Morgunblaðið - 03.07.1985, Side 17

Morgunblaðið - 03.07.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLl 1985 17 Vogar: Of hátt kola- verð kippti grundvelli undan vinnslunni Vogum, 1. júlí. í LOK maímánaðar hóf fyrirtækið Vogar hf. að senda fersk, fullunnin kolaflök í Bandaríkjamarkað. Þar var vitað um markað og allt benti til þess að þetta g*ti gengið. „Við reiknuðum með að við verðákvörðun yrði verðið í sam- ræmi við aðrar fisktegundir, al- mennt verð á fiski upp úr sjó á milli ára frá 1. júní 1984 til 1. júni 1985 hækkaði um 25%,“ sagði Sig- urður Garðarsson framkvæmda- stjón Voga hf. í samtali við Morg- unblaðið, „en verð á kola hækkaði um 54%. Þessi verðákvörðun kem- ur til með að kippa íslenskri fram- leiðslu út af bandaríska markaðn- um.“ Fyrirtækið hefur fjárfest í vél- um og tækjum, sem það kemur til með að sitja uppi með. Vegna væntanlegrar fram- leiðslu á kolaflökum á Bandaríkja- markað réð fyrirtækið skólafólk til vinnu í vor samtals 15 manns, en i kjölfar fiskverðsákvörðunar missti þetta skólafólk vinnuna. E.G. Háskóli íslands: Heimspekipró- fessor heldur fyrirlestur DONALD Morrisen prófessor f heimspeki við Harvard-háskóla flyt- ur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla fslands fimmtudaginn 4. júlí kl. 17.15 í stofu 102 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „On the Essence of Substance“ og verður fluttur á ensku, segir í fréttatil- kynningu frá Háskólanum. Donald Morrison er doktor í heimspeki frá Princeton-háskóla og er prófessor í grískri heim- speki, sérfræðingur í heimspeki Aristotelesar. Til sölu við Birtingakvísl Endaraöhús. Á noðri hæð •ru: Stofa, boröstofa, hús- bóndaherb., eldhús, þvotta- hús, snyrting og anddyri. Á efri hæð eru: 3 svefnherb. og rúmgott baöherb. f kjallara: Tómstundaherb. og geymsla. Bílskúr fylgir. Afhendist fok- helt aö innan en meö gleri i gluggum, pússaö aö utan og með lituöu stáli á þaki. Af- hendist ( september 1985. Húsiö er t efstu húsarööinni viö Birtingakvísl. Til greina kemur aö taka íbúö upp í kaupin. Teikning til sýnis. Árni Stefánsson hrl. Málflutnmgur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími: 14314. Kvðldsími: 34231. Áskriftarsíminn er 83033 Kröfuhart fólk lætur sér ekki nægja góðan hljómburo Útlit og hönnun hljómtækja skipta miklu máli. Hönnuðirnir hjá Bang & Olufsen gera sér manna best grein fyrir því. Það sannar Beosystem 2200, sem sameinar hljómgæði og fallegt útlit. Beosystem 2200 heldur athygli þinni þótt slökkt hafi verið á því. Hjá Bang & Olufsen eru flókin mál leyst á einfaldan hátt. í Beosystem 2200 hefur tekist að koma plötuspilara, segulbandi og útvarpi haglega fyrir. Allir stjórntakkar eru á sama stað, undir loki plötuspilarans, þar sem auðvelt er að komast að þeim. Mögu- leikar Beosystem 2200 eru margvíslegir, og það er einfalt að nýta sér þá. Kynntu þér Beosystem 2200 betur. Starfsfólk Radíóbúðarinnar veitir þér allar nánari upplýsingar. Bang & Olufsen Stupholti Y9 Reykjavik S 29800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.