Morgunblaðið - 26.07.1985, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FQg,TUDAQUR26, JÚLl 1985 .
35
Gudmundur Garðar
Hafliðason - Minning
Fæddur 23. desember 1936
Dáinn 17. júlí 1985
Mig langar að minnast frænda
míns, Guðmundar Garðars Haf-
liðasonar, Irabakka 2, nokkrum
orðum, en hann andaðist 17. þ.m.
aðeins 48 ára gamall.
Foreldrar hans voru hjónin
Gislína Guðmundsdóttir frá
Hvammi í Grindavík og Hafliði
Jónsson, Sunnuhvoli, sama stað.
Foreldrar Gislínu voru Valgerður
Einarsdóttir og Guðmundur Þor-
láksson en Hafliða, Gróa Eiríks-
dóttir og Jón Engilbertsson.
Gislína og Hafliði stofnuðu
heimili í Þórkötlustaðanesi og
nefndu hús sitt Þórshamar. Þar
byggðu einnig húsið Arnarhvol
hjónin Jóhanna Einarsdóttir og
Engilbert bróðir Hafliða. Þriðja
húsið Höfn var þarna líka.
Guðmundur Garðar fæddist á
heimili foreldra sinna 23. desem-
ber 1936. Það má nærri geta að
mikii gleði ríkti hjá foreldrunum
um jólin. Það má næstum segja að
þeir hafi eignast sitt eigið jóla-
barn, rétt skapað og að því er virt-
ist alheilbrigt.
Það var indælt fyrir lítinn
dreng að alast þarna upp. Rétt við
húsið var tjörn, sem var reyndar
sjór, og var í henni flóð og fjara.
Það var gaman að sjá sjóinn gjósa
upp úr jörðinni á nokkrum stöðum
eins og litla gosbrunna þegar
flæddi að. Þarna var byggð
bryggja úr grjóti og litlum bátum
siglt fram og aftur. Fyrirmyndin
var nærtæk þar sem búendur Þór-
kötlustaðahverfis og Hrauns
gerðu út frá Nesinu skammt frá
íbúðarhúsunum. Á vetrarvertíðum
var því oft mannmargt í Nesinu og
oft glatt á hjalla. Fólk tók að-
komusjómenn víða að af landinu
inn á heimili sín. Þannig var það á
heimili Gíslínu og Hafliða, en
hann gerði út ásamt föður sínum,
bróður, tengdaföður og mágum.
Bátur þeirra hét Ármann. Annars
unnu þeir feðgar mest við smíðar.
Foreldrar Guðmundar Garðars
höfðu fáeinar kindur og endur sem
kunnu vel að meta flæðitjörnina.
Hafliði keypti sér vindmyllu og
raflýsti húsið. Hann hafði einnig
síma, sem þá var ekki eins algeng-
ur og nú. Þannig var æskuheimili
Guðmundar Garðars þangað til
hann flutti á 10. ári. Hafliði seldi
þá húsið og fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur þar sem hann átti
heima upp frá því og samlagaðist
þéttbýlinu vel jafn félagslyndur
og hann var. Fyrstu árin átti fjöl-
skyldan heima á Sólvallagötu 41.
Tengslin við Grindavík rofnuðu þó
ekki og á haustin var komið í rétt-
irnar. Þá var beðið hjá ömmu og
afa á Sunnuhvoli þangað til safnið
kom og því fylgt í áfangastað.
Þegar Guðmundur Garðar var
12 ára varð hann fyrir þeirri sáru
sorg að missa móður sína úr
blóðsjúkdómi eftir stutta legu. Þá
reyndist honum afbragðs vel fjöl-
skylda Andrésar Björnssonar síð-
ar útvarpsstjóra. Frú Margrét var
honum eins og besta móðir og
verður það aldrei fullþakkað.
Nú kom Guðmundur Garðar
oftast til Grindavíkur á sumrin og
dvaldi hjá Valgerði ömmu sinni
sem búin var að missa mann sinn
og naut nú gleðinnar af aukinni
samveru við drenginn sem líktist
henni svo mjög í útliti og skapi.
Hann lét seinna elstu dóttur sína
bera nafn hennar.
Feðgarnir bjuggu saman einir
um sinn. Hafliði kvæntist svo aft-
ur Önnu Guðmundsdóttur og Guð-
mundur Garðar eignaðist góða
stjúpu, það sýndu tengsl hans við
hana eftir að faðir hans dó á
páskadag 3. apríl 1983.
Guðmundur Garðar kvæntist 8.
febrúar 1958 Sigríði Sólveigu
Ágústdóttur úr Reykjavík og
stofnuðu þau heimili á Bræðra-
borgarstíg 37. Þau eignuðust 5
börn sem öll lifa.
Þau eru: Gísli Hafliði fram-
reiðslum., f. 5. nóvember 1957,
kona Hildur Backman; Ingi Már er
stúdent, f. 16. ágúst 1960, Valgerð-
ur, f. 3. mars 1963, Jóhanna f. 4.
mars 1968, Ingibjörg, f. 27. febrúar
1972.
Son hafði Sigríður eignast áður
en hún giftist frænda mínum,
Ágúst Jónas Guðmundsson sjó-
mann. Hann er að mestu leyti al-
inn upp hjá móðurömmu sinni,
Sumarrós Guðmundsdóttur. Síð-
ustu árin sem Rósa lifði átti hún
heimili sitt hjá Sigríði dóttur
sinni og Guðmundi Garðari á Ira-
bakka 2. Ágúst átti þar heimili
áfram þangað til hann flutti til
Vestmannaeyja og keypti sér hús
þar. Hann á litla, fallega dóttur,
Unu Þóru, sem stundum kom í
heimsókn til ömmu og afa í
Reykjavík og þau svo endurguldu.
Guðmundur Garðar vann ýmis
störf um ævina, t.d. í frystihúsi,
einnig hjá Sæbjörgu við Granda-
garð og á sendibílastöð, en síðustu
18 árin vann hann við teppalagnir
i tengslum við Teppaland.
Eitt er þó ótalið og er það tón-
listin. Hann hafði unun af að
hlusta á tónlist og taka þátt i
henni. Hann spilaði á trommur
með ýmsum um 30 ára skeið, í
Reykjavík eða úti á landi um helg-
ar, þar af lengst með Guðmundi
Ingólfssyni. Síðustu árin spilaði
hann með hljómsveit Ásgeirs
Sverrissonar og Jóns Sigurðssonar
í Hreyfilshúsinu og Hótel Borg.
Tónlistaráhugann átti hann
sameiginlegan með móðurfólki
sínu. Jón Ingi, bróðir Valgerðar
ömmu hans, átti fiðlu sem hann
lék á, Sveinn átti fimmfalda har-
monikku og spilaði á böllum í
Grindavík, en nótur pantaði hann
frá Danmörku. Jóhanna eignaðist
harmoníum, sem enn er til i ætt-
inni, yfir 60 ára gamalt. Þau voru
móðursystkini hans. Þeirra tíma
hljómflutningstæki var líka á
heimilinu og mikið var sungið.
Guðmundur Garðar mun oft
hafa verið þreyttur vegna mikillar
vinnu og síðustu árin komu í ljós
veikindi þau er urðu honum
ofviða. Öll þessi ár hafði leynst í
honum meðfæddur hjartagalli
sem nánasta fólkið hans hafði
ekki vitað um fyrr en undir það
síðasta. Vegna meðfæddrar glað-
værðar og hressilegrar framkomu
alla tíð leyndist hve honum hrak-
aði ört.
Guðmundur Garðar var ávallt
tilbúinn að gera öðrum greiða ef
hann gat og örstuttu áður en hann
dó gerði hann móðursystur sinni
þann greiða að aka með legstein
austur í Laugardælakirkjugarð á
leiði móðurbróður síns er andaðist
fyrir tæpum 2 árum.
Hann hafði mikla þörf fyrir úti-
veru og stundaði lax- og silungs-
veiðar í frístundum sínum, aðal-
lega með eldri syni sínum. Eina á
kaus hann öðrum fremur, og þar í
fögru umhverfi Norðurár átti
hann svo síðustu stundir lífs síns
hér í heimi.
Guð geymi hann að eilífu, styðji
og huggi konu hans, börn, stjúp-
son, tengdadóttur og afabarnið í
þessari miklu sorg.
Jóhanna Siguróardóttir
Það er eitthvað svo fjarri að
hugsa um dauðann þegar við erum
í fullu fjöri og á besta aldri.
Þegar mér var tilkynnt að vinur
minn og vinnufélagi, Guðmundur
Garðar Hafliðason, væri látinn
setti mig hljóða. Þetta var svo
ótrúlegt, ekki hann Gæi — hann
sem var alltaf svo kátur og hress.
Mér fannst allt fara úr skorðum
og allt breytast, við vorum að
vinna saman þremur dögum áður,
hlógum og göntuðumst eins og
alltaf. Gæi sótti mig þá heim því
við fórum og keyptum blóm handa
vinnufélaga okkar og við röbbuð-
um mikið saman á leiðinni í vinn-
una, við höfðum alltaf um nóg að
tala. Þær eru ekki svo ófáar stund-
irnar í gegnum sl. 15 ár sem við
Gæi sátum saman og rifjuðum
upp skemmtilegar uppákomur
sem hentu okkur í starfi okkar og
hlógum okkur alveg máttlaus.
Hann var alltaf svo jákvæður og
kátur. Ekki var síður gott að vinna
með honum, hann var alltaf mjög
drifandi og með þessa góðu lund
sem er svo nauðsynleg I þessu
starfi. Það eru kannski ekki allir
sem skilja það hvað þarf að vera
mikil samstaða milli manna í lít-
illi fjögurra manna hljómsveit svo
hún skili sem bestum árangri. Þá
þarf dugnað, þolinmæði og góða
lund. I þessu öllu á Gæi mikinn
heiður. Það er stórt skarð núna í
okkar litla hópi.
Ég þakka Gæa fyrir öll árin sem
hann var vinnufélagi minn og góð-
ur vinur og ég þakka alla hjálp-
semina og greiðviknina sem hann
sýndi mér.
Sigga mín, ég sendi þér og fjöl-
skyldu þinni mínar innilegustu
samúðarkveðjur og bið Guð að
styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Guð blessi minnningu Gæa.
Didda
Þegar góðir félagar og vinir
hverfa út úr lífi manns, fyrirvara-
laust, er því líkast sem opnist
tómt rúm, innra með manni, rúm
sem við vissum ef til vill ekki að
væri þar til, vegna þess að sá sem
átti þar sæti, fyllti það svo vel, að
engu var þar við að bæta.
Þeegar ég heyrði lát Guðmund-
ar Garðars Hafliðasonar var mér
þannig farið. Við hittumst fyrst
fyrir um það bil fimm árum. Svo
stóð á að mig vantaði trommara í
hljómsveit mína og hann hljóp í
skarðið, með þeim afleiðingum að
síðan höfum við unnið að því að
leika fyrir dansi í Hreyfilshúsinu
og á Hótel Borg..
Ástæðurnar fyrir því að ég bað
Guðmund Garðar að taka fast
sæti með okkur voru margar, en
hæst ber í mínum huga ósérhlífni
hans, áreiðanleiki og sá góði andi,
sem hann flutti með sér.
Ég hef oft sagt að jafngóðan
trommara hefði ég eflaust getað
fengið, en betri félaga aldrei.
Þar sem lítill hópur á að vinna
saman, á þröngu sviði er nauð-
synlegt að fólkið hafi hæfileika til
að aðlaga sig hvert öðru, gera gott
úr mistökum og meiningarmun,
sem óhjákvæmilegt er að komi
fyrir, þar sem fleiri einstaklingar
eigi að mynda eina heild.
Þegar slíkt kom fyrir hjá okkur
var gjarnan viðkvæðið hjá Guð-
mundi Garðari: Þetta er allt i lagi,
við hlægjum bara að þessu, það
verður betra næst. Þessi orð hans
held ég að lýsi vel viðhorfi hans til
félaganna og starfsins, hafa fulla
ábyrgðartilfinningu en taka hlut-
ina ekki of alvarlega.
Þessi fáu orð mín eiga ekki að
vera ævisaga eða upptalning, að-
eins þakkir til manns, sem af til-
viljun varð á leið minni og var
fyrst og síðast góður drengur.
Ég hef verið beðinn að flytja
sérstakar kveðjur og þakkir frá
Félagi íslenskra hljómlistar-
manna, en í þeim félagsskap
reyndist hann eins og annars stað-
ar traustur og góður félagsmaður
og brást aldrei því, sem honum
var til trúað.
Að lokum vil ég flytja eiginkonu
hans, Sigríði S. Ágústsdóttur,
börnum og öðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur frá mér
og félögum okkar í hljómsveitinni.
Jón Sigurðsson
Guðmundur Garðar Hafliðason
er fallinn frá langt um aldur fram.
Hann hafði áður kennt þess meins
er lagði hann að velli. Þrátt fyrir
vitneskjuna um að ganga ekki
heill til skógar lét Garðar það ekki
á sig fá og gekk til starfa og leiks
til hinstu stundar sem fullhraust-
ur væri.
Hann var einstakt ljúfmenni í
umgengni og ávallt léttur í sinni
enda félagslyndur.
Garðar var einstaklega laginn
verkmaður og vann hvert verk af
lagni og samviskusemi — án þess
flýtis og óðagots sem svo oft fylgir
ákvæðisvinnu. Garðar hafði einn-
ig mikið yndi af hljómlist og spil-
aði í mörg ár í danshljómsveitum.
Hin síðari ár stundaði Garðar
stangaveiði af áhuga og þar leið
honum vel. Við erum sannfærð um
að hann kvaddi þennan heim í síð-
ustu veiðiferð sinni sáttur við
bæði guð og menn.
Minning um góðan dreng og
frábæran starfsfélaga lifir með
okkur.
Við vottum eiginkonu og fjöl-
skyldu Garðars okkar innilegustu
samúð.
Samstarfsfólk í Teppalandi.
Ég átti erfitt með að trúa frétt-
inni um að Guðmundur Garðar
Hafliðason væri látinn langt um
aldur fram.
Minningarnar hrönnuðust upp.
Síðustu helgina í júní áttum við
gott tal saman í sumarferð Teppa-
lands í Þórsmörk. Við ræddum um
heima og geima og Garðar sagði
mér skemmtilegar veiðisögur enda
var hann mikill áhugamaður um
stangveiði. Ekki sagði hann mér
frá veikindum sínum, sem ég vissi
ekkert um og lögðu hann að velli
svo stuttu síðar.
Ég hef grun um að hann hafi
farið sáttur við sig og sína þar
sem hann var staddur á árbakkan-
um er hann kvaddi þennan heim.
Fyrir tæpum 18 árum keyrði
Garðar sendibíl og keyrði meðal
annars fyrir Innréttingabúðina
(seinna Teppaland).
Þáverandi verslunarstjóri, Sig-
mundur Guðbjarnarsson, og Guð-
jnundur Garðar voru kunningjar
og ég man að Sigmundur sagði við
mig að þarna fengjum við traust-
an og öruggan bílstjóra og það
voru orð að sönnu.
Það var ekki aðeins að Garðar
keyrði gólfteppin á hina ýmsu
staði heldur hóf hann einnig að
leggja teppin og var hann hin síð-
ari ár einn allra færasti teppa-
lagningamaður sem völ var á.
Alla tíð er vinna þurfti sérstök
vandaverk var Garðar kallaður til.
Hann vann öll verk af mikilli
natni og samviskusemi. Þrátt
fyrir að hann ynni í ákvæðisvinnu
flýtti hann sér aldrei um of við
nokkurt verk, aðalatriðið var að
skila verkinu fullkomlega. Það er
mikill sjónarsviptir að slíkum
manni.
Hljómlistin átti hug hans og
muna sjálfsagt margir eftir and-
liti Garðars bak við trommusettið.
Guðmundur Garðar var ákaf-
lega dagfarsprúður maður,
skemmtilegur og þægilegur í öll-
um samskiptum og hans er sárt
saknað af vinum og vinnufélögum.
Ég þakka Guðmundi Garðari
samfylgdina og bið góðan guð að
styrkja eiginkonu, börn og aðra
ástvini.
Víóir Finnbogason
Hamrahlíöarkórinn
fær lof áheyrenda
StrasHhorjj, 25. júll, frá Jóni Ólafwryni, blaóamanni MorjfunblaÓHinH
HAMRAHLÍÐARKÓRINN, sem nú er á söngferðalagi um Frakkland, hefur
sungiö víða við mjög góðar undirtektir og ennfrcmur fengið mjög góða dóma
í blöðum í Strassborg.
Kórinn hefur haldið þrenna
tónleika undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur. Frá hinum fyrstu
hefur þegar verið greint í Morgun-
blaðinu og það sem einkum þótti
gefa tónleikunum gildi var að
dagskráin var mjög fjölbreytt.
Þrír kórar komu þá fram i stórri
tónleikahöll i Strassborg og voru
þeir reyndar frá þremur heimsálf-
um. Auk þeirra komu fram klarin-
ettuleikarar á heimsmælikvarða.
Kórinn söng á útitónleikum í
miðborg Strassborgar á þriðju-
daginn i steikjandi hita. Daginn
eftir voru haldnir tónleikar í
gömlu leikhúsi í borginni. Þeir
tónleikar voru teknir upp og munu
því lifa áfram á segulbandi.
Um helgina stendur til að kór-
inn fari i ferðalag til að syngja á
tónleikum i borg skammt frá
Strassborg. Kórinn er væntanleg-
ur heim aftur nk. þriðjudag.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinarhug
viö andlát og útför
ÁSBJÖRNS SIGURJÓNSSONAR,
Álafosai,
Mosfellssveit,
og vottuöu minningu hans viröingu.
Ingunn Finnbogadóttir og fjölskylda.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
eiginmanns míns,
JÓNS BJÖRNSSONAR,
tyrrverandi yfirfiskmatsmanns.
Gröf, Reyðarfiröi.
Sérstakar þakkir til laskna og starfsfólks sjúkrahússins Neskaup-
staö.
Fyrir hönd vandamanna,
Nanna Þorsteinsdóttir.
Lokað
kl. 13.00-16.00 dag vegna jaröarfarar GUÐMUNDAR
G. HAFLIOASONAR.
Víöir Finnbogason hf. Teppaland — Dúkaland, Grensásvegi13.