Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1986 Morgunblaöiö/Bjarni Eiríksson • Birgir Einarsson sækir hér aö Skagamarkinu an eins og svo oR í leiknum bjargar Davíö Kristjánsson glæsilega. Valsmenn meistarar VALSMENN uröu í gærkvöldi is- landsmeistarar i „gamalmenna- keppninni" eins og formaöur KSÍ, Ellert B. Schram, komst aö oröi þegar hann afhenti Hermanni Gunnarssyni bikarinn aö loknum leik Akraness og Vals á Kópa- vogsvelli. Þaö var Hermann Gunnarsson sem skoraöi eina mark leiksins þegar aöeins rétt tæp mínúta var liðin af síðari hálfieik. Leikurinn var allur frekar rólegur en þó sáust mjög skemmtilegir kaflar hjá báöum liðum. Valsmenn sóttu meira fyrstu mínúturnar og þá átti Hermann meöal annars gott skot sem Davíö markvöröur Skagamanna varöi vel. Matthías Hallgrímsson átti einn- ig gott marktækifæri hinum megin eftir aö hafa verið kolrangstæöur en skot hans fór í varnarmann og framhjá. Besti maöur vallarins, Jón Gunnlaugsson, ÍA, átti siöan skalla eftir hornspyrnu sem hafnaöi í þverslá Valsmarksins. Rétt undir KA-Njarðvík í kvöld FYRSTI leikurinn í 12. umferö 2. deildarkeppninnar í knattspyrnu fer fram á Akureyri í kvöld. Þar mætast KA og Völsungur og hefst leikurinn kl. 19.00. lok fyrri hálfleiks átti Hermann mjög glæsilegt skot meö vinstra fæti frá vítateigslínu en Davíð Kristjánsson varöi mjög vel. Valsmenn hófu siöari hálfleikinn meö fallegri sókn sem lauk meö fallegu marki lan Ross gaf þá stór- glæsilega sendingu á Helga Bene- diktsson sem gaf failega fyrir markið þar sem Hermann Gunn- arsson kom á fleygiferö og sneiddi knöttinn glæsilega í bláhornið. Vel aö verki staöiö hjá Valsmönnum og aöeins 53 sekúndur liönar af síöari hálfleik. Skömmu síöar átti Hermann aö gera annaö mark en Davíð var ekki á sama máli og bjargaöi meistara- lega meö úthlaupi. Ross átti fast skot sem lenti á hælnum á Her- manni og breytti um stefnu en enn var Davíö vel á veröi og varöi. Þegar um fimmtán mínútur voru eftir fór markakóngur Skagans, Jón Gunnlaugsson, fram, en hann lék aö þessu sinni í öftustu vörn. Þessi breyting dugöi þó ekki til og Valsmenn sigruöu. Þegar ein mín- úta var til leiksioka munaöi þó ekki nema hársbreidd aö Skaga- mönnum tækist aö jafna metin. Þröstur Stefánsson átti þá firna- fast skot en Siguröur Haraldsson varöi meistaralega. Hann hélt þó ekki knettinum sem barst til Björns Lárussonar sem skaut, en því miö- ur fyrir Skagamenn fór boltinn framhjá markinu og leiknum þar meö lokiö. Jón Gunnlaugsson var besti maöur vallarins. Aörir sem léku áberandi vel hjá ÍA voru Davíð í markinu og þeir Þröstur og Björn. Hjá Val var Jón Gíslason traustur í vinstri bakveröinum og Ross er mikill „spilari" og Hermann er stór- hættulegur viö mark andstæö- inganna. Haukar meistarar HAUKAR uröu ( gær íslands- meistarar í 2. deild kvenna þegar þær sigruöu Víking í hörku- spennandi leik á Selfossi. Fram- lengja þurfti leikinn og vítaspyrnukeppni dugöi ekki til aö knýja fram úrslit þannig aö gripiö var til bráöabana. Valdís Birgisdóttir skoraöi fyrir Víkinga en Jóhanna Pálsdóttir fyrir Hauka. Ekkert mark var gert í framlengingunni. j vítaspyrnu- keppninni skoruöu þær Hrafnhild- ur Gunnarsdóttir og Ragnheiöur Júlíusdóttir fyrir Hauka en Inga Lára Þorsteinsdóttir og Mínerva Alfreðsdóttir fyrir Víking. Helga Sigvaldadóttir tryggöi síöan Haukum sigur í bráöabanan- um eftir aö Víkingsstúlku mistókst aö skora. ÚRSLITAKEPPNI 5. flokks á fslandsmótinu í knattspyrnu hófst á KR-velli í gærkvöldi. KR sigraói Þrótt 11—0, FH sigraói Hött, 6—0, Grindavík og Þór Ak. geróu jafntefli, 3—3 og Fram sígraöi Val 5—2. Keppnin heldur áfram í kvöld og þá mætast KR og Höttur og Fram og Grindavík í B-riöli. í A-riöli leika Valur og Þór Ak. og FH og KR. Fyrri leikirnir hefjast kl. 18.00 og síöari kl. 19.10. EM í sundi: Eðvarð setti þrjú íslandsmet EÐVARÐ Þór Eövarðsson setti í gær þrjú glæsileg íslandsmet á Evrópumeístarakeppninni í sundi sem fram fer um þessar mundir í Búlgaríu. Eövarð synti 200 m baksund á 2:06,20 sekúndum og í sama sundi fékk hann millitím- ann 1:00,45 eftir 100 m sund og er það einnig íslandsmet. Hann komst í B-riöil úrslita með þess- um árangri og þar náöi hann aö setja þriöja íslandsmetið er hann synti á 2:05,77, sem er besti árangur sem náöst hefur á Norö- urlöndunum í þessari grein. Magnús Ólafsson setti einnig Is- landsmet í gær. Hann synti 100 m skriösund á 52,80 sekúndum og bætti þar meö Islandsmet Finns Garöarssonar frá því 1972 sem var 55,50. Ragnheiöur Runólfsdóttir keppti í 100 m baksundi og synti hún vegalengdina á 1:10,81 sem er skammt frá hennar besta tíma. I dag keppir Ragnar í 400 m skriðsundi og Bryndís keppir í 100 m flugsundi. Ragnheiöur keppir einnig í dag, í 100 m bringusundi. Vaskurvann FYRSTI leikur úrslitakeppni 4. deildar fór fram á Akureyri í gær- kvöldi. Vaskur sigraöi þar Sindra 6—1. Mörk Vasks geröu Valdimar Júlíusson, 3, Tómas Karlsson, 2, og Jónas Baldursson eitt. Mark Sindra geröi Elvar Grétarsson. Staöan í hálfleik var 3—0 fyrir Vask. Morgunblaöiö/Þorkell • Trine Solberg var mætt á æfingu (Laugardalnum í gær. „Aðstæður góöar“ — segir Trine Solberg, spjótkastari „AÐSTÆÐUR hér eru mjög góöar að mínu mati,“ sagói Trine Sol- berg hin glæsilega norska spjót- kastsstúlka er hún var að æfa á Laugardalsvelli í gær, og gaf sér stutta stund frá æfingum til að ræða vió blaöamann Morgun- blaðsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingaö til Islands og er gaman aö vera komin hingaö. Mig hefur lengi langaö til aö heimsækja land- iö. Aöstæöur til spjótkastskeppni eru góöar og þessi hæga gola er góö til aö kasta spjóti og vonandi að þaö veröi sama veöur á laug- ardag er keppnin fer fram,“ sagöi Trine. Hún á þríöja bestan árangur sem náöst hefur í spjótkasti kvenna í heiminum i ár. Hún kast- aöi 68,94 metra i keppni Noröur- landa og Sovétríkjanna fyrir skömmu og sigraöi örugglega. Trine, sem er 19 ára, hóf aö æfa spjótkast er hún var 12 ára gömul. Þaö kæmi því ekki á óvart aö sett yröi vallarmet í Laugardal á laug- ardaginn, vallarmetiö á finnsk stúlka sem kastaöi 57,00 metra fyrir nokkrum árum. En ætlar Trine sér aö setja vallarmet? „Þaö er aldrei hægt aö segja til um þaö fyrirfram, en ef aöstæöur veröa góöar, getur allt gerst,“ sagöi þessi geöuga stúlka. Norömenn senda sitt sterkasta kvennaliö til þátttöku í mótinu, þar sem auk Trine keppir Ingrid Krist- iansen, einhver mesta hlaupakona heims. Hún setti í fyrra heimsmet í 5 km hlaupi og var fyrst kvenna til aö hlaupa vegalengdina á innan viö 15 mínútum. Hún setti einnig heimsmet i maraþonhlaupinu í London í fyrra er hún hljóp á 2,21 klukkustund. Allt norska liöiö kom í gær nema Ingrid Kristiansen, hún kemur til landsins i dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.