Morgunblaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLl 1985
P
Fræðsluþættir frá Fóstrufélagi íslands:
Hreyfiuppeldi
Hreyfiuppeldi
1 þessari stuttu grein ætlum við
aöeins að fjalla um mikilvægi
hreyfiuppeldis barna á forskóla-
aldri.
Hér verður stiklað á stóru og
hreyfiþroska alls ekki gerð full
skil, enda er hann svo flókið ferli
að ekki er hægt að gera grein fyrir
honum í stuttu máli.
Hreyfing er lífveru eðlileg í
þróun hennar. Hreyfing er flókið
samspil vöðva, tauga, vilja og ým-
issa annarra þátta. Umhverfið,
þ.e.a.s. aðstæður og uppalendur,
hafa þar mikil áhrif. Það er mjög
mikilvægt fyrir barnið, hvernig
við stuðlum að þroskandi og örv-
andi umhverfi þegar það er að
uppgötva líkama sinn, æfa getu
sína og færni.
Líkami barns vex hratt fyrstu
árin. Frá því að bamið liggur og
hreyfingar þess eru ósjálfráðar
þar til það fer að ganga, hefur
miötaugakerfið þroskast mikið.
Hreyfiþroski er undirstaða ann-
arra þroskaþátta og vitað er að öll
börn, hvar sem er í heiminum,
ganga í gegnum sömu þroskaþrep
eftir ákveðinni röð og ekki er hægt
að sleppa úr þrepi á þeim þroska-
ferli.
Andleg og líkamleg umönnun
barns er ákaflega mikilvæg til
þess að það öðlist öryggiskennd og
verði fært um að læra af umhverfi
sínu og tekið þátt f verkefnum
(leik).
Barn hefur mikla hreyfiþörf og
það er sífellt „á ferðinni", hleypur,
gengur, skríður, hoppar og svona
mætti lengi telja. Við uppalendur
verðum að gera okkur skýra grein
fyrir þessari þörf barnsins og að
hún sé ekki hindruð heldur örvuð
og beint inn á þroskavænlegar
brautir. Þegar barnið fer í skólann
þarf það að hafa náð ákveðinni
færni í hreyfiþroska til að takast á
við verkefni hans, s.s. lestur og
skrift.
„Barn hefur mikla
hreyfiþörf og þad er sí-
fellt „á ferðinni“, hleyp-
ur, gengur, skríöur,
hoppar og svona mætti
lengi telja. Við uppal-
endur verðum aö gera
okkur skýra grein fyrir
þessari þörf barnsins og
að hún sé ekki hindruö
heldur örvuö og beint
inn á þroskavænlegar
brautir.“
Hjálpartæki
Á markaðinum eru margs konar
„hjálpartæki“ tengd uppeldi
barna. Má þar nefna göngugrind-
ur, hoppurólur og barnastóla.
Þessi tæki létta undir með uppal-
andanum, en það eru ýmsar hætt-
ur í notkun þeirra. Hjálpartæki
koma , ....
oft í veg fyrir að barnið geti
hreyft sig frjálst og eðlilega. Sem
dæmi má nefna göngugrind. Stöð-
ug og mikil notkun göngugrindar
getur heft hreyfiþroskann. Barnið
sem er sett í hana áður en það er
farið að stíga í fæturna og jafnvel
áður en það hefur náð efsta stigi
skriðsins, (sem talið er grundvöll-
ur þess aö barnið nái færni í
göngu) er ýtt inn á þroskastig sem
því er líkamlega ofviða. Uppalend-
ur þurfa því að vera mjög varkárir
í notkun þessara tækja.
Klæönaöur
Fatnaður barns má ekki hindra
hreyfingar þess. Tískan hefur gíf-
urleg áhrif á það hvernig við klæð-
um okkur og börnin okkar. Núna
er i tísku ákaflega hentugur
klæðnaður (æfingagallar) á unga
sem aldna og er það vel. Nauðsyn-
legt er að fatnaður komi ekki í veg
fyrir það að barn geti hreyft sig
frjálst og eðlilega.
Skór þurfa að vera fótlaga og
rúmir þannig að fóturinn nái eðli-
legu frásparki (fótstig).
Hreyfing — leikur
— útivist
Eflaust eru það einhverjir sem
líta á leik barnsins sem sjálfgef-
inn, „að þau læri þetta bara sjálf“,
„þetta kemur bara“, „við skulum
ekkert skipta okkur af þessu“ og
þ.a.l. tökum við ekki þátt í leikn-
um.
En það lærir enginn af sjálfum
sér.
Á forskólaaldri (0—7 ára) er
leikurinn starf barnsins, hann er
barninu bæði líkamleg og andleg
nauðsyn. Hreyfiþörf þess, hug-
myndaflug og athafnaþrá fær út-
rás í leiknum, einnig mótast
sjálfsmynd barnsins.
Hreyfileikir örva hreyfiþroska
barnsins og hjálpa því til að kynn-
ast líkama sínum og ná valdi yfir
honum. í gegnum leikinn og í sam-
skiptum við aðra lærir barnið að
taka tillit til annarra, skynja hluti
og líkja eftir. Jafnframt er leikur-
inn tjáning þar sem barnið fær
útrás fyrir tilfinningar sínar.
Þátttaka hinna fullorðnu gefur
leiknum gildi fyrir barnið. Við er-
um fær um að leiða leikinn og
bæta við hann og síðast en ekki
síst að menningin flyst frá einni
kynslóð til annarrar.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
Þykktir 2-50 mm.Ýmsar stæröir, m.a.:
1000x2000 mm
1500x3000 mm
1500x5000 mm
1500x6000 mm
1800x6000 mm
2000x6000 mm
SINDRAi rM .STÁLHF
Borgartúni 31 sími 27222
(Jtivistarsvæði bjóða upp á mis-
munandi möguleika, t.d. fjaran,
fjöllin og að sjálfsögðu öll grænu
svæðin á landinu okkar. Hvað ger-
um við á þessum stöðum? Hvað
gerum við á Þingvöllum í sunnu-
dagsferðinni? Ökum við kannski
inn að Meyjarsæti eða stoppum í
Almannagjá og leikum okkur?
Þegar við sitjum lengi í bíl
hindrum við hreyfiþörf barnsins
Barn sem situr of lengi í bíl verður
þreytt og ergilegt. Þetta á í raun-
inni einnig við um okkur sem full-
orðin eru. Þess vegna er nauðsyn-
legt að stoppa, hoppa út úr bílnum
svo að við getum hreyft okkur
frjálslega og óþvingað. Rifjum
upp, kennum og förum í gömlu
góðu hreyfileikina sem við lærðum
þegar við vorum börn. Vekjum
upp barnið í hjarta okkar og tök-
um þátt í leiknum, upplifum þá
gleði, samkennd, ánægju, þreytu
og vellíðan sem fylgir leiknum.
Dagvistarheimili
Markmið dagvistarheimilis er
að búa börnunum góð uppeldis-
skilyrði og efla persónulegan og
félagslegan þroska þeirra. Á dag-
vistarheimilum fer fram markviss
hreyfiþjálfun, þar sem áhersla er
lögð á gróf- og fínhreyfingar í
gegnum leikina. Æfingar eða leik-
ir sem beinast að stórhópnum eða
einstaklingnum. Dagvistarheimili
eru sniðin að þörfum barnanna.
Þar er boðið upp á fjölbreytileg
verkefni sem vekja forvitni barn-
anna, virkja sköpunar- og starfs-
gleði, auka samskipti og efla sam-
kennd hópsins. Það er hlutverk
fóstrunnar sem uppalanda að
börnin njóti ástúðar og líkamlegr-
ar umönnunar sem þau þarfnast á
þessu viðkvæma aldursskeiði.
En það er ljóst að ekki eru til
næg dagvistarrými fyrir öll börn
sem þurfa á þeim að halda.
í þessari stuttu grein höfum við
bent á mikilvægi þess að örva
hreyfiþroskann. Hann er eins og
áður var getið undirstaða alls
annars þroska. Við getum öll ýtt
undir hann með þátttöku í störf-
um og leikjum barnanna. Við skul-
um ekki gleyma því að börnin í
dag eru fullorðin á morgun og eiga
að taka við landinu okkar.
Hitt leikhúsið:
Sýningar á Edith
Piaf hafa gengið vel
— segir Páll Baldvin Baldvinsson frkvst.
UM ÞESSAR mundir sUnda yfir
sýningar í Gamla bíói á leikritinu
„Edith l’iaf’* á vegum Hins leikhúss-
ins. Þegar hefur verið sýnt átU sinn-
um syðra það sem af er sumars. Páll
Baldvin Baldvinsson, framkvæmda-
stjóri leikhússins, sagði að reiknað
væri með að halda sýningum áfram
fram undir miðjan júlí.
„Þetta hefur gengið framar von-
um, húsið hefur verið vel fullt i
hvert skipti. Sætanýting hefur
verið frá 80—95 af hundraði. Ef
sýnt verður fram í miðjan júlí
verða sýningar 18 talsins og það er
meira en okkur var spáð í byrjun.
Þessi tími ætti samkvæmt öllum
sólarmerkjum að dæma að vera
leikhúsum erfiður, svo við getum
vel við unað,“ sagði Páll Baldvin
Baldvinsson.
Næstu sýningar á Edith Piaf
verða i Gamla bíói þriðjudag og
miðvikudag. Einnig verða sýningar
um helgina.