Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 3. JÚLl 1985 45 Spjótkast eða skítkast? eftir Guðna Halldórsson Nokkur orð varðandi umsókn um Evrópubikarkeppnina í frjáls- íþróttum og lágmarksviðgerðir í Laugardal: Davíð hugsar Davíð Oddsson, borgarstjóri, lét hafa eftir sér í DV á dögunum, að það sé umhugsunarefni að frjáls- íþróttamenn séu að sækja um að halda mót eins og FB, þegar þeir viti hvernig aðstæður séu fyrir frjálsíþróttir í Laugardal. Bless- aður borgarstjórinn virðist búinn að gleyma því að þann 18. október sl. mættu á skrifstofu hans Júlíus Hafstein, formaður íþróttaráðs Reykjavíkur, Örn Eiðsson, þáver- andi formaður FRl, og undirritað- ur. Erindið var að fá það á hreint hvort óhætt væri að staðfesta um- sókn um Evrópubikarkeppnina á Evrópuþinginu í Briissel í endaðan október. M.ö.o. hvort gerðar yrðu þær lágmarksviðgerðir á vellinum, að hægt væri að halda mótið. Með- ferðis höfðu menn skýrslu Eman- uel Rose, formanns tækninefndar Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, sem reyndar er engin skemmti- lesning. Hefðu þessir ágætu starfsmenn borgarinnar neitað þessari málaleitan klárt og kvitt hefði umsóknin aldrei verið stað- fest. Bréfaskriftir Eitt fyrsta verk undirritaðs sem formanns FRÍ (kosinn 25. nóv- ember) var að rita bréf til íþrótta- ráðs Reykjavíkur, dagsett 26. nóv- ember, þar sem óskað er eftir skriflegri staðfestingu frá ráðinu um að við munnleg loforð um við- gerðir verði staðið. Svarbréf barst mér í hendur um miðjan janúar, bréf dagsett 11. janúar, undirritað af Erling Þ. Jóhannssyni, þar sem sagt er að samþykkt hafi verið að láta framkvæma viðgerð á hlaupa- brautinni en ekki skipta um yfir- borðsefni, að svo komnu máli. Mikil áhersla hafði verið lögð á að fá þetta bréf í hendur, þar sem formaður FRÍ var á förum til Par- ísar, þar sem hann átti að hitta forráðamenn Evrópusambandsins að máli varðandi fyrirhugaða keppni. Sum sé enn staðfesti FRÍ fyrir tilstuðlan íþróttaráðs Reykjavíkur, að áætlun myndi standast, gert yrði við völlinn (lágmarksviðgerð) og mótið gæti farið hér fram. Fleiri fundir 28. janúar var haldinn fundur á Laugardalsvelli (Baidurshaga), þar sem mættir voru Júlíus Haf- stein, Ómar Einarsson, Baldur Jónsson, Jón Magnússon, Magnús Jakobsson og Guðni Halldórsson. Útkoman úr þeim fundi var sú að drifið skyldi í úttekt á nauðsyn- legri efnispöntun fyrir lágmarks- viðgerð á brautum og sömuleiðis hugað að útboði á kaupum á áhöldum fyrir völlinn. 6. mars var aftur haldinn fund- ur með sömu aðilum að viðbættum þeim Erling Þ. Jóhannssyni og Val Guðmundssyni, verkfræðingi. Enn var ekki annað að skilja en fram- kvæmd yrði lágmarksviðgerð á vellinum. Stjórnarmenn FRÍ á fundinum gengu um völlinn góða áamt Val Guðmundssyni. Hans ágiskun eða áætlun varðandi efn- iskaup reyndist vera „efni á 1200 fermetra". Það ber að hafa í huga að þetta var áætlun vegna lág- marksviðgerðar. Stjórnarmenn FRÍ vissu ekki betur en unnið væri að þessu máli, þannig að framkvæmdir við lág- marksviðgerð gætu hafist í byrjun maí, þegar veður er þurrast og best að sinna þessum hlutum. Breyttar aðstæóur Þann 14. maí var fundur í undir- búningsnefnd vegna Reykjavík- ur-maraþon. Þar mætti formaður FRÍ, en á þeim fundi voru einnig Ómar Einarsson, Knútur Óskars- son, Kolbeinn Pálsson og Þorgeir Ástvaldsson. Þar tjáði Ómar Ein- arsson undirrituðum að þetta hefði verið skorið niður, þannig að efnið ætti að duga á um 400 fer- metra. Kolbeinn Pálsson, sem á sæti í Iþróttaráði Reykjavíkur, ætti að geta staðfest þetta og jafn- framt hversu hrifinn ég varð. Nokkrum dögum síðar hringdi Valur Guðmundsson, verkfræð- ingur, á skrifstofu FRÍ og útskýrði enn nánar fyrir mér hvað þetta þýddi. 300 fermetrar væru það sem pantað hefði verið. Fyrir þá sem ekki þekkja til er óhætt að geta þess að það svæði, sem notað er fyrir hástökk og spjótkast, þ.e. atrennubrautirn er nálægt 600 fermetrar. Fyrir maílok átti FRÍ að skila skýrslu til Evrópusambandsins Guðni Halldórsson um hvernig framkvæmdum liði. Undirritaður hafði samband við Júlíus Hafstein og spurði hverju svara skyldi. Fékk hann þau svör að efnið hefði festst úti í Svíþjóð í verkfalli opinberra starfsmanna þar í landi, en færi í skip strax og það leystist og fljótlegt væri að leysa það út er það væri komið heim. Það sem síðan hefur gerst er mönnum kunnugt og hirði ég ekki um að fjölyrða um það. Hitt vil ég undirstrika að aldrei hefur verið um annað rætt en lágmarksviðgerð þannig að um „hættulausa" braut væri að ræða. Húrra fyrir borgarstjóra Frjálsíþróttafólk í Reykjavík er ánægt með borgarstjóra núna. Bæði er það sökum þess að verði málinu bjargað svona á síðustu stundu þá er það borgarstjóra að þakka. Ekki síst er það ánægt með að hann skuli alvarlega vera far- inn að setja sig inn í vandamálin og það sem meira er, kominn á sömu skoðun og frjálsíþróttafólk, Júlíus Hafstein, Gísli Halldórsson og fleira gott fólk, þ.e. að vitlegast sé að gera góða hlaupabraut á að- alleikvangi Laugardalsvallar. Baldur Jónsson, vallarstjóri, er reyndar á öndverðri skoðun, en hann er eins og margir vita sér- staklega vinveittur frjálsíþróttum og óþreytandi að veita hvatningu frjálsíþróttum til handa. Lokaorð Ástæðan fyrir því að hér er stungið niður penna er ummæli borgarstjóra og formanns fþrótta- ráðs Reykjavíkur á síðustu dögum. Ég hef áhuga á að hér á landi sé hægt að stunda spjótkast og önnur köst, hlaup og stökk við lágmarks- skilyrði en minni áhuga hef ég á skítkasti, en ég er jú ekki í pólitík. Höíundur er íormaður Frjib- íþróttaaambands íslands. Flestir fjallveg- ir orðnir færir FLESTIR helstu fjallvegir landsins eru nú orðnir færir eða verða það inn- an skamms. Hjá Sigurði Haukssyni vegaeftir- litsmanni hjá Vegagerð ríkisins fékk Morgunblaðið þær upplýsingar, að vegirnir um Kjöl og Kaldadal eru báðir orðnir færir. Þá er Sprengi- sandsleið fær niður í Skagafjörð og Bárðardal, en leiðin niöur í Eyja- fjarðardal er enn lokuð vegna snjóa, en vonir standa til að hún opnist eftir u.þ.b. viku. Fjallabaksleið nyrðri er opin úr Sigöldu í Landmannalaugar og úr Skaftártungum í Eldgjá, en lokuð milli eldgjár og Landmannalauga. Fjallabaksleið syðri er hins vegar ófær, en færð þar verður athuguö um næstu helgi. Dómadalsleið er fær og fært er í Veiðivötn og einnig i Lakagíga. Vegurinn um öxi milli Berufjarð- ar og Fljótsdals er ófær og einnig er ófært til Loðmundarfjarðar. Búið er að ryðja snjó af Hellisheiði eystri en Sigurður kvaðst ekki hafa fengið nánari fregnir af færð þar. Fært er í Kverkfjöll, Herðu- breiðarlindir og öskju, en ófært að Snæfelli. Gæsavatnaleið er ófær og þar er enn töluverður snjór. Fært er upp á Arnarvatnsheiði. Á Vestfjörðum eru bæði Trölla- tunguheiði og Þorskafjarðarheiöi orðnar færar og hafa nýlega verið heflaðar. Sigurður Hauksson vildi koma þvi á framfæri við fólk, sem hyggur á ferðalög um þessar leiðir, að hafa það hugfast að flestar þeirra eru að- eins ætlaðar stórum bílum og jepp- um, enda eru víða óbrúaðar ár, sem geta vaxið mjög fljótt i rigningu og leysingum og þá jafnvel orðið ófær- ar öllum bílum, hversu vel sem þeir eru búnir. Þvi er mikilvægt fyrir fólk að gæta fyllstu varúðar þegar ferðast er um fjallvegi. Fyrirliggjandi í birgðastöð SKffiASIANGA- JARN Flokkur (grade) A. DNV-skírteini. Sandblásið og grunnað Fjölbreytni í stærð og þykkt. Skipavinklar Skipaflatjárn SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 ega fj rflok Fjölbreytt Hjá Bílatorgi er ótrúle þjónustan par er í sé Þú kemur og ... • skoðar bílana inni í björtu og rúmgóðu húsnæði, • ræðir við sölumenn okkar • og ef þú finnur rétta bílinn, þá sjáum við um að láta skoða hann og umskrá, en það er nýjung í þjónustu bílasala sem sparar þér umtalsverða fyrirhöfn ... Nú er bara að drífa sig af stað! úrval góðra bfla og „Neöst í Nóatúni eru viöskipta vinir okkar efstir á blaöi. “ BILATORG NÓATÚNI 2 • SlMI: 621033 (4 línur) O/GORI 88 VIÐARVÖRN GORI 88, er þekjandi fúavörn sem slettist hvorki né drýpur ■fe:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.