Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLl 1985 Þorbjörg Valdimars- dóttir — Þorgríms- stöðum — Minning Fædd 13. júlí 1916 Dáin 25. júní 1985 Þegar ég var barn dvaldi stund- um á æskuheimili mínu, Helgu- hvammi, ung stúlka, Þorbjörg Valdimarsdóttir. Hún var mér ákaflega góð og mynduðust þá þegar með okkur sterk vináttu- tengsl, sem enst hana æ síðan. Það snerti mig því djúpt þegar ég sl. miðvikudag frétti andlát hennar. Hún hafði látist skyndilega dag- inn áður, þann 25. júni. Þorbjörg var fædd 13. júlí 1916, dóttir hjónanna Jónínu Olafsdótt- ur og Valdimars Baldvinssonar, sem þá bjuggu í Grafarkoti í Kirkjuhvammshreppi. Jónína lifir enn háöldruð á sjúkrahúsinu á Hvammstanga, en Valdimar dó árið 1919, aðeins 34 ára gamall. Við fráfall Valdimars hætti Jón- ína búskap í Grafarkoti. Hún fór þá að stunda vinnu á ýmsum stöð- um, en litla dóttirin, sem þá var aðeins þriggja ára gömul fór til dvalar að Helguhvammi til afa síns, Baldvins Eggertssonar, bónda þar og síðari konu hans, Vigdísar Jónsdóttur. Móðir Valdi- mars var fyrri kona Baldvins, Þor- björg Jónsdóttir frá Syðsta- hvammi. Hafði hún látist er Valdimar var sjö ára gamall. í Helguhvammi dvaldist Þorbjörg um margra ára skeið. Systurnar þar, þær Þorbjörg, Jónína og Mar- grét voru þá ungar stúlkur í föð- urgarði og tóku þær miklu ást- fóstri við Þorbjörgu litlu. Síðar var Þorbjörg á ýmsum stöðum með móður sinni, en dvaldi þó allt- af öðru hverju hjá skyldfólki sínu í Helguhvammi. Þorbjörg Valdimarsdóttir hafði mikið yndi af söng, eins og fleira af hennar ættfólki og lærði hún orgelleik á sínum unglingsárum. Það hafa áreiðanlega verið með hennar bestu stundum á ævinni, þegar hún hlýddi á góðan söng. Þorbjörg stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi og bast þá sterkum vináttuböndum við ýmsar skólasystur sínar, því hún var trygg þeim er hún kynnt- ist. Sumarið 1939 giftist Þorbjörg Guðmundi B. Jóhannessyni á Þorgrímsstöðum og fluttist þá þangað. Þorgrímsstaðir eru af- skekktasti bær í Kirkjuhvamms- hreppi. Þá var þangað ekki akfær vegur og sími kom þangað ekki fyrr en löngu síðar. Þau Þorbjörg og Guðmundur eignuðust tíu börn og eru sex þeirra á lífi, þrír bræð- ur og þrjár systur. Þau eru: Jón- ína, bókasafnsfræðingur, gift Hólmgeir Björnssyni, Reykjavík. Ásbjörn Jóhannes, kona hans er Kristín Guðjónsdóttir og hófu þau búskap á Þorgrímsstöðum fyrir nokkrum árum. Valdís, sjúkraliði, gift Jóni Guðmundssyni, Reykja- vík. Vigdís, gift Karli Magnússyni, Reykjavík. Guðmundur, vélstjóri, kona hans er Sigríður Eiríksdóttir og búa þau í Reykjavík. Yngstur er Kjartan Yngvi og er hann ókvæntur. Meðan systkinin voru á barna- skólaaldri kenndu þau Þorbjörg og Guðmundur þeim flestum heima, enda foreldrarnir bæði vel gefin og hugsunarsöm um uppfræðslu barna sinna, og stóðu þau fyllilega jafnfætis þeim sem skólaveru nutu. Á heimilinu dvaldist Jó- hannes, faðir Guðmundar, blindur mörg síðustu árin. Einnig Ingveld- ur, systir Guðmundar. Vann hún heimilinu af dyggð og trúmennsku meðan kraftar entust. Það er sumarfagurt í Þorgríms- staðadal, en vetur eru þar líka oft langir og snjóþungir. Á vetrum var því oft erfitt með alla að- drætti, og ef leita þurfti læknis. Þess má geta að eitt sinn veiktist Þorbjörg alvarlega og var þá ófært út Vatnsnes sökum snjó- þyngsla. Þá var héraðslæknir á Hvammstanga Hörður Þorleifs- son, nú augnlæknir í Reykjavík. Fór hann þá ásamt öðrum manni á skíðum norður allt Vatnsnesfjall og niður að Þorgrímsstöðum. Var sú ferð lengi í minnum höfð enda færð og aðrar aðstæður hinar erf- iðustu. Ekki veit ég vel hvort þarna var algjörlega um lif og dauða að tefla, en haft var eftir lækninum að það hefði getað haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar ef hún hefði ekki fengið þá hjálp sem hann gat veitt. Eins og á þessu sést voru oft erfiðleikar við að búa á svo afskekktum stað sem Þor- grímsstaðir eru, en fjölskyldan átti líka góða að þar sem voru Jón- ína, móðir Þorbjargar, og seinni maður hennar, Guðmundur Gunn- arsson, kaupmaður á Hvamms- tanga. Studdu þau heimilið með ráðum og dáð. Árið 1967 varð Guðmundur, maður Þorbjargar, fyrir áfalli og var upp frá því algerlega óvinnu- fær maður og varð oft að dvelja á sjúkrahúsi. Stuttu síðar var heilsu Þorbjargar einnig þannig komið að hún varð að ganga undir erfið- ar læknisaðgerðir og dveljast á sjúkrahúsum í Reykjavík. Var þvf ekki um annað að ræða en að flytja frá Þorgrímsstöðum. Fjöl- skyldan flutti því til Hvamms- tanga árið 1971. Guðmundur dó 6. september 1983. Þorbjörg náði nokkurri heilsu og dvaldi til ævi- loka á Hvammstanga þar sem ég held að hún hafi oft átt nokkuð góðar stundir. Endurnýjaði hún þá kynni við marga góða vini frá fyrri árum og eignaðist nýja. Gestkvæmt var á heimili hennar því Þorbjörg var ljúf og hlý í við- móti og gott við hana að ræða. Hún fylgdist vel með öllu sem gerðist, bæði innan lands og utan, og var mjög fróð um menn og mál- efni. Þá hafði hún einnig mikið yndi af ferðalögum og átti þess nokkurn kost á seinni árum að ferðast um landið og naut þess þá vel sem fyrir augun bar. Við hjónin þökkum Þorbjörgu vinsemd og ánægjulegar stundir á heimili hennar, ekki sist á sein- ustu árum. Tveim dögum fyrir andlát hennar áttum við samtal i síma, hún var þá glöð og hress og nýkomin úr feðalagi með kunn- ingjafólki sínu. Lét hún þau orð falla að gott væri að geta glaðst á góðri stund með vinum sfnum án þess þó að vita nokkuð fram i tim- ann. Ég tek undir þau orð með Þorbjörgu. Aldraðri móður hennar börnum og ættingjum öllum óskum við allrar blessunar. Vertu kært kvödd sæmdarkona. Halldóra Kristinsdóttir Þegar ég frétti lát Þorbjargar fyrir tveimur dögum var það ein þeirra staðreynda sem maður stendur fyrir á lífsleiðinni að oft er skammt milli lífs og dauða og enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Daginn áður hafði ég frétt að fyrir fáeinum dögum hefði hún, ásamt fleira fólki, farið í vel- heppnaða skemmtiferð um hið fagra hérað Austur-Húnavatnss- ýslu. Engum i þeim hópi hefur lát- ið sér detta i hug að dauðinn væri á næsta leiti. Á skilnaðarstund er margs að minnast. Kynni okkar hófust þeg- ar ég var níu ára gömul, eða fyrir sextíu og tveimur árum og hafa haldist óslitin síðan. Vegna veik- inda móður minnar, sem þurfti að fara til Reykjavíkur og dvelja þar vetrarlangt, var mér komið fyrir i Helguhvammi i Vestur-Húna- vatnssýslu, hjá því góða fólki. Þar var þá heimili Þorbiargar og móð- ur hennar, Jónínu Olafsdóttur. Ég man ennþá þegar ég kom, alls- lausa aðkomubarnið, hvernig Þorbjörg tók á móti mér í fallega rauða kjólnum sínum, ásamt hinu heimilisfólkinu. Síðan hefur vin- átta okkar verið söm og jöfn og einnig vináttan við Jónínu, sem dvelst nú háöldruð á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga, en á hennar heimili dvaldi ég svo oft um lengri og skemmri tíma síðar á ævinni. Já, það er svo margs að minn- ast. Til dæmis jólin í Helgu- hvammi þegar við vorum að alast upp, en þangað var ég alltaf boðin og fékk þá að dvelja þar eina til tvær vikur. Það er mér ógleyman- legt. — Og árin liðu. — Síðar vor- um við herbergisfélagar í einn vet- ur í Kvennaskólanum á Blönduósi Litlir ícetúir, stórir fostuLr, gr>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.