Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 3. JÚLl 1985 29 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar rltstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 30 kr. eintakiö. Samvinna við Kanadamenn Margoft hefur verið látið að þvi liggja, að ættum við íslendingar óvini á bandar- íska fiskmarkaðnum væri þá að finna i Kanada. Litið hefur verið á þá sem hættulega keppinauta ekki síst fyrir þá sök, að þeir þyrftu ekki að hugsa um markaðsverð heldur gætu sótt það sem á vantaði, seldu þeir fisk á lágu verði, í vasa skattgreiðenda. Hér i Morgunblaðinu hefur þessari viðteknu skoðun verið andmælt oftar en einu sinni og á það bent, að það væri síður en svo markmið Kanadamanna að lækka fiskverð í Bandaríkjun- um. Það sem einkum ylli því, að kanadískur fiskur væri ódýrari þar en íslenskur væru ólík gæði. Staðreynd er að stærsta fiskvinnslu- og útgerð- arfyrirtækið á Nova Scotia, National Sea, er einkafyrir- tæki. Á Nýfundnalandi eru að- stæður aðrar. Þar hefur það þó alls ekki gefið góða raun að rík- ið náði undirtökunum í stóra útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækinu þar, Fishery Products International. Þetta fyrirtæki er ekki hættulegur keppinaut- ur vel rekinna sjávarútvegsfyr- irtækja, þótt stórt sé. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, ferðaðist ný- lega um austurströnd Kanada og kynnti sér starfsemi og rekstur útgerðarfyrirtækja þar. Þá ræddi hann við kanad- íska ráðamenn um stefnu þeirra í fiskveiðimálum. Hall- dór Ásgrímsson sneri ekki aft- ur til Islands með stóryrði um að Kanadamenn væru óvinir okkar, heldur þvert á móti. Kveinstafir yfir því sem keppi- nautarnir kunna að vera að gera skila ekki neinu í aðra hönd. Hið eina sem dugar er að standast þeim snúning á mörk- uðunum. Ýmsir virðast fylgja þeirri stefnu að hagkvæmt sé að hall- mæla fiskveiðiþjóðunum beggja vegna Atlantshafs sýknt og heilagt og eiga í úti- stöðum við þær á þeim forsend- um að þær stundi óheiðarlega samkeppni. Dregið skal í efa að sú stefna reynist affarasæl til lengdar. Halldór Ásgrímsson sýnist hafa komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegra sé að starfa með Kanadamönnum en á móti þeim. í Morgun- blaðsviðtali í gær telur sjávar- útvegsráðherra, að athuga beri, „hvort íslenskir aðilar gætu hugsað sér að eiga hlut í fyrirtækjum þar (í Kanada, innsk. Morgunblaðið), með það í huga að selja vörur þeirra að einhverju leyti á erlendum mörkuðum, því ég tel að við höfum yfir meiri markaðs- þekkingu að ráða en mörg þess- ara fyrirtækja í Kanada," sagði Halldór Ásgrímsson. Þegar litið er til sjávarút- vegs og hvernig hann nýtist þjóðarbúinu best í fjárhags- legu tilliti ætti öllum að vera ljóst, að það er ekki fiskurinn einn sem gefur arð, þótt hann sé undirstaðan. Ekkert ætti að vera fjarlægara þjóð sjómanna og bænda en að ná fótfestu á alþjóðlegum flugmörkuðum. Það hefur okkur þó tekist með ágætum. Við þurfum að ein- beita okkur jafn skipulega á sviði fiskveiða og fisksölu á heimsmælikvarða. Gromyko á toppinn Andrei Gromyko hefur kom- ist á toppinn á sovéska valdakerfinu, án þess þó að for- setaembættinu fylgi nokkur formleg völd. Með því að út- deila Gromyko þessari tign- arstöðu er Mikhail Gorbachev, flokksleiðtogi, að heiðra þann mann sem lengur en nokkur annar hefur staðið í framvarð- arlínu Sovétmanna á alþjóða- vettvangi. Gromyko hefur gegnt háum embættum í sov- ésku utanríkisþjónustunni allt frá dögum Stalíns og verið ódeigur við að halda friðarvilja Sovétmanna á loft á sama tíma sem þeir hafa hervæðst og vígbúist með kjarnorkuvopnum meira en nokkurt annað ríki. Mikhail Gorbachev er ef til vill einnig að þakka Gromyko stuðning í valdabaráttunni í Kreml undanfarin ár. Þraut- seigja Gromykos og þaulseta í utanríkisráðherrastólnum er einstök. Hann hefur verið eins og klettur í hafróti, sem þýðir auðvitað ekki annað innan hins lokaða stjórnkerfis, en að hann hefur verið búinn að ná sterk- um valdaþráðum í sínar hend- ur. Með því að skipa Eduard Shervardnadze, tiltölulega ungan (á mælikvarða Kremlar) uppgangs-mann í flokknum, í embætti utanríkisráðherra slær Gorbachev tvær flugur í einu höggi. Menn geta bæði ályktað sem svo að Gorbachev sé að velja ráðherra sem hann stjórni sjálfur og einnig á þann veg að Gromyko hafi tögl og hagldir í utanríkismálum áfram. Sé sú skýring rétt, að Gromyko ráði meiru innan Kremlarmúra en sýnist þá er afskiptum hans af sovéskum utanríkismálum ekki lokið. EINKASKÓLAR HINN nýi Tjarnarskóli í Reykjavík er að líkind- um fyrsti einkaskóli hér á landi fyrir unglinga á aldrinum 13—15 ára. Að því leyti felur hann í sér nýbreytni í íslensku skólalífí. Einkaskólar eru hins vegar ekki ný- lunda á íslandi og um áratugaskeið hafa verið ákvæði í lögum, er heimila rekstur slíkra skóla. Þau er nú að fínna í grunnskólalög- unum frá 1974. Tveir einkaskólar fyrir bðrn á forskólaaldri og I neðri bekkjum grunnskóla, Skóli ísaks Jónssonar og Landakotsskóli, eru starfræktir í Reykjavík. Þá eru einnig reknir tveir einkaskólar fyrir nemendur, sem lokið hafa skyldunámi, Sam- vinnuskólinn að Bifröst og Versl- unarskólinn. Allir hafa þessir skólar hlotið umtalsverða styrki úr ríkissjóði. Einstaklingar reka ennfremur margs konar sérskóla, s.s. móðurmálsskóla, raungreina- skóla, tungumálaskóla, tölvuskóla, tómstundaskóla og tónlistarskóla. Enn er að nefna, að nokkrir kenn- arar í Reykjavík reka fyrirtækið Leiðsögn sf., sem veitir nemendum aukakennslu og það hefur lengi tíðkast, að kennarar taki nemend- ur í aukatíma í einstökum náms- greinum fyrir sérstaka þóknun. Með þetta f huga er ástæða til að íhuga hvers vegna stofnun Tjarn- arskóla hefur vakið svo ákafar deilur, sem raun ber vitni. Árásirnar á Tjarnarskóla Frá því tilkynnt var um stofnun Tjarnarskóla í vikunni sem leið hafa blöð vinstri manna birt dag- lega árásargreinar á stofnendur skólans, sem eru tvær ungar kennslukonur, og þá ráðamenn, sem greitt hafa götu þeirra. Þessi skrif hafa satt að segja verið á ákaflega „lágu plani“. Þau hafa einkennst af gífuryrðum og svig- urmælum og eru höfundum sínum ekki til sóma. Össur Skarphéðins- son segir t.d. í leiðara Þjóðviljana á föstudag: „Hugsjónir samhjálp- ar og jafnréttis eru aðstandendum Tjarnarskólans og velunnurum hans greinilega eins fjarri og tungl sólu.“ Bjarni Pálsson segir í ritstjórnargrein í Alþýðublaðinu á laugardag: „Megin markmið stofn- endanna er „business". Það á að Einkaskólar fjölga kostum nemenda. spila á strengi smáborgaraháttar og snobbs.“ Baldur Kristjánsson segir í NT á föstudag: „Alveg er það makalaust hvernig sumt fólk leyfir sér að fótum troða margt af því sem kalla verður grundvallar- þætti íslensks samfélags." Nokkrir forystumenn kennara og stjórnmálamenn hafa líka látið skoðun sína á Tjarnarskóla í ljós í fjölmiðlum. Viðbrögð hinna fyrr- nefndu eru sérlega athyglisverð fyrir það hversu neikvæð þau eru. Hér í blaðinu var á föstudag haft eftir Sigrúnu Ásgeirsdóttur, for- manni Kennarafélags Reykjavík- ur, að Tjarnarskóli hijóti að fela í sér að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldra. „Mér finnst að þarna sé verið að ganga í berhögg við stefnu grunnskólalaganna, sem kveða á um að tryggja beri börnum jafna aðstöðu til náms,“ segir hún ennfremur og gleymir þá hinum skýru ákvæðum þessara laga (75.gr.), sem heimila stofnun og rekstur einkaskóla. Fleiri andmælendur taka í sama streng og Sigrún um að verið sé að mismuna nemendum eftir efnahag foreldra. „Þetta er sennilega af- drifaríkasta skrefið sem stigið hefur verið til stéttaskiptingar hér á landi,“ skrifar Baldur Kristjánsson í NT á föstudag. Og um væntanlega nemendur Tjarn- arskóla hefur hann þessi orð: „Þetta verður alveg nýr þjóðflokk- ur, sem hefur engan skilning á kjörum venjulegrar alþýðu.“ Frelsi til að velja Hér er að mörgu að hyggja. Vel má vera, að til séu þeir sem eru svo stjórnlyndir og trúaðir á ríkis- forsjá, að þeir vilji að allt nám, a.m.k. barna á skyldunámsstigi, sé greitt úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Foreldrum skóla- barna verði beinlínis bannað að greiða úr eigin vasa fyrir sér- kennslu, s.s. nám í tölvuskólum eða tungumálaskólum sem ein- staklingar reka, eða aukatima i ákveðnum námsgreinum, enda stuðli allt slíkt að mismunun eftir efnahag. Ég dreg hins vegar mjög í efa, að formælendur kenn- arasamtakanna og skriffinnar vinstri blaðanna treysti sér til að ganga svona langt. En ef þeir gera það ekki hafa þeir heldur ekki fylgt hugsun sinni til enda. Tjarnarskólinn, sem slíkur, mark- ar engin þáttaskil í skólalífi okkar, og ef þeir sem leggjast gegn honum með rökum um mismunun vilja vera sjálfum sér samkvæmir, hljóta þeir lfka að andmæla þeim einkaskólum, sem þegar eru starf- ræktir, og hvers kyns auka- kennslu, sem einstaklingar bjóða upp á utan hins opinbera skóla- kerfis. Sumir gagnrýnendur Tjarnarskóla virðast hafa óljóst hugboð um þetta og reyna að bjarga sér fyrir horn. Baldur Kristjánsson segir í NT á laugar- dag: „Að vísu eru til nokkrir einkaskólar i landinu, en þeir standa á gamalli og gróinni hefð... “ Hvaða hefð er það má spyrja. Er „mismunun“ í lagi ef hún hefur viðgengist lengi? Alkunna er, að foreldrar hafa misjafnan áhuga á skólagöngu barna sinna. Þeir eru hins vegar ófáir, sem leggja metnað sinn i að fylgjast með námi barnanna, að- stoða þau heima og útvega auka- kennslu ef ástæða er til eða áhugi fyrir hendi. Til eru jafnvel þeir foreldrar, sem neita sér um tóbak, áfengi eða sólarlandaferðir, svo tekin séu dæmi af handahófi, ef nauðsynlegt reynist að spara til að geta greitt fyrir góða menntun barnanna. Er nokkuð réttlæti i þvi, að banna þetta? í nafni hvaða „hugsjóna" þykir ástæða til að skerða valfrelsi manna i þessu efni? Auðvitað leiðir mismunandi nám til þess að ekki verða allir eins. En er nokkur ástæða til þess að steypa alla i sama mót? Ein- staklingarnir eru ólikir og hæfi- leikar þeirra liggja á mismunandi sviðum. Sum börn hafa t.d. nátt- úrugáfu á sviði stærðfræði eða tónlistar. Sjálfsagt virðist að rækta gáfur þeirra með því að heimila foreldrum þeirra að greiða aukalega fyrir sérkennslu. Ríkið getur ekki af fjárhagsleg- um og skipulagslegum ástæðum sinnt öllum sérþörfum, hæfileik- um og áhugamálum skólabarna. í fyrsta lagi má leiða að þvi sterkar líkur, að opinber fjárframlög til skólamála aukist ekki hlutfalls- lega á næstu árum. Til þess liggja ýmsar ástæður, sem ekki er unnt að ræða hér, en ég geng að þvi visu að um þetta séu flestir sammála. Nýtt fjármagn verður að koma til eftir öðrum leiðum. 1 annan stað hefur komið i ljós, að ríkisskipu- lag skólamála felur i sér hættu á stöðnun. í þvi viðfangi eru tölvu- skólarnir áminning, sem vert er að gefa gaum, eins og bent hefur ver- ið á i forystugreinum hér i blað- inu. Ríkisskólarnir hafa reynst ófærir um að bregðast við þeirri nýjung, sem þar er á ferðinni. Sambandsleysi rikisskólanna við markaðinn og stirt stjórnkerfi þeirra ræður þvi, að þeir eiga erf- itt með að eiga frumkvæði að raunhæfum nýmælum og framför- um. Fjörbrot ríkisskóla- kerfísins? Ef árásirnar á Tjarnarskóla stafa ekki af því, að stofnun hans sé nýlunda í skólamálum, hvernig stendur þá á þeim? Hvers vegna taka t.d. margir kennarar hug- myndinni illa? Ég held, að tvö at- riði, sem tengjast hvort öðru, ráði þar mestu. í fyrsta lagi aðhyllast margir kennarar, þ.á m. obbinn af forystumönnum kennarasamtak- anna, róttæka vinstri stefnu í stjórnmálum. Henni fylgir einatt kynleg andúð á framtaki og frum- kvæði einstaklinga og öllu því er lýtur að veruleika markaðsvið- skipta. Henni fylgir líka jöfnunar- hyggja, eða öllu heldur jöfnunar- þráhyggja, sem birtist í andstöðu við það, að einstaklingar fái að njóta sérleika síns. Eitt dæmið um þetta er hvernig sumir vinstri sinnaðir kennarar hafa reynt að leggja stein í götu sérkennslu fyrir afburðagreind börn, svo sem Jón- as Kristjánsson, ritstjóri, vakti skilmerkilega athygli á I DV á laugardaginn. í öðru lagi er senni- legt, að gagnrýnendur Tjarnar- skóla álíti að einkaskólahugmynd- inni sé að vaxa fiskur um hrygg hér á landi og stofnun skólans sé jafnvel upphaf að fjörbrotum rík- isskólakerfisins. Það veldur þeim miklum áhyggjum, sumpart vegna þess að þeir hafa eða halda sig hafa hag af áframhaldandi ríkis- forsjá, en ekki síst vegna þess, að hugmyndir þeirra um einkaskóla eru allar í skötulíki. Baldur Kristjánsson talar fyrir þetta viðhorf í NT i föstudaginn: „Þetta byrjar smátt og sakleysis- lega... “ , en „þróunin verður dýr- ir og vandaðir einkaskólar og lélegur almennur skóli.“ Hver gæti verið ástæðan fyrir þvi, að hugmyndir um einkaskóla hafa fengið byr undir vængi upp á síðkastið? Að hluta til stafar það væntanlega af breyttri afstöðu fólks til einkaframtaks, sem ég held að sé ekki nein ímyndun. Ég held, að umræðurnar um náms- efni og kennsluaðferðir i skólum i fyrravetur og um kjör kennara i vetur sem leið, skipti líka miklu máli í þessu sambandi. Efasemdir almennings um ágæti þess starfs, sem fram fer í grunnskólum og framhaldsskólum, hafa aukist, og margir kennarar hafa gert sér grein fyrir þvi, að launakjör þeirra batna ekki nema gerð verði breyting á fjárhagslegu skipulagi skólamála og kennarar losaðir úr þeirri sjálfheldu, sem núverandi fyrirkomulag festir þá í. Einkarekstur í skólakerfínu Það er hins vegar mikill mis- skilningur, að einkaskólahug- myndin eigi mestu fylgi að fagna hjá efnafólki og formælendur hennar vilji stuðla að auknu mis- rétti í þjóðfélaginu, eins og stað- hæft hefur verið í blöðum vinstri manna undanfarna daga. Stuðn- ingsmenn einkaskóla koma úr öll- um stéttum þjóðfélagsins og búa við mismunandi efnaleg kjör. Það sem sameinar þá er væntanlega sannfæring þeirra um að einka- rekstur bæti skólakerfið og fjölgi kostum sem nemendur eiga. Hins vegar er sennilegt, að þeir aðhyll- ist ólíkar skoðanir um það hvers konar skipulag einkaskólakerfis sé hentugast og réttlátast. Hyggjum nánar að þessu. Skólagjöld i Tjarnarskóla eru ekki há — það er út í hött að halda slíku fram —, en ef fleiri einka- skólar verða stofnaðir, sem ekki er víst að geti allir fengið styrk úr ríkissjóði, hljóta skólagjöld að verða hærri þar en í Tjarnarskóla og hugsanlega aðeins á færi fá- menns hóps að kosta börn sín til mennta í þeim. Það má líka segja, að sú skipan sé ósanngjörn að for- eldrar greiði há gjöld til einka- skóla og að auki skatta til ríkisins, sem notaðir eru til að kosta skóla- göngu annarra barna en þeirra eigin. Þessir foreldrar hljóta að gera kröfu til þess að fá endur- greidda, t.d. i formi skattaafslátt- ar, sömu upphæð og ríkisskóla- ganga barnanna er metin á. Önnur mjög forvitnileg leið til nýsköpunar í skólamálum, sem lít- illega hefur verið kynnt hér á landi, er einnig fyrir hendi. Til- raunir með hana hafa borið góðan árangur erlendis, að þvf best er vitað. Þetta er hin svonefnda „ávísanahugmynd", sem Guð- mundur Heiðar Frímannsson, kennari í Menntaskólanum á Ak- ureyri, kom orðum að í grein hér í blaðinu 21. mars sl., en hafði áður rakið ítarlega í ritgerð f tfmarit- inu Frelsinu (3. hefti, 1982). Guð- mundur Heiðar telur það þessari hugmynd einkum til gildis, að hún sameini bæði kosti ríkisrekins skólakerfis og einkaskóla. I fæst- um orðum sagt felur hún i sér, að ríkið kostar skólahald, en einkaað- ilar reka skólana, alla eða suma. í greininni i Morgunblaðinu kemst Guðmundur Heiðar svo að orði: „Við skulum gera ráð fyrir því, að það kosti rikið nú um 40.000 kr. á ári að kenna einum nemanda á framhaldsskólastigi. Við skulum líka gera ráð fyrir því, að ríkið greiði alla skólagöngu á framhaldsskólastigi. Einnig ger- um við ráð fyrir því að hver nem- andi geti sótt i hvaða skóla sem hann kýs. í stað þess að ákveða hverjum skóla upphæð í fjárlög- um, eins og nú er gert, yrði því fé, sem á að fara til framhaldsskóla, dreift eftir öðrum reglum. Markmiðið ætti fyrst og fremst að vera að skapa markað i skólakerf- inu. Til að ná þvi markmiði mætti dreifa fénu með að minnsta kosti tvennum hætti. Það mætti dreifa því til nemendanna með ávísunum upp á 40.000 kr., sem þeir gætu einungis framvísað i viðurkennd- um skólastofnunum, sem inn- leystu þær sjálfar hjá ríkinu. Fénu mætti einnig dreifa til skól- anna sjálfra eftir því hve margir stunduðu nám við þá. Á þessum tveimur leiðum er bitamunur en ekki fjár. Báðar skapa þær mark- að, sem gæti boðið upp á kennslu á framhaldsskólastigi, ef hún upp- fyllti skilyrði sem menntamála- ráðuneytið setti.“ Guðmundur Heiðar segir enn- fremur: „Það ber að leggja á það sérstaka áherslu, að þessi breyt- ing, sem hér er verið að ræða um, nýtti bæði kosti markaðarins og það velferðaröryggi, sem rfkis- rekna skólakerfið veitir. Þessi breyting myndi ekki á neinn hátt auka ójöfnuð meðal landsmanna umfram það, sem nú er, en hún myndi áreiðanlega bæta skóla- kerfið, auka framboð á menntun.” Ávísanakerfið er svo hægt að nota með ýmsum hætti. T.d. má ímynda sér, að bannað verði að bæta við þá upphæð, sem ríkið út- hlutar hverjum nemanda, og er þá kerfið öðrum þræði notað sem jöfnunartæki, en hefur samt ýmsa kosti markaðsskipulags. Frjáls- lyndir menn telja hins vegar heppilegra og réttlátara, að ein- staklingum verði heimilað að bæta við ríkisstyrkinn, en það tryggir nýtt fjármagn til skóla- kerfisins, sem aftur felur í sér margs konar nýja möguleika { skólastarfi, svo ekki sé minnst á bætt kjör kennara. Ávísanahugmyndin er vel ígrunduð og fersk tillaga um endurbætur á skipulagi skólam- ála. Um hana og annað er lýtur að einkarekstri skóla þurfa að fara fram rökræður þeirra er vilja af heilum hug og fordómaleysi vinna íslensku skólakerfi heilla. Skrif af því tagi, sem birst hafa i Alþýðu- blaðinu, NT og Þjóðviljanum á undanförnum dögum eru því mið- ur ekki i þessum anda. Þar virðast pólitískir hleypidómar og annar- leg sjónarmið ráða ferðinni. Van- hugsaðar yfirlýsingar nokkurra forystumanna kennara eru heldur ekki til þess fallnar að stuðla að málefnalegum og uppbyggilegum umræðum um framtiðarskipan skólamála. Hér þarf að verða hugarfarsbreyting. Sérleyfið á Laugarvatnsleið: VerÖur auglýst síöar í sumar SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út tilkynningu þess efnis, að sér- leyfi á leiðinni Reykjavík-Laugarvatn-Gullfoss-Geysir, sé úr gildi fallið, í framhaldi af dómi Hæstaréttar í fyrri viku, sem ógilti sérleyfi Ólafs Ketils- sonar hf. á þessari leið, en það var útgefið af samgönguráðherra 1. mars 1982. Ekkert sérleyfi er þvf í gildi á þessari leið eins og er, en ólafi Ketilssyni hf. var veitt sæta- og hópferðaleyfi í sumar á föstudag- inn var af samgöngumálaráðu- neytinu. Samgöngumálaráðherra, Matthías Bjarnason, sagði i gær f samtali við Morgunblaðið að sér- leyfið á þessari leið yrði auglýst á nýjan leik seinna i sumar. Sérleyfisbílar Selfoss hf. höfð- uðu mál á sínum tíma vegna sér- leyfisveitingarinnar til ólafs Ket- ilssonar hf., en Sérleyfisbílar Sel- foss hf. höfðu verið með sérleyfið á leiðinni frá árinu 1976. Hæsta- réttardómur gekk þeim i hag. „Þetta er bara í samræmi við það sem við reiknuðum með og margir fleiri sem til þekktu, ann- ars hefðum við ekki farið með þetta fyrir Hæstarétt,* sagði Þór- ir Jónsson, framkvæmdastjóri Sérleyfisbíla Selfoss hf., er hann var inntur álits á niðurstöðu Hæstaréttar. „Þetta samræmdist ekki lögum að okkar mati, heldur var um hreppapólitík að ræða og vonandi eru hlutaðeigandi aðilar búnir að læra eitthvað af þessum mála- rekstri. Og úrslitin eru alveg skýr, allir hæstaréttardómararnir, sem dæmdu í málinu, voru á einu máli. Ég er á því að þetta sé fyrst og fremst sigur fyrir sérleyfishafa- stéttina í heild. Það var ekkert upp á okkur að klaga meðan við höfðum sérleyfið og ráðherra hlýt- ur að meðhöndla þetta mál með hliðsjón af úrskurði Hæstaréttar,” sagði Þórir ennfremur. Þórir sagði að það væri ekki rétt að hreppsfélögin á svæðinu væru aðaleigendur Olafs Ketilssonar hf. Stærstu eigendurnir væru i Reykjavík samkvæmt hans vitn- eskju. „Niðurstaða Hæstaréttar kom okkur á óvart,“ sagði Kjartan Lár- usson, framkvæmdastjóri ólafs Ketilssonar hf., aðspurður. Hann sagði að þeir héldu áfram uppi daglegum ferðum á þessari leið. Þeir væru með sæta- og hópferða- leyfi, sem þeir hefðu fengið á föstudaginn var og gerði það þeim kleift að halda uppi áður auglýst- um áætlunarferðum. „Við munum sækja um sérleyfið er það verður auglýst á nýjan leik, sem hlýtur að verða,“ sagði Kjartan. „Þetta er rangt og á ekki við rök að styðjast," sagði Kjartan að- spurður um fullyrðingu Þóris, að einstaklingar í Reykjavík ættu meirihlutann í fyrirtækinu. „Það eru sveitarfélögin, Laugardals-, Biskupstungna-, Þingvalla-, og Grímsneshreppur og einstakl- ingar fyrir austan, sem eiga meiri- hlutann í fyrirtækinu,“ sagði Kjartan að lokum. Nýju landbúnaðarlögin taka gildi: Æ’ Ovissa með tilnefn- ingu fulltrúa neytenda í verðlagsnefndir Um mánaðamótin toku gildi lög „um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum" og leysa þau af bólmi lögin um Framleiðsluráð landbúnaðarins ofi. Ýmsar greinar laganna taka þó ekki gildi fyrr en síðar á árinu og á næsta árí. Ovissa ríkir um það hvort ASÍ og BSRB tilnefna fulltrúa neytenda í þær nefndir sem verðleggja eiga búvörur til bænda og í heildsölu. Verðlagsnefnd búvara, sem skipuð skal sex mönnum tilnefnd- um af samtökum framleiðenda og neytenda, tekur við að sexmanna- nefndinni svokölluðu og ákveður nýtt afurðaverð til búvörufram- leiðenda, er taki gildi 1. september nk. Ákvarðanir sexmannanefndar þeirrar sem verðlagt hefur búvör- urnar gilda þar til nýjar ákvarð- anir hafa verið teknar. Þær breyt- ingar hafa orðið að nefndin ákveð- ur aðeins verð til bænda, en önnur nefnd sem skipuð verður full- trúum vinnslustöðva og neytenda mun ákveða heildsöluverðið en smásöluálagning verður frjáls. Ætlast er til að Alþýðusamband íslands tilnefni tvo fulltrúa neyt- enda og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja einn en stjórn Stétt- arsambands bænda tilnefnir alla þrjá fulltrúa framleiðenda. Engan veginn er ljóst hvort ASÍ og BSRB tilnefna fulltrúa í þessar nefndir. Biörn Þórhallsson vara- forseti ASI sagði í gær að umsögn ASl um frumvarp þessara laga hefði verið neikvæð, enda væru þetta hin verstu lög. Sagði hann að ekki hefði verið tekin afstaða til tilnefningar i nefndirnar en jafn líklegt væri að það yrði huns- að. Kristján Thorlacius sagði að stjórn BSRB hefði ekki tekið af- stöðu til hugsanlegrar tilnefn- ingar í verðlagningarnefndirnar. Félagsmála- og viðskiptaráðherr- ar munu tilnefna i nefndirnar ef ofangreind samtök nýta ekki til- nefningarrétt sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.