Morgunblaðið - 06.07.1985, Side 3
Hafnarbúðir:
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLt 1885... ............ 3
Undrast hvað vakir fyrir
andstæðingum sölunnar
— sagði borgarstjóri
TILLÖGU frá minnihluta borgar-
stjórnar um að borgarstjórn lýsi yfir
andstöðu við að selja ríkinu Hafnar-
búðir var vísað til borgarráðs með 12
atkvæðum gegn 9 á fundi síðastliðinn
fimmtudag.
Eftir þessa afgreiðslu lögðu
flutningsmenn fram bókun þess
efnis að ef sala Hafnarbúða yrði
ákveðin í borgarráði á meðan borg-
arstjórn er í sumarfrii verði boðað
til aukafundar í borgarstjórn um
málið. Páll Gíslason, fulltrúi
Davíð Oddsson
Sjálfstæðisflokksins, sagðist fylgja
bókuninni, en hann og Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins, væru andvigir því að
selja Hafnarbúðir ríkinu.
Fulltrúar minnihlutans gagn-
rýndu borgarstjóra og töldu að
leysa ætti vanda Landakotsspítala
með öðrum hætti. Borgarspítali
annast nú rekstur Hafnarbúða, en
fjármálaráðherra hefur boðið í þær
fyrir hönd Landakotsspítala.
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
benti á að ef sambærileg stofnun
yrði reist nú legði ríkissjóður til
85% af stofnkostnaði, en borgar-
sjóður 15%. Reykjavíkurborg stóð
hins vegar ein straum af kostnaði
vegna Hafnarbúða á sínum tíma.
Það eina sem breyttist við söluna er
að borgarsjóður fær 55 milljónir í
sinn hlut. Það fólk sem þarna dvelst
fær auðvitaö að vera þar áfram.
Vistmenn og aðstandendur þeirra
þurfa því ekki að bera kvíðboga
fyrir framtíðinni. Þá sagði borgar-
stjóri að menn hlytu að undrast
hvað vakir fyrir þeim borgarfull-
trúum sem eru á móti sölunni.
Þrjár brýr yfir sömu á
Borgarfirði, 5. júlí.
HÉR má sjá þrjár brýr hlið við hlið yfír sömu ána, Búrfellsá neðri á
sunnanverðri Holtavörðuheiði. Var sú neðsta byggð í fyrra, í miðið 1929
og sú efsta um eða fyrir aldamótin að sögn Baldvins Einarssonar hjá
brúadeild vegagerðarinnar. Hvenær byrjað verður á þeirri fjórðu verður
sennilega ekki alveg á næstunni, enda nóg að gert í bili og vel greiðfært
yfír þá nýjustu. —pþ
Borgarstjóri um
Laugamestangann:
*
Itarlega kannaö
áður en ákvörö-
un verður tekin
„MÉK HAFA borist undirskriftir all-
margra einstaklinga og verða þær lagð-
ar fyrir borgarráð, þar sem óskað er
eftir því að málið verði ítarlega kannað
áður en nokkur ákvörðun er tekin og
aðrar leiðir athugaðar jafnframt og
mér fínnst sjálfsagt að verða við slík-
um óskum,“ sagði Davíð Oddsson,
borgarstjóri, aðspurður um hvað liði
ákvörðun um veg um Laugarnestang-
ann.
„Mér finnst sjálfsagt að verða við
slíkum óskum. Þarna er um við-
kvæmt svæði að ræða og við verðum
að vera sannfærð um að um engar
aðrar leiðir sé að ræða, áður en við
grípum til þessa ráðs. Ég tel þvf að
borgarráð hljóti að verða við þessari
áskorun að gaumgæfa málið mjög ít-
arlega áður en nokkur ákvörðun er
tekin.
Prestskosningar
í Ásaprestakalli
SÉRA Sighvatur Birgir Emilsson var
kjörinn prestur í Ásaprestakalli I
Skaftafellsprófastdæmi, en prestskosn-
ingar fóru fram 30. júní. Umsækjendur
um prestakallió voru tveir, Sighvatur
Birgir og Hörður Þ. Ásbjörnsson.
A kjörskrá voru 160, atkvæði
greiddu 99, sem er 62% þátttaka.
Féllu atkvæði þannig að Sighvatur
fékk 79 atkvæði og Hörður 7, en auð-
ir seðlar voru 13.
Verzlunar-
skólabréfin
eru uppseld
SKULDABRÉF Verzlunarskól-
ans hafa nú öll selzt að því er
segir í frétt frá Verzlunarskólan-
um og Verzlunarbankanum.
Verzlunarskóli Islands gaf út
skuldabréf þann 25. júní sl. að
fjárhæð 10,5 milljónir króna til
sölu á almennum markaði og hafði
Verzlunarbankinn milligöngu um
útboð bréfanna og ábyrgist
greiðslu þeirra.
Skuldabréfin voru verðtryggð,
lánstími 1 'h til 2 ár og ávöxtun
10%.
Sala skuldabréfanna fór að
stærstum hluta fram hjá Kaup-
þingi. _______
Happdrætti Sjálf-
stæðisflokksins:
Dregið í dag
í DAG verður dregið í Vorhapp-
drætti Sjálfstæðisflokksins. Skrif-
stofan í Valhöll, Háaleitisbraut 1,
er opin í allan dag, sími 82900.
Mazda 626
BILftR MINNST
KYÐGAR MINNST!
Samkvæmt könnun, sem hið virta þýska tímarit STERN gekkst fyrir nýlega kom í Ijós að
MAZDA 626 ryðgar minnst allra bíla, sem seldir eru í Þýskalandi. Ennfremur sýndi könnun,
sem gerð var af vegaþjónustu Félags bifreiðaeigenda í Vestur-Þýskalandi að MAZDA 626
bilar minnst allra bíla í millistærðarflokki þar í landi.
Eins og allir vita gera Þjóðverjar afar strangar kröfur til bíla um gæði og góða aksturseigin-
leika. Það er því engin furða að MAZDA 626 ER LANG MEST SELDI JAPANSKI BÍLLINN
í ÞÝSKALANDII.
Við eigum nú nokkra af þessum úrvalsbílum til afgreiðslu strax úr síðustu sendingu, á sér-
lega hagstæðu verði, eða frá kr. 448.500.
Sterkari en
gerist og gengur
Ný 8000 fm. MAZDA sölu- og þjónustumiðstöð
BÍLABORG HF.
Smiðshöfða 23 sími 812 99