fólk bókstaflega hændist að honum. Sjaldan leið mér betur en i heimsókn hjá Einari, þvi á heimili hans var mér tekið opnum örmum af foreldrum hans, Páli og Ingu, og systur hans, Ingveldi; og marg- ar áttum við ánægjustundirnar saman innan knattspyrnuvallar- ins sem utan. Hann var alltaf skrefi framar en við félagar hans í leik og námi, hafði gífurlegt keppnisskap, en með í för voru ævinlega drenglund og prúð- mennska í hvivetna. Félagslifið kallaði mjög á Einar og átti hann því mjög annríkt utan skóla. Aldr- ei bitnaði það þó á náminu, en þar var hann ætið framarlega i árangri og jafnan efstur i sinum bekk. Það er erfitt að horfa á þennan glaðlynda vin okkar, slikan efnis- pilt í blóma lífsins, hrifinn frá okkur svo skyndilega, en slysin gera ekki boð á undan sér. Gamalt og göfugt orðtak segir að merkið standi þótt maðurinn falli. Um Einar Aron er það sannmæli, einkum ef hinir mörgu, sem sakna hans, geyma mannkosti hans i hjarta sinu og tileinka sér þá i eigin dagfari, leik og starfi. Þannig er verðugast að minnast hins góða drengs, Einars Arons. Ég votta foreldrum Einars, systkinum og vinum, mína dýpstu samúð og bið guð að styrkja þau i sárri raun. Megi sá styrkur einnig veitast þeim félögum okkar sem lentu i slysinu með Einari og sluppu lifs, vandamönnum þeirra og vinum. Egill Þorsteinsson t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÞÓRUNNÁRNASON, Empigeröi 2, veröur jarösungin frá Bústaöakirk ju fimmtudaginn 4. júlí kl. 13.30. Seaaelja Kristfn Siguröardóttir, Siguröur Sigurósson, Sigurborg Sigurðardóttir, Helgl Þór Sigurösson, Þórunn Sif Siguröardóttir. t Hjartans þakkir færum viö öllum þelm sem sýndu okkur samúö og vináttu viö fráfall eiginkonu minnar, móöur, dóttur og systur, KRISTBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR. Birgir Guösteinsson, dætur, foreldrar og systkini. öllu er lokið, þá vona ég að Gulli hafi nú fundið þá ró og það öryggi sem hann þráði. Hann á það svo sannarlega skilið. Og vertu nú sæll, það fer vel um þig nú, og vorgyðjan o’n á þig breiði og sætt er það þreyttum að sofa eins og þú með sólskin á minningu og leiði. (Þorsteinn Erlingsson) Ég og mínir þökkum Gulla sam- fylgdina. Móður hans, stjúpa og öðrum ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hjördís Hallgrímur Sæmunds- son — Kveðjuorð Fæddur 12. júlí 1968 Dáinn 15. júní 1984 Mér brá er ég frétti um lát Halla og hugsa að það hafi hent flesta sem þekktu hann. Ég hef þekkt Halla frá þvi ég man eftir mér. Hann kom oft í heimsókn til okkar Gumma bróð- ur. Sérstaklega sumarið sem Gummi þurfti að vera í hjólastól, þá stytti hann honum margar stundirnar. Hann var líka bekkj- arbróðir okkar og fermingarbróð- ir, svo að við þekktum hann mjög náið. Halli var alltaf hress, mjög opinn fyrir öllu og átti auðvelt með að kynnast fólki. Við hugsum sennilega öll eins, krakkarnir úr Dölunum, að Halla munum við aldrei gleyma, og það er synd að við skyldum ekki fá að hafa hann lengur. Þeir sem kynnt- ust Halla munu aldrei gleyma honum. Halli var elstur af fimm systk- inum. Foreldrar hans voru Sæ- mundur Gunnarsson og Hrafn- hildur Hallgrímsdóttir. Búa þau i Tungu í Hörðudal. Halli var búinn að ákveða að læra bílasmíði hjá frænda sínum i Dalverki, og starfaði hann þar síð- ustu mánuðina sem hann átti ólif- aða. Ég vil votta foreldrum hans, systkinum, ættingjum og vinum samúð mína og vona að Guð muni styrkja þau á þessari stundu. Lína Dóra ing ai mm mm Reiðhjóla verslunin-- ORNiNN Spitolastig 8 vió Oðinstorg Vorum aö fá aftur ÐMX-hjólin æðislegu úr ekta krómstáli meö fót- bremsum. Bretti geta fyigt. Topphjól á ótrúlega lágu veröi. Tökum heim í þess- ari viku. 5 aörar geröir af toppmódel- um. BMX í efsta gæöaflokki. Verö frá kr. 6.752.- Sérverslun í sextíu ár 1925—1985

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.