Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1985 Morgunblaftid/Sverrir Pálsson Bjarni Arthúrsson, formaður Akureyrardeildar Rauða kross íslands, afhend- ir Gísla Kr. Lórenzsyni varaslökkviliðsstjóra bflinn, en slökkviiiðið sér um rekstur hans. Ný sjúkrabifreið til Akureyrar Akureyri, 30. júní. Akureyrardeild RKÍ var í dag af- hent ný og fullkomin sjúkrabifreið, og veitti Bjarni Arthúrsson, formað- ur deildarinnar, henni viðtöku. Und- irbúningur að bflkaupunum heflr staðið yflr í tvö ár, og annaðist Úlfar Hauksson, gjaldkeri deildarinnar, nauðsynlegar athuganir og endan- legt val i bfltegund og búnaði. Verð bifreiðarinnar, kominnar til Akur- eyrar án opinberra gjalda, er um 13 millj. kr. Samið var við norska fyrirtækið FERNO NORDEN um yfirbygg- ingu og innréttingu, en bifreiðin var pöntuð hjá Ræsi hf. Hún var afhent til MIESEN AG í Bonn í V-Þýskalandi í byrjun febrúar 1985. Þar var svo byggt yfir bílinn og hann innréttaður, en laus búnaður í bílnum er að mestu keyptur frá FERNO NORDEN. Bifreiðin er af gerðinni Merced- es-Benz 280 GE með drifi á öllum hjólum. Vélin er 6 strokka bens- ínvél, 156 hö. Þá eru í bifreiðinni driflæsingar á öllum hjólum. Yfir- byggingin er úr stáli af gerðinni Miesen Bonna G. Rými er fyrir tvær sjúkrakörfur ásamt tveim aðstoðarmönnum í sjúkrarými. Þar eru skápar fyrir hjúkrunar- gögn og björgunartæki og þar er einnig súrefnis- og endurlífgun- arbúnaður af fullkominni gerð. Öllu er fyrir komið með það fyrir augum að vel fari um sjúklinga og að vinnuaðstaða þeirra sem starf- rækja bílinn sé sem best. Nokkrar nýjungar eru í bílnum og má þar nefna sérstakar buxur sem ætlað- ar eru til þess að vinna gegn losti og jafnvel draga úr innvortis blæðingum. Þá má nefna nýja gerð viðvörunarljósa utan á bíln- um ásamt því að í honum verður sími til að treysta fjarskipti við slökkvistöð og sjúkrahús. Slökkvilið Akureyrar mun ann- ast akstur bílsins með sama hætti og verið hefur en báðir sjúkrabílar deildarinnar eru staðsettir á Slökkvistöð Akureyrar. Bílarnir sinna að jafnaði 1.000—1.200 kvaðningum á ári, þar af eru u.þ.b. 150 neyðartilfelli. Þjónusta slökkviliðsins og sjúkrabílanna nær langt út fyrir Akureyri og fara bílarnir alloft í ferðir sem eru yfir 100 km í misjöfnu færi og veðrum. - Sv.P. Nýi sjúkrabfllinn. Undirskriftasöfnunin um áfengisutsölu í Hafnarfirði: Um 2000 manns hafa ritað undir Undirskriftalistar hafa nú legið frammi i verslunum og fyrirtækjum í Hafnarflrði um nokkurt skeið, þar sem skorað er á bæjaryflrvöld að þau kanni hug bæjarbúa til opnunar áfengisútsölu þar. Þórarinn Jón Magnússon og Al- bert Már Steingrímsson eru meðal þeirra sem að þessari undir- skriftasöfnun standa. Þeir sögðu í samtali við Morgunblaðið að vel hefði gengið, ríflega 2.000 manns hefðu ritað undir þessi tilmæli, en það væri nálega fjórðungur aílra kjósenda í bænum. „Þegar þessari undirskriftasöfnun lýkur hyggj- umst vio afhenda bæjarstjórn niðurstöður úr henni. Síðasti bæj- arstjórnarfundur fyrir sumarfrí er 2. júlí. Við ætlum að láta nokkra lista liggja frammi f fá- eina daga til viðbótar og reyna að fá nöfn þriðjungs kjósenda. Þá verða tilmæli þessi bindandi. Við reiknum að leggja niðurstöðuna fyrir bæjarstjóm í haust. Þátttak- an hefur verið góð að okkar mati og við getum ekki sagt annað en að undirtektir hafi verið framar vonum. Það er einnig ánægjulegt, að þessi söfnun hefur farið fram án deilna og áróðurs i fjölmiðl- um,“ sögðu þeir félagar að síðustu. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir VAL INGIMUNDARSON Sovétmenn eiga í erfiðleikum vegna minnkandi olíuframleiðslu Olíuframleiðsla Sovétmanna fer nú minnkandi, og bendir margt til þess að olíuiðnaðurinn eigi við vaxandi erflðleika að stríða. Framleiðsla á olíu í Sovétríkjunum minnkaði t.a.m. á síðasta ári í fyrsta sinn frá lokum síðari beimsstyrjaldarinnar, og fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur hún dregist enn meir saman. Dragist olíuframleiðsla Sovétmanna saman og minnki gjaldeyristekjur þeirra vegna hennar, eygja sovéskir ráðamenn tekjuvon í gasleiðslunni miklu til Vestur-Evrópu. Olíumálaráðherrann rekinn Pólitískar afleiðingar þessa hafa líka komið í ljós: í kjölfar vaxandi gagnrýni á stefnuna í olíumálum sigldi brottrekstur N. Maltsevs úr stöðu olíumálaráð- herra í febrúar sl. Ekki er þó búist við því, að eftirmanni Maltsevs, V. Dinkov, sem áður veitti gasiðnaðinum forstöðu, takist að snúa snúa við þróuninni í olíumálum. Það bæt- ir heldur ekki úr skák að stjórn- endum kolaiðnaðarins mistókst •ætlunarverk sitt: að auka fram- leiðsluna um 1% árið 1984. í stuttu máli hljóta sovéskir ráða- menn að vera uggandi um að langtímaáætluninn í orkumál- um, sem gerð var í fyrra, stand- ist ekki. Vilja efla gasiðnaðinn Sovétmenn, sem framleiða nú mest af olíu og gasi í heiminum, eru sjálfum sér nógir um frum- orku. Meginmarkmið langtíma- áætlunarinar, sem nær til fyrri hluta næsta áratugar, er þrí- þætt. í fyrsta lagi er stefnt að því að halda olíuframleiðslunni i hámarki, jafnvel þótt hún þurfi ekkert endilega að vera jafn mikil og nú. í öðru lagi er lögð áhersla á að halda áfram hinni hröðu uppbyggingu, sem átt hef- ur sér stað undanfarin ár í gas- iðnaðinum. Og í þriðja lagi er ætlunin að haga kolaframleiðsl- unni þannig að unnt verði að auka hana verulega í lok þessa áratugar. Olían er enn mikilvægasti orkugjafinn, en því hefur verið spáð að gasframleiðsla komi til með að verða það á næsta ára- tug. Samt sem áður er Sovét- mönnum umhugað um að fram- leiða sem mest af olíu, og því er ekki úr vegi að gefa þessum iðn- aði nokkurn gaum. Áætlanir standast ekki Síðustu ár hefur olfufram- leiðslan orðið minni en áætlanir Sovétmanna gerðu ráð fyrir. Framleiðslan dróst saman um þrjár milljónir tonna í fyrra, eða úr 616 milljónum tonna í 613 milljónir, en það samsvarar um 12,2 milljónum tunna á dag. Hins vegar var takmarkið að auka framleiðsluna í 624 millj- ónir tonna. Á þessu ári minnkaði olíuframleiðslan enn; fyrstu þrjá mánuðina var hún 147 milljónir tonna, en var á sama tíma í fyrra um 153 milljónir. Enda þótt rekja megi samdráttinn að einhverju leyti til óvenjulega mikils kulda í Síberíu, þar sem helstu olíulindirnar eru, bendir ýmislegt til þess að takmarki Sovétmanna um að auka olíu- framleiðsluna í 628 milljónir tonna á þessu ári verði ekki náð. Stjórn olíuvinnsl- unnar gagnrýnd Sovéskir embættismenn halda því fram að minni framleiðsla á olíu 1984 hafi stafað af óviðráð- anlegum orsökum. Hér hafi ver- ið um ýmis tækni- og samgöngu- vandamál að ræða, og einnig hafi hið slæma tiðarfar haft mikið að segja. Þó að þessar skýringar kunni að vera réttar, þá er ljóst að ýmislegt annað kemur hér til. Nefna má t.d. að V. Dolgikh, sem er æðsti maður kommún- istaflokksins í málefnum orkuiðnaðarins, gagnrýndi í febrúar stjórn olíuvinnslunnar á Tyumen-olíusvæðinu í Vestur- Síberíu eftir að hafa kynnt sér aðstæður þar. Minnti hann á að þar hefði hvað eftir annað þurft að skipta um stjórnendur og sér- fræðinga á síðustu fjórum árum fyrir sakir slælegra vinnu- bragða. í apríl í ár var síðan tveimur forráðamönnum oliu- vinnslunnar í viðbót sagt upp störfum. Talið er að olíunotkun í heim- inum hafi minnkað um 5 millj- ónir tonna á ári frá því 1982. Er það einkum gas sem komið hefur í stað olíunnar. Virðast Sovét- menn hafa náð talsverðum ár- angri í þeirri viðleitni sinni að auka gasframleiðslu sína á kostnað olíunnar. Útflutningur eykst til Vesturlanda Útflutningur Sovétmanna á olíu nam 180 milljónum tonna árið 1983, og stóð hann nokkurn veginn í stað frá árinu áður. Helmingur útflutningsins var til kommúnistarfkja, eða 90—91 milljón tonna, en samanlagt hlutu þau ríki sem heyra til Efnahagsbandalagi Austur- Evrópu, Comecon, 85 milljónir tonna. Olíu-útflutningur til þróunarríkjanna hélst einnig nokkuð stöðugur, eða um 6—7 milljónir tonna. Hins vegar jókst útflutningur Sovétmanna á olíu til Vesturlanda úr 77 millj- ónum tonna í 80 milljónir. Þrátt fyrir minnkandi framleiðslu jókst heildarútflutningur Sov- étríkjanna á olíu í 184 milljónir tonna 1984, og hefur hann aldrei verið svo mikill áður. Enda þótt Sovétmenn anni einungis broti af olíuþörf Vest- urlanda getur útflutningur á olíu frá Sovétríkjunum haft mikil áhrif á markaðsviðskipti. T.d. drógu Sovétmenn verulega úr útflutingi á olíu til aðildar- ríkja Efnahags- og framfara- stofnunarinnar á fyrstu mánuð- um þessa árs þegar óstöðugleika gætti á markaðnum. Þetta kom i veg fyrir að markaðsverð á olíu lækkkaði til muna. 329 þúsund tonn af olíu til íslands Fyrir utan Finna, sem njóta ákveðinnar sérstöðu í viðskipt- um við Sovétríkin, kaupa Hol- lendingar, ítalar, Vestur-Þjóð- verjar og Frakkar mest vest- rænna þjóða af olíu frá Sovét- ríkjunum. Islendingar keyptu alls 329 þúsund tonn af olíu 1984 (74 þús. t. af bensíni, 125 þús. t. af gasolíu, og 130 þús. t. af svart- olíu). Er nú talið að um 60% af gjaldeyristekjum Sovétmanna megi rekja til olíusölu. Hins vegar hefur uppskeru- brestur í Sovétríkjunum leitt til þess að Sovétmenn þurfa nú á æ meira korni frá Vesturlöndum að halda. Er þvi jafnvel spáð að þeir kaupi meira en nokkru sinni fyrr af korni á þessu ári: um 50 milljónir tonna. Jafnframt má búast við því að Sovétmenn neyðist til að festa kaup á full- komnum tæknibúnaði frá Vest- urlöndum, svo að unnt verði að nýta nýfundnar olíulindir i Austur-Síberíu. Því má álykta að gjaldeyrisstaða Sovétmanna muni versna á næstunni, ekki síst ef oliu-útflutningur þeirra minnkar. En þar sem Sovétmenn njóta góðs lánstrausts um þessar mundir ætti þeim að reynast auðveldara en ella að taka erlend lán til að standa undir auknum innflutningi frá Vesturlöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.