Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLl 1985 27 Lítið þekktur leiðtogi tekur við af Gromyko Nýjar myndir af Sakharov SOVÉZKI edlisfrædingurinn og andófsmaðurinn Andrei Sakharov er alvarlega veikur samkvæmt heimildum byggðum á myndböndum, sem tekin voru í Sovétríkjunum fyrir skömmu. Heldur vestur-þýska blaðið Bild því fram, að tvö nýleg myndbönd, sem blaðið hafi komizt yfir, sýni að Sakharov þjáist af Parkinsons-veiki og hjartatnifiunum. Sakharov var gerður útlægur til borgarinnar Gorkí við Volgu árið 1980 og var það gert til að koma í veg fyrir, að hann héldi áfram gagnrýni sinni á stefnu Sovétstjórnarinnar. IVfynd þessi sýnir Sakharov í læknisrannsókn á sjúkrahúsi í Gorkí. Er myndin tekin af öðru þeirra myndbanda, sem Bild hefur komizt yfir. Sviss: Stjórnarerindreki sakaður um njósnir Moskvu, 2. júlí. AP. EDUARD A. Shevardnadze, sem í dag var kjörinn eftir- maöur Andreis Gromyko í stööu utanríkisráðherra, er lítt þekktur utan Sovétríkj- anna. Hann hefur verið leiðtogi kommúnistaflokksins í Georg- íu, og hefur getið sér orð fyrir skelegga baráttu gegn spillingu og mútuþægni þar. Samt sem áður var kjör hans óvænt, þar sem hann hefur enga reynslu í utanríkismálum. Hallast margir fréttaskýrend- ur að því að Gorbachev leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins vilji nú hasla sér völl í utanrík- ismálum, en fram að þessu hef- ur hann einkum látið efna- hagsmál til sín taka. Shevardnadze, sem er 57 ára að aldri, var fyrst talinn eiga von á stöðuhækkun er Gorb- achev náði völdum í mars sl. Þó beið hann í fyrstu lægri hlut fyrir þremur öðrum ráðamönn- um, Viktor G. Chebrikov, yfir- manni KGB, og Nikolai I, Ryzhokov og Yegor K. Liga- chev, riturum miðstjórnar kommúnistaflokksins, en þeir fengu allir sæti stjórnmálaráð- inu í apríl sl. Á mánudag kaus miðstjórnin hins vegar Shev- ardnadze í stjórnmálaráðið. Og í dag samþykkti Æðsta ráðið síðan útnefningu hans í emb- ætti utanríkisráðherra. Sem leiðtogi kommúnista- flokks Georgíu hefur Shev- ardnadze staöið fyrir ráðstefn- um um málefni Þriðja heimsins í höfuðborg Georgíu, Tiblizi, en hann hefur einnig verið í for- sæti sovéskra sendinefnda, sem hafa farið til annarra landa í viðskiptaerindum. Enginn vafi er talinn leika á því að ein ástæða hins skjóta frama Shevardnadze er sú, að hann hefur staðið að ýmsum árangursríkum nýjungum í efnahagsmálum, einkum í land- búnaði. Shevardnadze hefur verið nánast alla ævi í kommúnista- flokki Georgíu. Fyrst var hann æskulýðsleiðtogi í flokknum. Síðan gegndi hann stöðu inn- anríkisráðherra í Georgíu á ár- unum 1%5—1972. Hann hefur verið leiðtogi kommúnista- flokksins þar frá því 1972. Bern, AP. SVISSNESK stjórnvöld hafa sakað starfsmann sovésku sendinefndar SÞ í Genf fyrir að hafa stundað njósnir og aflað upplýsinga um svissnesk málefni og starfsemi Atl- antshafsbandalagsins og kröfðust þess að hann yrði sendur úr landi. Ekki var maður nafngreindur né heldur skýrt nánar hvernig maðurinn hefði stundað iðju sína. Tekið var fram að hann hefði einnig reynt að fá annan mann í lið með sér til njósna utan Sviss. Bandarísku herskipin enn við strendur Líbanon Washington, 2. júlí. AP. BANDARÍSKU herskipin sem send voru til austurhluta Miðjarðarhafs, utan við strendur Líbanons, vegna gíslatökunnar, munu dvelja þar um skeið, að sögn heimilda í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Heimildarmenn, sem ekki vildu láta nafna sinna getið, tóku það skýrt fram að þeir vissu ekki til þess að neinar hefndaraðgerðir væru fyrirhugaðar vegna gíslatök- unnar, en gíslarnir 39 voru látnir lausir sl. sunnudag. Einn heimildarmannanna sagði að Bandaríkjamenn væru fremur að gera Líbönum ljóst að þessi skip væru alltaf stödd á alþjóða sigl- ingaleiðum og Bandaríkjamenn flyttu skipin ekki til vegna hótana hryðjuverkamanna. A meðan á gíslatökunni stóð, fór Nabih Berri, leiðtogi shíta, fram á að skipin yfirgæfu svæðið, þar sem nærvera þeirra kæmi í veg fyrir lausn gíslanna, en varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, Caspar Weinberger, synjaði því. Fremst í flokki skipanna utan við strendur Líbanons er flugmóður- skipið Nimitz. Einnig er þar eitt skip vopnað stýriflaugum og tund- urspillir búinn stýriflaugum og loks a.m.k. tvö önnur fylgiskip. Bandaríska varnarmálaráðið neitaði að gefa upplýsingar um hvort hópur manna sem þjálfaðir eru í að berjast gegn hryðjuverkum og sendur hefði verið til Líbanons, væri kominn aftur til Bandaríkj- anna. Ákærður fyrir að reyna að myrða frú Thatcher Réttarhöld hafin vegna sprengjutilræðisins í Brighton í fyrra PATRICK Magee, 34 ára gamall Norður-íri, var í dag dreginn fyrir rétt í London ákærður fyrir sprengjutilræði írska lýðveldishers- ins (IRA) í október sl., þar sem fimm manns biðu bana. Frú Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, komst með naumindum heil á húfi úr þessari árás. Magee er fyrir rétti ásamt fimm öðrum. Eru þau jafnframt grunuð um áform um að koma fyrir sprengjum á mörgum brezkum hótelum í sumar, þar á meðal í Ruben-hótelinu, en þar var öflug sprengja gerð óvirk 23. júní sl. Öflugur lögregluvörður var hafður umhverfis dómhúsið í dag, er ákæran var lesin upp fyrir Magee. Þar var hann sakaður um tilraun til að myrða frú Thatcher og flesta ráðherrana í ríkisstjórn hennar. Sprengingin skók Grand Hótel í Brighton, þar sem flestir ráðherrar brezku stjórnarinnar voru saman komnir vegna árs- þings íhaldsflokksins. Fimm manns biðu bana. Þeirra á meðal var einn af þingmönnum íhalds- flokksins á brezka þinginu. Annar í hópi hinna myrtu var leiðtogi íhaldsflokksins í norð- uausturhluta Englands, en einnig biðu þrjár konur bana, allar eigin- konur háttsettra forystumanna í íhaldsflokknum. Þá særðust þrjá- tíu manns til viðbótar, þeirra á meðal kona Normans Tebbits, iðn- aðar- og verzlunarráðherra, en hún lamaðist. í réttarhaldinu í dag var Magee fáklæddur svo og tveir aðrir karlmenn úr hópi hinna ákærðu. Var það greinilega gert í örygg- isskyni til að koma í veg fyrir, að þeir gætu falið á sér vopn. Þrjár konur voru einnig ákærðar fyrir hlutdeild í að koma sprengjunum fyrir. Farið var fram á af hálfu ákærðu, að þau fengju að fara frjáls ferða sinna gegn tryggingu, en dómarinn hafnaði því alfarið. Sprengingin á flugvellinum í Róm: Sprengjan í ferðatösku frá Mi(V\usturlönd um ? Róm, 2. júlí. AP. ÍTALSKA lögreglan rannsakar nú þann möguleika að sprengjan sem sprakk á fiugvellinum í Róm á mánudag, hafi getað verið í ferðatösku sem var með fiugi til Madrid, en stoppaði í Mið-Austurlöndum í skamma stund áður en hún hélt til Rómar. Tólf manns slösuðust þegar sprengjan sprakk i ferðatösku á vellinum. Enginn hefur enn lýst ábyrgð á sprengingunni á hend- ur sér. Að sögn lögreglunnar var sprengjan mjög öflug, og nötraði öll farangursbyggingin þegar hún sprakk um kl. 20 að staðar- tíma. Rannsóknir benda nú til þess að sprengjan hafi verið í vín- rauðri ferðatösku með merki- miða frá Mið-Austurlöndum, en yfirvöld segja að taskan hafi ekki verið merkt neinu ákveðnu flugfélagi, né áfangastað. Óstaðfestar fréttir herma að taskan hafi verið merkt spænska flugfélaginu Iberia og verið á leiö til Madrid með flugi kl. 19:30. Samkvæmt upplýsingum frá flugturninum fór vélin í loft kl. 19:51 og sprengingin átti sér stað kl. 19:57. Einn starfsmaður Iberia sagði að sér hefði verið bannað að ræða sprenginguna þar sem ekki væri búið að rann- saka hana til fullnustu. Nú er verið að grafast fyrir um flug sem komu inn á svipuð- um tíma frá Mið-Austurlöndum, m.a. frá Tel Aviv, Nýju Delí, Bombay, Algeirsborg og Túnis. Forstöðumenn flugvallarins og yfirmenn lögreglunnar komu saman til fundar skömmu eftir sprenginguna til að ræða örygg- isútbúnað á flugvellinumm, þar sem um 40.000 manns fara um daglega. Sérstaklega var rætt um útbúnað í farangursbygging- unni. Þrír hinna slösuðu voru fluttir á sjúkrahús, en níu var hjúkrað á staðnum. Flestir hlaðmannanna sem starfa í byggingunni voru í kvöldmat þegar sprengjan sprakk og er það talið hafa forðað manntjóni. Töluverðar skemmdir urðu á hluta byggingarinnar sem er um 100 á að flatarmáli. Farþegar og starfsmenn flúðu í ofboði frá sprengjusvæðinu og líkti einn viðstaddra ástandinu við öflugan jarðskjálfta. Bflasprengja í þorpi á írlandi Bcllast, Noróur-lrlandi. 2. júlf. AP. SPRENGJA sprakk í bil fyrir utan pósthús í þorpinu Cullyhanna við landamæri Irlands, klukkustund eft- ir að þrír menn höfðu framið þar rán, að sögn lögreglunnar í Belfast. Enginn slys urðu á mönnum í sprengingunni. Tveir ræningjanna voru vopnað- ir, en ekki er vitað hve miklu fé þeir komu undan. Bílasprengjan sprakk svo þegar lögreglan var að rannsáka ránið. Fólk var beðið um að yfirgefa hús sín í hverfinu með- an lögreglan leitaði að öðrum sprengjum, en engar fundust. Enginn hefur lýst ábyrgð á verkn- aðinum á hendur sér. Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Dísarfell ... 15/7 Dísarfell ... 29/7 Dísarfell ... 12/8 ROTTERDAM: Dtsarfell ... 30/7 Dísarfell ... 13/8 ANTWERPEN: Dísarfell ... 31/7 Dísarfetl ... 14/8 HAMBORG: Dísarfell .... 5/7 Dísarfell 15-19/7 Dísarfell .... 2/8 Dísarfell .... 16/8 HELSINKI: Hvassafell .... 15/7 LARVIK: Jan .... 8/7 Jan .... 22/7 Jan 5/8 GAUTABORG: Jan 9/7 Jan 23/7 Jan 6/8 KAUPMANNAHÖFN: Jan 10/7 Jan 24/7 Jan 7/8 SVENDBORG: Jan 11/7 Jan 25/7 Jan 8/8 ÁRHUS: Jan 11/7 Jan 25/7 Jan 8/8 GLOUCESTER, MASS.: Jökulfell 18/7 NEW YORK: Jökulfell 20/7 PORTSMOUTH: Jökulfell 21/7 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.