Morgunblaðið - 06.07.1985, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.07.1985, Qupperneq 20
20 MOROUKBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ1985 Norskt víkingaskip fórst við Færeyjar Níu manns bjargað, sem með skipinu voru l*órsböfn, 5. júlí. Frá frétUritara Morgunblaðains, Jogvan Arge. NORSKT víkingaskip frá Stavanger fórst við Færeyjar á fimmtudagskvöld, en níu manns, sem með því voru, komust allir lífs af. Fékk skipið á sig brotsjó í sundinu milli Hesteyjar og Koltureyjar með þeim afleiðingum, að það brotnaði í spón og sökk á 25 sekúndum. Tókst fólkinu að halda sér á floli með björgunarvestum. Maður einn í Norðurdal varð þess var fljótlega, að slys hafði orðið og reri hann út á árabáti til að bjarga fólkinu. Björgunar- skipið Tjaldrid kom síðan á vett- vang og tók fólkið um borð. Tals- vert brak úr víkingaskipinu náðist einnig. Er svo að sjá sem skipið hafi brotnað í marga hluta. Heíur það greinilega ekki þolað öldurótið og harða vindhviðu, sem það lenti í. í hópi þeirra sem með skipinu voru var eins árs gamalt barn. Var það klætt í björgunarvesti er óhappið skeði. Heldur móðir barnsins því fram, að það hefði varla lifað óhappið af ef það hefði gertz hálftíma síðar, því þá hefði barnið verið háttað í koju og ekki verið með björgunarvesti. Víkingaskipið hóf ferð sína frá Stavanger í Noregi og kom við í Leirvík á Hjaltlandi á leið sinni til Færeyja. Margir þeirra, sem voru með skipinu, voru lagðir í sjúkra- hús í Þórshöfn. Heilsu þeirra er þó ekki talin hætta búin og verða þeir væntanlega útskrifaðir þaðan í dag. Suður-Afríka: Tveir læknar sekir um van rækslu vegna dauða Bikos Jóhanneriarborg, 5. júlí. AP. Læknaráðið í Suður-Afríku fann tvo hvíta lækna, sem starfa á vegum hins opinbera, seka um vanrækslu í tengslura við dauða blökkumannaleiðtogans Steve Biko, sem lést árið 1977. Læknaráðið, sem situr í Pretor- íu-fylki, komst að þeirri niður- stöðu að Benjamin Tucker, fylkis- læknir í Pretoríu, og Ivor Land hefðu falsað læknisskýrslu Bikos og þeir hefðu ekki sinnt honum sem skyldi, skömmu áður en hann lést í varðhaldi lögreglunnar. Tucker verður bannað að stunda lækningar í þrjá mánuði, en ráðið frestaði refsingunni um tvö ár. Land slapp með áminningu, en ráðið hafði heimild til að gera báða læknana brottræka úr læknastéttinni. Líkskoðun leiddi í ljós að Biko lést af völdum höfuðáverka, sem hann hafði sennilega hlotið í átök- um við lögreglu. Eftir dauðann varð Biko að nokkurs konar písl- Norður-írland: Sjö slasast í spreng- ingu IRA Belfast, Noróur-írlandi, 5. júlí. AP. SPRENGJA sprakk í dag í sendiferðabfl nálægt landa- mænim írlands og Norður- írlands með þeim afleiðing- um að sjö manns slösuðust lítillega. Hinir slösuðu voru þrír lögreglumenn og fjórir borgarar. írski lýðveldisherinn, IRA, hefur lýst ábyrgð á sprengju- tilræðinu á hendur sér. Dómstóll á Norður-írlandi sýknaði í dag 20 mótmælendur, sem ákærðir voru fyrir hermd- arverkastarfsemi. Dómarinn, sem dæmdi í málinu, neitaði að taka til greina vitnisburð manns, Williams Allen, sem kvað mennina 20 hafa staðið að ýmiss konar ólöglegri starfsemi; allt frá því að eiga aðild að hryðjuverkasamtökum til morð- tilræða. Dómarinn sagði aftur á móti að Allen, sem afplánar nú fang- elsisdóm fyrir morð, hefði hvað eftir annað logið fyrir rétti og því bæri ekki að taka vítnisburð hans til greina. arvotti í augum blökkumanna, sem berjast gegn hvíta minnihlut- anum í Suður-Afríku. Ekkja Bikos, Nontsikeleld, sagði í samtali við fréttamenn að hún væri ánægð að sannleikurinn í málinu væri nú loksins kominn í ljós, en hún hefði búist við að læknarnir hlytu þyngri refsingu. Á sama tíma og tilkynnt var um úrskurð læknaráðsins voru tveir unglingar skotnir til bana og fleiri særðir í átökum við lögregluna i bænum Duduza, austur af Jóhann- esarborg. Lík annars hinna látnu lá enn á götunni nokkrum klukku- stundum eftir árásina og að sögn sjónarvotta hótaði lögreglan að skjóta á hvern þann sem nálgaðist líkið. Einnig voru nokkur ung- menni handtekin og haldið í bygg- ingu, sem lögreglan hefur girt með gaddavír. Hundruð hvítra námsmanna efndu einnig til mótmæla í Jó- hannesarborg vegna morðanna á Matthew Goniwe og þremur öðr- um leiðtogum blökkumanna. Mótmælendurnir gengu um með spjöld þar sem þeir skoruðu á stjórnvöld að hætta pólitískum fjöldamorðum og ofsóknum gegn blökkumönnum. Lögreglan var viðstödd mótmælaaðgerðirnar, en skarst ekki í leikinn þar sem þau fóru friðsamlega fram. Mótmæl- endumir höfðu raðað sér upp báð- um megin við aöalgötur borgar- innar, til að forðast að brjóta lög sem banna fjöldasamkomur á göt- um úti. Goniwe var 38 ára gamall kenn- ari í bænum Cradock í Höfðafylki, en var rekinn í byrjun ársins 1984. Hann hvarf ásamt þremur fylgis- mönnum sínum þann 27. júní er þeir voru á leið til Cradock. Lík þeirra fundust skömmu síðar í bíl Goniwes. Höfðu þeir verið stungn- ir og brenndir til bana. Afríkuríkið Guinea: ■ l p AP/Simamynd 8000 ára garrdar múmíur í noröurhluta Chile, nánar tiltekiö í Arica, fundust nýlega þrjár múmíur. Myndin af þeim, sem hér birtist, var tekin í safni bæjarins. Líkin, sem smurö voru með þessum hætti, eru af karli og tveimur börnum og er talið aö þau séu um 8000 ára gömul. Sé þessi aldursgreining rétt er hér um næstum 3000 árum eldri múmíur að ræöa en þær sem taldar eru elstar í Egyptalandi. Vísindamenn binda vonir viö að þessi fundur veröi til aö veita þeim betri innsýn í sögu mannlífs í Ameríku. Valdaránstilraun rann út í sandinn _ (Vmakry, Guinea, S. júlf. AP. UTVARPIÐ í Conakry, höfuöborg Afríkulýðveldisins Guinea, greindi frá því í dag, að valdarán Diara Traore, menntamálaráðherra landsins, hefði mis- heppnast. Kvað útvarpiö herinn hafa full tök á stjórninni. Franskir blaðamenn í höfuð- borginni segja, að hersveitir hlið- hollar Lansana Conte forseta hafi brotið valdatöku Traore á bak aft- ur. Hafi Ousane Sow, varnarmála- ráðherra, stjórnað gagnbylting- unni. Þeir segja, að svo virðist sem nokkur hópur óbreyttra borgara hafi fallið í átökum við valda- ránsmenn og hafa stjórnvöld stað- fest það. Engar tölur um mannfall hafa þó verið nefndar. Frönsku blaðamennirnir segja ennfremur, að til óspekta hafi komið í höfuðborginni í morgun þegar stuðningsmenn Conte for- seta úr hópi óbreyttra borgara, sem söfnuðust saman til að lýsa Barn fær ÓT-veiki vegna brjóstagjafar Sidney, Ástralíu, 5. júlí.AP. ÓNÆMISTÆRING (ÓT-veiki) hefur nú verið greind í fyrsta skipti í ung- abarni, eftir fæðingu þess, að sögn ástralsks læknis sem segir að þessar upplýsingar varpi nýju Ijósi á hvernig sjúkdómurinn berst á milli manna. „Þetta er mjög alvarlegt, því þetta er ný hlið á sjúkdóminum sem við vissum ekki um, þ.e. tengsl móður og ungabarns," sagði Julian Gold, yfirmaður rannsóknar- og heilsugæslustöð- var fyrir ónæmistæringarsjúkl- inga í Sidney. „Þetta skýrir að nokkru hvern- ig sjúkdómurinn berst á milli rnanna," sagði Gold. Hann bætti við að drengurinn, sem nú er orð- inn um eins árs gamall, hafi sennilega fengið ónæmistæringu í gegnum brjóstagjöf. Móðir drengsins fékk sjúkdóminn í gegnum blóðgjöf sem hún fékk daginn eftir að hún átti drenginn. Gold sagði að hundruðir barna í Bandaríkjunum væru fædd með ónæmistæringu, en í þessu tilfelli væri ekki um fæðingargalla að ræða, og kom ekki í ljós að dreng- urinn hefði sjúkdóminn fyrr en móðir hans kom með hann í skoð- un fyrr á árinu, áhyggjufull yfir þvf að drengurinn virtist ekki dafna vel. Gold sagðist ekki vilja hræða mæður um allan heim með þess- um fréttum, og sagði að allt blóð sem gefið væri sjúklingum í Ástr- alíu værr nú rannsakað gaum- gæfilega og væri búið að koma upp sérstökum blóðrannsóknar- kerfum í öllum blóðbönkum þar í landi. Gold er einnig í sérstakri opinberri nefnd sem sett var á fót til að komast að upptökum sjúk- dómsins. Heilbrigðismálaráðherra Ástr- alíu, Neal Blewitt, sagði að ónæmistæring væri að ágerast í Ástralíu og spáði hann að í lok næsta árs myndu um 600 manns þjást af sjúkdóminum, eða 600% fleiri en í dag. Gold rannsakaði um 1.000 sjúklinga í síðasta mánuði og fann að 20% þeirra höfðu á ein- hvern hátt komist í tæri við ónæmistæringu. Af 100 tilfellum sem talin voru ólæknandi, hafa 42 þegar látist. Gold sagði þetta vera mikið áhyggjuefni, þar sem í Englandi væri búið að greina 100 tilfelli af ónæmistæringu, en þar byggju um 57 milljónir manna. í Ástralíu væri búið að greina jafn mörg tilfelli en þar byggju aðeins 15 milljónir manna. yfir stuðningi við hann, réðust á verslanir í eigu fólks af Malinke- ættflokknum, sem Traore tilheyrir. Útvarpið í Conakry hafði skýrt frá því í morgun, að Traore hefði steypt Conte forseta og ríkisstjórn hans af stóli. Höfðu fylgismenn Traore-útvarpsstöðina þá á sínu valdi. Conte rændi sjálfur völdum í landinu í fyrra stuttu eftir að þá- verandi þjóðarleiðtogi, Ahmed Sek- ou Toure, sem ríkt hafði um árabil, lést. Conte forseti var staddur á fundi Efnahagsbandalags Vestur-Afríku í Lome, höfuðborg Togo, þegar Tra- ore lét til skarar skríða gegn hon- um. Hið misheppnaða valdarán Tra- ore er ekki talið vera af pólitískum toga spunnið, heldur hafi verið um að ræða deilur milli ættflokka og einstaklinga. Traore varð forsætisráðherra Guinea eftir valdatöku Conte 3. apríl 1984. Deilur innan ríkis- stjórnarinnar urðu þess valdandi, að í desember í fyrra lagði Conte forseti niður embætti forsætisráð- herra og skipaði Traore I embætti innanríkisráðherra, sem fer með menntamál. Er talið að forsetanum hafi þótt sem forsætisráðherrann væri farinn að skyggja á sig. Þá er einnig talið að það skipti máli, að Traore er af ættflokki Malinke- manna, en Conte af ættflokki Soussou-manna. í Guinea búa fjór- ir ættflokkar og teljast um 60% íbúanna til Malinke- og Peul- ættflokksins. Ættflokkur forsetans telur um 18—20% íbúanna. Haft er eftir vestrænum stjórn- arerindreka í Conakry, að stjórn Conte hafi látið margt gott af sér leiða. Hún hafi hrint í framkvæmd ýmsum félagslegum umbótum, lát- ið lausa pólitíska fanga og haldið áfram þeirri samvinnu við ríki á Vesturlöndum, sem hófst á síðustu valdaárum Sekou Toure.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.