Morgunblaðið - 26.07.1985, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLl 1985
Halla Magnús-
dóttir - Minning
Torfhleðslunámskeið
haldið um helgina
Fædd 18. rebrúar 1894
Dáin 16. júlí 1985
Já, Halla mín var fædd í Merki-
gerði á Akranesi 1894. Þar höfðu
foreldrar hennar, Magnús Halls-
son og Jónína Jónsdóttir, dvalist
aðeins í tvö ár, en þar áður og á
eftir í nágrenni Hafnarfjarðar og
inn í meginþéttbýli Fjarðarins eru
þau komin þegar árið 1902.
Ég fluttist með foreldrum mín-
um sunnan af Vatnsleysuströnd
til Hafnarfjarðar í október 1921
og var þá 26 ára. Nær enga vinnu
var að fá fyrr en í marzmánuði á
næsta ári, en þá réðst ég í fisk-
vinnu á Langeyrarmölum. Þetta
fyrirtæki nefndist Hlutafélagið
Höfrungur, og var þar verkstjóri
Guðmundur Jónasson, fæddur
Strandaringur eins og ég. Já,
vissulega var gott að fá peninga
greidda vikulaga. En hvað var það,
samanborið við aðra hamingju
sem mér hlotnaðist þarna? í
verkakvennahópnum var Halla
Magnúsdóttir. Við fórum víst
fljótt að veita hvort öðru athygli.
En aldrei bað ég hennar og hún
ekki mín. Þarna hafa víst „augun
talað ástanna mál“, því 14. októ-
ber 1922 göngum við Halla
Magnúsdóttir og Jón Helgason í
hjónaband réttu ári eftir að ég
fluttist í Fjörðinn. Fyrst fengum
við til íbúðar herbergi sem var að-
eins rúmlengd á breidd, en um
fjórir metrar á lengd. Svo höfðum
við frjálsa umgengni um íbúð for-
eldra minna og í sameiningu not-
uðum við eldhúsið. Ekki var það af
ósamkomulagi við foreldra mfna
að við fluttumst í Góðtemplara-
húsið um haustið 1923, heldur hitt,
að þarna fengum við frí ljós og kol
til upphitunar og eldamennsku.
Þar á móti bar okkur að skúra
salargólfið eftir hvern fund eða
hverja samkomu sem þar fór
fram. Seinni veturinn sem við vor-
um þarna fæddist okkur sonur.
Það var mjög erfið fæðing. Varð
að sækja Þórð Edilonsson lækni
og taka barnið með töngum. Við
vorum sæl og þakklát þegar þetta
var afstaðið en sælan var
skammvinn. Sonurinn varð bráð-
kvaddur aðeins þriggja nátta. Eft-
ir tveggja vetra veru okkar í Góð-
templarahúsinu á sumrin var þar
ekkert að gera settumst við al-
gjörlega að á Hverfisgötu 21 B og
fluttust þá foreldrar mínir þar
upp á loftið. Þarna fæddist okkur
annar sonur 10. júlí 1926. Hann
heitir Magnús, tók kennarapróf og
stundaði barnakennslu i nokkur
ár. Hann hefur nú með höndum
vörzlu við Byggðasafn Hafnar-
fjarðar. Hans kona er Dagný Ped-
ersen frá Skive við Limafjörð í
Danmörku. Þau eiga þrjú börn,
Jón, Höllu og Önnu. Öll kveðja þau
móður, tengdamóður og ömmu
með söknuði og þökk fyrir liðna
tíð.
Við Halla áttum vel saman.
Báðum látið nægja þriggja vetra
nám í barnaskóla. En það varð
okkur gott framhaldsnám að
ganga í félagsskap. Var það eink-
um í stúkunni Morgunstjörnunni,
en við gengum fljótlega í hana og
komumst þar í embætti. Þótt mað-
ur væri í fyrstu hálf feiminn að
taka til máls á hefðbundinn hátt,
þá lagaðist það fljótt. En best
þótti okkur að flytja eitthvað í
bundnu máli. Við vorum bæði ljóð-
elsk og gerðum stundum vísur.
Fórum við oft með þær í félaga-
hóp. Halla hafði þennan arf frá
föður sínum, Magnúsi Hallssyni,
sem var bráðsnjall hagyrðingur.
Ég erfði þetta frá móður minni,
Ragnhildi Magnúsdóttur. Líka
vorum við í Kvæðamannafélagi
Hafnarfjarðar og það er ég auðvit-
að enn, sem og í Morgunstjörn-
unni. Ég á engin orð til að þakka
sem vert er þessum lífsförunaut
mínum um nær sextíu og þriggja
ára skeið. Minningin um þessa
ástvinu mína skal djúpt greypt í
hug minn og hjarta. Eiginlega
finnst mér Halla mín vera ennþá
hjá mér.
Jón Helgason
Torfuhleðslunámskeið verður
haldið við nýja leikskólann Sælu-
tröð 27. og 28. júlí nk. Sælutröð
er við veginn þar sem ekið er út á
Reykjavíkurflugvöll. Um næstu
helgi er áætlað framhaldsnám-
skeið.
Torfhleðslunámskeiðið er
MENNINGARSJÓÐUR vestfirskar
æsku veitir styrki, eins og undan-
farin ár, til ungmenna til fram-
haldsnáms sem ekki geta stundað
það í heimabyggð sinni.
Forgang um styrk úr sjóðnum
hafa annars vegar ungmenni,
sem misst hafa fyrirvinnu sína,
föður eða móður, og ungmenni
einstæðra mæðra. Hins vegar
hafa konur, sem ekki hafa fullt
launajafnrétti, forgang.
Á síðasta ári voru veittar
37.000 krónur og 14.000 krónur,
sem ekki var vitjað. Árin 1983 og
1982 var alls veitt úr sjóðnum
51.000 krónur til sjö vestfirskra
ungmenna búsettra á Vestfjörð-
um.
Ef umsóknir berast ekki frá
Vestfjörðum koma eftir sömu
reglum til greina umsóknir Vest-
firðinga, sem búsettir eru annars
staðar. Umsóknir þurfa að send-
ast fyrir lok júlí og þurfa með-
mæli að fylgja frá skólastjóra eða
öðrum sem þekkir umsækjanda,
efni hans og ástæður. Umsóknir
Leiðrétting
í VIÐTALI við Emil Ásgeirsson,
Gröf, fyrir skömmu kom fram
að búið væri að jafna sumarbú-
stað Einars Jónssonar lista-
manns við jörðu. Svo er þó ekki
og er beðist velvirðingar á mis-
tökunum.
undir handleiðslu Tryggva G.
Hansen og kostar námskeiðið
100 krónur á dag. Byrjað verður
klukkan 13.00 báða dagana.
Kaffitími verður klukkan 17.00
og síðan er gert ráð fyrir að
unnið verði til kvölds.
sendist „Menningarsjóði vest-
firskrar æsku“, c/o Sigríður
Valdemarsdóttir, Njálsgötu 20,
jarðhæð, 101 Reykjavík.
Bæklingur Farfugla:
Ferðist ódýrt
ÚT ER KOMINN hinn árlegi upplýs-
ingabæklingur Farfugla, „Ferðist
ódýrt“. í honum er aö finna upplýs-
ingar um það 21 farfuglaheimili sem
starfrækt er hér á landi í sumar.
Sex ný heimili hafa verið opnuð á
árinu og eru þau á Varmalandi í
Borgarfirði, Reykjanesi við ísa-
fjörð, Dalvík, Lónsá við Akureyri
Höfn í Hornafirði og í Þórsmörk.
Fyrir eru farfuglaheimili í Reykja-
vík, Breiðuvík, ísafirði, Blönduósi,
Akureyri, Húsey, Seyðisfirði, Beru-
nesi, Stafafelli, Höfn' Reynis-
brekku, Fljótsdal, Leirubakka,
Hveragerði og Vestmannaeyjum.
í bæklingnum er einnig að finna
upplýsingar um ýmsar aðrar leiðir
til að komast í ódýrt og skemmti-
legt sumarleyfi. Hér má nefna ýmis
ferðatilboð bæði innan lands og
utan og kynntir eru aðrir ódýrir
gististaðir en farfuglaheimilin.
Bæklingnum er dreift um land
allt og kemur bæði íslendingum og
erlendum ferðamönnum að gagni
þar sem hann er bæði á íslensku og
ensku.
(Úr fréttatilkynningu)
Morgunblaöid/B.G.
Kaffihús opnar í Ólafsvík
FYRR í sumar var opnað kaffihús í Ólafsvík sera hlaut nafnið Kaldilæk-
ur. Þrjár konur sjá um reksturinn, Steinunn Tryggvadóttir og Guð-
munda og Halla Eyjólfsdætur. Á myndinni eru: Guðmunda, lengst til
vinstri, Nteinunn og Halla. Á veggjum eru myndir eftir Kjartan Guð-
jónsson listmálara.
Styrkir vestfirsk
ungmenni til mennta
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar |
Hraunhellur
Sjávargrjót, holtagrjót, rauóa-
malarkögglar og hraungrýtl tll
sölu. Bjóöum greiöslukjör. Simi
92-8094
Dyrasímar — Raflagnir
Gestur rafvirkjam., s. 19637.
Tek að mér málningu
á þökum ásamt smávægilegum
viögeröum. Tilboö og tímavinna.
Uppl. í síma 611098 eftir kl. 20.
Karl Jósepsson,
Skeljagranda 7.
Húsbyggjendur
— Verktakar
Variö ykkur á móheliunni. Notiö
aöeins frostfrítt fyllingarefni i
húsgrunna og götur.
Vörubilastööin Þróttur utvegar
allar geröir af fyllingaretni, sand
og gróöurmold.
Vörubílastööin
Þróttur, s. 25300.
e
UTIVISTARFERÐIR
Ódýrar sumarleyf isferð-
ir með Útivist
1. Sumardvöt I Útivistarskálan-
um Básum. Básar er sannarlega
staöur fjölskyldunnar. Hálf vlka,
vikudvöl eöa lengur. Skipulagö-
ar gönguferöir mánud., þriöjud.,
fimmtud. og um helgar. Ódýrasta
og eitt skemmtilegasta sumar-
leyfiö.
2. Landmannalaugar — Reykjar-
dalur — Þóramörk - 5 dagar.
7.-11. ágúst. Bakpokaferö
3. Hálendishringur 3.-11. ágúal.
Qæsavötn — Askja — Kverkfjöll.
Gott tækifæri tll aö upplifa margt
þaö helsta sem miöhálendl is-
lands býöur uþp á. Fararstjóri:
Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir
4. Hornstrandir — Hornvfk 1.-6.
ágúst. Fararstjóri: Gísli Hjartar-
son.
5. Borgarfjöröur eystri — Sayö-
is-fjöröur — S dagar 3.-11.
ágúst.Ganga um vfkurnar og
Loömundar-
fjörð til Seyöisfjaröar. Fararstjóri:
Jón J. Elíasson.
6. Gðngu- og hestaferð um
•yötfiröj 4 Ausfuriandi, berja-
ferö. Ath. breytta áætlun. 8 daga
ferö. Brottför 18. ágúsl.
Nánari uppl. og farmiöar á skrlfst.
Lækjargötu 6a, simar 14606 og
23732.
Í
l.f J
UTIVISTARFERÐIR
Útivistarferöir
Ferðir um veralunarmanna-
helgina 2.-S. ágúst:
1. Núpaataöarakógar. Fallegt
og afskekkt svæöi innaf Lóma-
gnúpi. Tjaldaó viö skógana. Gil.
gljúfur og fossar Genglö á Súlu-
tinda og fl. Möguleiki á silungs-
veiöi. Fararstj. Þorleifur og Kristj-
án.
2. Eldgjá - Langisjór - Land-
mannalaugar: Gist í góöu húsl
viö Eldgjá. Ganga á Sveinstind
o.fl. Hringferö aö Fjallabakl.
3. Hornatrandir Hornvfk:
Tjaldbæklstöö i Hornvík. Ganga
á Hornbjarg og víöar. Fararstjóri:
Gísli Hjartarson.
4. Dalír - Breiöatjaröareyjar:
Gist í svefnpokaplássi. Hringferö
um Dali, fyrir Klofning og viöar.
Sigling um Breiöafjaröareyjar.
Stansaö i Flatey.
5. Þórsmörk: Brottför föstud. kl.
20.00. Ennfremur daglegar feröir
alla helgina Brottför kl. 8 aö
morgni. Frábær gistiaösfaöa i
Utivistarskálanum Básum.
Gönguterölr viö allra hæfi. Farar-
stjóri: Bjarki Haröarson.
6. Kjöfur - Keriingarfjöll: Gist i
húsi. Hveravellir. Snækollur o fl
Hægt aö hafa skiöi.
Uppl. og farmiöar á skrtfst.,
Lækjarg. 6a, aímar: 14606 og
23732.
Sjáumst,
Útivlst.
Helgarferðir 26.-28. júlí
1. Þórstnörk. Gist i mjög góöum
skála Utivístar i Básum. Básar
eru hlýlegur og rólegur staöur.
Fariö i gönguferölr viö allra hæfi.
2. Landmannalaugar — Ektgjá
— Hótmaérión. Gönguferðir um
Lauga- og Eldgjársvæóiö.
Skemmtileg hringferö aö Fjalla-
baki. Ekiö hetm um Fjallabaks-
leiö syörí. Gist i góöu húsi viö
Eldgjá. Fararstjóri: Kristján M.
Baldursson. Uppl. og tarm. á
skrifst. Lækjargötu 6a, símar:
14606 og 23732.
Einsdagsferö f Þórsmörk á
aunnudag. Notfæriö ykkur einn-
ig miövikudagsferðir Utivistar f
Þórsmörk. Bæöi dagsferöir og til
sumardvalar. Brotttör kl. 8. Ath.:
Utiviatarferðir aru fyrir alla,
unga aem aldna. Sjáumst f
næstu faró,
Útivist.
m
Útívístarferðir
Ferðir um verslunarmanna-
helgina 2.-5. ágúat:
1. Núpsstaðarskógar. Tjaldaö
viö skógana. Fallegt og fáfariö
svæöi innaf Lómagnúp. Gengiö á
Súlutinda og viöar. Mögulelki á
silungsveiöi. Silungsveisla of vel
veiöist.
2. Hornstrandir — Hornvik.
Tjaidbækistöö í Hornvík.
3. Eldgjá — Langisjór — Land-
mannalaugar. Gist í góöu húsi
viö Eldgjá. Gengiö á Sveinstind
o.fl. Hringferö aö Fjallabaki.
4. Dalir — Breiöafjaröarayjar.
Gist i svefnpokaplássi. Hringferö
um Dal. fyrir Klofning og viöar.
Slglt um Breiöafjaröareyjar.
Stansaö i Flatey.
5. Þórsmörfc. Brottför föstud. kl.
20.00. Ennfremur daglegar feröir
alla helgina. Brottför kl. 8 aö
morgni. Frábær gistiaöstaöa f
Utivistarskálanum Básum.
Gönguferöir viö allra hæfl.
6. Eldgjá — Álftavötn —
Strútalaug. Góö bakpokaferö.
Göngutjöld. Upplýsingar og far-
mióar á skritst. Lækjarg. 6a,
símar: 14606 og 23732.
Sjáumst,
Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11796 og 19533.
Dagsferöir sunnudag
28. júlí:
1. Kl. 06. Þórsmörk — dagafaró.
Alh.: m/lengri dvöl i Þórsmörk.
2. Kl. 10. Krfsuvfkurbjarg —
Ræningjaatfgur. Ekiö um Krísu-
vtk aö Ræningjastig Verö kr.
400.
3. KL 13. Læfcjaveilir — Ketil-
atigur — Ssltún. Létt gönguleiö
yfir Sveifluháls. Verö kr. 400.
Miðvikudagur 31. júlí:
1. Kl. 00. Þórsmörk. Dvalargest-
ir — dagsferö. Góö gistiaöstaöa.
Mikil náttúrufegurö
Ath.: Fræöslurit nr. 1 ar komið
út, „GðnguMöir aó Fjallabaki"
ettir Guöjón Ó. Magnússon.
Feröafélag Islands.
FERDAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferðir 26.-28. júlí:
1) Þórsmörfc. Dvöl i Þórsmörk
gerlr sumarleyfió ánægjulegra og
öóruvísi. Aöstaöan i Skagfjörös-
skála er sú besta í óbyggöum og
þeim fjölgar sem láta ekki sumar-
iö liöa án þess aö dvelja hjá
Feróaféfaginu í Þórsmörk.
2) Landmannalaugar — Eldgjá.
Gist i sæluhúsi F.l. Fariö í Eldgjá
og aö Ófærufossi (Fjallabaksleiö
nyrörl).
3) Hveravellir — Þjófadalir.
Gengiö á Rauökoll og viöar. Gist
i sæluhúsi F.l.
4) Atftavatn (syðri Fiallabaks-
laiö). Gist í sæluhúsi F.l. Göngu-
feröir um nágrenniö.
Ath.: miövikudagaferðir i Land-
mannalaugar.
Uþplýsingar og farmióasala á
skritstofu Ferðafélagsins, Öldu-
götu 3.
Feröafélag Islands.
UTIVISTARFERÐIR