Morgunblaðið - 06.07.1985, Page 16

Morgunblaðið - 06.07.1985, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1985 Veiðiþáttur Hvimleið en nauðsyn- leg kvikindi geta eyðilagt veiðitúrinn — ef ekki er gert ráð fyrir þeim og öllum ráðum beitt l>að má ætla að sá veiði- og ferðamaður aé ekki til sem þolir með góðu móti mývarg. Til eru þeir sem brosa tvírætt og segja að mýfárið snerti sig ekki og þeir séu aldrei bitnir. Vel má vera að síðari staðhæfingin standist að nokkru, því mýflugur eru þekktar fyrir að fara í manngreinarálit og sjúga frekar blóð úr þessum en hinum. En því trúir undirritaður aldrei að mý- flugnasveimur angri ekki hvern þann sem er honum ofurseldur. Við erum að sjálfsögðu að ræða hér um bitmýið hvimleiða, við viljum ekki segja viðbjóðslega, því einhvers staðar lengst í fylgsnum hjartans erum við þrátt fyrir allt ánægð með að það skuli vera til, því án þess væru ekki laxar og silungar í islenskum ám og vötn- um. Lirfur bitmýsins eru aðalfæða laxa, urriða og bleikju á uppvaxt- arskeiðinu og þeir síðarnefndu halda áfram að háma kvikindin í sig fram eftir allri ævi, laxinn hættir því hins vegar strax og hann gengur í fyrsta skipti (og oft eina skiptið) til sjávar. En hvað er til ráða? Það er ekki einu sinni bjóðandi helsta óvini sínum að standa varnarlaus frammi á Arnarvatnsheiði eða í Mývatnssveit á lygnum og hlýjum degi fyrri hluta sumars og fram í ágúst. Menn eru miskunnarlaust framreiddir á borðum mýflugn- anna og mergsognir. I yfir 20 stiga hita og logni neyðast menn til að dúða sig þykkum skjólfatnaði og setja hvimleið net yfir höfuðin og gera hinar ýmsu ráðstafanir aðrar ef þeir ætla sér að sleppa bæri- lega. Dugar þó ekki alltaf til öll viðleitnin. Til eru hin ýmsu ráð til þess að stugga flugunum frá hörundinu og reynast þau misjafnlega. Ýmsar gerðir af áburði fást og hafa feng- ist í gegnum tíðina, sportvöru- verslanir og apótek hafa haft slíkt á boðstólum. Það fer ýmsum sög- um af ágæti þessara efna, undir- ritaður hefur reynt eitthvað af þeim og hafa þau reynst honum heldur léleg og útkoman verið sú að helst þyrfti að smyrja þeim linnulaust á húðina og er það að sjálfsögðu óhagkvæmt. Flestir sem undirritaður hefur spurt um þetta hafa haft svipaða sögu að segja, kremin og droparnir hafi reynst heldur lélegar mýflugna- varnir. Hátíðnitæknin er umtalað fyrirbæri í þessu sambandi og ekki allir á eitt sáttir um ágæti hennar. í eina skiptið sem ég hef séð slíkt í notkun kom það að engu haldi og ef nokkuð, þá angraði það Á Arnarvatnsbeiði nýlega. Er ekki betra að gera ráðstafanir? MorKunblaöiö/ö?. einungis þann sem bar það, því hann heyrði einum of vel. Á móti hafa menn dásamað apparat þetta í bak og fyrir og talið það lausn vandans. Ljóst er þó að það leysir ekki vanda allra. Gamla sagan um að mýflugur fælist pípu- og vindlareyk fær vart staðist, undir- ritaður hefur séð varginn hrein- lega sækja í reykinn, auk þess sem það getur haft skelfilegar afleið- ingar ef menn reyna að reykja og bera mýflugnanet samtímis, netin brenna vel. „Hámið í ykkur B-vítamín, gangið svo rösklega og svitnið, þá brýst út lykt sem þig finnið ekki sjálfir, en flugurnar hafa sann- kallaða andstyggð á,“ ráðlagði einn vinur okkar áður en við héld- um fram á Arnarvatnsheiði eitt sumarið. Þetta var reynt og ekki aftur, því til að byrja með urðum við lítt varir við að flugan fældist okkur og þó kófsvitnuðum við. I öðru lagi, að þó þetta hefði dugað hefðum við þurft að „ganga rösk- lega“ allan daginn og þá hefði trú- lega orðið lítið úr veiðum. Loks skal getið gamla góða nets- ins og staðfest skv. reynslu undir- ritaðs og þeirra sem hann þekkir síðasta áratuginn eða meira, að netin standa sig best. Það væri vissulega stórkostlegt ef hægt væri að komast af með að hakka í sig vítamínið, eða smyrja á sig einhverju kreminu. Sannleikurinn virðist hins vegar sá, að það dugar ekki. Það er hvimleitt að ramba um heiðar heilu dagana með net um höfuðið, en hvimleiðara þó trúlegra að verða allur bitinn og bólginn. Gæta verður þess þó, að flugurnar komist ekki niður með netinu, því þá er voðinn vís. Gott ráð er hreinlega að „teipa“ netin við húðina undir fötunum. Þá má ekki gleyma, að „teipa" einnig fyrir ermarnar, því kvikindin laumast af meiri kunnáttu og snilld heldur en besti indíána- stríðsmaður. Flugurnar eru smáar og því þarf lítið gat til að dýrið komist í gegn og sjúgi merg og bein. Teygjur eða bönd ýmiss kon- ar koma að sömu notum á ermar manna og límbandið. Stundum er mývargurinn hrein plága og í raun lítt gerlegt að spoma við honum. Einn kom ofan af Arnarvatnsheiði bitinn upp eftir báðum fótum, all- ar götur upp í nára, á hálsi og báðum handleggjum. Lá mann- greyið með hita og pest næstu daga eftir. Þó var hann nær allan tímann í háum vöðlum og net not- aði hann sannarlega. En netið var aldrei þétt og hann fór óvarlega er hann var eigi á veiðum og sprang- aði um í vaðstígvélum einum sam- an. Og ermarnar á skyrtunni hnýtti hann ekki niður. Því eru þessi orð rituð að stuðla að því að menn fái hrharksánægju út úr veiðum á heiðum frammi eða hvar svo sem mýflugur eru fjöl- mennar innan um silunginn, en það er reyndar æði víða. Stang- veiðimönnum fjölgar hér á landi jafnt og þétt og á meðan verð á laxveiðileyfum hækkar skv. ein- hverjum óraunverulegum forsend- um heldur silungsveiðin áfram að vera tiltölulega ódýr, a.m.k. miðað við laxveiðina. Því er straumurinn einkum í silunginn. Það væri slæmt ef menn legðu upp í sína fyrstu silungsveiðiferð og gerðu ekki ráð fyrir því að ganga inn í mýflugnaský. Það gæti breytt draumnum í martröð. Þeir stækka og stækka Einu sinni kom hingað til lands Bandaríkjamaður sem hafði dreyrat um það árum saman að veiða í hinum frægu íslensku laxveiðiám. Hann hafði aldrei áður dregið fisk á stöng, en fjármagn skorti eigi, þannig að hann keypti sér daga á besta tíma í einni af bestu ánum. Hérlendur vinur hans var honum innan handar, útvegaði leyfin, leiðsögumann og greiddi götu hans í hvívetna, enda vildi hann að draumur vinar síns myndi rætast og vissulega voru horfur á því hinar bestu, nóg var af laxi. Svo leið að veiðitúrnum, en hin- líklegur undanfari góðrar veiði. um óreynda veiðimanni gekk illa, hann tók prýðilega tilsögn, en allt kom fyrir ekki. Allt i kring um hann fengu menn lax eða laxa og er á leið náði vonleysið tökum á honum og það vita veiðimenn best sjálfir, að slíkt hugarfar er ekki Síðasti klukkutíminn á síðasta deginum leið óðum og vinur okkar slengdi flugunni kæruleysislega yfir fallega breiðu þar sem laxar stukku og léku sér. Tíu mínútur í tólf gerðist svo undrið, veiðimað- urinn vissi ekki fyrr en línan tætt- Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Hvar eru Clairol fótaböðin? Eftir því sem íslendingum hefur vaxið fiskur um hrygg í útflutn- ingsmálum og umsvif þeirra auk- ist á erlendum vettvangi, hafa þeir rekist á skort íslenzkra orða til að lýsa sölustarfsemi sinni. Það er fyrst og fremst enska orðið „marketing“, sem valdið hefir því, að mörgum manninum hefir orðið fótaskortur á tungunni. Það hefur sem sagt ekki tekist að íslenzka þetta títtnotaða orð svo öllum líki. Það væri ef til vill ekki úr vegi að útskýra fyrir þeim, sem ekki eru með á útflutningsnótunum muninn á sölu og „marketing". Það síðarnefnda innifelur þann kostnað og vinnu, sem það tekur að skapa eftirspurn eftir vörunni. Þá fer salan fram. Svo eru líka til einhliða sölur, eins og þegar und- irritaður er samningur við Rússa um að þeir kaupi 10.000 tonn af karfa. Hér þurfum við ekkert að hugsa um „marketing". Ymsar uppástungur um þýðingu á enska orðinu hafa komið fram. Má þar nefna „markaðssetning", „markaðsskynjun" óg talað er t.d. um framkvæmdastjéra „mark- aðssviðs" o.s.frv. Önnur orð hafa verið notuð, en ekki man ég þau öll að sinni. Mín uppástunga er sú, að „marketing" verði kallað mörkun. Þetta er kvenkynsorð, sem til er í málinu, en mjög lítið notað nema í hugtakinu mörkun sauðfjár og í samsetningunni takmörkun. Hér er stutt og lipurt orð af sama stofni og markaður, og ætti það að geta tekið að sér þetta nýja hlut- verk með glans. Fljótlega gætum við séð setningar eins og þessar: „Mörkun lagmetis í Ámeríku gengur vel.“ „Jón sér um sölu og mörkun fyrir Flugleiðir í Svíþjóð." Svo á eftir að þýða sögnina „to market", sem sumir hafa kallað „að markaðssetja" eða „mark- aðsskynja". Mín tillaga er að kalla það að merka. Þetta orð er ekki til í málinu samkvæmt íslenzkri orðabók Menningarsjóðs. Ekki er ráðlegt að nota orðið marka, því það er notað mikið í daglegu máli. Hið nýja orð mætti nota svona: „Álafoss merkaði peysurnar í Kanada með góðum árangri.“ „Stórfé var varið til að merka myndbönd á fslandi." Ég veit, að það tekur tíma að venjast svona nýyrðum, svo ég ætla að koma með nokkur dæmi, þar sem þau eiga vel heima. Hérna í henni Ameríku, þar sem einkaframtakið og kapítalisminn ráða ríkjum, eru sala og mörkun í hávegum hafðar. Fyrirtæki og samtök ýmis veita verðlaun fyrir góðan árangur á þessu sviði, og ganga sögur um einstök afrek í mörkun og sölu vörutegunda eða tækja manna á milli. f höfuðstöðvum Clairol-fyrir- tækisins er enn verið að tala um eitt mesta mörkunarafrek í sögu þess, þá er þúsundir fótabaða voru seldar til fslands á fáum mánuð- um fyrir nokkrum árum. Mörkun- arherferðin á Fróni var hnitmið- uð, með snjöllum sjónvarpsauglýs- ingum, sem höfðu feikileg áhrif. Herferðin.þótti ekki dýr enda auð- velt að ná til allra landsmanna, því þeir eru allir límdir við sömu sjónvarpsstöðina. Það fannst Clairol-mönnum sniðugt. Svo mikið lá á að koma fleiri fótaböðum til landainsíyrir jól, að gripa varð til þess að senda við- bótarbirgðir með flugvélum. Um tíma voru forráðamenn Clairol farnir að halda, að ef til vill væru fslendingar fjórfættir! Hvergi nokkurs staðar í heiminum hefir náðst slikur árangur í sölu þessa tækis. Það er svo aftur á móti annað mál, hvað orðið hefir af öllum þessum fótaböðum. Ég hefi ekki heyrt á þau minnst langa lengi og ekki er ég heldur viss um, hvort fótamenning þjóðarinnar hefir batnað. Enginn hefir haldið því fram, að táþefur hafi minnkað i landinu. Hefi ég sterkan grun um það, að Clairol-fótabaðstízkan hafi ef til vill orðið að víkja fyrir öðrum menningarstraumum, sem farið hafa um okkar ástkæra land. Heyrt hefi ég á skotspónum, að Clairol-fótabað hafi sést í Vestur- bænum, úti á svölum, skartandi útsprungnum stjúpmæðrum og öðrum sumarblómum. Eins og við var að búast hefir niðurlæging þessa fyrrum fræga tækis orðið mest í Austurbænum, en þar ku eitt þeirra vera notað undir sand handa heimiliskettinum, fyrir hann að ganga þar örna sinna. Ef fram fer þjóðaratkvæðagreiðsla um bjórinn væri ef til vill hægt að fá inn á atkvæðaseðilinn smá spurningu um fótaböðin: Eigið þér Clairol-fótabað? Ef svo er, þá vinsamlega greinið frá því, hvort það er enn í no.tkun. Ef það er ekki í notkun, segið þá frá því, hvar það er nú niðurkomið og hvort það gegnir nú öðru hlutverki en í upp- hafi var til ætlast. Annars vorum við að tala um mörkun og sölu. Æðimörg dæmi eru til um það, að varningur hafi verið seldur eða sendur á markað án þess að tilhlýðileg mörkun hafi fyrst farið fram. Svoleiðis getur oft farið illa, enda varla við öðru að búast. Fyrir mörgum árum var all mikið magn lagmetis selt jap- önsku fyrirtæki, sem ætlaði að selja vörurnar í Ameríku. Japanir gerðu engar tilraunir til mörkun- ar og þess vegna varð ekkert úr sölu. Lá allt magnið í birgða- skemmu hér vestra heilt heitt sumar og kom margt skrítið fyrir. Svarti grásleppukavíarinn varð grænn og gulur eins og kameljón, síldardósir bólgnuðu út og urðu bústnar en aðrar krukkur og dósir sprungu í loft upp. Önnur sorgleg dæmi mætti til tína, en við látum þetta nægja í bili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.