Morgunblaðið - 03.07.1985, Side 56
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR.
100 yrðl-
ingum
safnað að
Möðru-
völlum
Fyrstu
F15-
þoturnar
„ÞetU er söguleg stund þegar
við í dag tökum á móti fyrstu
F15-þotununum. Með komu þeirra
hingað er brotið blað i sögu flug-
bersins hér á landi,“ sagði Kobert
Jenkins ofursti á Keflavfkurflug-
velli við komu fyrstu tveggja af
þeim átján F15-þotum, sem ís-
lenska ríkisstjórnin hefur gefið
heimild til að sUðsetUr verið hér á
landi.
Nýju vélarnar leysa 12-Fant-
om-þotum sem hér eru af hólmi.
Stefnt er að því að F15-þoturnar
taki við hlutverki sinu í nóvem-
ber og að allar vélarnar 18 verði
komnar til landsins í febrúar
1986. Hver þota kostar um einn
milljarð ísl. kr.
F15-þotur eru lítið eitt hrað-
fleygari en Fantom-þoturnar en
eru búnar fullkomnari ratsjám.
Þær þurfa mun styttri flugbraut
og klifra hraðar í flugtaki auk
þess sem vélin er mun lágværari.
Flugþol F15-þotu er um 70%
meira en Fantom-þotur og þurfa
þær því ekki að reiða sig jafn
mikið á eldsneytisbirgðaflugvél-
ina, sem alltaf fylgir þotunum á
eftirlitsflugi.
Útvegsmenn krefjast
staðgreiðslutaxta á olíu
„VEGNA þess hvernig málum um olíuverð lyktaði ( síðustu viku
höfum við sent Verðlagsráði formlega beiðni þess efnis að LÍÚ verði
látinn í té taxti yfir staðgreiðsluverð ol(unnar,“ sagði Kristján Kagn-
arsson formaður LÍÚ í samtali við Morgunblaðið.
MorgunblaSié/Július
Tvær fyrstu F15-þoturnar komu til
Keflavíkur f gær eftir tæplega
fimm og hálfrar stundar flug frá
Langley Air Force Base ( Virginíu.
Á innfelldu myndinni eru Sam
Babtist og John Slayton majorar (
bandaríska flughernum, en þeir
flugu vélunum til landsins.
Á VEGUM Kannsóknastofnunar
landbúnaðarins er hafln rannsókn
á möguleikum á nýtingu melrakka
(íslenska villirefastofnsins) við
framleiðslu verðmætra skinna-
afbrigða með blöndun við aðrar
tegundir. Rannsóknirnar fara
fram á tilraunastöðinni á Möðru-
völlum í Hörgárdal í Eyjaflrði og
er þessar vikurnar verið að safna
þangað um 100 yrðlingum víðs
vegar af landinu.
Stefán Aðalsteinsson, deildar-
stjóri búfjárdeildar RALA, stjórn-
ar rannsóknunum en þær eru unn-
ar í samvinnu við ýmsa aðila.
Stefán sagði í gær að menn teldu
að verðmætir eiginleikar gætu fal-
ist í melrakkanum, en hann væri
fjölbreyttari að lit en ýmsir hefðu
talið. Markmið rannsóknarinnar
væri að prófa hvernig hægt væri
að nota eigileika melrakkans i
blöndun við innflutta refi.
Erlendis er til dæmis framleitt
verðmætt skinnaafbrigði sem
nefnt er „gullna eyjan” með blönd-
un pólarrefs, sem er af sama
stofni og hvíti melrakkinn, við
silfurref. Undanfarin tvö ár hafa
melrakkayrðlingar verið fluttir út
til refabónda i Noregi, en það
verður ekki gert í ár, þar sem til-
raunin á Möðruvöllum er hafin.
Stefán sagði óvist hvaö kæmi út
úr slíkri blöndun, þvi melrakkinn
væri með lakari skinngæði en ali-
refur. Væri hugmyndin sú að
reyna að blanda honum við bláref
með miklum feldgæðum, fram-
rækta blendinga og ná aftur fram
hvíta litnum til þess aftur að
blanda við silfurref og fá fram
„gullnu eyjar“-afbrigðið.
Stefán sagði að mögulegt ætti
að vera aö fá marktækar niður-
stöður á ekki mjög löngum tima
og taldi að fyrstu niðurstöður
ættu að geta legið fyrir eftir þrjú
ár. Framleiönisjóður landbúnað-
arins hefur veitt RALA-styrk til
aö hefjast handa við þetta til-
raunaverkefni.
„Nú þegar álagningin á svart-
olíu hefur verið hækkuð og vextir
teknir inn i verðið er þeim veittur
gjaldfrestur sem ekki geta borgað.
Hinir sem hafa nægt fé til að staö-
greiöa olíuna greiða einnig vext-
ina og borga þannig vaxtakostnað
þeirra sem ekki geta greitt.
Við teljum beiðni okkar vera
sjálfsagða og eðlilega kröfu þeirra
aðila sem hafa eitthvert fjármagn
milli handa."
Kristján Ragnarsson sagði að
lokum: „Að okkar mati er Verð-
lagsráði ekki stætt á öðru en láta
okkur hafa þennan taxta. Annars
er sá möguleiki útilokaður að
svartolfa sé nokkru sinni stað-
greidd.“
Sveinn Björnsson formaður
Verðlagsráðs vildi ekki tjá sig um
málið og kvað ómögulegt að segja
til um hvenær beiðni LIÚ yrði tek-
in fyrir í Verðlagsráði. „Tilmæli
Landsambandsins verður að at-
huga vel lagalega og því þori ég
I ekki að segja til um hver verði
| niðurstaða Verðlagsráðs."
Tillaga frá Shultz
um tilhögun varnar-
lidsflutninganna:
„Þarfnast
nánari
skýringa“
— segir utan-
ríkisráðherra
GEIR Hallgrímssyni, utanríkis-
riðherra, barst ( gær svar
George Shultz, utanríkisráó-
herra Bandaríkjanna, um með
hvaða hætti stjórnvöld vestra
hyggjast standa að sjóflutning-
um til varnarliðsins frá Banda-
ríkjunum til Keflavfkur. Málið
veröur rætt í ríkisstjórninni á
næstu dögum, að þv( er Geir
Hallgrímsson sagði í samtali við
blm. Morgunblaðsins.
„í bréfi sínu lýsir Shultz
horfum í málinu og setur fram
ákveðna tillögu um lausn
þess,“ sagði Geir. „Sú tillaga
þarfnast nánari skýringa og
þar til þær eru fengnar og
málið hefur verið rætt f rfkis-
stjórninni tel ég ekki rétt að
fjalla um það opinberlega að
sinni.“
Bónussamningar fiskvinnslufólks lausir:
Kröfur í 30 liðum hafa
verið lagðar fram í Eyjum
GILDISTÍMI bónussamninga verkalýðsfélaga fyrir hönd flskvinnslufólks er
útrunninn frá og með 1. júl(, vfða í stærstu verstöðvum á landinu. Þannig er
háttað með alla bónussamninga á Vestfjörðum, f Vestmannaeyjum, á Akra-
nesi vfða á Norðurlandi og á Austfjörðum. Hins vegar var bónusamningi í
Reykjavík ekki sagt upp.
Fyrsti samningafundur verka-
lýðsfélagsins í Vestmannaeyjum
og atvinnurekenda verður 1 Vest-
mannaeyjum f dag og hefur félag-
ið lagt fram kröfur í 30 liðum, sem
einkum fjalla um breytingar á
stöðlum, að sögn formanns verka-
lýðsfélagsins, Jóns Kjartanssonar.
Með sjö daga fyrirvara geta
verkalýðsfélögin boðað bónus-
stöðvun, en ekki er hægt að fara f
verkfall, þótt bónussamningar séu
lausir.
Samningunum var sagt upp með
sex mánaða fyrirvara um síðustu
áramót, en f nóvembersamningum
ASÍ og VSÍ á síðasta ári varð það
að samkomulagi að ekki væri
hægt aö segja upp samningnum
fyrr en um áramótin.
Jón Kjartansson sagði að bón-
uskerfið sjálft væri 20 ára gamalt
og færu þeir fram á leiðréttingar á
þvi, sem ættu ekki að kosta at-
vinnurekendur mikið að þeirra
mati. „Fiskvinnslufólk er geysi-
lega óánægt og ef til vill ætlar það
að reyna að hefna þess í héraði
sem hallaðist á Alþingi. Þetta
kerfi er ómanneskjulegt og við
viljum reyna að gera það mann-
eskjulegra. Við hljótum að ein-
beita okkur að samningum hér
heima f héraði, eins og hægt er.
Reynslan af þessum stóru sam-
flotum er slík að þeir sem minna
mega sín virðast sffellt verða und-
ir. Nóg var bjartsýnin fyrir samn-
ingana í sumar við VSf, en það
kom annað á daginn,“ sagði Jón
Kjartansson ennfremur.
Vinnustaðafundir eru f gangi f
frystihúsunum á Akranesi þessa
dagana. Var einn f gær, annar f
dag og sá þriðji verður á morgun.
„Það eru háværar raddir um það
meðal fiskvinnslufólks að losna
við bónusinn og fá bara almenni-
legt tímakaup. Kröfurnar hafa
aukist svo mikið, án þess að komið
hafi verið til móts við fólkið. Til
dæmis er fiskurinn mikið orma-
meiri nú en hann var,“ sagði Sig-
rún Clausen, formaður verka-
kvennadeildar verkalýðsfélagsins
á Akranesi. „Svo virðist vera að
okkur sé alltaf fórnað, eins og var
f sfðustu samningum,“ sagði hún
ennfremur og bætti því við að
staðan væri þó óviss meðal annars
vegna sumarfria sem nú standa
yfir.