Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1985 5 Nú er síðasta hljómsveitin á dagskrá og það eru hinir heims- II CUVjU I $it i £ $ Mbl./Bjarni Sighv.ss. Þessi mynd af Bjorgu Pálsdóttur hjúkrunarfreóingi og Ijósmóóur, sem starfar á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar í Eþíópíu, hefur nú verið send inn á hvert heimili meó áletruninni: „Þitt framlag bjarg- aði þessu barni!“ Landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar: Reynt að senda nýjan hjálparliðahóp til Eþíópíu HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar safnar nú fé svo hegt verði að senda hjúkrunarfólk til Eþíópíu í lok júlí til að leysa af hólmi hjúkrunarfræð- ingana átta, sem nú eru að Ijúka starfstíma sínum. Hafa gíróseðlar verið sendir inn a hvert heimili og oskað e Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur sent hátt á annað hundrað tonn íslenskra matvæla og hjálp- argagna á neyðarsvæðin í Eþiópiu, að því er segir í frétta- tilkynningu frá stofnuninni. „Dreifing íslenskra matvæla fór fram undir eftirliti starfsmanna Hjálparstofnunarinnar og gekk vel,“ segir þar. „Kirkjan í Eþíópíu hefur yfir að ráða eigin flutn- ingatækjum og því hefur ekki komið til þess að matvæli og hjálpargögn á hennar vegum hafi safnast upp f hafnarborgum Eþíópíu. Einmitt síðastliðinn laugardag kom til starfa á vegum ir hjalp við að Hjálparstofnunarinnar í Eþíópíu íslenskur bifvélavirki, Ólafur Þ. Sigmundsson, sem mun hafa á hendi viðhaldsstjórn á flutninga- tækjum kirkjunnar í Eþíópíu." í fréttatilkynningu Hjálpar- stofnunar kirkjunnar segir enn- fremur: „Öllum fréttum ber sam- an um að íslensku hjúkrunar- og björgunarliðarnir hafi unnið björgunarafrek af fórnfýsi og dugnaði. Nú er knýjandi að vita hvort þessu starfi megi halda áfram fram að áramótum. Það er i höndum íslenskra gefenda að ákveða það, því án framlaga þeirra er ekkert hjálparstarf." Flugleiðin Einnar milljónar dollara tekjutap í fyrra vegna vöntunar á varaflugvelli SÚ STAÐREYND að enginn varaflugvöllur er hér á landi fyrir millilandaflug kostaði Flugleiðir u.þ.b. eina milljón dollara (42 millj. ísl. kr.) í fyrra, samkvæmt áætlun sem félagið hefur gert og kynnt samgönguráðherra. í samtali við Leif Magnússon, Almennar tryggingar taka upp kreditkortaþjónustu ALMENNAR Tryggingar hf. hafa tekið upp kredidkortaþjónustu fyrir við- skiptavini sína frá og með I. júlí sl. Að sögn Sigurðar K. Sigurkarlssonar, framkvæmdastjóra, er þessi þjónusta tekin upp til reynslu, með það fyrir augum að auðvelda kreditkortahöfum viðskipti við fyrirtækið. Sigurður sagði að ákveðið hefði verið að taka upp þessa þjónustu vegna fjölda áskorana frá við- skiptavinum, auk þess sem hér væri um mikla hagræðingu að ræða, þar eð viðskiptavinir óskuðu oft eftir greiðslufresti á fyrstu greiðslum iðgjalda. í þessu fælist einnig mikill sparnaður í inn- heimtu. Sigurður sagði að Al- mennar Tryggingar væru hér að- eins að fylgja eðlilegi þróun í dag- legum viðskiptum, þar eð kredit- kortaþjónusta færi mjög vaxandi meðal almennings, og með þessu vildi fyrirtækið auðvelda fólki, sem á annað borð notar kredit- kort, að nota þau á sem flestum sviðum. Evrópumótið í bridge: Jafnt hjá körlunum en konurnar unnu Sahommggiore, 2. júlí frá Jakobi R. Möller, rréttaritara Morgunblaðsins. 10. UMFERÐ í kvennaflokki á Evr- ópnmótinu í bridge var spiluð í dag og unnu íslensku konurnar sinn 3ja leik í mótinu og fóru við það úr neðsta sætinu. Halla Bergþórsdóttir/ Krist- jana Steingrímsdóttir og Ester Jakobsdóttir/ Valgerður Krist- jónsdóttir spiluðu við Ungverja og unnu með 19—11. í hálfleik var staðan jöfn 37—36 í imp-stigum, en í seinni hálfleik skoruðu ís- lensku konurnar 28 stig gegn að- eins 6 og unnu því 19—11 eins og áður sagði. Karlasveitin spilaði við Þýskaland, sem var nokkrum sætum fyrir ofan ísland fyrir um- ferðina. Báðir hálfleikirnir voru jafnir. Eftir fyrri hálfleik var staðan 56—51 fyrir Þýskaland, en í seinni hálfleik voru skorin 29—28 fyrir ísland. Þetta þýddi jafnteflistap, 14—16, þar sem að- eins þarf 4 imp-stig i slikan smá- vinning. í kvöld spilar ísland við ísrael, sem i 16. umferðinni í dag vann stórsigur á Bretlandi, 23—7. Staðan eftir 16 umferðir i opna flokknum: ísrael 305, Frakkland 300, Austurríki 280, Holland 272, Danmörk 269, Bretland 268, Pól- land 268, Svíþjóð 253, Ítalía 243. íslenska liðið er nú í 13. sæti með 230 stig. í kvennaflokki er franska sveit- in í efsta sæti með 190 stig, sænsku konurnar í öðru sæti með 176 stig og brezka sveitin með 173 stig. íslenzka sveitin hefir fengið 124 stig. framkvæmdastjóra flugrekstr- arsviðs Flugleiða, kom fram að þetta tekjutap stafar af því að DC-8-þotur félagsins verða allt- af að fljúga með aukabirgðir af eldsneyti, svo þær geti flogið í einum áfanga yfir Atlantshafið, ef Keflavíkurflugvöllur lokast, því þær geta ekki lent á öðrum flugvöllum hérlendis. Þetta veld- ur því hins vegar að ekki er hægt að fullhlaða vélarnar vörum og farþegum og af því leiðir aftur minni arðsemi. Leifur sagði að það væri ljóst að bygging varaflugvallar væri brýnt hagsmunamál fyrir félag- ið og einnig fyrir allt flug um Norður-Atlantshaf, því hérna væri um mikilvægt öryggisatriði að ræða. Hann sagði aðspurður að tilkoma varaflugvallar myndi rýmka möguleika Flugleiða í sambandi við endurnýjun á flugvélakosti og nefndi í því sambandi tveggja hreyfla vélar sem tvö flugfélög eru nú þegar farin að nota á Norður-Atl- antshafsflugleiðinni. Leifur Magnússon sagði að lokum að hann vonaði að alþjóð- legt fjármagn fengist, svo unnt yrði að ráðast sem fyrst í gerð varaflugvallar á Sauðárkróki, en lagði jafnframt á það áherslu að þessi framkvæmd yrði ekki gerð á kostnað annarrar uppbygg- ingar í flugmálum hérlendis. sem eru enn þann dag í dag ein allra besta „Bitlahljomsveit" sem fram hefur komið í Broadway föstudags- og laugardagskvöld og Sjallanum Akureyri sunnudagskvöld Tiskusyning bæöi kvöldin syna nyjustu tiskuna frái Pantið miða strax í dag í Broad- way sími 77500 NU FARA ALLIR GOOIR I Starfsmaður Pósts & símæ Tók fé úr yfir 100 bréfum TALIÐ ER að peningar hafí horfid úr á annað hundrað bréfum, sem send voru fyrirtækinu B. Magnús- son. Starfsmaður í pósthúsi í Hafn- arfirði hefur játað að hafa tekið fé úr bréfum og leikur grunur á að hann hafi jafnframt fyrirkomið bréfum til fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur sent út vöru- lista og fólk sent staðfestingar- gjald, 200 krónur. Staðfestingar- gjaldið hvarf úr bréfunum, alls um 30 þúsund krónur, að talið er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.