Morgunblaðið - 03.07.1985, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLl 1985
43
Frá eringu á „Land míns födur“. Sigrún Edda Björnsdóttir, Einar Jón
Briem, Karl Guðmundsson, Helgi Björnsson og Ellert Ingimundarson í
hlutverkum sínum.
Leikfélag Reykjavíkur:
Æfingar hafnar á
nýju verki eftir
Kjartan Ragnarsson
LEIKÁRI Leikfélags Reykjavíkur er
nú lokið. Lauk því með allra síðustu
sýningum á Draumi á Jónsmessu-
nótt, sem sýndur var fyrir troðfullu
húsi allt til loka.
Æfingar eru hafnar á fyrsta
verkefni næsta leikárs. Nefnist
það „Land míns föður“ og er söng-
leikur sem gerist á stríðsárunum.
Höfundur er Kjartan Ragnarsson
en tónlist er eftir Atla Heimi
Sveinsson. Verkið gerist í Reykja-
vík og hefst á hernámi Breta 1940,
en lýkur á friðardaginn 1945.
Berst leikurinn víða, gerist á göt-
um úti, í heimahúsum, í herbrögg-
um og á Hótel Borg.
Þetta verður langfjölmennasta
sýning Leikfélags Reykjavíkur um
árabil. Alls koma fram um 30
manns; leikarar, hljóðfæraleikar-
ar, söngvarar og dansarar. Meðal
þeirra, sem fara með stór hlutverk
í verkinu eru Helgi Björnsson,
Sigrún Edda Björnsdóttir, Ragn-
heiður Arnardóttir, Aðalsteinn
Bergdal og Jón Sigurbjörnsson.
Steinþór Sigurðsson gerir leik-
mynd, búninga gerir Guðrún Erla
Geirsdóttir (Gerla), Auður
Bjarnadóttir semur dansa, Jóhann
G. Jóhannsson stjórnar tónlistinni
og æfir ásamt Atla Heimi Sveins-
syni. Leikstjóri er Kjartan Ragn-
arsson. Verkið verður frumsýnt í
Iðnó í lok september.
(0r rrélUtilkfuinfu)
Morgunblaöið/J.S.
Glæsilegur hópur 4 vetra hryssa. Lengst til vinstri er sigurvegarinn Alda frá
Þingeyrum með 7.70 f einkunn.
Kynbótasýning
hrossa á Blönduósi
RlönduÓHÍ, 29. júní.
FYRIR rúmri viku var haldin hér-
aðssýning austur- og vestur-hún-
vetnskra kynbótahrossa á
Blönduósi. Alls voru sýnd 55
hross, þar af 46 hryssur. Aldrei
fyrr hafa mætt svo mörg hross til
leiks á kynbótasýningu Hrossa-
ræktarsambanda A-Hún. og V-
Hún. sem nú. Sýningin fór fram á
nýjum skeiðvelli hestamannafé-
laganna í A-Hún. á Blönduósi í
blíðskaparveðri að viðstöddu fjöl-
menni.
í stuttu máli má segja um sýn-
inguna að engin afburða hross
hafi komið fram en mörg mjög
frambærileg. Framför I ræktun
hrossanna er greinileg og aukin
áhersla er nú lögð á tamningu
hryssana. Af þeim 46 hryssum
sem sýndar voru fengu 26 ættbók-
arviðurkenningu, þ.e.a.s. yfir 7.50 í
aðaleinkunn. Ef einhverjir hafa
verið sigurvegarar þessarar sýn-
ingar þá hafa það verið Þórir ís-
ólfsson á Lækjarmóti og fjögurra
vetra hryssurnar. Þórir ísólfsson
átti þrjár efstu hryssurnar í fimm
vetra flokknum og besta stóðhest-
inn. Hlaut hann báða farandbik-
arana sem veittir voru fyrir stiga-
hæstu hryssuna og stóðhestinn {
Húnavatnssýslum. 4 vetra hryss-
urnar voru mjög jafnar og góðar
og sýnir það best að framför er í
ræktun hrossanna þegar yngstu
hrossin eru svo góð sem raun ber
vitni. Gamla kempan Guðmundur
Sigfússon frá Eiríksstöðum er enn
að og sannaði á þessari sýningu að
hann stendur enn framarlega f
ræktun hrossa i Austur-Húna-
vatnssýslu.
JA
VTÐ BJÓÐUM
NÝJAN OG GÓMSÆTAN
BAKSTUR í
GLÆSILEGRI BRAUÐBÚÐ
f HAGKAUP, Skeifunni 15, hefur verið opnuð
glæsileg brauðbúð með fjölbreyttu og
freistandi úrvali af brauði og sætum kökum.
Par má nefna Kleinur og Klasabrauð,
Skonsur og Skeifubrauð, Tebollur og Toska-
stykki, Kaffibollur og Kósakkabrauð,
Kossa og Kúmenbrauð, Snúða og Snittu-
brauð, er þá aðeins fátt eitt talið.
Nú er lokkandi ilmur í Hagkaup.
HAGKAUP
vTJC‘\ Ojía iA.aJlAJtji.JL