Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLl 1985 23 Morgunbladið/ J.S. Frá stofnfundi Félags húnvetnskra kúabænda. Austur- og vestur- húnvetnskir kúa- bændur með sér BkmduÓHÍ, 29. júní. KÚABÆNDUR í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum komu saman til fundar á Blönduósi fimmtudaginn 21. júní. Tilefni þessa fundar var að stofna hagsmunafélag kúabænda á mjólkur- samlagssvæðum Blönduóss og Hvammstanga. Björn Magnússon á Hólabaki kynnti aðdragandann að stofn- un þessa félagsskapar f.h. und- irbúningsnefndar. Það kom fram í máli Björns að tilgang- urinn með stofnun þessa félags væri ekki sá að splundra bændastéttinni heldur væri stofna félag þróunin í þessa átt og benti í því sambandi á loðdýrabændur, svínakjötsframleiðendur o.fl. Jafnframt kom fram hjá Birni að lán væru erfið og kjarn- fóðurskattur kæmi hvað harð- ast niður á kúabændum. Lögð var fram tillaga um stofnun Félags húnvetnskra kúabænda, skammstafað FHK sem var samþykkt. Fyrstu stjórn FHK skipa: Halldór Guðmundsson, Holti, formaður. Aðrir í stjórn: Birgir L. Ingþórsson, Uppsölum, Jó- hanna Magnúsdóttir, Ártúnum, Sigvaldi Björnsson, Litlu-Ás- geirsá, og Elías Guðmundsson, Stóru-Ásgeirsá. J.S. Helgi Hálfdanarson: Perlu kastað FYRIR skömmu gerðist ég svo frakkur að óska skýringa á því frá réttum aðiljum, að Kermóa- foss í Elliðaárdal hefur verið numinn á brott úr landslaginu með stíflugerð, svo að þar sem áður var þessi einstaka prýði bæjarlandsins, eru nú aðeins þurrar klappir í dauðum árfar- vegi. Haukur Pálmason, aðstoðar- rafmagnsstjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, skýrir síðan frá því í Morgunblaðinu 23. júní, í hvaða tilgangi fosskvíslin hefur verið stífluð. Hinu lætur hann samt ósvarað, hver eða hverjir beri ábyrgð á þeim verknaði; eða er það kannski hann sjálfur? Aðstoðarrafmagnsstjórinn kveður alla geta verið sammála um það, „að Kermóafoss er fal- legri með miklu vatni heldur en litlu sumarvatni". Rétt er nú það; og fyrr gæti vatnið í fossin- um kallazt lítið en það sé alls ekki neitt. Sjálfur hef ég lengi búið í grennd við ána og átt æði mörg spor meðfram henni sumar eftir sumar. Það sem jafnan dró hug- ann öðru fremur, var Kermóa- foss; og því fylgdist ég með því uggandi, hvernig stíflugerðar- meistarar færðu sig þar upp á skaftið með sandpoka sína og aðrar tilfæringar. Síðast var svo steyptur varanlegur garður þvert yfir alla kvíslina, svo sem nú getur að líta rétt neðan við Bakkabrú, og hann hækkaður enn með trébrík, sem lokar þar að fullu fyrir allt rennsli. Ljóst er, að aldrei kæmist á fossklappirnar nema litið af því vatni, sem þar rann áður, jafnvel þótt stíflan yrði lækkuð um þetta timburverk að vetrinum. Og yfir sumarið er kvislin horfin með öllu, einmitt þegar dalurinn er dýrmætastur til útivistar. Hver er svo tilgangurinn? Ég hef kallað svo, að aðfarirnar líktust öðru fremur strákapör- um. En nú er það staðfest, að þær eru því miður enn verri en allt sem kennt er við óknytti; því tilgangurinn er sá einn að dekra við laxveiðimenn. Kermóafossi, þessari dýrindis perlu, hefur verið fórnað fyrir þá menn, sem virðast ekki hafa hugmyndaflug til annarrar skárri skemmtunar en að kvelja kvikindi. Ef ein- hverjir menningar-tilburðir réðu ferðinni, væri þessi mann- tegund rekin frá ánni og öll lax- veiði bönnuð nema í net. Aðstoðarrafmagnsstjórinn mælir þau frómu orð, að ekki sé „um neinar beinar aðgerðir að ræða við fossinn sjálfan, við honum hefur ekkert verið snert“. — Ef til vill mætti spyrja, hvernig helzt yrði snert við þeim fossi, sem enginn er. Eða er það kannski sérstaklega þakkarvert, að laxveiðimenn hafa ekki enn látið sprengja upp klappirnar undan fossinum? Enn fremur segir aðstoðar- rafmagnsstjórinn, að laxinn hafi „af einhverjum ókunnum ástæð- um valið að ganga í austurkvisl- ina en aldrei í vesturkvíslina". Einnig segir hann, að ekki sé hægt að halda „fullu vatni" í fossinum á sumrin vegna þess, að það sé „líka ákveðin náttúru- vernd" að tryggja laxagöngu í árnar. Varla ætti að þurfa miklar að- gerðir til að tryggja það, að lax- inn gangi upp þessa austurkvisl, sem hann hefur sjálfur „valið að ganga" fremur en hina. Sé vatn- ið í kvisiinni hins vegar aukið til þess að bæta aðstöðu veiði- manna, þá verður það að kallast nokkuð sérkennileg náttúru- verndarstefna að greiða fyrir því, að veiðifantar murki lífið úr villtum dýrum með skammarleg- um aðferðum. Ég er hræddur ura að aðstoðarrafmagnsstjórinn verði að skýra þetta sjónarmið sitt ögn betur. Einhvern tíma voru til samtök sem hétu Dýraverndunarfélag. Mér er spurn: Er sá félagsskapur til enn? Sé svo, hvers konar hræsnaraklika er þar á ferð, sem þykist vinna að því, að skepnum sé sýnd mannúð, en horfir svo upp á eitthvert ljóstasta fram- ferði gagnvart dýrum, sem þekk- ist, án þess að segja svo mikið sem „það var og!“? Þar sem það er nú opinbert orðið, sem raunar var lengi vit- að, að fágætri bæjarprýði, sem náttúran hefur af örlæti sínu sæmt Reykvíkinga, hefur verið svipt á brott til þess eins að gera laxveiðigörpum hægara um vik við iðju sína, þá hlýtur það að vekja furðu, að ekki skuli heyr- ast frá Náttúruverndarráði stakt orð, hvort sem því var að lögum skylt að taka í taumana eða ekki. Hins vegar leyfi ég mér að spyrja: Ber enginn fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur þá virðingu fyrir náttúruvernd, að honum ofbjóði þetta hneyksli, sem enginn virðist treysta sér til að bera opinberlega ábyrgð á? Hverjum kemur þetta fremur við en þeim? Þykir engum þeirra nein ástæða til að taka á sig rögg og beita sér fyrir því, að úr verði bætt og það án tafar? Eða eru þeir allir með tölu samábyrgir spellvirkjum sem einskis svíf- ast? ÞETTA ER AUGLÝSING FRÁ MÆDRABÚÐINNI 40 60*/. 0 AFSLATTUR Rýmingarsala aðeins í nokkra daga Mikiö úrval af barnafatnaöi á 0—6 ára svo sem peysur frá kr. 250 Jogginggallar frá kr. 390 Buxur frá kr. 390 Allt á börnin í fríiö á stórlækkuöu veröi MÆÐRABÚDIN Bankastræti 4, sími 12505.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.