Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1985 50 (| þessi herfcir,, Máni y-fir mar," rnalub O&Qllega e-ffcir minni !" Ast er.. lío .. að minna hana á að taka víta- mín-pillurnar. Með morgunkaffinu !>akka þér fyrir að bjóða okkur í mat um daginn. Siggi er farinn að meta matargerð mína síðan! HÖGNI HREKKVtSI „penA VAK. GO&OIZ LEIKOfZ U3A PéfZ, HÖGMI." Góð aðferð til að fæla fólk í burtu Jóhann Guðmundsson, New Jers- ey, Bandaríkjunum skrifar: Ég bý í Bandaríkjunum ásamt konu minni, en við hjónin komum til íslands í heimsókn í mánuö. Ferðin hefur verið eins og best verður á kosið nema hvað eftirfar- andi saga setti mjög mikið strik í reikninginn. Við hjónin vorum boðin á Þing- völl með vinafólki okkar (öðrum hjónum) þann 5. júní sl., sem var miðvikudagur. Gestgjafi okkar hringdi á föstudeginum 31. maí til að panta borð og mat á Hótel Valhöll umtalað kvöld, en stúlkan, sem svaraði sagði að þess þyrfti ekki því nóg væri um borð og mat. Við komum að Valhöll klukkan 18.30 hinn 5. júní sl. Konur okkar fóru á snyrtingu og við karlmenn- irnir fórum að athuga með borð handa okkur fjórum. Móttöku- stúlkan sagði að það væri u.þ.b. 30 til 45 mínútna bið eftir borði. Það var nú í lagi að okkar áliti svo við settumst niður á öðrum stað og fengum að líta á matseðilinn. Við ákváðum öll að fá okkur Þing- valla-silung og pöntuðum þá. Við bíðum og bíðum. Stúlkan kemur klukkan 10.30 og tilkynnir okkur, þar sem við enn sátum í biðstofunni, að allur silungurinn væri búinn. En, hún sagði jafn- framt að á matseðlinum væru til mjög góðir réttir, sem nefndir eru „blandaðir sjávarréttir". Upp úr þessu fengum við loksins borðið eftir fjögurra tíma bið. Við ákváð- um að fá okkur súpu dagsins því við vorum soltin og enn átti eftir að bíða í hálftíma eftir þessum „góða rétti". Við vorum ekki lengi með súp- una, en síðan komu „blandaðir sjávarréttir" eftir 4xk tlma bið. Það voru 4—5 hörpudiskaskeljar í hálfkaldri sósu og rúsínan i pylsu- endanum var það að með síðasta diskinum kom reikningurinn, 470 krónur á mann. Já, það þurfti svo sannarlega ekki að bíða eftir hon- um. Ég tel þetta afar góða aðferð til að fæla fólk burtu. Hvað erum við að tala um að byggja upp ferða- mannabransann. Af hverju er svona látið viðgangast? Einnig vil ég koma því á fram- færi að hér um bil var keyrt á okkur á leiðinni frá Reykjavík til Þingvalla af fullum unglingum, en hvergi sáum við til lögreglu á þessari leið, en þó eru það margir sem fara þessa leið. Það er ekki hægt að gefa staðn- um rós i hnappagatið fyrir slíka þjónustu, en að öðru leyti hefur ferð okkar hjóna verið yndisleg í alla staði. Af hverju Dallas? H.G. skrifar: Ég var að frétta að það ætti að fara að sýna Dallas aftur í sjón- varpinu. Til hvers? Þessir þættir koma út á vídeóspólum (ég veit að það eiga ekki allir vídeó) og svo eru þetta hundleiðinlegir þættir. Það ætti miklu frekar að kaupa unglingaþætti og sýna í stað Dall- as. Það er nú einu sinni „Ár æsk- unnar“. Hver man ekki eftir „Há- spennugenginu". Það væri sniðugt að sýna það aftur eða „Fame“. Að lokum langaði mig að biðja sjónvarpið að sýna tónleika með Michael Jackson eða Wham. Góðar „Línur“ á rás 2 Gemini skrifar: Kæri Velvakandi. Mig langar til að lýsa ánægju minni á nýjum þætti, „Línur“ sem hefur hafið göngu sína á rás 2 og er hvert laugardagskvöld kl. 20.00. Þessi þáttur er I umsjá þeirra Heiðbjartar Jóhannsdóttur og Sigríðar Gunnarsdóttur og sýnir að enn er eitthvað sem hlustandi er á á rás 2. Þessi þáttur er í mörgu mjög fróðlegur og um leið skemmtilegur þar sem lögin eru valin af mikilli kostgæfni og undirbúningur greinilega vandaður þar sem sög- unni í kringum hvert lag er gerð hin bestu skil. eins og hann er settur upp I dag Og vona ég því að þessi þáttur eigi eftir að verða langlífur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.