Morgunblaðið - 03.07.1985, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1985
ffclk f
fréttum L
Hugvitsmaðurinn er hannaði bflinn
fyrir sölumarkað, Kristján Gunn-
arsson.
Dýrfirski Dúi
Það er ekki bara þorskurinn
og ýsan sem menn hafa
handa á milli vestur á fjörðum,
þeir bregða ýmsu fleiru fyrir sig
í atvinnuskyni. Eitt af því er
bílaframleiðsla.
Það kom fram í vetur í fjöl-
miðlum að einhverskonar jap-
anskt efnahagsundur væri i upp-
siglingu á Þingeyri í Dýrafirði.
Fréttaritari Mbl. fór á flakk og
heimsótti Hallgrím Sveinsson á
Hrafnseyri, sem mun vera upp-
hafsmaður að þessu fyrirbrigði.
„Að sjálfsögðu var þetta fyrst
og fremst orðaleikur. Blm. fann
þetta upp og okkur fannst þetta
góður brandari. En öllu gamni
fylgir einhver alvara og það hef-
ur sem sé verið stofnað til bíla-
framleiðslu undir nafninu „Dýr-
firski vörubíllinn Dúi“. Bíllinn
er leikfangabíll úr tré og er bæði
stýranlegur og fjaðrandi. Hver
bíll hefur sitt sérstaka skrán-
ingarnúmer og er ekki fram-
leiddur nema einn blll með
hverju númeri. Fólk getur pant-
að Dúa með alvöru bílnúmeri
fjölskyldunnar. Auk þess fylgir
með bílnum skoðunarvottorð og
þá geta krakkarnir leikið skoð-
unarmann og skoðað bíla í ná-
grenni sinu likt og þeir gera hjá
bifreiðaeftirlitinu."
— Hvernig varð hugmyndin
að Dúa til?
„Við komum saman nokkrir
djúpt hugsandi menn á Þingeyri
og nágrenni og stofnuðum með
okkur félag áhugamanna um at-
vinnumál. Þetta endaði með því
að ég var gerður út af örkinni
sem nokkurskonar Smart-
spæjari til að njósna um leik-
föng krakka á Þingeyri, því
ákveðið hafði verið að stofna
leikfangaver ksmiðj u.
Þetta þróaðist svo þannig að
ég fór að leika mér í bílaleik með
krökkunum og fékk nokkrum
sinnum lánaðan vörubíl hjá
stráknum í næsta húsi, en hann
hafði einmitt smíðað þann bíl í
handavinnu hjá Gunnari
Friðfinnssyni kennara. Þarna
kviknaði á perunni hjá mér og
hugmyndin af Dúa varð til.
Við fórum og fengum til liðs
HorgunblaAi&/Hulda
Bflarnir hafa reynst krökkunum fyrir vestan hinir ágætustu í vegagerð.
við okkur hugvitsmanninn
Kristján Gunnarsson frá Hofi í
Dýrafirði til að hanna bílinn
fyrir markað. Grunnhugmyndin
er frá dýrfirskum strákum, því
þeir fóru að smíða slíka bíla upp
úr seinna stríði. Starfsmenn eru
fjórir talsins núna í fullu starfi
sem vinna við þessa framleiðslu
og nokkrir eru í hlutastarfi.
Ætlunin er að framleiða það
mikið af Dúa að hann komist i
hvert hérað á iandinu innan
skamms tíma. Draumurinn er
svo að færa sig upp á skaftið og
prófa hvort hann getur ekki
spjarað sig erlendis, og við stefn-
um að því að byrja á Færeyjum
og Grænlandi."
Þórður Sigmundsson að leik með Dún win».
Gleraugu fyrir ástfangna
Þessi glernugu
eru sérstnklegn
gerð fyrir elskend-
ur. Dúfurnnr
kyssn hver nðrn í
gríð og erg og þnr
sem við getum
ekki birt glernug-
un í lit má getn
þess nð glernugun
eru nð sjálfsögðu
rnuð.
Hvers vegna að klæða sig?
Þnð er eiginlegn
óþnrfl að klæðnst
silki, nylon, ull
eða bómull þegar
maður býr í heitu
landi og hægt er
að tattovera allan
líkamann.
Það finnst
líkiega
þessu fólki.
Tíu ár frá kvennaári
Itilefni þess að 10 ár eru liðin
frá því að Sameinuðu þjóðirnar
stofnuðu til sérstaks Alþjóðlegs
kvennaárs 1975, hittust nokkrar
reykvískar konur til að rifja upp
atburði þess árs og hins svokall-
aða Kvennaáratugar sem lýkur
um næstu áramót.
Margar þeirra áttu þátt í að-
gerðum sem settu svip sinn á
Kvennaárið svo sem með setningu
löggjafar, fundum, ráðstefnum og
undirbúningi og framkvæmd
Kvennafrísins 24. október 1975.
Flestar þeirra hafa síðan mjög
látið jafnréttismál til sín taka ým-
ist á vettvangi stjórnmála, á fé-
lagslegum vettvangi, í fjölmiðlum
og reyndar allstaðar sem því varð
viðkomið.
Þegar ljósmyndara bar að garði
á heimili Bergljótar Halldórsdótt-
ur á Dunhaga 19 fyrir skömmu
voru eftirtaldar konur viðstaddar:
(Talið frá vinstri, standandi):
Guðrún Erlendsdóttir, Kristín
Bjarnadóttir, Birna Stefánsdóttir,
Þóra Kristjánsdóttir, Dagný Lár-
usdóttir, Ragnheiður Torfadóttir,
Inga Halldórsdóttir og Ragnhild-
ur Helgadóttir, Jónina Gísladótt-
ir, Bergljót Halldórsdóttir, Erna
Ragnarsdóttir, Sigurlaug Bjarna-
dóttir, Auður Auðuns, Anna Borg,
Inga Jóna Þórðardóttir, Katrín
Fjeldsted og aftan við hana Sig-
ríður Snævarr, Sigrún Davíðs-
dóttir, Sigrún Marinósdóttir, Auð-
ur Ragnarsdóttir, ólöf Benedikts-
dóttir, Björg Ellingsen og Björg
Einarsdóttir.