Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 13
MÓftCtflfflLAOlP, WÍGÍÓgr ^985 13 Samkvæmt könnun, sem hið virta þýska tímarit STERN gekkst fyrir nýlega kom í Ijós að MAZDA 626 ryðgar minnst allra bíla, sem seldir eru í Þýskalandi. Ennfremur sýndi könnun, sem gerð var af vegaþjónustu Félags bifreiðaeigenda í Vestur-Þýskalandi að MAZDA 626 bilar minnst allra bíla í millistærðarflokki þar í landi. Eins og allir vita gera Þjóðverjar afar strangar kröfur til bíla um gæði og góða aksturseigin- leika. Það er því engin furða að MAZDA 626 ER LANG MEST SELDI JAPANSKI BÍLLINN í ÞÝSKALANDII. Við eigum nú nokkra af þessum úrvalsbílum til afgreiðslu strax úr síðustu sendingu, á sér- lega hagstæðu verði. XJöfóar til XJL fólks í öllum starfsgreinum! Norræna húsið: Pia Schutz- mann sýnir grafíkmyndir PIA Schutzmann, danskur myndlist- armadur opnar sýningu á grafík- myndum í anddyri Norræna hússins í dag kl. 14.00. Pia Schutzmann hefur fengist við myndlist síðan 1970 er hún þrí- tug að aldri fékk inngöngu á Lista-akademíuna i Kaupmanna- höfn segir í fréttatilkynningu frá Norræna húsinu. Þar stundaði hún nám næstu sjö árin. I fyrstu vann Pia aðallega við grafík og teikningar, en á seinni árum hefur hún snúið sér að olíu- málverki og höggmyndum. Enn er hún þó einkum þekkt sem grafík- listamaður i Danmörku og víðar en hún hefur sýnt grafíkverk sín á öllum Norðurlöndunum fyrir utan ísland, og á ýmsum öðrum stöðum i Evrópu. Sýningin verður opin á venju- legum opnunartima Norræna hússins. Henni lýkur 22. ágúst. í sýningarsal Norræna hússins í kjallaranum stendur nú yfir sýn- ing á verkum Jimmy Boyle og Gateway-hópsins og er hún opin alla daga kl. 14.00 til 19.00. Þeirri sýningu lýkur á sunnudagskvöldið. Skyndibitastaður Tómasar rís við Reykjanesbraut Fyrirhugað er að nýr skyndibita- staður, sem Tómas A. Tómasson er að reisa þar sem áður var Fáksheim- ilið við Reykjanesbrautina, verði opnaður 2. nóvember nk. Byggingunni miðar vel áfram og var verið að steypa plötuna í gær. Á skyndibitastaðnum verður að sögn Tómasar lögð áhersla á skjóta þjónustu og svipaðar veit- ingar og tíðkast á slíkum stöðum, hamborgara, kjúklinga og því um líkt. Veitingastaðurinn mun taka um eitt hundrað manns í sæti og verður á einni hæð með risi. Grunnflöturinn verður um 50 fer- metrar en heildarstærð hússins verður á fjórða hundrað fermetrar að risinu meðtöldu. Útlitsteikning af staðnum sem mun taka um 100 manns í sæti. Litógrafía eftir Piu Schutzmann M62I BILAR MINNST RYÐGAR MINNST! mazpa Sterkari en gerist og gengur —'"-'L " JL '' - Ný 8000 fm. MAZDA sölu- og þjónustumiðstöð BÍLABORG HF Smiðshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.