Morgunblaðið - 03.07.1985, Side 26

Morgunblaðið - 03.07.1985, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLl 1985 Gromyko forseti í kjölfar SYÍptinga Moskvu, 2. júlí. AP. ÚTNEFNING Andreis Gromyko, sem gegnt hefur stöðu utanríkisráðherra sl. 28 ár, í embætti forseta Sovétríkjanna í dag sigldi í kjölfar mikilla sviptinga í sovéskum stjórnmalum. I gær var Grigori Romanov vikið úr stjórnmálaráði Kommúnista- flokks Sovétríkjanna. I dag var svo Bduard A. Shevardnadze, sem tók sæti Romanovs i ráðinu, skipaður utanríkisráðherra í stað Gromykos. Kjör Gromykos kom nokkuð á óvart þar sem það brýtur í bága við viðtekna hefð: allt frá síðustu árum valdatíma Brezhnevs hefur aðalleið- togi kommúnistaflokksins einnig verið forseti landsins. Mikhail S. Gorbachev, núverandi leiðtogi flokksins, tilnefndi Gromyko formlega í embætti forseta á fundi Æðsta ráðs sovéska kommúnista- flokksins. 1.500 fulltrúar eiga sæti i æðsta ráðinu, og staðfestu þeir út- nefninguna samhljóða. Það vakti mikla athygli að Shev- ardnadze, sem verið hefur leiðtogi kommúnistaflokksins í Georgíu, var gerður að utanríkisráðherra, enda var hann kjörinn í stjórnmálaráð kommúnistaflokksins f fyrsta sinn í gær. Þess má geta að Gromyko fékk ekki sæti í stjórnmálaráðinu fyrr en 1973 eða 16 árum eftir að hann varð utanrfkisráðherra. Gorbachev sagði m.a. í ræðu sinni á fundi Æðsta ráðsins að sfðan 1977 hefði aðalleiðtogi flokksins einnig gegn embætti forseta: „Þetta var réttlætanlegt á þeim tíma, en nú hafa ýmsar lagabreytingar verið gerðar og eftirlit með framkvæmda- valdinu og flokksstarfinu hefur verið aukið.“ Hins vegar sagði Gorbachev þegar hann tilnefndi Konstantín Chern- enko forseta í fyrra, að það þjónaði þjóðarhagsmunum best að sami maður gegndi báðum embættunum. Eftir skipun Gromykos f forseta- embættið hélt hann ræðu þar sem hann kvaðst vera „djúpt snortinn": „Ákvörðun æðsta ráðsins ber vitni um mikið traust í minn garð.“ Forsætisráðherra Sovétrikjanna, Nikolai Tikhonov, hélt útnefningar- ræðu Shevardneadzes, en hinn nýi utanríkisráðherra tók ekki til máls á þinginu í dag. Sumir vestrænir fréttaskýrendur töldu að með því að skipa Gromyko í embætti forseta, sem er valdalítil virðingarstaða, væri verið að launa honum á verðugan hátt langa og dyggilega þjónustu í þágu rfkisins. En útnefningin bæri því einnig vitni að Gorbachev, sem fram að þessu hefur einkum látið efnahagsmál til sín taka, vildi nú auka áhrif sfn i utanríkismálum. Þó hyggja margir að Gromyko muni ekki strax hverfa af sviði al- þjóðamála. Er jafnvel talið að hann hafi óskað eftir því að taka við for- setaembættinu nú, svo að hann hefði næði til að setja eftirmann sinn inn f flókin alþjóðamál. önnur tilgáta, sem fram hefur komið, er á þá lund að Gromyko hafi Gromyko, lofað að styðja Gorbachev f stöðu flokksleiðtogains gegn því að fá for- setaembættið. Andrei Gromyko, sem er 75 ára að aldri, hefur staðið f eldlfnu stjórn- málanna allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Eitt fyrsta verk hans utan Sov- étríkjanna var að taka þátt f f við- ræðum um gerð stofnskrár Samein- uðu þjóðanna; hann varð sfðan fyrsti sendiherra lands sfns hjá Sameinuðu þjóðunum. Á árunum 1952—53 gegndi hann starfi sendiherra í Bretlandi. Á þessum árum festi hann sig í sessi: fékk t.d. sæti í miðstjórn Kommúnistaflokksins, að vfsu án at- kvæðisréttar. Krúsjeff skipaði Gromyko í embætti utanrfkisráð- AP/Símamynd Mikhail Gorbachev, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, árnar Edu- ard Shevardnadze, hinum nýja utanríkisráðherra Sovétríkjanna (th.), til hamingju, eftir að tilkynnt var um skipan hans í embættið í gær. herra árið 1957. Þeirri stöðu hefur hann haldið þangað til nú, enda þótt fímm formenn kommúnistaflokksins hafi verið við völd á þessu tfmabili. Á fyrri árum var ekki talið að Gromyko hefði ráðið miklu um stefnumörkun f utanrfkismálum. Undantekning frá þessu var frétt þess efnis frá Tass, hinni opinberu sovésku fréttastofu, að hann hefði tekið þátt í mótun mjög „mikil- vægrar stefnubreytingar í utanrík- ismálum“ skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ekki var þó tilgreint nánar við hvað væri átt. Lengi hefur verið talið að ástæða þess að Gromyko hafi haldið stöðu sinni 28 ár þrátt fyrir pólitískar „hreinsanir“ og grimmilega valda- baráttu, sé einkum sú að hann hafi sýnt ákveðinn sveigjanleika f sam- skiptum sinum við æðstu leiðtoga hverju sinni: hann hafi t.d ekki sóst eftir meiri völdum. En hafa verður f huga að dýrmæt reynsla hans hefur áreiðanlega ráðið miklu um hve lengi honum var treyst fyrir stjórn utanríkismála. Enda þótt Gromyko hafi ef til vill ekki haft mikil áhrif á stefnumörkun í utanríkismálum fyrr en á seinni hluta valdatíma Breszhnevs, þá er Ijóst að hann hefur komið mjög mik- ið við sögu samningaviðræðna stór- veldanna. Segja má að hann hafi tekið þátt í öllum mikilvægum við- ræðum síðan Stalín, Churchill og Roosewelt komu saman í Jalta 1945 til að ræða framtíðarskipan Evrópu. Polér-Tork er mjúkur og sterkur klútur, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá bílaeigendum. Þú losnar við tvistinn, tuskurnar, ló og trefjar - og bónar bílinn þinn á hreinlegan og snyrtilegan hátt. Með Polér-Tork bónarðu bílinn, strýkur óhreinindi af skónum, fægir silfrið og snýtir þér. Polér-Tork færðu í handhægri, 32 metra rúllu, sem samsvara u.þ.b. því magni af tvisti, sem sést á myndinni Polér-Tork fæst í öllum betri verslunum og á bensínstöðvum. Kosningar í Zimbabwe: Oryggisgæsla og mikil þátttaka töfðu Harare, Zimbabwe, 2. Júlfi. AP. FRESTUR til að greiða atkvæði í fyrstu almennu kosningunum í Zimbabwe síðan landið hlaut sjílf- stæði fyrir fimm árum, var i dag framlengdur um tvo daga. Ástæðan fyrir framlengingunni er, að sögn stjórnvalda, mikil kosningaþátttaka á mánudag sem reyndist of mikið álag á umsjónarmenn kosninganna. Hálf millión blökkumanna í Zimbabwe greiddi atkvæði á mánudag og er það nálægt einum sjötta hluta kosningabærra blökkumanna í landinu. Kílómetra langar biðraðir mynduðust fyrir utan kosningastaðina og þurftu margir að biða klukkustundum saman í hráslagalegu vetrarveðri. Joshua Nkomo, fyrrverandi leið- togi skæruliða sem rekinn var úr stjórn Robert Mugabe, forsætis- ráðherra, sagði að kosningarnar gengju svo hægt fyrir sig, að ekki væri hægt að ljúka þeim fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu daga. Yfirvöld segja að ástæðan fyrir seinaganginum sé strangt eftirlit til að koma í veg fyrir kjörseðla- fölsun og annað sem gæti ógildað kosningarnar. Kosið er um 79 af 80 þingsætum sem ætluð eru blökkumönnum, en beðið verður með að kjósa í áttug- asta þingsætið þar sem einn fram- bjóðendanna, sem barðist fyrir endurkjöri, lést meðan á kosr,- ingabaráttunni stóð. Um 100.000 hvítra manna sem búa í Zimbabwe kusu um 20 þing- sæti fyrir nokkrum dögum, en alls eru hundrað sæti á þinginu í Zimbabwe. íhaldsmenn, með Ian Smith, forsætisráðherra stjórnar hvíta minnihlutans, í fararbroddi, hlutu 15 af 20 sætum hvftra í kosningunum. fsrael næstum reyk- laust vegna verkfalla Tel Aviv, 30. júní. AP. ÍSRAEL ei óðum að breytast í reyklaust land, alla vega um stundarsakir, vegna verkfalls tóbakssölumanna og eru vindl- ingar orðnir sjaldséðir á götum borga þar í landi. Sölumennirnir, sem sjá um bæði sölu og dreifingu á ísraelsku og innfluttu tóbaki, fóru i verkfall fyrir átta dögum og fara þeir fram á hækkun launa um eitt til tvö prósent. Eini innlendi tóbaksframleið- andinn, Dubek-fyrirtækið, er einnig í verkfalli, til að mótmæla synjun stjórnvalda um að hækka verð á vindlingum um 20 prósent. Reykingamenn í ísrael, sem telja um eina og hálfa milljón, þurfa nú að kaupa sér vindlinga á svörtum markaði, þar sem verð á einum vindlingi hefur fjórfaldast frá því verkfallið hófst. Margir hafa þó notfært sér verkfallið til að hætta að reykja. Sagði Tuvia Lehrer, sem sér um herferð gegn reykingum á vegum ísraelska heil- brigðisráðuneytisins, að starfsfólk hans hefði tekið á móti ótrúlega mörgum simtölum sfðastliðna daga, frá fólki sem væri að reyna að hætta reykingum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.