Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985 Afmæliskveðja: Björn Egilsson frá Sveinsstöðum Ég má til með að senda vini mínum, Birni Egilssyni frá Sveinsstöðum, tóninn í tilefni af áttræðisafmæli hans. En ekki er það ætlunin að gera neina „úttekt“ á afmælisbarninu. Hvort tveggja er, að það væri mik- ið verk og vandasamt, en hins veg- ar óþarft um svo þjóðkunnan mann sem Björn er. En hann hefir um dagana skrifað mikið, bæði í blöð og tímarit. Og óhætt er að segja, að þeim tíma sé vel varið, sem fer í lestur greina hans, hvort sem hann skrifar um veraldleg eða andleg efni, hvort sem hann skrifar um indversk fræði, Blönduvirkjun eða kristileg mál- efni. Því að maðurinn er jafnvígur á hvað sem er á milli himins og jarðar. Það væri kannski fullmikið að segja að hann sæi of heima alla, eins og Óðinn forðum, en hitt má fullyrða, að í hugarheimi Björns sé bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Hið sama er að segja um ræður Björns, við hin aðskilj- anlegustu tækifæri. Þær eru ætíð vandaðar að efni, fræðandi og skemmtilegar og blátt áfram upp- byggilegar, þegar það á við, svo að hverjum kennimanni mætti vera sómi að. Einn er sá málaflokkur, sem ég minnist ekki að Björn hafi lagt neina rækt við, hvort heidur í ræðu eða riti. En það eru stjórn- málin, og reikna ég honum það til réttlætis. Framsóknarmaður hefir í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖOINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI hann þó alltaf talizt, en maðurinn bara á miklu hærra plani en því, sem tilheyrir þreytandi kergju pólitíkusanna. Á Sveinsstaðaheimilinu var nokkurn veginn gert jafnt við höf- uðflokkana tvo, sem helzt þekkt- ust í sveitum landsins fyrr á tíð. Sigurður hét bróðir Björns. Hann var sjálfstæðismaður sem bragð var að. Þótti ekki heiglum hent að lenda í kappræðum við hann, því að Sigurður var málsnjall og meö afbrigðum rökfimur. Lengi skrifaði Björn í Tímann, en á efri árum söðlaði hann um og fékk greinar sínar birtar í Morg- unblaðinu. Get ég ekki neitað þvi, að það þótti mér hin mesta fram- för og um leið sanna málsháttinn, að svo lengi lærir sem lifir. Um árabil var Björn oddviti í Lýtingsstaðahreppi, og er mér óhætt að fullyrða, að það tímabil í sögu sveitarfélagsins hafi verið farsælt í bezta lagi. Get ég nokkuð um það dæmt sem einn af íbúum þess hrepps í þá daga og auk þess samstarfsmaður Björns i hrepps- nefndinni. Minnist ég þessa sam- starfs við hann, sem og við aðra hreppsnefndarmenn, með mikilli ánægju. Hefi ég stundum í seinni tíð sagt við Björn, bæði í gamni og alvöru að þetta hafi verið gott skeiö i sögu sveitarinnar. Því að ekki stýrði Björn málefnum henn- ar „við stirðan hug“ eins og Eirík- ur blóðöx „úrgum ströndum Jór- víkur" forðum, heldur stýrði hann blómlegri og sólrikri sveit Lýtinga með lipurð og framsýni og við al- mennar vinsældir. Var honum þó vandi á höndum, þar sem hann tók við af þeim ágæta manni, Guðjóni Jónssyni á Tunguhálsi. Björn vill hins vegar ekki gera mikið úr „valdatímabili“ sínu þar I feðra- sveitinni, enda er hann maður hæ- verskur og lætur ekki mikið yfir sér, enda þótt uppréttur gangi hann fyrir hvern sem er. Faðir Björns, Egill Benedikts- son, var stórmerkur maður og gæddur undragáfu sem fáum er léð, og mundi reyndar ekki falla inn í ramma Skálholtssamþykkt- ar. Ekki veit ég til þess, að Björn hafi erft þann hæfileika, sem hér er átt við. En gáfur erfast ekki alltaf svo beinlínis en koma fram í ýmsum myndum hjá niðjunum. Og Björn er fjölgáfaður maður, sem lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi, þótt áhuginn á hin- um ýmsu málefnum , sé eðlilega misjafn. Bókamaður er hann og á gott safn bóka, eða átti það. Fræðimaður er Björn einn af mörgum ágætum í Skagafirði, og hefir yndi af því að starfa í nábýli bóka og skjala. Og það hefir hann gjört nú síðustu árin á Sauðár- króki. Það eru senn orðin fjörutiu ár síðan kynni okkar Björns hófust og aldrei fallið minnsti skuggi á þau kynni. Er ég réðst, ungur og óreyndur, til prestsþjónustu að Mælifelli, var mér mikill ávinn- ingur að kynnast svo velgefnum og velviljuðum drengskaparmanni, sem ég hefi æ síðan reynt Björn að vera. Lengi var hann djákni minn í Goðdalakirkju, að sönnu óvígður, en þó innvígður af starfinu sjálfu og þeirri alúð og rækt, sem hann lagði við það. Er Björn kristilega sinnaður maður og mikill kirkju- vinur, þótt ekki sé hann „rétttrún- aðarmaður" eða beinlínis stórhrif- inn af þeirri seytjándu aldar guð- fræði, sem látið hefir á sér kræla á hinum síðustu og verstu tímum, öllu hugsandi fólki til angurs og ama. Ég bið vin minn að leiðrétta þetta, sé ekki nokkurn veginn rétt með farið! Seinna, eftir að Björn hafði flutt til Sauðárkróks, varð hann djákni við kirkjuna þar. En segja má kannski, að hann hafi ekki ver- ið við „eina fjölina felldur" í and- legum efnum. Því að 1962 var stofnuö guðspekistúka á Sauð- árkróki og í Skagafirði, undir for- ystu Björns Egilssonar. En Fjall- ræða Jesú Krists og hæstu tindar Himalajafjalla geta vel farið sam- an, og gera það líka hjá Birni. Svo ég viti hefir hugur Björns Egilssonar aldrei verið bundinn þeim auðæfum, „sem mölur og ryð granda". En þá list kann hann, að „gjöra sér vini með mammón ranglætisins". Um það munu holl- vættir Goðdalakirkju, Hofsstaða- María og enn fleiri, vitni bera á degi dómsins. Það mun því koma manni á óvart, verði ekki að verkalokum tekið viðkunnanlega á móti þessum langferðamanni, þeg- ar hann leggur frá sér píla- grímsstafinn jarðneska. En ég ætlast til, að þess verði langt að bíða og að Björn endi út öldina, að minnsta kosti. Þessum röska ferðamanni og gangnagarpi ætti ekki að verða skotaskuld úr því. Svo þakka ég Birni, í nafni fjöl- skyldu minnar, alla vináttu fyrr og síðar og bið honum alls hins bezta á þessum tímamótum, með þeirri ósk líka, að hann komi sem oftast norður yfir Heiði. Bjartmar Kristjánsson Í4. FLOKKI 1985—1986 Vinningur til íbúöarkaupa, kr. 500.000 11057 Vinningar til bílakaupa, kr. 100.000 2601 12502 26592 64299 12214 17928 53813 77096 Utanlandsferðir eftir vali, kr. 40.000 272 12879 34746 54306 70788 436 13524 37246 55225 70907 500 13624 38155 59309 71166 2070 15913 38217 60222 72850 4285 17976 39610 63030 74486 5367 19572 42299 63563 74756 6953 23194 46473 65243 75175 7562 25990 47812 68355 75423 7835 27012 49287 68692 76082 9184 28213 51380 68978 76113 9663 30546 51919 . 69705 77076 11976 31836 53154 70266 78623 Húsbúnaður eftir vali, kr. 10.000 18 14268 42184 54913 69361 1719 15261 43219 54927 69699 2649 15889 43661 55920 71145 2860 16151 44230 56502 71479 4430 17588 44652 56565 72383 4677 20089 45039 56916 72538 4861 20211 47035 58068 72665 4958 21134 47706 58462 73074 5429 21468 48331 58720 73374 5915 21780 48492 58780 73428 7426 22090 48801 60835 73479 10007 23827 49231 60967 75447 10210 24802 49467 61963 75489 10231 25385 49894 62040 76433 10757 25419 50344 63432 76561 11456 25453 51271 64606 76833 11720 . 30172 51577 65810 76975 12366 32571 52727 66238 77133 12445 33432 53062 66617 77593 12895 37871 53715 66790 78192 12956 40611 53827 66861 78278 13979 40975 54682 67663 78819 Húsbúnaður eftir vali, kr. 3.000 212 7942 15581 23555 32158 38704 47248 55096 62373 73033 384 8207 15701 23794 32175 38942 47495 55127 62660 73054 386 8310 16177 24517 32396 39477 48051 55472 62695 73111 481 8519 16496 24672 32726 40084 48064 55575 62854 73971 496 8718 16749 25359 32756 •40215 48405 55619 63212 74017 516 8788 16759 25434 32961 40298 48445 55964 63294 74204 628 8938 16807 25442 33043 40384 48857 56030 64492 74223 927 8951 17237 25496 33090 40580 48865 57050 64902 74796 1074 9082 17456 25552 33114 40591 48911 57291 64904 74962 1234 9703 17681 25560 33287 40662 49127 57321 65096 75119 1447 10522 17701 25648 33340 40696 49206 “57449 65237 75132 1601 10535 17774 25718 33561 41300 49583 57647 65475 75238 2060 10599 17913 25747 33917 41385 49585 57650 65863 75481 2173 10690 17980 26135 33950 41529 49620 57826 66311 75588 2196 10819 18152 26328 33965 41942 49746 58026 66443 75665 2489 10885 18295 26771 33994 42153 50064 58137 66453 76379 2694 11083 18386 26854 34265 42195 50069 58676 66493 76467 2727 11135 18506 27109 34308 42297 50185 58687 66928 76888 2785 11379 19072 27177 34394 42462 50214 58746 67226 77049 2863 11596 19233 27401 34694 42631 50236 58832 67279 77195 2937 11797 19252 27502 34852 42906 50267 58926 67447 77292 3830 12538 19257 28146 34970 43068 50453 58994 67570 77343 3836 12581 19314 28344 35514 43100 50472 59007 67632 77660 3997 12713 19322 28727 35883 43215 50595 59177 67693 77765 4207 12715 19478 28798 36304 43429 50636 59284 68253 77835 4709 13159 19746 28908 36345 43461 50640 59617 68267 77933 4810 13385 19867 29128 36603 43557 50714 59622 68362 78148 4969 13480 20049 29306 36789 43707 50753 59780 68558 78396 5559 13488 20606 29912 36909 44093 50760 59861 68730 78411 5577 13588 20719 29985 37036 44365 50773 59867 69625 78422 5814 13669 20902 30135 37180 44437 51204 60315 69790 78630 6005 14258 21100 30302 37329 44515 51585 60436 69802 78742 ö032 14397 21176 30545 37539 44520 51712 60644 69978 79391 6084 14426 21273 30561 37645 44525 52082 60768 70216 79443 6138 14449 21362 30743 37799 44632 52640 61058 70411 6304 14603 21481 30953 38028 44734 52897 61076 70544 6429 14790 21910 31021 38182 45307 53011 61671 70939 6481 14890 22162 31381 38196 45312 53084 61843 71383 6646 14977 22203 31408 38506 45627 53157 61910 71489 6749 15044 22272 31471 38521 45759 53174 62015 71706 7763 15167 23023 31530 38552 46166 53213 62083 71823 7795 15221 23122 31555 38558 46434 54809 62106 72705 7877 15453 23464 32037 38643 46991 54841 62200 72994 Afgreiösla húsbúnaOarvinninga hefst 15. hvers mánaöar og stendur til mánaöamóta. - / * s O NU ER RETTI TIMINN TIL AÐ VIÐARVERJA... Timbur er lifandi efni sem þarfnast umönnunar. Fái timbrið ekki viðunandi vörn gegn vætu og þurrki endist það skemur en ella, fúnar og flagnar. Viðarvörn er nauðsyn. Er vel viðarvarið hjá þér?? Pinotex Woodex Solignum HÚSA SMIÐJAN Súðarvogi 3-5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.