Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1985 Kolbeinsstaðahreppur: Birt ítala fyrir öll heimalönd og afrétt Nokkrir sauðfjárbændur óánægðir með ítöluna BIRT hefur verið itala fyrir Kolbeinsstaðahrepp í Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu. Við gerð ítölunnar var beitarþol afréttar metið og skipt á milli jarða og einnig úthagar allra jarða í hreppnum. Niðurstaða ítölunnar er sú að á sumum jarðanna er meiri búpeningur en jarðirnar bera, á öðrum er hæfileg beit fyrir búpeninginn og enn aðrar bera meira en þar er. f heildina er meira af sauðfé og hrossum í sveitinni en beit er þar fyrir, en ítölunefndin lagði til fjögurra ára aðlögunartíma að ítölunni. Nokkrir sauðfjárbændur í niðurhluta hreppsins hafa lýst megnri óánægju með ítöluna, segja að ef hún komi til framkvæmda útilokist sauðfjárbúskapur á 6 til 8 jörðum sem nýtt hafa afrétt hreppsins Olafur Dýrmundsson landnýt- ingarráðunautur Búnaðarfélags íslands, sem átti sæti í ítölunni, ásamt Leifi Kr. Jóhannessyni fyrrverandi ráðunauti og Stefáni H. Sigfússyni fulltrúa Land- græðslustjóra, sagði að hrepps- fundur í Kolbeinsstaðahreppi hefði óskað eftir ítölunni fyrir tveimur árum. ítölunefndin hefði unnið úr upplýsingum frá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins og eigin athugunum og lokið störfum fyrir skömmu. Sýslumaður Snæ- fellinga hefði birt hreppsnefnd- inni ítöluna sl. fimmtudag og síð- an hefði ítölunefndin kynnt ítöl- una á almennum hreppsfundi sem haldinn var strax eftir hrepps- nefndarfundinn. Sagði Ólafur að meirihluti bænda í hreppnum hefðu mætt á fundinn og hefðu þar verið gagn- legar umræður um ítöluna og for- sendur hennar. Sagði hann að bændur hefðu tekið niðurstöðun- um vel og engin alvarleg gagnrýni hefði komið fram á hana á fundin- um. Sagði hann það samdóma álit manna að ítalan geti orðið gagnleg í framtíðinni í sambandi við bú- skap á þessu svæði. ítalan fyrir Kolbeinsstaðahrepp er að því leyti frábrugðin þeim ít- ölum sem birtar hafa verið í vor á Norðurlandi vestra að hún nær bæði yfir heimalönd og afrétt, enda háttar þannig til að afréttur er lítill en heimalönd víða nokkuð stór í hreppnum. Hross hafa ekki verið rekin á afrétt Kolhreppinga. Niðurstaða ítölunnar var sú að öll heimalönd i hreppnum bæru 6.653 ærgildi miðað við 4 mánaða sumarbeit og afréttarlönd 1.136 ærgildi miðað við 2'Æ mánaðar beit. í hreppnun væru hinsvegar rúmlega 5.000 vetrarfóðraðar ær og tæplega 300 hross. Sagði Ólafur að ef litið væri á hreppinn sem eina heild dygði ítalan fyrir allt sauðféð, en ekki öll hrossin, ef þannig væri á málið litið. Fyrir fáeina bændur þýddi þetta tölu- verða fækkun í framtíðinni ef eng- ar ráðstafanir væru gerðar, á öðr- um jörðum væri hæfileg beit fyrir búsmalann en beit á hluta jarð- anna ekki fullnýtt. Sagði Ólafur að ítölunefndin hefði lagt til fjög- urra ára aðlögunartíma að ítöl- unni, en það væri í höndum hreppsnefndarinnar að fram- kvæma beitarstjórnunina með ítöluna til grundvallar. Ingólfur Gislason bóndi og hreppstjóri á Flesjustöðum sagði, þegar álits hans var leitað á itöl- unni, að hún kæmi ákaflega illa við þá bændur i hreppnum sem lifðu á sauðfjárrækt og hefðu nýtt afréttinn. Hann sagði að 6 til 8 bæir í niðurhluta hreppsins yrðu nánast útilokaðir ef ítalan kæmi svona til framkvæmda. Hann sagðist til dæmis vera með um 400 vetrarfóðraðar ær og megnið af þeim hefði farið á afréttinn, en samkvæmt ítölunni mætti hann aðeins reka þangað 40 kindur. Hann sagðist hinsvegar hafa bjargað sér með því að taka á leigu jörð í öðrum hreppi til sumarbeitar. Ingólfur sagðist hafa verið á móti þessari ítölu frá upp- hafi og niðurstaða hennar breytti því ekki. Hann sagði að ef ítala yrði sett á allt landið væri það árangursríkasta aðferðin til að draga úr sauðfjárræktinni og losna við offramleiðslu kinda- kjöts, slíkar væru afleiðingar hennar. Afréttir Vatnsdæla: Sveinhreppingar höfða mál til ógildingar ítölu Misjöfn viðbrögð við úrskurði sýslunefndar SÝSLUNEFND Austur-Húnavatnssýslu hefur kveóið upp úrskurð í ágrein- ingi hreppsnefnda Ás- og Sveinsstaðahreppa um nýtingu sameiginlegra beiti- landa hreppanna og Þverárhrepps á Grímstungu- og Haukagilsheiðum og víðar, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Úrskurðurinn felur það í sér að hrossaupprekstur verður bannaður á heiðina og takmarkaður annars staðar á afréttinum, og einnig eru ákvsði um aðgerðir til dreifingar sauðfjár um heiðina, upprekstrartíma og fleira. Er úrskurðurinn mjög í sam- ræmi við tillögur Búnaðarfélags íslands og Landgræðslunnar um aðlögun að ítölunni sem gerð hef- ur verið fyrir afréttinn og hrepps- nefnd Áshrepps var fylgjandi, en hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps andvíg. Úrskurðurinn í anda tillagna BÍ og Landgræöslunnar Úrskurður sýslunefndarinnar er í eftirfarandi 7 töluliðum: - 1. Upprekstrartími sauðfjár sé í samræmi við álit gróður- verndarnefndar A-Hún. og jafn- framt stuðlað að dreifingu upp- rekstrar á lengri tíma en verið hefur, í samræmi við tillögu gróð- urverndarnefndar. - 2. Sett verði upp fleiri sleppi- hólf til þess að stuðla að betri dreifingu fjárins um heiðarnar. - 3. Þess sé gætt að taka fé frá heiðargirðingum, ef það safnast verulega saman síðsumars. Náist ekki samkomulag skal farið eftir tillögum gróðurverndarnefndar A-Hún. - 4. Upprekstur hrossa fram fyrir girðingu á Grímstungu- og Haukagilsheiði verði ekki heim- ilaður. - 5. Takmarkaður verði veru- lega fjöldi hrossa í Víðidalsfjalli og á Sauðadal frá því sem var sl. ár og upprekstur ekki heimilaður fyrr en þá, þ.e. 25. júlí. - 6. Upprekstrarfélagið komi til móts við þarfir Þverhreppinga og útvegi þeim hagagöngu norðan heiðargirðingar fyrir allt að 75 hross frá 25. júlí. - 7. Aðalfjárrétt verði viku fyrr á hausti komanda en ákveðið er i gildandi fjallskilareglugerð. Úrskurður þessi var samþykkt- ur með akvæðum allra sýslu- nefndarmanna. Áshreppingar ánægðir, Sveinsstæðingar óhressir Jón B. Bjarnason bóndi í Ási, oddviti Áshrepps, sagði að Ás- hreppingar væru í meginatriðum ánægðir með úrskurð sýslunefnd- arinnar enda hefði hann verið mikið í þá átt sem þeir hefðu lagt til. Hann sagði þó óeðlilegt að ekki væri bundin ákveðin tala hrossa sem leyft væri að reka á Viði- dalsfjall, aðeins væri talað um að takmarka hrossauppreksturinn þar. Hann sagði að bændur væru byrjaðir að flytja fé á heiðarnar, en sagði að Grímstunguheiði væri ekki nógu vel útlítandi. Hún stæði hátt og væri mjög viðkvæm fyrir þurrki. Gunnlaugur Traustason bóndi á Þingeyrum, varaoddviti Sveins- staðahrepps, sagði að þar væru menn afar óánægðir með þennan úrskurð sýslunefndarinnar. Hann sagði að hreppsnefndin hefði enn ekki haft tækifæri til að fjalla um úrskurðinn og því ekki vitað um viðbrögð Sveinsstæðinga við hon- um. Aðspurður sagði hann ekki gott um það að segja hvort þeir myndu virða úrskurðinn. Gunn- laugur sagði að hreppsnefndin hefði ákveðið að höfða mál til ógildingar ítölu heiðanna, enda væru þær aðfarir allar ólöglegar og viðurkenndu Sveinsstæðingar ítöluna ekki. Troðið á okkur, segja Þverhreppingar Fjarlægur hreppur, Þverár- hreppur í Vestur-Húnavatnssýslu, á V* Haukagilsheiðar og meiri ítök í afréttinum. Hreppurinn keypti landið árið 1904 og þaðan hefur verið rekið á heiðina öll ár frá því um 1930, hin síðari ár eingöngu hross. Agnar J. Lewy, bóndi i Hrísakoti og oddviti Þverár- hrepps, sagði að þessi mál væru öll fráleit. Sagði hann að Vatnsdælir væru með þessu að reyna að ná þessu landi af Þverhreppingum og þarna væri verið að troða á rétti þeirra. Sagði hann að sett hefði veri ítala á það sem Þverhrepp- ingar settu á heiðina á árinu 1940, 110 merar og 420 fjár. Eftir þessu hefðu þeir farið síðan en Vatns- dælir rekið að vild. Þeir hefðu alls ekkert nýtt sauðfjárkvótann og hrossakvótann ekki að fullu. Núna væri búið að skera þennan rétt þeirra niður um % þrátt fyrir að þeir ættu engan þátt i heiðar- skemmdinni, þar væri við Vatns- dæli að sakast. Agnar sagði að þeir hefðu ekkert á móti skyns- amlegri beitarstjórnun, en taldi að allt of hratt væri farið í þessu til- viki. Nauðsynlegt væri i svona málum að hafa ákveðina stígandi þannig að menn gætu lagað sig að breyttum aðstæðum. Hann tók þó fram að Þverhreppingar vildu ekki fara i nein illindi út af beit- armálum þarna, þar yrðu aðrir að hafa forystuna. Borun eftir heitu vatni Borinn Dofri á vatnsöflunarsvæði Hitaveitunnar. Á innfelldu raynd- inni er Héðinn Ágústason, bor- stjóri. gengur vel SeltoAHÍ, 1. jílL BORUN eftir heitu vatni fyrir Hitaveitu Selfoss hefur staðið yfir frá 2. maí sl. Búið er að bora niður á tæpa 700 metra en áformað er að bora niður á u.þ.b. 2.000 metra. Sl. föstudag 28. júni var bor- holan orðin 655 metrar á dýpt. Á 553 metrum var komið niður á vatnsæö, en Héðinn Ágústsson borstjóri sagði að erfitt væri að segja til um vatnsmagn þeirrar æöar, þetta væri svona 70—90 stiga heitt vatn. Hann kvað bor- unina hafa gengið slysalaust fyrir sig og að upphaflega áætl- unin um borunina gerði ráð fyrir að farið væri niður á 2.000 metra en það færi þó alltaf eftir ár- angri. Búið er að fóðra holuna og nær fóðrið niður á 544 m. Það er bor- inn Dofri sem notaður er við borunina. Á honum starfa 6 menn sem vinna 12 klst. á sól- arhring á dagvakt. Nokkrar vonir eru bundnar við holuna sem verið er að bora og henni ætlað að bæta úr vatns- skorti hitaveitunnar og koma í veg fyrir að vandræðaástand skapist eins og gerði sl. vetur. Sig. Jóns. Ljósmynd: Páll Emil Beck Hanne Juul, einn besti vísnasöngvari Norðurlanda í dag, ásamt Lars Hauge frá Noregi, sem er kunnur baráttumaður fyrir framgangi og mikilvægi vísnasöngsins í menningu Norðurlanda. Hanne Juul bjó um árabil á fslandi og talar reiprennandi íslensku. Lokatónleikar norræns vísnamóts á íslandi HÓPUR norrænna vísnasöngvara hefur dvalið hér á landi siðan í síðustu viku og tekið þátt í fyrsta Norræna vísnamótinu á íslandi, en slík mót eru árvissir viðburðir á Norðurlöndunum. Sjálft vísnamótið var um siðustu helgi á Laugarvatni. Alls eru 30 erlendir vísnasöngvarar í heimsókn hér á landi í tilefni mótsins. Þá hafa norrænu visnasöngvar- arnir komið fram á tónleikum í Iðnó, úti á landi og síðustu tón- leikarnir verða í Norræna húsinu i kvöld. Ýmist syngja vísnasöngvar- arnir einir eða fleiri og i sumum tilvikum leikur hljómsveit undir. Vísnasöngvararnir eru frá Fær- eyjum, Svíþjóð, Noregi, Dan- mörku, Finnlandi og íslandi, en það er félagið Vísnavinir sem hef- ur skipulagt mótið og séð um framkvæmd þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.