Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1985 37 I og áttum þaðan hugljúfar minn- ingar alla tíð. Var það tilviljun eða voru það forlög þegar Þorbjörg og vinkona hennar, Þuríður, komu eitt sinn og gistu heima hjá mér. Daginn eftir ákváðum við að fara saman í myndarlegan reiðtúr og fyrir val- inu varð einmitt Þorgrímsstaða- dalurinn og bærinn Þorgrímsstað- ir, en þangað hafði hvorug þeirra komið áður. Þá vorum við á „tán- ingaaldrinum" og enga okkar óraði fyrir því að Guðmundur á Þorgrímsstöðum ætti eftir að verða maðurinn hennar og að á Þorgrímsstöðum ætti hún eftir að eiga heima i rúmlega þrjátíu ár og ala þar tíu börn. Á langri ævi skiptast á skin og skúrir hjá flestum og svo hefur það einnig reynst hjá okkur báð- um. Ég man eftir skírnarveislunni sem Þorbjörg var búin að undir- búa fyrir yndislegu litlu stúlkuna sína og ég hafði hlakkað svo mikið til. En skjótt skipast veður í lofti. Sú athöfn snerist á þann veg að fylgja litlu stúlkunni út í Tjarn- arkirkjugarð. Þá gekk Þorbjörg sterk og yfirveguð móti þeim þungu örlögum eins og hún gerði ævinlega, fyrr og síðar. Einu sinni komst ég í mikla erf- iðleika, gat jafnvel átt von á að verða heimilislaus innan fárra daga. Þá lagði Þorbjörg og hennar fólk fram sínar fórnfúsu hendur til hjálpar. Þarna réði engin fé- lagsleg aðstaða á nokkurn hátt, heldur aðeins viljinn til góðs sem hún átti í svo ríkum mæli. Og öll þau rúmlega sextíu ár sem okkar kynni stóðu finnst mér sem henn- ar innri maöur hafi alltaf haldist óbreyttur. Ég sendi móður Þorbjargar og börnum mínar innilegustu samúð- arkveðjur og mig langar að ljúka þessum fátæklegu orðum mínum með erindi eftir hinn skarpgáfaða eiginmann hennar, og kunna húnvetnska hagyrðing Guðmund, sem látinn er fyrir rúmu ári, en við vorum systkinabörn. Þetta er úr ljóði sem Guðmund- ur orti eftir föður minn látinn: Manndáð lifir, metorð fölna, minning geymist verkum í. Stormar herja, stráin sölna, stöðugt vaxa fræin ný. Móðir jörð — hinn mildi staður moldarhnefann geymdu rótt. Samferðar þinn segir maður: Sofðu í friði. Góða nótt. (G.B. Jóhannesson) Imma Dauðinn má svo með sanni, samlíkjast þykir mér. Slyngum þeim sláttumanni er slær allt hvað fyrir er. Grösin og jurtir grænar glóandi blómstrið frítt. Reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt. (H.P.) Þessi slyngi sláttumaður hefur enn einu sinni sveiflað ljánum og höggvið stórt skarð. Þorbjörg Valdimarsdóttir frá Þorgríms- stöðum lést þann 25. júní sl., en hún veiktist snögglega þann sama dag. Dauðinn læddist aftan að okkur — óviðbúnum sem ætíð og eftir stöndum við ráðþrota og svo smá gagnvart veruleikanum. Þorbjörg var fædd 13. júlí 1916 í Grafarkoti í Kirkjuhvamms- hreppi, einkadóttir hjónanna Jón- ínu Ólafsdóttur og Valdimars Baldvinssonar. Aðeins þriggja ára missti Þor- björg föður sinn, þá fljótlega flytj- ast þær mæðgur að Helguhvammi. Þar bjó föðurfólk Þorbjargar sem hún dvaldist hjá þó móðir hennar sækti vinnu burtu frá heimilinu. Þorbjörg sótti barnaskóla á Hvammstanga, en síðla vetrar þegar hún var 12 ára veiktist hún af mislingum og varð að hætta námi. Var hún rúmliggjandi allt vorið og sumarið og heyrði ég hana segja svo frá að vegna þróttleysis hafi hún verið borin út úr bænum til að njóta sólar á góð- um dögum. Eftir fermingu lærði hún að lesa nótur og spila á orgel hjá Birni Björnssyni. Hef ég heyrt haft eftir honum að Þorbjörg hafi verið mjög efnilegur nemandi og víst er að hún hafði alla tíð mikið yndi af söng og næmt tóneyra. Þorbjörg var góðum gáfum gædd og vel gerð kona á allan hátt. Um mikla skólagöngu var ekki að ræða á hennar uppvaxtar- árum, þó var nokkuð algengt að stúlkur færu í kvennaskóla og það gerði hún einmitt veturinn 1935—36 er hún sat í Kvennaskól- anum á Blönduósi. Árið 1939 giftist Þorbjörg Guð- mundi Bjarna Jóhannessyni á Þorgrímsstöðum. Þar bjuggu þau allt til ársins 1971, en þá voru þau hjónin bæði svo heilsulaus að ekki var unnt að halda búskap áfram þrátt fyrir aðstoð barna þeirra og Ingveldar, systur Guðmundar, sem ætíð bjó á heimili þeirra og var þeim ómetanleg hjálp. Heilsu- leysi Þorbjargar stafaði af liða- gigt sem ágerðist mjög með ári hverju og kom að því að hún fór suður til lækninga, gekkst þar undir margar erfiðar aðgerðir og fékk undraverðan bata. Kannski hefur æðruleysi og trú á hið góða ráðið þar miklu um. Svo mikið var víst að hún hélt sinni geðprýði og ró allan þann langa og erfiða tíma sem veikindi hennar og manns hennar stóðu. Þau hjónin eignuðust 10 börn, 6 þeirra eru komin á fullorðinsár, en 4 dóu um og stuttu eftir fæðingu. Slíkur missir markar djúp spor á lífsleið hverrar manneskju. Bernskuheimili mitt er næsti bær við Þorgrímsstaði, því man ég Þorbjörgu frá því var smástelpa. Ein minning frá þessum dögum er björtust, en hún er frá árlegum jólaboðum á milli bæjanna. Tilhlökkun og eftirvænting okkar systkinanna eftir þessum ferðum var mikil og byrjaði löng fyrir jól. Á hvorum bæ ólust upp 6 krakkar og oft var glatt á hjalla þegar mannskapurinn hittist. Enn í dag finnst mér einhver ævintýra- ljómi fylgja þessari minningu, að fara gangandi eða vera dregin á sleða milli bæjanna til að gleðjast með góðu fólki. Nú síðustu ár hefur Þorbjörg haldið heimili á Hvammstanga og hafa börn hennar og fjölskyldur oft haft þar viðdvöl um lengri eða skemmri tíma. Guðmundur maður Þorbjargar dvaldi mörg þessi ár á sjúkrahúsinu á Hvammstanga vegna langvarandi veikinda eftir heilablæðingu. Hann lést 10. sept- ember 1983. Móðir Þorbjargar, fjörgömul og farin að heilsu og kröftum, lifir nú dótturina. Samband þeirra var alla tíð mjög náið og má segja að nú í seinni tíð hafi gömlu konunni fundist líf sitt standa og falla með Þorbjörgu. Missirinn er því mikill hjá henni sem og allri fjölskyld- unni og margt góðra vina og kunn- ingja átti Þorbjörg sem sakna þessarar mætu konu. Við öll hér á Þorgrímsstöðum þökkum Þorbjörgu af alhug alla ástúð og umhyggju okkur til handa. Börnin mín, Örn, Þorbjörg og Magga Rúna, kveðja ömmu sína og muna allar samverustund- irnar sem þó urðu allt of fáar. En það reyndist, nú sem áður, að maðurinn áætlar en guð ræður. Þú guð míns lífs ég loka augum mínum. í líknarmildum föðurörmum þínum. Og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta. Ég halla mér að þínu föðurhjarta. (M.J.) Guð blessi minningu Þorbjargar Valdimarsdóttur. Kristin Guðjónsdóttir Amma er dáin. Hvað lífið er miskunnarlaust. Seinast þegar við systurnar töluðum við ömmu sagði hún okkur frá tveimur dags- ferðum sem hún var nýbúin að fara í. Hún var svo ánægð. Tveim- ur dögum síðar var hún dáin. Það gerðist svo snöggt. Enga okkar óraði fyrir því þegar hún sagði okkur ferðasögurnar. Það er undarlegt hversu mikið tómarúm ein kona getur skilið eft- ir sig. Og þó ekki þegar um ömmu er að ræða. Hún var alveg sérstök. Hún átti alltaf til bros eða falleg og hlý orð. Það var alltaf svo gott að koma til hennar. Við vorum alltaf velkomnar þótt húsfyllir væri. Það var nóg pláss hjá ömmu. Og oft var margt hjá henni enda átti hún 6 börn, 13 barnabörn og 1 barnabarnabarn. Þessum skara * fylgdu oft vinir og kunningjar sem voru jafnvelkomin og við hin. Amma hafði alveg sérstakt lag á börnum. Bara með því að brosa tókst henni að fanga athygli þeirra. Hún var svo góð. Lang- amma sagði okkur einu sinni frá því þegar amma var lítil. Þá hafði veiðst mús. Ömmu fannst hún svo - lítil og falleg og hún vorkenndi henni svo mikið þegar hún klapp- aði henni að hún bað mömmu sína að sleppa henni. Amma þurfti að þola margt. Þegar hendurnar á henni voru all- " ar orðnar skakkar af liðagigt var hún lögð inn á sjúkrahús fyrir sunnan. Þar lærbrotnaði hún og var skorin upp fjórum sinnum þess vegna. Síðan var skipt um liði í höndum og fótum. En ekki heyrðum við hana kveinka sér eða vorkenna sjálfri sér. Og hún fór að sauma um leið og hún gat eftir uppskurðina. Þær voru margar ferðirnar sem amma fór út á sjúkrahús að heim- sækja afa og síðar langömmu eftir að hún fór þangað. Og þegar afi dó stóð hún eins og klettur sem ekk- ert fær haggað. Hún sá um allt sem þurfti að gera og skipulagði ^ og hugsaði fyrir minnstu smáat- riðum. Hún gekk alltaf hnarreist á hverju sem gekk. Það verður skrýtið að koma á Hvammstanga núna. Engin amma sem tekur á móti okkur á sinn hátt. Engin amma sem situr inni í eldhúsi og prjónar vettlinga. Eng- in amma sem sýnir okkur handa- vinnuna sína. Én minningin um ömmu verður alltaf á sínum stað. Við munum allar brosið hennar sem var alltaf svo fullt af lífi. Við söknum elsku ömmu. *■ Þorbjörg, Guórún og Hugrún Ragnheiður. — Kr. 549 Sumaifœtur þuría létta og lipra strigaskó á góðu verði Kr. 599 Kr. 599 . 599 Póstverslun: Sími (91) 30980 HAGKAUP Reykjavík • Akureyri • Njarðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.