Morgunblaðið - 03.07.1985, Side 6
6
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JtJLÍ 1985
O’Neill
m
Afengissýkin setur mikið mark
á leikrit bandaríska leikrita-
skáldsins Eugene O’Neill er við
þekkjum hér heima svo sem Dag-
leiðina löngu, er sýnd var í Þjóð-
leikhúsinu ’83, og ekki er ýkja
langt síðan að við sáum i sjón-
varpinu The Iceman Cometh og nú
síðastliðið mánudagskveld bar
fyrir á skjánum einþáttunginn
Hughie. f þessum verkum gengur
baráttan við sálarhrellingar
áfengissýkinnar eins og rauður
þráður. í Dagleiðinni löngu er að
vísu vikið að öðrum vímugjafa,
morfíni, er hrjáði reyndar móður
O’Neill (Mary í leikritinu), en í
þesu verki er einnig leiddur fram
eldri bróðir O’Neill (Jamie) og fað-
ir hans (Tyrone) sjálfur gengur
O’Neill hér undir nafninu
Edmund. En Edmund þessi á ein-
mitt við drykkjuvandamál að etja
og má segja að það vandamál sam-
tvinnist morfínneyslu móðurinn-
ar. Mary: Hvers vegna er glasið
þarna? Fékkstu þér drykk?
Hvernig geturðu verið svona vit-
laus? Veistu ekki að það er það
versta sem þú getur gert?
Því miður hafa gagnrýnendur
og fræðimenn fulloft einblínt á
morfínneyslu Mary í Dagleiðinni
en vínneysla Edmund og reyndar
einnig Jamie fallið í skuggann.
Persónulega tel ég hins vegar, að
ekki sé hægt að skilja þá miklu
togstreitu er ríkir hér milli fjöl-
skyldumeðlima nema að tengja
drykkjusiði bræðranna við mor-
fínneyslumynstur móðurinnar.
Sjálfur virðist O’Neill hafa verið
þeirrar skoðunar að einhver dul-
arfull og jafnvel yfirnáttúruleg öfl
hafi verið að baki þeirra sálar-
kvala, er hrjáðu þessa litlu fjöl-
skyldu. Að vísu verður morfínið
hér einskonar miðlægur ásteyt-
ingarsteinn, en áfengið er litið
sem sjálfsagður fylgifiskur þeirra
sálarkvala er hljótast af morfín-
neyslu móðurinnar. O’Neill er
sannur hetjulistamaður að því leyti
að það hvarflar ekki að honum að
vandkvæði O’Neill-fjölskyldunnar
kunni í og með að stafa af áfengis-
neyslu. Það sæmir ekki hetjulista-
manni er vill kafa ofan í sálar-
djúpin og helst ofan í iður jarðar í
leit að þeim djöflum er valda
hversdagslegu fólki sálarangist,
að líta til drykkjar er hefir í krafti
auglýsinga verðið gerður álíka
eðlilegur partur hversdagslífsins
og blessað kaffið.
Já það er slæmt að vera í senn
hetjulistamaður og drykkjusjúkl-
ingur eins og O’Neill var sannar-
lega. Má leiða að því líkum að
O’Neill eldri hafi ekki liðið síður
fyrir drykkjusýki sonarins en
morfínneyslu eiginkonunnar.
Þessu til sönnunar mætti nefna að
sem ungur maður fór Eugene til
sjós og drakk stíft í hverri höfn.
Þegar hann kom loks í land í New
York átti hann ekki aur og varð
pabbinn að senda honum vasapen-
inga, en Eugene eyddi þeim jafn-
óðum á barnum hjá Jimmy the
Priest. (Lýst í The Iceman Com-
eth?) Slík var drykkjan að Eugene
reyndi sjálfsmorð 1912. Ég rek
ekki frekar lífsferil Eugene
O’NeilI en mig undrar ekki hve
djúpstæðan skilning hann hafði á
timburmönnum túramannsins
Hughie. Auðvitað er fulllangt
gengið að segja að O’Neill hafi
eingöngu verið hrjáður af áfeng-
issýki, því hann var berklasjúkl-
ingur lengst af. Líf þessa hetju-
listamanns hefði hins vegar máski
orðið auðveidara ef hann hefði
tekist á við áfengissýkina. Og
hvaða máli hefði það skipt heim-
inn þótt hann hefði fyrir bragðið
skrifað einu verkinu færra, ekki
brosir hauskúpan í kaldri gröf-
inni.
Ölafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / S JÓN VARP
Sigmar B. Hauksson og Sigurður Pilsson.
„Hittu mig á Café de la Paix“
■■ Dagskrá um
00. kaffihúsa-
menningu Par-
ísarborgar er nefnist
„Hittu mig á Café de la
Paix“ er á rás 1 klukkan
20.00 i kvöld. Dagskrá
þessi er í umsjá Sigmars
B. Haukssonar.
í þessum fyrsta þætti
Sigmars ræðir hann við
skáldin Jón óskar og Sig-
urð Pálsson. Þorsteinn
Hannesson les úr „Veisla í
farangrinum" eftir Ernest
Hemingway. Sigmar mun
hafa hálfsmánaðarlega í
sumar þætti í þessum dúr,
þ.e. um menningu ýmissa
þjóða.
„Dallas“
— ný syrpa
Ný syrpa af
Dallas hefst í
sjónvarpinu
klukkan 21.15 í kvöld.
Dallas er flestum Islend-
ingum kunnur sjón-
varpsþáttur, en þættir
þessir eru bandarískir í
húð og hár og með aðal-
hlutverkin fara: Larry
Hagman, Linda Gray,
Patrick Duffy, Victoria
Principal og Barbara Bel
Geddes.
Þegar frá var horfið
fyrir rúmu ári var Cliff
Barnes yfirbugaður. J.R.
var að vinna Sue Ellen,
eiginkonu sína, á sitt band
á ný. Hann hefur pata af
ætterni Kristófers litla og
hyggst færa sér það í nyt.
Ellie er loks ljóst að Jock
er ekki lengur I lifenda
tölu og Mitch hefur end-
Linda Gray og Larry Hagman í hlutverkum sínum í Dallas,
Sue Ellen og J.R.
anlega sagt skilið við Þýðandi Dallas er Björn
Lucy. Baldursson.
Morgunútvarpið
HHBM Morgunútvarp-
7 10 ið hefst að
“ vanda klukkan
7.10 í morgun og stendur
til 9.00. Umsjónarmenn
eru Önundur Björnsson,
Guðmundur Árni Stef-
ánsson og Hanna G. Sig-
urðardóttir.
Önundur sagði í samtali
við Morgunblaðið að milli
klukkan 8.30 og 9.00 yrði
bensínmálið tekið fyrir í
þættinum. „Eins og alþjóð
er kunnugt ríkir þessa
dagana mikil óánægja
með verðhækkun á bens-
íni og ætluðu FÍB menn
ekki að kyngja þeirri
hækkun hljóðalaust. Við
munum fá þrjá gesti í
heimsókn, þá Jónas
Bjarnason, frá FÍB, Georg
Ólafsson, verðlagsstjóra,
og síðan verður þriðji
þátttakandinn einn af for-
svarsmönnum olíufélag-
anna.
Við munum ræða við þá
þrjá um stund í þættinum
og síðan mun hlustendum
gefast kostur á að hringja
og spyrja þá spurninga
um bensínmálið."
Ur safni sjónvarpsins
— Nína Tryggvadóttir
Wm Þáttur úr safni
00. sjónvarpsins er
á dagskránni
klukkan 22.00 i kvöld og
fjallar þátturinn um Nínu
Tryggvadóttur.
Sjónvarpið lét gera
mynd þessa um Nínu
Tryggvadóttur, listmál-
ara, og verk hennar. Um-
sjónarmaður er Hrafn-
hildur Schram. Tónlist í
myndinni annast Jórunn
Viðar. Stjórn upptöku
annaðist Þrándur Thor-
oddsen. Myndin var áður
sýnd vorið 1983.
Ungar vatnasnjáldrur.
„Erilsöm ævi“
■i „Erilsöm ævi er
40. heiti dýralífs-
* myndar um
vatnasnjáldruna, sem er
algengt smádýr í Bret-
landi en sjaldséð vegna
þess hve snör hún er í
snúningum. Þýðandi og
þulur er Jón O. Edwald.
ÚTVARP
MIÐVIKUDAGUR
3. jillí
7.00 Veðurtregnir. Fréttir.
Bæn.
Morgunútvarp. 7.20 Leik-
fimi. Tilkynningar
7.55 Daglegt mál. Endurt.
páttur Siguröar G. Tómas-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: — Helga
Sveinsdóttir, Bolungarvlk,
talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
_ Litli bróðir og Kalli á þak-
inu“ eftir Astrid Lindgren.
Sigurður Benedikt Bjðrnsson
les pýðingu Sigurðar Gunn-
arssonar (12).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. Þulur velur
og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöur-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(Utdr.). Tónleikar.
10.45 Hin gðmlu kynni
Þáttur Valborgar Bentsdótt-
ur.
11.15 Morguntónleikar
Tónlist eftir Mozart, Giuliani
og Straube.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12J0 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13 JO Inn og Ut um gluggann
Umsjón: Emil Gunnar Guð-
mundsson.
13.40 Tónleikar.
14.00 .Úti I heimi“, endurminn-
ingar dr. Jóns Stefðnssonar
Jón Þ. Þór byrjar lesturinn.
1430 Islensk tónlist
a. Ólöf KolbrUn Harðardóttir
syngur lög eftir Ingibjðrgu
Þorbergs. Guðmundur Jóns-
son leikur á pfanó.
b. Fiðlusónata nr. 2 eftir
Hallgrim Helgason. Howard
Leyton Brown og höfundur-
inn leika
c. Lltil svlta fyrir strengjasveit
eftir Arna Björnsson. Sin-
fónluhljómsveit Islands leik-
ur: Páll P. Pálsson stj.
15.15 Góötemplarareglan I
Reykjavlk 100 ára
Halldór Kristjánsson tók
saman.
Lesarar: Einar Hannesson
og Steinunn Þórhallsdóttir.
193S Aftanstund
Barnaþáttur með innlendu
og erlendu efni.
Söguhornið — Litla-Ljót,
sögumaöur Jónlna H.
Jónsdóttir, myndir: Arn-
gunnur Ýr Gylfadóttir. Kan-
Inan meö köflóttu eyrun,
Dæmisögur og Högni Hin-
riks, sögumaöur Helga
Thorberg.
1930 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur
2030 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Krilsðm ævi
Dýralffsmynd um vatna-
snjáldruna sem er algengt
smádýr á Bretlandi en
sjaldséð vegna þess hve
snör hún er f snúningum.
1535 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veöurfregnir.
1630 Popphólfið
— Bryndls Jónsdóttir.
17.00 Fréttir á ensku.
17.05 BarnaUtvarpiö
Stjórnandi: Ragnheiöur
Gyöa Jónsdóttir.
1730 SlödegisUtvarp
— Sverrir Gauti Diego.
1830 Tónleikar. Tilkynningar
1835 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til-
kynningar.
Málræktarpáttur
Ólafur Oddsson flytur.
20.00 Hittu mig á Café de la
Paix
MIÐVIKUDAGUR
3. júlf
Þýðandi og þulur J6n O.
Edwald.
21.15 Dallas
Ný syrpa — Fyrsti þáttur
Bandarlskur framhalds-
myndaflokkur.
Aöalhlutverk: Larry Hag-
man, Linda Gray, Patrick
Duffy, Victoria Principal og
Barbara Bel Geddes.
Þegar frá var horfiö fyrlr
rúmu ári var Cliff Barnes yfir-
bugaöur. J.R. var aö vinna
Sue Ellen á sitt band á ný.
Hann hefur pata af ætterni
Dagskrá um kaffihUsamenn-
ingu Parfsarborgar I umsjá
Sigmars B. Haukssonar.
2030 Frá Mirjam Helin-
sðngkeppninni I Helsinki I
fyrrasumar
Olav Bár (2. veröl ), Dilbér
(2. verðl.), Vladimir Tcher-
nov (1. verðl.) og Liang Ning
(1. verðl.) syngja lög eftir
Wagner, Delibes, Mahler,
Rossini, Massinet og Merik-
anto með Sinfóniuhljómsveit
finnska Utvarpsins: Leif Seg-
erstam stj. (Hljóðritun frá
finnska Utvarpinu).
2130 Dagskrá um séra Þor-
stein Briem I umsjá séra
Jóns Einarssonar I Saurbæ.
22.15 Veöurfregnir Fréttir.
Kristófers litla og hyggst
færa sér þaö f nyt. Ellie er
loks Ijóst aö Jock er ekki
lengur I lifenda tölu og Mitch
hefur endanlega sagt skiliö
viö Lucy.
Þýöandi Björn Baldursson.
22.00 Or safni sjónvarpsins
Nfna Tryggvadóttir
Mynd sem sjónvarpiö lét
gera um Nlnu Tryggvadóttur
listmálara og verk hennar.
Tónlist I myndinni: Jórunn
Viðar.
Umsjónarmaöur Hrafnhildur
Schram.
Stjórn upptöku Þrándur
Thoroddsen.
Aöur sýnd voriö 1983.
23.10 Fréttir I dagskrárlok.
Dagskrá morgundagsins.
Orö kvöldsins.
2235 Þannig var þaö
Þáttur Ólafs Torfasonar.
RUVAK.
2330 NUtfmatónlist
Þorkell Sigurbjörnsson kynn-
Ir.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
3. júll
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Kristján Sigur-
jónsson.
1400—15.00 Eftir tvö
Stjórnandi: Jón Axel Olafs-
son.
15.00—16.00 NU er lag
Gömul og ný Urvalslög aö
hætti hUssins.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
16.00—17.00 Bræðingur
Stjórnendur: Arnar Hákon-
arson og Eirlkur Ingólfsson.
17.00—18.00 Tapaö fundiö
Sögukorn um popptónlist.
Stjórnandi: Gunnlaugur Sig-
fUsson.
Þriggja mlnUtna fréttir sagö-
ar klukkan: 11:00, 15:00,
16:00 og 17:00.
SJÓNVARP