Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1985 7 Þverá: Ráðherrann tók tíu í beit Sverrir Hermannsson iðnaðarráö- herra gerði sér lítið fyrir og tók 110 laxa í beit á einum morgni í Kirkju- streng í Þverá fyrir nokkrum dögum. Laiarnir tóku Frances, White Wing, Blue Charm o.fl. flugur og að sögn sagðist ráðherrann ekki hafa haft tíma til að kióra sér, svo ör var takan. Annars hefur veiðin farið skán- andi í Þverá og Kjarrá, að vísu hefur hópurinn sem lýkur veiðum á hádegi i dag ekki veitt ýkja mikið, en flokk- urinn á undan fékk 46 fiska og einn daginn voru 24 dregnir á þurrt. Þann dag veiddust 20 laxar í Kjarrá, þann- ig að dagsaflinn varð 44 laxar. Það eru komnir eitthvað um 150 laxar úr Þverá og milli 110 og 120 úr Kjarr- ánni, þetta er miklu lakara en á sama tíma í fyrra, en bót í máli að veiðin hefur farið batnandi. Undarlegt atvik átti sér stað fyrir skömmu, veiðimenn sem voru á ferð við UUarklöpp og Kastalahyl, sem eru neðst í Þverá, töldu sig sjá 3 seli á ferli. Gerðu þeir viðvart og Magnús á Hamraendum mætti meö skotfæri og vaktaöi svæðið fram á nótt. Hann sá ekki annað en torfur af iaxi sem var á lofti um allt. í ármótum Þverár og Hvítár er einnig sagt mikið magn af laxi sem trúlega gengur upp hven- ær sem er. Grímsá Eftir því sem Mbl. kemst næst hef- ur veiðin gengið nokkuð vel í Grímsá það sem af er og viðmælandi blaðsins i veiðihúsinu taldi eitthvað um 100 laxa komna á land. Laxinn hefur veiðst um alla á og telja veiðimenn talsvert gengið af fiski. Laxinn er að meðaltali heldur smár, en vænir bolt- ar inn á milli. Útlendingar eru nú byrjaðir að veiða f Grímsá, meðal þeirra er frægur veiðigarpur, Ernst Schwiebert, Bandaríkjamaður, og er þetta tuttugasta sumar hans á ís- landi og hefur hann haldið tryggð við Grímsá þann tíma. Hann veiddi fyrir mörgum árum einn þann stærsta lax sem veiðst hefur í ánni, 28 punda fisk í Laxfossi. Enn gengur vel í Langá „Þetta er ekkert líkt síðasta sumri, svo miklu betra er þetta nú en þá,“ sagði Jóhannes Guðmundsson bóndi i Ánabrekku er Morgunblaðið hafði tal af honum í veiðihúsinu við Langá i gærdag. Sem dæmi sagði Jóhannes, að síðasta dag júnímánaðar i fyrra heföu 20 laxar verið komnir á land fyrir löndum Langárfoss og Ána- brekku, nú hefðu þeir verið 86 og á hádegi í gær voru 106 laxar komnir á þurrt. Við það bættist að milli 10 og 20 fiskar hafa veiðst fyrir löndum Jarðlangsstaða, Stangarholts og Hvitstaða og eitthvað álíka á efsta svæðinu, á landareignum Grenja og Litla-Fjalls. Fiskur hefur veiðst allt upp að Sveðjufossi, en ekki ofar enn sem komið er, þó hefur sést lax í stiganum í fossinum. „Það hefur verið þó svolítið af vænum laxi, 8—12 punda, og smálax- inn hefur verið skárri en siðustu ár- in, þyngri og feitari. Nú er spurning hvert framhaldið verður, hvort botn- inn detti úr þessu eða hvort þetta verður gott áfram. í vikunni sem leið var virkilega góð veiði, frétti maður, í sjávarlagnirnar hér út um allt,“ sagði Jóhannes að lokum. Norðurá full af físki „Við fengum 11 laxa I morgun og hópurinn þar með kominn með 33 laxa, sagði Olafur Ólafsson I veiði- húsinu við Norðurá f samtali við Morgunblaðiö f gær. Ólafur sagði mikinn lax um alla á og væri fiskur- inn ákaflega líflegur, á lofti um allt og upptekinn að ganga fram ána. „Hann tekur illa og ég óska þeim til hamingju sem verða hér er hún litast í fyrsta skipti af rigningu og veiða f henni meðan hún sjatnar. Þá verður hátíð veiðimanna við Norðurá," sagði Ólafur. Hópur sá sem ólafur er aðili að lýkur veiðum á hádegi í dag, garp- arnir hafa dregið flesta laxana á flugu, og hafa rauðu og grænu af- brigöin af Frances verið skæðust. Það er komið á þriöja hundrað laxa á land, erfitt að nefna nákvæma tölu þar eð þrjár veiðibækur þjóna ánni. Yfirleitt er laxinn 4—8 pund, en vænni innan um. Smálaxinn hefur sýnt sig í vaxandi mæli og hann er akfeitur og vel haldinn, eitthvað ann- að en sfðustu árin. Við þetta má bæta, að veiðin í Stekknum í Norðurá hefur verið fjör- ug upp á síðkastið, í fyrradag veidd- ust þar t.d. 10 laxar. Við þetta má einnig bæta, að veiðin í netin í Hvftá hefur verið óhemju góð síðustu daga; frést hefur að einn bóndinn hafi skil- að hálfu tonni af laxi f frystihúsið f Borgarnesi eftir daginn. Ekki ama- legur afli það. Sverrir er slyngur þegar laxinn er annars vegar. Morgunblaðið/Árni Sæberg EINNIG FYRIR ISLENDINGA ÓDÝR T DAGA fjölskylcfluferð í Þórsmörk, Skaftafell og Landmannalaugar {í®! pef ™ i Axirí mann taUö \ verö\nu. éXXQX gongu ur á hverium stóð^ aWna. Ekið Einnig 6 daga gönguferð á kr. 7500,- FERÐASKRIFSTOFAN MIÐNÆTURSÓL STEINÞÓR ÓLAFSSON LAUGAVEGI 62 - SÍM! 28060, HS. 43758.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.