Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1985 51 VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 10100 KL 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Afturför í kvenlegu eðli Argangur 1918 skrifar: Ég hef alltaf álitið að það væri eðli konunnar að vera kvenleg i sér, jafnt í útliti sem í umgengni og með allri þeirri framför sem er á öllum sviðum, finnst mér hafa verið afturför í þessu. Ég er sammála Þorleifi, sem skrifar í Velvakanda föstudaginn 21. júní sl. að það gangi orðið ansi langt í þessum jafnréttismálum og það virðist ekki vera að þeim séu nokkur takmörk sett frá kvenn- anna hálfu. Þær afskræma líkama sinn á margan hátt og ekki síst með klæðnaði því nú vilja helst allar ungar konur ganga í karl- mannafötum og hylja þannig fagr- an vöxt og kvenlegan yndisþokka og það skiptir engu máli þótt fötin séu alltof stór. Það má bara bretta upp á ermar og þykir fínt og væri ágætt lýsingarorð yfir þær, sem ég heyrði í þætti ekki alls fyrir löngu — einskonar kvenherramenn. Hvað fegurðarsamkeppni varð- ar, finnst mér að það megi keppa í því eins og hverju öðru og mætti vera jafnrétti þar líka. Við eigum sem betur fer mikið af glæsilegu æskufólki, sem spjarar sig vel. En, það er alveg rétt að stúlkurnar eru alltof ungar og ekki nógu þroskað- ar. Allar þær stúlkur, sem komist hafa áfram á þessu sviði, hafa ver- ið sér og landi sínu til sóma. Dreifbýlisfólk: Varið ykkur á sölufólki Hannyrðakona skrifar: Nú er sá tími genginn í hönd er alls kyns sölufólk fer að selja vör- ur út um allt land. Við, dreifbýlis- fólkið, tökum þessu fólki yfirleitt vel enda margt þetta fólk skemmtilegt og yndælt. En síð- astliðið ár, er farið að keyra úr hófi. Hér á ég við konu, sem keyrir út með yfirfullan bíl — Volkswagen rúgbrauð — af hannyrðavörum. Yfirleitt bankar þessi kona ekki, heldur gengur rakleiðis inn og stendur inni á miðju eldhúsgólfi áður en maður veit af. Hún býður fólki ekki upp á að kaupa vörur sínar, heldur skipar þvi að kaupa með frekjutón. Látum það vera, en hver skyldi vera skýringin á því að það getur munað allt að 1.000 krónum á pakkningu eða meira á sams konar vörum, bæði hér í búð- um í kring og í Reykjavík. Vinkona mín keypti í sakleysi sínu fallega mynd og gaf móður sinni í Reykjavík. En sölukonan góða sagðist vera að selja þetta fyrir tiltekna verslun í Reykjavík, en móðir konunnar, sem keypti myndina, fannst hún of stór fyrir sig og vildi skipta. Hún fór því með myndina í tiltekna búð í Reykjavík og þar sagði eigandinn að þessi mynd væri alls ekki frá sér, og verðið væri alltof hátt fyrir myndina. Gaman væri að fá svör við svona sölumennsku frá eigendum hannyrðaverslana í Reykjavík, því ekki er sama haðan vörurnar koma m.t.t. hvar viðskiptavinirnir eru. Að lokum vil ég segja að ég er mjög hissa á hvernig svona sölu- fólk getur selt dreifbýlisfólki alls kyns varning á svo svimandi háu verði til þess eins að láta það greiða fyrir bensín, uppihald og laun. Margir kaupa í einfeldni sinni og eru svo eyðilagðir eftirá. Fyrir tveimur til þremur árum skrifaði kona í Velvakanda, norð- an úr Skagafirði, sem hafði keypt prjóna, sem reyndust síðan 200 til 300 krónum dýrari en í verslun. En, prjónana keypti hún frá þess- ari hannyrðasölukonu. Tökum höndum saman og versl- um ekki af svona fólki, sem er með frekju og yfirgang. Þessir hringdu . . Enn hægt aö skrifa undir Kristín Ástgeirsdóttir frá Frið- arhreyfingu ísl. kvenna hringdi: í Velvakanda um sl. helgi kom til okkar fyrirspurn frá konu, sem vildi vita hvar hægt væri að skrifa undir friðarpl- aggið. Við hjá friðarhreyfing- unni vildum gjarnan fá að koma á framfæri að þó að und- irskriftasöfnuninni væri form- lega lokið þá er hægt að skrifa undir á Hallveigarstöðum í Reykjavík, því verið er að vinna úr listunum alla þessa viku og listarnir eru því að smátínast til okkar. Þar er opið frá klukkan 10.00 til 19.00 og hægt er að skrifa undir fram á laugardag. Sölufólk í Austurstræti. Gestur Ólafsson um stofnfund samtaka um íbúðakaup á sólarströndum: Stjórnin mun leita tilskyldra leyfa og kanna íbúðamarkaðinn STOFNFUNDUR félags áhugamanna um sölu íbúða í sólarlöndum til aldr- aðra, var haldinn fyrir skömmu á hót- el Borg. Að sögn Gests Ólafssonar sátu fundinn á þriðja hundrað gestir og var hugmyndum forystumanna um lengri dvöl aldraðra í suðrænni sól vel tekið. Kosin var stjórn félagsins og sitja hana auk Gests, Jóhann Ein- varðsson, Guðjón Jónsson, Runólf- ur Sæmundsson, Thorben Fredrik- sen, Sigfinnur Sigðurðsson og Ást- hildur Pétursdóttir. „Fyrstu verkefni stjórnarinnar verða að fara þess formlega á leit við viðskiptaráðherra að hann veiti tilskilin leyfi fyrir starfsemi félags- ins, gjaldeyrisyfirfærslum og fleira i þeim dúr. Síðan verður kannað hvaða staðir komi helst til greina við íbúðarkaupin og þeir kostir lagðir fyrir áhugafólk á fundi á hausti komanda. Ef undirtektir verða góðar verður síðan efnt til formlegs stofnfundar félagsins og málum komið á rekspöl." Gestur sagði að almenningur tæki vel í hugmyndir um sólaríbúö- irnar væru mjög mikil. „Það er augljóst að fleirum en forsvars- mönnum finnst tímabært að aldr- aðir erfiðismenn fái tækifæri til að eiga ánægjulegt ævikvöld. Margir ellilífeyrisþegar eru innilokaðir 3—4 mánuði ársins vegna veðurs og færðar. íbúð á sólarströnd kostar svipað og sæmilegur bíll og þar er ódýrara að lifa en hér heima. Við sem stönd- um fyrir þessu félagi finnst það. réttlætismál að þeir sem vilji geti eytt hluta ársins í sólinni. Hér á landi er til þekking sem gerir kleift að fara að öllu með lögum og því þá ekki að nýta hana.“ Styrktarfélag Sogns 5 ára Á ÞESSU ári er Styrktarfélag Sogns 5 ára. Félagið stofnuAu nokkrir ein- staklingar sem dvalist höfðu á Sogni S Ölfusi og aðrir velunnarar, árið 1980. Tilgangur félagsins er tvíþættur. I fyrsta lagi að styrkja og efla starfið á Sogni með því að afla fjár til kaupa ýmiss konar nytjamuna fyrir heimilið, bæði innanstokks og utan. t öðru lagi að efla og auka kynningu og vináttu þeirra, sem á Sogni hafa dvalist. Dagana 12.—14. júlí verður hald- in fjölskylduhátíð á Sogni, þar sem 5 ára afmælisins verður minnst. Slíkar útihátíðir hafa verið haldnar á Sogni undanfarin sumur. Núver- andi formaður félagsins er Her- mann Ástvaldsson. (ílr frétutilkynninpil Farið á lýðháskóla í Noregi Inni í miðju landi, frábær náttúrufegurö, alþjóölegt andrúmsloft, ýmsir valmöguleikar í námi. 4 laus pláss. Vinsamlegast skrifiö eftir nánari upplýsing- um til: Hardanger folkehögskole, 5774 Lofthus, Norge, sími 00947-54-61180. * * vt + * * * + ♦ * ♦ * + + + + * ♦ » * í Œ ó n a b st ♦ I KVÖLD KL. 19.30 Aðalvinningur að verðmœti... .kr. 25.000 Heildarverðmœti vinninga......kr. 100.000 ★★★★★★★★★★★★ NEFNDIN. Bladburöarfólk óskast! Austurbær Langahlíö, Háteigsvegur. ptorgiitsiMitfrifr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.