Morgunblaðið - 09.08.1985, Side 1
64 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
175. tbl. 72. árg.
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sprengingin f Vestur-Þýskalandi:
Mikil leit gerð að
félögum í RAF
l'rankfurt, 8. ágúst. AP.
VESTUR-ÞÝSKA lögreglan leitar nú 12 félaga í hryðjuverkasamtökunum
Rauða herflokknum (RAF), en talið er að samtökin beri ábyrgð á sprengingu
við bandaríska herstöð í Vestur-Þýskalandi í dag.
Einn bandarískur hermaður og
ein kona létu lífið og a.m.k. 20
særðust þegar sprengjan sprakk í
bifreið rétt hjá herstöðinni, en
fólkið var á ieið til vinnu.
Talsmaður vestur-þýsku stjórn-
arinnar, Friedhelm Ost, sagði að
reynt yrði með öllum löglegum ráð-
um að hafa uppi á tilræðismönnun-
um og leiða þá fyrir rétt.
Bætti hann því við að stjórnvöld
Vill verða
tekinn af lífi
opinberlega
BelgÍH, 8. ágúsL AP.
MAÐUR, sem dæmdur var til
dauða fyrir að myrða kráareig-
anda í Briissel 19S2 á hinn
hrottalegasta hátt, hefur neitað
að undirrita yfirlýsingu, þar sem
dómnum er breytt í lífstíðarfang-
elsi. Vill maðurinn, Patrick de
Decker, að hann verði tekinn af
lífi opinberlega að sögn lögfræð-
inga hans.
Samkvæmt belgískum lögum
er dauðarefsingu ávalit breytt
í lífstíðarfangelsi.
Þetta er í fyrsta sinn sem
fangi hefur neitað að undirrita
yfirlýsingu um að dauðarefs-
ingu verði breytt í lífstíðar-
fangelsi í Belgíu. Samt er talið
fullvíst að Baldvin Belgíukon-
ungur muni milda dóminn.
Belgíska þingið hefur nú til
umfjöllunar tillögu um að af-
nema dauðarefsingu í landinu.
teldu að með sprengingunni hefði
ekki aðeins verið vegið að Banda-
ríkjamönnum, heldur einnig að að-
ildarríkjum Atlantshafsbandalags-
ins.
Helmut Kohl kanslari sendi
Reagan Bandaríkjaforseta skeyti
þar sem hann harmaði atburðinn.
Hans Engelhard dómsmálaráð-
herra varaði menn við því að túlka
sprengjuárásina á þann veg að hún
bæri vitni um vaxandi andúð
Vestur-Þjóðverja á Bandarikja-
mönnum.
Rauði herflokkurinn er sakaður-
um að hafa staðið á bak við um 30
hermdarverk síðan í desember
1984.
AP/Símamynd
Vestur-þýskur sprengjusérfræðingur kannar hér skemmdir á bifreið fyrir framan bandaríska herstöð í Vestur-
Þýskalandi. Sprengja sprakk í bílnum í gær með þeim afleiðingum að karlmaður og kona létu lífið og 16 særðust Enn
hefur enginn lýst ábyrgð á sprengjutilræðinu, en böndin berast að hryðjuverkasamtökunum Rauða herflokknum, sem
talið er að hafi staðið á bak við svipuð hermdarverk í Vestur-Þýskalandi á undanförnum árum.
Blóðugar óeirðir í
Durban í S-A fríku
Jóhanneaarborg, 8.ágúst. AP.
AÐ MINNSTA KOSTI 20 blökkumenn létu lífíð og um 150
særöust í óeiröum, sem stóðu rúman sólarhring í hverfum
svartra í borginni Durban í Suður-Afríku. Er talið að þetta séu
blóðugustu átök sem orðið hafa í landinu síðan í mars.
Úganda:
Kynblendingar af asískum upp-
runa urðu fyrir barðinu á hópi
blökkumanna, sem réðst á þá og
rændi verslanir þeirra. Margir
kynblendinganna urðu að hverfa
úr borginni vegna ástandsins.
{ kvöld átti utanríkisráðherra
Suður-Afríku, R.F. Botha, óvænt-
an fund með nokkrum háttsettum
bandarískum embættismönnum í
Vín. Að sögn talsmanns banda-
ríska utanríkisráðuneytisins sat
ráðgjafi Ronalds Reagan Banda-
ríkjaforseta í öryggismálum, Rob-
ert McFarlane, fundinn, sem
haldinn var í sendiráði Banda-
ríkjanna í Vín.
Ekkert var látið uppi um við-
ræðurnar, sem stóðu marga
klukkutima.
Bandaríkjamenn kvöddu sendi-
herra sinn í Suður-Afríku heim í
júní til að mótmæla árás stjórn-
arhersins á Botswana. Nýskipað-
ur sendiherra Suður-Afríku í
Bandaríkjunum var einnig kallað-
ur til Pretoríu í síðasta mánuði.
í Durban var ekki aðeins barist
á götum úti, heldur réðust vopn-
aðir blökkumenn á nokkra kyn-
bræður sína, sem voru við útför
kunns lögfræðings, Victoria
Mkenge, sem féll fyrir morðingja-
hendi í síðustu viku.
Hafa blökkumenn haldið því
fram að dauðasveitir stjórnvalda
hafi staðið á bak við morðið.
Er þetta talin meginástæða
þess að átökin blossuðu upp í
Durban, en neyðarástandslög eru
þar ekki í gildi. P.W. Botha forseti
sagði að ekki væri í ráði að lýsa
yfir neyðarástandi í borginni;
hins vegar yrði það gert ef til
mikilla átaka kæmi þar að nýju.
Frakkar deildu hart á Suður-
Afríkustjórn i dag fyrir að hafa
gert húsleit á heimili eiginkonu
blökkumannaleiðtogans Nelsons
Mandela, sem setið hefur í fang-
elsi í aldarfjórðung. Voru 30
manns handteknir í aðgerðunum.
Hyggjast
leysa fanga
úr haldi
Kampala, Úganda, 8. ágúst. AP.
SAMKVÆMT frétt sjónvarpsins
í Úganda hefur nýja herforingja-
stjórnin í landinu í hyggju að
leysa nokkra pólitíska fanga úr
haldi nk. laugardag. Fangarnir
voru teknir höndum í stjórnartíð
Miltons Obote fyrrverandi for-
seta landsins, sem steypt var af
stóli í byltingu hersins fyrir
tæplega tveimur vikum.
Verður föngunum sleppt við sér-
staka hátíðarathöfn, sem fer fram
á aðaltorginu í höfðuborg lands-
ins, Kampala. Meðal þeirra, sem
búist er við að verði látnir lausir,
eru Yoeveri Kyesimira fyrrverandi
ráðherra og skæruliðaleiðtoginn
Balaki Kyria. Þeir sitja báðir í
fangelsi fyrir landráð.
Innanríkisráðherra herfor-
ingjastjórnarinnar hefur sagt að
um þúsund manns hafi verið tekn-
ir höndum vegna stjórnmálaskoð-
ana í tíð Obotes.
AP/Símamynd
Páfi leggur í Afríkuferð
Jóhannes Páll páfi II lagði upp í 12 daga Afríkuferð í gær og kom fyrst
til Togo. Hér sjást nokkrir ættarhöfðingjar taka á móti páfa á flugvellin-
um í höfuðborg landsins, Lome. Við komuna skoraði páfi á þjóðir heims
að leggja sitt af mörkum til að lina þjáningar Afríkuþjóða og binda
enda á hungur og fátækt þar.
Nicaragua:
Bandarískum
gíslum sleppt
ManiKum, Nkaragua, 8. áfúaL AP.
TALSMAÐUR bandarískra friðarsamtaka sagði í kvöld að 29 félagar
þeirra og 18 blaðamenn, sem skæruliðar í Nicaragua hefðu rænt, væru
nú frjálsir ferða sinna.
Áður höfðu samtökin og sandín-
istastjórnin í Nicaragua haldið því
fram að menn úr skæruliðahreyf-
ingunni Lýðræðisbandalagi bylt-
ingarsinna (ARDE) hefðu rænt
hópnum. Hins vegar vísuðu
skæruliðar þessum ásökunum á
bug og kváðu þær vera áróður,
sem væri runninn undan rifjum
sandínistastjórnarinnar.
Talsmaður Hvíta hússins, Larry
Speakes, sagði að bandarísk
stjórnvöld hefðu í dag látið kanna
hvar hópur Bandaríkjamannanna
væri niðurkominn. Hefðu rikis-
stjórnir Nicaragua og Costa Rica
verið beðnar um aðstoð við rann-
sókn málsins.
í fréttatilkynningu sandínista-
stjórnarinnar fyrr í dag segir að
friðarsinnarnir hafi verið fluttir
ásamt 18 blaðamönnum með valdi
til Costa Rica.
Varaforseti Costa Rica, Johnny
Campos, sagðist ekki hafa frétt af
hópnum þar í landi.
Þau friðarsamtök, sem hér um
ræðir, eru mótfallin stuðningi
bandarísku stjórnarinnar við
skæruliðana í Nicaragua. Höfðu
félagar í samtökunum farið inn í
héraðið San Jose í Nicaragua,
þrátt fyrir viðvörun skæruliðanna
um að þeir mundu skjóta á þá.