Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 6. JÚLÍ 1985 Söluaukning á mjólk og kindakjöti í maí í MAÍ jókst sala mjólkurvara um 322 þúsund lítra, eða tæp 8% miðaó við sama mánuð í fyrra og varð aukningin í sölu nánast allra tegunda. Aukningin dugar þó ekki til að vinna upp framleiðsluaukninguna í mánuðinum sem var 460 þúsund lítrar. í maí varð einnig aukning í sölu á kindakjöti, eftir samfelldan samdrátt um margra missera skeið. Söluaukning á nýmjólk varð inu, þ.e. frá 1. september sl. Með- 5,9%, léttmjólk 27%, súrmjólk 4%, undanrennu 17%, mysu 29%, rjóma 22%, jógúrt 6% og skyri 3%, svo nokkrar tegundir séu nefndar. í aprílmánuði varð einnig nokkur aukning í sölu mjólkur- vara en í marga mánuði þar á undan var samdráttur í sölunni. Agnar Guðnason blaðafulltrúi bændasamtakanna telur að þessi umskipti megi rekja til auglýs- ingaherferðar mjólkurdagsnefnd- ar, þar sem komið var á framfæri við fólk upplýsingum um hollustu- gildi mjólkurinnar. Undanfarin misseri hefur verið stöðugur samdráttur í sölu kinda- kjöts og hefur salan dregist saman um 7% það sem af er verðlagsár- o INNLENT Leeds Castle til sýnis BREZKA strandgæzluskipið HMS Leeds Castle, sem er í kurteisis- heimsókn í Reykjavík, verður til sýnis almenningi, í dag, laugar- dag, frá klukkan 14 til 17. Skipið liggur við Ægisgarð. alsalan þessa 9 mánuði hefur verið 840 tonn á mánuði. í maí varð hins vegar veruleg söluaukning, eða um 32%, og seldust 1.319 tonn af kindakjöti (þar af 1.051 tonn af dilkakjöti). Það sem af er verðlagsárinu hafa verið flutt út 2.052 tonn af kindakjöti, sem er 40% minna en á sama tíma í fyrra. Birgðir af dilkakjöti voru 3.711 tonn þann 1. júní, sem er 5% minna en 1. júní 1984. Mjög litlar birgðir hafa verið í sölu nautgripakjöts undanfarin ár. Árleg sala hefur verið um 2.400 tonn. Meðalneysla á hvern íbúa hefur þó lítillega lækkað á sl. fimm árum, eða úr 10,8 kg. á hvert mannsbarn í 9,4 kg. Birgðir af nautgripakjöti 1. júní sl. voru samtals 697 tonn, sem er 30% meira en á sama tíma í fyrra. Nokkur aukning hefur verið í sölu á svínakjöti að undanförnu og eru birgðir nú nokkru minni en fyrir ári. Frá 1. september til 1. júní var heildarsalan 1.141 tonn, sem er rúmlega 4% meira en á sama tíma í fyrra. Birgðir 1. júní voru aðeins 22 tonn sem er 61% minna en á sama tíma í fyrra. Meðalneysla á hvern landsmann var 3,6 kg. á árunum 1982/83, en á sl. ári 4,6 kg. Svínakjötið hefur þar með komist yfir hrossakjötið I meðalneyslu, því í fyrra var neysl- an á hrossakjöti 3,5 kg. og hefur lítið breyst. Heildarneysla lands- manna á öllu kjöti er talin vera yfir 70 kg., og þar af er kindakjöt- ið rúm 40 kg. Ólafsvíkurkirkja: Útför skipverja af Bervík SH 43 ÓUfsvík. 5. júlí. í DAG var gerð frá Ólafsvíkurkirkju útför þeirra Steins Jóhanns Rand- verssonar og Freys Hafþórs Guð- mundssonar sem fórust með Bervík SH 43 þann 27. mars sl. Sóknarpresturinn, séra Guð- mundur Karl Ágústsson, jarðsöng og sagði m.a. í útfararræðunni: Drengur á hjóli fyrir bfl MorgunbladiA/Júlíus Tólf ára drengur á reiðhjóli varð fyrir bfl á mótum Hringbrautar og Meistaravalla um klukkan 13.00 í gærdag. Var drengurinn fluttur á slysadeild þar sem gert var að meiðslum hans, sem ekki voru talin alvarleg. TiUögur „kartöflunefndarinnar“: Innflutningsalmanak fyrir kartöflur og grænmeti „Langri bið er lokið. Drottinn hef- ur bænheyrt okkur, þar sem við fáum í dag að jarðsyngja þá félaga saman.“ Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju söng og sjómenn stóðu heiðurs- vörð fyrir kirkjudyrum. Mjög fjöl- mennt var við útförina. - Helgi NEFND sem landbúnaðarráð- herra skipaði í fyrra til að fjalla um innflutning á kartöflum og grænmeti hefur skilað áliti. Byggir hún í grundvallaratriðum á á- kvæðum í nýju lögunum um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á landbúnaðarafurðum en gerir til- lögur um ýmis framkvæmdaatriði. M.a. leggur nefndin til að gert verði innflutningsalmanak fyrir grænmeti þar sem komi fram hvenær innflutningur hverrar grænmetistegundar er bannaður, frjáls eða háður leyfisveitingum. Nefndin leggur til að inn- flutningur fari því aðeins fram að hann skaði ekki hagsmuni ís- lenskra framleiöenda, en þess sé jafnframt gætt að hverju sinni sé það framboð innanlands af kartöflum og grænmeti sem markaðurinn krefur. Skipuð verði fimm manna innflutnings- nefnd sem fylgist með innflutn- ingnum. Formaðurinn verði frá landbúnaðarráðuneytinu, einn fulltrúi sameiginlega frá Sam- bandi garðyrkjubænda og Landssambandi kartöflubænda, einn frá Framleiðsluráði og tveir frá viðskiptaráðuneytinu (annar þeirra frá verslunar- aðilum). í tillögum nefndarinnar að innflutningsalmanaki er gert ráð fyrir að innflutningur ein- stakra tegunda verði frjáls á- kveðinn tíma árs. Verði hann bannaður (nema með sérstökum undantekningum) utan þess tíma nema mánuð fyrir og eftir Eyrópumótið í bridge: Austurríkismenn urðu Evrópumeistarar — íslensku sveitirnar í 14. og 16. sæti SalMomaggiore, 5. júlí. Prá Jakob R. IMöller rrétUriUra MorjOinbUAoins. Austurríkismenn urðu Evrópu- meistarar í bridge í opnum flokki en mótinu lauk í dag. Spiluóu Austurrikismenn vió Frakka í síó- ustu umferðinni og sigruóu 19—11 á meóan helztu andstæóingar þeirra, Israelsmenn, sem reyndar hafa leitt mótió mestalla keppnina, töpuóu fyrir Svíum. Svíar hafa spilað stórt hlut- verk í lokaumferðunum. í 19. umferð sem spiluð var í gær gerðu þeir að engu vonir Dana um að komast í heimsmeistara- keppnina og í dag sviptu þeir israelsmenn Evrópumeistara- titlinum, sem ísraelsmenn virt- ust að minnsta kosti komnir með aðra höndina á. Svíar unnu leik þjóðanna með 22—8, eftir að hafa leitt í hálfleik með 48—37. Þróunin í gærkvöldi hafði verið Dönum hagstæð. Þeir unnu sinn leik gegn Luxemburg með 25—3, Frakkar töpuðu 5—25 fyrir Sviss og Austurríki náði aðeins jafn- tefli gegn Finnum. Staðan fyrir síðustu umferð var: 1. ísrael 366, 2. Austurriki 357, 3. Danmörk 348, 4. Frakkland 347, 5. Holland 341, 6. Svíþjóð og 7. Bretland 332. Eins og áður er fram komið spilaði Austurríki við Frakkland og vann 19—11, sem dugði til að vinna mótið vegna 8—22 taps ísraels fyrir Svíum. Norðmenn gerðu fræðilegar vonir Dana að engu. Þeir unnu leikinn 20—10, eftir að hafa haft 72 IMP-stig yfir í hálfleik, 88—16. í tveimur síðustu umferðunum í opna flokknum vann ísland Grikkland 22—8 og tapaði 12—18 fyrir ír- landi. Jón og Sigurður fyrri hálf- leik, en Jón og Símon þann seinni. í gærkvöldi töpuðu kon- urnar 11—19 fyrir Hollandi, en í dag 13—17 fyrir ísrael. Lokastaðan í opna flokknum: 1. Austurríki 376, 2. ísrael 374, 3.-4. Frakkland, Danmörk 358 en Frakkar vinna á innbyrðis- leik, 5. Svíþjóð 357, 6. Bretland 355, 7. Holland 352. Ísland var í 16. sæti með 291 stig. í kvennaflokki vann Frakk- land og var raunar búið að því fyrir síðustu umferð. Lokastaða í kvennaflokki: 1. Frakkland 281, 2. Bretland 263, 3. Ítalía 261, 4. Holland 259, 5. Svíþjóð 254. Islensku konurnar urðu f 14. sæti með 188 stig. Volkmar Steinecke Volkmar Steinecke látinn LÁTINN er í Dortmund Volkmar Steinecke, 57 ára að aldri. Stein- ecke var aðalhvatamaður að stofn- un íslandvinafélags í Dortmund á síðasta ári cg stóð félagið m.a. fyrir Islandsviku, 7 daga kynningu á menningu og sögu tslands, í ág- úst í fyrra. Samkvæmt ósk hins látna er þeim sem vilja minnast hans bent á orgelsjóð Hallgrímskirkju í Reykjavík, en Steinecke var mjög mikill áhugamaður um sígilda tónlist. í því tilefni hefur verið opnaður sérstakur reikningur í Dortmund undir nafninu „Hall- grimsorgel". Hallgrímskirkja í Reykjavík vottar eftirlifandi eiginkonu og dóttur hins látna samúð sína. (Í r rrétutilkynnineu) frjálsa tímann þegar innflutn- ingur verði háður leyfum. Gert er ráð fyrir að innflutningur kartaflna, sveppa og rófna verði háður leyfum allt árið en inn- flutningur lauks, eggaldina og rósakáls frjáls allt árið. Gert er ráð fyrir að agúrkur og fleiri grænmetistegundir verði frjáls- ar frá 15. desember til 1. mars, en enginn innflutningur leyfður 1. apríl til 15. nóvember. Tómat- ar, paprika , grænkál og fleiri tegundir verða frjálsar í desem- ber til og með mars, en enginn innflutningur í maí til nóvem- ber. Frjáls innflutningur verði á hvitkáli og gulrótum í janúar til maí, en enginn júní til desemb- er. Blómkál verður frjálst einum mánuði lengur en hvítkálið og ýmsar aðrar káltegundir verða frjálsar 1. janúar til 1. júlí en innflutningur á þeim bannaður í ágúst til nóvember. Undir nefndarálitið skrifa: Guðmundur Sigþórsson, deild- arstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu sem var formaður nefndarinnar, Kristján Bene- diktsson garðyrkjubóndi, Ingi Tryggvason formaður Stéttar- sambands bænda, ólafur Björnsson kaupmaður, Magnús Sigurðsson kartöflubóndi, örn Bjarnason læknir og Sveinn Björnsson skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu. Jón Óttar Ragnarsson matvælafræðingur sagði sig úr nefndinni á starfs- tíma hennar og Árni Árnason framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs íslands skilaði séráliti þar sem hann lýsir sig andvígan til- lögum nefndarinnar og gerir til- lögur um aðrar innflutn- ingsreglur. Borgarstarfs- menn samþykktu NÝGERT samkomulag borgaryf- irvalda og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, um breyt- ingar á launaliðum gildandi sam- nings til samræmis við breytingar á samningum ASÍ og BSRB, var staðfest á fundi í félaginu í fyrr- akvöld. Um 120 manns sátu fundinn og var samkomulagið samþykkt með öllum atkvæðum gegn tveimur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.