Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 25 „Jólasveinar frá 17. ðld, einskonar trúðar eða jafnvel álfar, við vitum ekki alveg bvað við erum en við skerum okkur úr frá hinum hópunum," sögðu krakkarnir úr Fellahelli, sem voru í rauðum dulum með heimatilbúna hatta. Hér eru Kolbrún, Hallgrímur bróðir hennar, Ingólfur og Róbert. „Fyrst ætluöum við að vera beinagrindur en það var svo erfitt að búa til gervið að við breyttumst { vasaþjófa, amma lánaði mér skyrtuna," skaut Sæmundur Elísson inn í (Lv.). Við hlið hans er Brynjar Snær Þrastarson. Það eykur matarlystina að hamast í leikjum og sáu starfsmenn félags- miðstöðvanna um að grilla pvl.sur fyrir mannskapinn. Melkorka Ágústsdóttir hafði notið aðstoðar frænda síns við gerð mjólk- urfernunnar. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KARL BLÖNDAL Súrar þrúgur, sæt vín: • • Oldur vínhneykslisins teygja sig æ hærra ORÐSTÍR léttra vína frá Austurríki hefur versnað svo um munar síðast- liðnar vikur. Eftir að upp komst að austurrískir vínframleiðendur eitruðu vín sitt með efninu diethylenglykol, til þess að auka sætleika þess, hafa 34 menn verið settir í gæsluvarðhald. Austurrísk yfirvöld rannsaka nú um 40 fyrirtæki vín- kaupmanna og vínframleiðenda fyrir að hafa blandað eiturefn- inu í vín sitt og daglega bætast fleiri við. Yfirvöld hafa lagt hald á fimm milljónir lítra af eitruðu víni. Diethylenglykol hefur einnig fundist í þýskum víntegundum og sannar það að ekki segir merkimiðinn allt um uppruna víntegundar: þýskir vínframleið- endur hafa orðið uppvísir að því að blanda austurrísku víni við eigið vín. Heilbrigðisyfirvöld margra landa í Evrópu hafa varað við neyslu austurrísks víns og sala þess hefur verið bönnuð í Japan og Bandarikjunum. Eitrið hefur fundist i um 400 vestur-þýskum og austurrískum víntegundum og sló tegundin „Beerenauslese Welschriesling" öll met: 48 grömm diethyleng- lykols voru í hverjum lítra og getur það verið banvænn skammtur. óttast er að grunlaus almenn- ingur hafi neytt eitraðs víns frá Austurríki tæpan síðasta ára- tug. Upp komast svik... Talið er að austurrískir vín- framleiðendur hafi tekið að blanda diethylenglykoli í vin er þeir gerðu samninga við ýmsa vestur-þýska stórmarkaði fyrir tíu árum um að selja þeim mikið magn sæts víns. Þegar uppsker- an brást eða þrúgurnar voru of súrar var brugðið á það ráð að setja glykol í vínið til þess að standa við gerða samninga. Efnafræðingurinn Otto Nadr- aski virðist vera lykilmaður í hneykslinu. Austurrískir sér- fræöingar telja að hann hafi uppgötvað árið 1976 að diethyl- englykol auki sætleika víns og hækki áfengismagn þess. Andstætt sykri er erfitt að greina diethylenglykol í víni og það gefur bragð sem villir fyrir um gæði þess þannig að selja má vínið dýrara. En sá böggull fylgir skamm- rifi að diethylenglykol er skað- legt lifur, nýrum og miðtauga- kerfi mannsins og getur valdið dái. Efnið er helst notað í frost- lög sem hafnar í umhverfinu; til að afísa flugbrautir svo að dæmi sé tekið. Nadraski hefur verið borinn Jæirn sökum að selja Josef Grill, helsta vínútflytjanda í Austur- ríki, leyndarmálið og Grill hefur verið sakaður um að framleiða vín sem innihélt 16 grömm diet- hylenglykols á lítra. Þeir sitja báðir í gæsiuvarð- haldi og gætu átt yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsisdóm. Ýmsar fiskisögur fljúga um það hvernig upp hafi komist að austurrískt vín væri blandað frostlegi. Ein segir að vínútflytjandinn Siegfried Tschida hafi sótt um að fá niðurfelldan toll á inn- fluttu diethylenglykoli til vín- framleiðslu og furðu lostna toll- gæslumenn hafi grunað Gvend. Önnur segir að aukin fram- leiðsla á fyrsta flokks víni hafi vakið grunsemdir. í vikuritinu „Die Zeit“ er haft fyrir satt að ónafngreindur aðili hafi afhent austurrískum vínyf- irvöldum þrjú sýnishorn víns í nóvember á síðasta ári með þeirri ábendingu að í þau væri blandað frostlegi. ... um síðir Það tók efnafræðinga í Vín- arborg fjóra mánuði að finna nothæfa aðferð til þess að greina eiturefnið í víni og 16. apríl var lagt hald á 1000 lítra víns. Heilbrigðisyfirvöld í Vestur- Þýskalandi vöruðu almenning fyrst við austurrísku vini 9. júli og komst vínhneykslið þá í al- þjóðlegt hámæli. Heiner Geissler, heilbrigðis- málaráðherra Vestur-Þýska- lands, sagði að tilkynning um diethylenglykol í austurrískum víntegundum hefði borist frá austurriska verslunarráðinu 5. maí, en áreiðanlegar upplýs- ingar um eiturefnið í austurrísk- um víntegundum hefðu ekki fengist fyrr en mánuði síðar. Landbúnaðarráðuneyti Aust- urríkis benti viðkomandi yfir- völdum í Rheinland-Pfalz í Vestur-Þýskalandi, en þar hafa helstu víninnflytjendur í Vest- ur-Þýskalandi aðsetur sitt, á að austurrísk vín gætu verið blönd- uð eiturefnum 24. apríl. Landbúnaðarráðherra Rhein- land-Pfalz segir aftur á móti að hann hafi fyrst fengið vitneskju um málið 17. maí og hafi lítið verið gert úr mikilvægi þess. Heilbrigðisyfiröld í Bonn gáfu út yfirlýsingu til ríkisstjórna í fylkjum Vestur-Þýskalands 13. maí þess efnis að fólki stæði ekki bráð hætta af því að drekka vín sem innhéldu diethylenglykol. Hafa stjórnvöld í Austurríki og Vestur-Þýskalandi verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint við i máli þessu og skella öldur vínhneykslisins á máttarstólp- um austurrisku ríkisstjórnar- innar. Fred Sinowatz, kanslari Aust- urríkis, bað Gúnter Haiden, landbúnaðarráðherra, að segja af sér fyrir að gripa ekki til að- gerða fyrr en mörgum mánuðum eftir að ljóst var að diethylengl- ykoli væri blandað í austurrískt vín. Hefur Sinowatz lýst því yfir að hann muni flýta afgreiðslu nýrra víngerðarlaga í þinginu og lofað að þau verði þau ströng- ustu í Evrópu. Furðu gegnir að enginn viður- kennir að eiga beinan þátt í máli og er nokkuð til í ummælum Bruno Kreisky, fyrrum kanslara Austurríkis: „Það telur mér eng- inn trú um annað en að fjöldi manns hafi vitað hvað var á seyði. En viðkomandi hafa að- eins hugsað um eigin hagsmuni og hundsað öll siðalögmál." Mannorð vínsmakkara er einnig í veði því að ýmsir sér- fræðingar hafa lofað hinn bragðmikla og góða keim vínteg- unda sem nú hefur komið í Ijós að væru blönduð. Diethylenglyk- olblönduð vín hafa einnig unnið til ýmissa verðlauna sakir „ágætis" síns. Annar hængur er á máli þessu: Hvað á að gera við vínhaf- ið sem hefur verið gert upptækt? Ekki er hægt að steypa því í vötn. Það reyndu vínkjallaraeig- endur við Neusiedler See í Aust- urriki með þeim afleiðingum að fiskur í vatninu dó af eitrun. Austurríkismenn velta því nú fyrir sér hvort ekki sé hægt að eima glykolið úr víninu og gera úr því sterkt brennt vín. Hcimildir: Der Spiegel, Die Zeit, International Herald Tribune og AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.