Morgunblaðið - 03.07.1985, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIRUDAGUR 3. JÚLl 1985
Ford Escort Laser 1100.
Fallegur fjölskyldubíll
Bílar
Guöbrandur Gíslason
ví verður ekki neitað að það
runnu á mig tvær grímur
þegar hann Úlfar Hinriksson
auglýsingastjóri Sveins Egils-
sonar hf. hringdi til mín á dög-
unum og sagðist hafa góðan bíl
handa mér til að reyna i nokkra
daga og segja síðan kost og löst á
Ford Escort Laser 1100. Eins og
margir bileigendur og notendur
hef ég haft tilhneigingu til þess
að dæma ágæti bifreiða eftir út-
liti þeirra (sem segir talsvert um
gildismat þegar að bilakaupum
kemur) og mér kom strax í hug
gamli Escortinn sem lítur út
eins og sardinudós sem hefur
orðið fyrir hnjaski i flutningum.
En Úlfar sem er reyndur ralli-
kappi og margfaldur sigurvegari
í sparaksturskeppnum (nú síðast
einmitt á Escort Laser með 4.55
lítra á hundraðið) var hvergi
banginn enda hafa teiknimeist-
arar Ford-verksmiðjanna hann-
að Laserinn þannig að hann er
beinlínis fallegur.
Bíllinn er blessunarlega laus
við allt prjál og yfirlætis gætir
hvorki að utan né innan heldur
eru hreinar og afdráttarlausar
línur látnar einar um að skapa
svipmót bílsins sem býður af sér
góðan þokka og er um leið auð-
kennanlega framleiddur af Ford.
Hjólkopparnir eru flatir og ein-
ungis með rifum yst og bætir
það bæði útlit bílsins og dregur
út loftmótstöðu. Skuthurðin er
stór og farangursrými er mjög
gott þegar aftursætið hefur ver-
ið lagt niður. Hleðslukanturinn
er heldur hár og aftursætið er
ekki skiftanlegt sem er heldur
bagalegt þegar flytja þarf mik-
inn farangur og þrjá farþega.
Laserinn er þrennra dyra og eru
hurðirnar stórar þannig að far-
þegar eiga greiða leið í aftursæt-
ið. Þó er þar heldur lágt til lofts
fyrir hávaxið fólk, en hliðarrými
er ágætt. Aftursæti og framstól-
ar eru klædd yrjóttu taui sem er
í senn smekklegt; ofhitnar ekki,
er ekki kalt viðkomu að morgni
og gefur gott aðhald þannig að
hvorki bílstjóri né farþegar
renna á því ef snögglega er
hemlað. Sætin eru stinn að hætti
Þjóðverja (enda er Laserinn
framleiddur f Köln í Vestur-
Þýskalandi) og þótt framstól-
arnir séu ekki ýkja stórir um sig
duga þeir flestum vel og maður
verður ekki þreyttur af að sitja í
þeim í langakstri. Hægt er að
leggja stólbökin niður og færa
stólana fram eða aftur, en stýr-
ishjólið er hins vegar óstillan-
legt. Þó er lítill vandi að finna
sér set við hæfi. Útsýni úr bfln-
um er gott og hægt að sjá aftur-
endann út um afturrúðuna
þannig að auðvelt er að leggja
honum í þröng stæði. Þó er það
galli á gjöf Njarðar að beygju-
radíusinn er í stærra lagi.
Vatnsrennurnar á þakskeytum
bílsins ná heldur stutt fram. Ef
rignir er hætt við að maður fái
bununa yfir sig þegar maður
stígur út úr bílnum.
★
Það fer vel um mann við stýrið
á Escort Laser. Ökumaðurinn
situr nokkuð hátt og sér vel á
mælaborðið og fram á vélarhús-
ið sem er furðu breitt og langt og
vekur með manni þá tilfinningu
að bíllinn sé stærri en hann er í
raun og veru. Stýrið fer vel í
hendi og bifreiðin svarar vel
skipunum þess og þó það sé f
þyngra lagi þegar billinn er í
kyrrstöðu léttist það þegar ekið
er af stað. Ljós-, stefnu- og rúðu-
þurrkurofar eru allir staðsettir á
stöngum sem hægt er að ná til
með fingri án þess að taka hönd
af stýri. Þetta er tvimælalaust
mikiil kostur, eykur á öryggi við
akstur og gerir alla vinnu auð-
veldari. Miðstöðin er til hliðar
Ford
Escort
Laser 1100
Ford Escort Laser 1100, ír-
gerð 1985. Slagrými 1117,
hestöfl 50, eigin þyngd 845
kg, heildarþyngd 1250 kg,
breidd 1,64 metrar, lengd
3,97 metrar, farþegar fjórir,
þar af einn hjá ökumanni.
Verð með ryðvörn og skrán-
ingu ca. 352.000 kr. Greiðslu-
kjör: umboðið lánar sa. 30%
af söluverði bílsins í allt að
sex mánuði eða tekur góðan
notaðan bfl uppí. Vátrygging
kostar rúmar níu þúsund
krónur á ári. Á þá upphæð
bætist söluskattur. Ford Es-
cort Laser er til á lager hjá
umboðinu, Sveini Egilssyni
hf., Skeifunni 17, Reykjavík,
sími 685100.
við mælaborðið og þar er einnig
viðvörunarljós fyrir þá sem
gleyma að slökkva aðalljósin er
þeir fara út úr bílnum. Miðstöðin
er einföld í notkun og mjög öflug
og fljótvirk og virðist hún lítið
háð snúningshraða vélar.
★
Því fer fjarri að Escort Laser-
inn sé eitthvert tryllitæki sem
skilur eftir helminginn af slit-
lagi dekkjanna á götunni þegar
umferðarljósin verða græn og
„pinninn er kitlaður". Ford-
verksmiðjurnar framleiða aðrar
gerðir bíla til að friða þá öku-
menn sem hafa slíkar þarfir.
Laserinn er framleiddur með þá
kaupendur í huga sem leita fyrst
og fremst eftir notagildi miðað
við verð þegar þeir velja sér
farartæki og það liggur í augum
uppi að þeim er enginn akkur í
að eiga kraftmikla og þarmeð
eyðslufreka bíla. Ford Laser er
ekki aflmikill bíll, enda ekki
knúinn nema 50 DIN (Deutshe
Industrie Norm, þýskur iðnaðar-
staðall) hestöflum til að fleyta
allt að 1.250 kílóum úr stað. Þó
liggur mér við að segja að hann
hafi ekkert við meira vélarafl að
gera. Vélin er hljóðlát og gangur
hennar þýður, og með því að
nota fimm gírana áfram skyn-
samlega má fljótt ná þeim hraða
á vegum úti sem er öllum óleyfi-
legur á landi hér nema þeir ferð-
ist í loftinu. Hinsvegar er þvi
ekki að neita að æði oft þarf að
skifta um gír til að auka hrað-
ann, en það ætti ekki að vera
neinum vorkunn, því skiptingin
er eins og best verður á kosið.
Fimmti gírinn hentar vel á lang-
ferðum og má vel dúlla honum
innan leyfilegra hraðamarka. Þó
er seigla vélarinnar lítil og þarf
að skipta niður ef sótt er á bratt-
ann.
★
Ég fékk tækifæri til þess að
aka Lasernum á þeim lýtum ís-
lensks landslags sem einkennast
af rykmekki og steinkasti í þurr-
viðri en drullupollum í vætu og
kallast því upphafna nafni þjóð-
vegir og er skemmst frá því að
segja að hann var ágætilega
rásfastur, enda framhjóladrif-
inn, en heldur hastur á þvotta-v
brettunum og stafar það að ein-
hverju leyti af því að mikið loft
var í dekkjunum. Á almenni-
legum vegum liggur hann prýði-
lega og er lipur og snöggur i
beygjum án þess að hallast mik-
ið. Hemlar eru góðir.
★
Nú er það þannig með fjöl-
skyldubíla að þeir þurfa að falla
fleirum í geð en þeim sem aka. Á
mínu heimili voru allir hrifnir af
Ford Escort Laser 1100. Prins-
essan á heimilinu sem er ný-
fermd og álítur alla jafna að
engin farartæki séu sér samboð-
in nema Mercedes Benz eða
Range Rover, og þá af dýrustu
gerð, kvað upp þann úrskurð að
Escortinn væri „töff“. Það er
mikið hól á tímum þegar íslensk
lýsingarorð eru orðin svo úr sér
gengin að ekkert nema enskan
dugir til að tjá hughrif æskunn-
ar.
í hnotskurn
Ford Escort Laser 1100 er lát-
laus og smekklega hannaður
framhjóladrifinn fjölskyldubill
án teljandi lasta. Hann er ekki
ýkja kraftmikill, en sparneytinn
og rúmgóður. Frágangur er góð-
ur. Miðstöðin er fljótvirk og öfl-
ug. Síðast en ekki síst gerir verð-
ið, rúmar 350 þúsund krónur,
hann mjög samkeppnishæfan.
Ilöfundurinn hefur skrífað grein-
ar í Lesbók undanfarin ir Hann
er áhugamaður um bíla og mun
skrifa greinar þar að lútandi í
Morgunblaðið.
Ný mynd í Regnboganum:
Sverð riddarans
REGNBOGINN hefur tekið til sýn-
ingar bíómyndina „Sverð riddar-
ans“ (Sword of the Valiant).
Myndin fjallar um ungan ridd-
ara, Gawain, sem fær það verkefni
að leysa gátu Græna riddarans.
Hann fær eitt ár til að ráða gát-
una en ef honum hefur ekki tekist
að finna svarið þá skal hann
gjalda með lífi sínu. Gawain ferð-
ast land úr landi til að finna
lausnina og lendir i alls kyns
ævintýrum.
Leikstjóri myndarinnar er
Stephen sem einnig hefur samið
handritið. Með aðalhlutverk fara
Miles O’Keefe, Cyrille Claire, Sean
Connery og Trevor Howard.
Miles O’Keeffe f hhitverld Sir
Gawiin.
Verkakveimafélagið Snót:
Staða fiskverkafólks
verði stórlega bætt
FYRIR skömmu var haldin félags-
fundur í verkakvennafélaginu Snót.
Þar var samþykkt ályktun þar sem
segir meðal annars:
Á félagsfundi Verkakvennafé-
lagsins Snótar voru samningar
ASÍ og VSÍ samþykktir, þar sem
aðrir samningsmöguleikar félags-
ins eru engir fyrr en 1. september
nk. Fundurinn krefst þess að staða
fiskverkafólks verði stórlega bætt
og sjáist ekki breyting til batnað-
ar í lok samningstímans um ára-
mót, eru fiskverkakonur í Vest-
mannaeyjum ákveðnar í að bretta
upp ermarnar og berjast fyrir
rétti sínum og lífsafkomu.
(Ur fréttatilkynningu)
ALLT
í KVEIKJUNA
PLATÍNUR
KERTI
KVEIKJULOK
KVEIKJUHAMRAR
KVEIKJUÞÉTTAR
KERTAÞRÆÐIR
ATH.*”
Rafkerti fyrir
ýmsar benzínvélar