Morgunblaðið - 09.08.1985, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1985
Nokkrar undirstöðureglur og leiðbeiningar
Hvað er tennis?
• Úlfur Þorbjörnsson varð blandsmeistari í fyrra en hann tekur ekki þátt í mótinu aö þessu
sinni.
í TILHFNI þess aö íslandsmótiö
í tennis fer fram nú um helgina
höfum viö fengiö Árna T. Ragn-
arsson til þess aö taka saman
allra helstu reglur í þessari
íþrótt. Þetta er meöal annars
gert til þess að þeir sem áhuga
hafa á að fylgjast meö mótinu
en hafa litla þekkingu á reglun-
um sem þar gilda geti notið
þess betur aö fylgjast meö. Rétt
er að geta þess að Árni er um
þessar mundir að Ijúka við aö
þýöa tennisreglurnar á ís-
lensku.
Uppgjöf:
Viö uppgjöf stendur þú fyrst
haegra megin viö stubbinn (en
þaö er lína sem sker endalínuna
og markar miöjuna á henni) og
aftan viö endalinuna. Þú mátt
ekki stíga á eöa inn fyrir endalín-
una fyrr en eftir aö þú hefur sleg-
iö í boltann. Þú átt aö senda
boltann yfir netiö á ská yfir í
gjafreitinn vinstra megin. Viö
hverja uppgjöf færö þú tvö tæki-
færi til aö hitta á réttan reit, þ.e.
fyrri gjöf og seinni gjöf. Snerti
boltinn netkantinn viö gjöf, en
lendir síöan í réttum reit, telst
gjöfin vera ómark og má því
endurtaka hana. Mistakist bæöi
fyrri og seinni gjöf hefur gefand-
inn tapaö stiginu.
Viö næstu gjöf stendur þú
vinstra megin viö stubbinn og
sendir boltann á ská yfir i gjaf-
reitinn hægra megin og siðan
gefuröu alltaf til skiptis til vinstri
og hægri, þar til lotunni er lokiö.
Leikmenn skiptast á um aö
gefa aöra hverja lotu. Varpaö er
hlutkesti um þaö hvor leikmanna
byrjar aö gefa upp. Skipt er um
vallarhelming eftir hverjar tvær
lotur í setti á oddatölum saman-
lagt (t.d. 2:1, 3:2 o.s.frv.), þó í
fyrsta skipti eftir fyrstu lotu i
hverju setti (þ.e. viöstööuna 1:0).
Ekki er skipt um hliö í lok setts
nema þaö endi á oddatölu (þ.e.
ekki skipt viö 6:4, en skipt viö
6:3).
Stigaútreikningur:
Tennisleikur er oftast 3 sett.
þ.e. sá vinnur, sem fyrst tekst aö
vinna 2 sett. í stórmótum er leik-
urinn þó oft haföur 5 sett.
Hvert sett er 6 lotur (game),
þ.e. sá leikmaöur, sem fyrst vinn-
ur 6 lotur, hefur unniö settiö.
Hann veröur þó aö vera a.m.k. 2
lotum yfir andstæöingi sínum
(t.d. 6-4 eöa 7-5) til þess aö sett-
iö teljist unniö. Ef staöan er jöfn,
5-5, í setti, er leikin viöbótarlota
og staöan veröur 6-5. Eftir næstu
lotu er settiö annaö hvort unniö
(7-5) eða staöan er jöfn (6-6). Ef
staöan er jöfn, 6-6, er ott notast
viö s.k. oddalotu (tie-break),
sem er lota þar sem keppendur
skiptast á um aö gefa, þannig aö
annar þeirra gefur fyrst einu
sinni, síöan hinn tvisvar og síöan
skiptast þeir á um aö gefa tvisvar
í röö þar til oddalotan vinnst og
þar meö settiö. Keppendur
skipta um vallarhelming eftir
hver 6 unnin stig. Keppt er í
oddalotu þar til annar keppenda
hefur skoraö 7 stig og er a.m.k. 2
stigum yfir (t.d. 7-5, 10-8
o.s.frv.).
Lota (game): Sá leikmaöur,
sem fyrst vinnur fjögur stig i lotu
og er þar aö auki 2 stigum yfir
andstæöingnum, hefur þar meö
unnið lotuna. Sé hann ekki 2
stigum yfir eftir fyrstu 4 stigin, er
haldiö áfram þar til annar hvor
vinnur lotuna meö því aö komast
2 stigum yfir. Útreikningur fyrir
stigin er dálítiö einkennilegur í
tennis, þar sem fyrir fyrsta stig
sem maöur vinnur fær maöur 15
punkta, eftir annaö stig hefur
maöur 30 punkta, eftir þriöja stig
40 punkta, en eftir þaö hættir
maöur aö reikna punkta, því þá
er annaö hvort lotan unnin eöa
þaö er jafnt 40-40. Eftir þaö bæt-
ir maöur ekki viö sig punktum
heldur er maður annaö hvort „yf-
ir“, þaö er „jafnt" (deuce) eöa lot-
an er unnin. Dæmi (leikmenn A
og B):
A: B
15(v) 0(t)
30(v) 0<t)
30(t) 15(v)
40(v) 15(t)
A vinnur
eöa þá aö þetta gæti litiö þannig
út:
A: B
0(t) 15(v)
15<v) 15(t)
30(v) 15(t)
30(t) 30(v)
40(v) 30(t)
40(t) 40(v)
yfir (v) (t)
jafnt (t) (v)
yfir (v) (t)
unniö (v) (t)
í svigum er getiö hvor leik-
manna vann (v) og hvor tapaöi (t)
umræddu stigi. „Yfir“ hefur einn-
ig veriö kallað „forskot" og
„jafnt" hefur stundum veriö kall-
aö „djús“ (deuce). Leikmaöur sá
sem gefur upp, á aö kalla upp
stööuna eflir hvert stig.
Leikaöferö:
j tennis gefst töluveröur tími til
aö hugsa um leikaöferö, þ.e.
hvernig leika eigi til aö ná sem
beztum árangri. Leikaöferöin fer
aö sjálfsögöu mikiö eftir skap-
gerö leikmanns, veikleikum hans
og styrkleika, en ekki síöur eftir
sömu þáttum hjá andstæöingn-
um. Tennisleikarar skiptast þó
oft í tvo meginhópa; þá sem spila
hvasst (agressívt) og reyna stöð-
ugt aö sækja og vinna þannig
stig, og þá sem leggjast fremur í
vörn (defensivt), reyna aö leika
fyrst og fremst af öryggi og bíöa
færis eöa þess, aö andstæðing-
urinn geri mistök. Þeir sem nota
sóknaraöferöina reyna aö skapa
sér tækifæri til aö komast aö neti
til aö gera út um boltann meö
loftskoti (vollí eöa smass), en
þeir, sem aöallega reyna aö verj-
ast, halda sig aö mestu viö eöa
aftan viö endalínu og nota
grunnslög af öryggi (oft yfirskrúf-
uö) og skjóta framhjá andstæö-
ingi viö net eða „lobba“ yfir hann.
Flestir sameina þó aö einhverju
leyti þetta tvennt og gengur því
leikurinn oft út á þaö, aö reyna
aö ná frumkvæðinu í leiknum til
aö komst aö neti og gera út um
stigiö, án þess aö taka of stóra
áhættu sjálfur. Lykillinn aö góö-
um árangri í tennis er því oft fólg-
inn í því aö geta sameinaö þetta
svo vel fari, en ekki bara í því aö
veröa tæknilega betri og betri.
Þannig geta stundum tennisleik-
arar unniö sér „betri“ andstæö-
inga meö því aö spila mikiö uppá
veikleika þeirra eöa meö annarri
árangursríkri aöferö. Þannig má
aö sumu leyti líkja tennisleik viö
fjárhættuspil, þar sem nauösyn-
legt er aö taka vissa áhættu, en
þó innan hæfilegra marka.
Aö lokum er rétt aö vitna í orö
Magnúsar Andréssonar um tenn-
isleik (skrifuö uppúr 1930):
„Tennis er öllum íþróttum
skemmtilegri — tennis veitir
gleöi og hvíld og holla og hæfi-
lega hreyfingu, sé rólega leikiö,
en sé kapp í leiknum, getur erfiö-
iö oröiö engu minna en í úrslita-
orustu á knattspyrnuvellinum.
Góöur tennisspiiari er fljótur aö
hugsa. Hann sér strax beztu
möguleikana til aö fá sigur. Feg-
urð, kraftur og vit sameinast í
góöum tennisleik "
Sigrum við Dani?
SIGRA íslenzku frjálsíþrótta-
mennírnir Dani þegar Islendingar
og Danir mætast í karlaflokki í
Evrópubikarkeppninni á Laugar-
dalsvelli 10.—11. ágúst? Ef að lík-
um lætur fæst ekki úr því skoriö
fyrr en í síöustu greinum keppn-
innar, jafnvel ekki fyrr en eftir
síöustu grein, boöhlaupiö.
GÓÐUR árangur náöist í kringlu-
kasti á frjálsíþróttamóti í Laug-
ardal á þriðjudag. Eggert Boga-
son, FH, náði sínum næstbezta
árangri, kastaöi 58,44 metra í
karlaflokki. Þorsteinn Þórsson,
ÍR, var í ööru sæti meö 46,46
metra, sem er hans bezti árangur
og Hallgrímur Jónsson. HSÞ, sem
Takmark karlalandsliösins í
keppninni er aö sjálfsögöu aö
leggja Dani aö velli í innbyröis
keppni, og veröur um sérstakan
stigaútreikning aö ræöa í þessu
sambandi og jafnóöum tilkynnt
hvernig staöan í keppni íslendinga
og Dana er eftir hverja grein.
Á þessari stundu lítur allt út fyrir
er á sextugsaldri, kastaöi 41,24
metra. í kvennaflokki kastaöi
Guörún Ingólfsdóttir, KR, 52,42
metra, sem er hennar þriöji bezti
árangur frá upphafi. Margrét
Óskarsdóttir, ÍR, kastaði 44,20
metra, sem er hennar bezti ár-
angur.
aö um tvísýna keppni islendinga
og Dana geti oröiö aö ræöa. Af
eölilegri þjóörækni er þaö takmark
islenzku frjálsíþróttamannanna aö
vinna Dani, og möguleikarnir virö-
ast fyrir hendi.
En erfitt getur oröiö fyrir ís-
lensku frjálsíþróttamennina eina
sér aö vinna sigur á Dönum.
Stuöningur áhorfenda gæti hins
vegar ráöiö úrslitum í haröri og
miskunnlausri keppni viö erki-
fjendurna. Baráttan veröur afar
hörö og hvert stig til eöa frá getur
þýtt tap eöa sigur gegn Dönum.
Þvt ekki aö taka þátt í bardagan-
um viö Dani? Keppnin veröur tví-
sýn en meö góöum stuöningi gætu
strákarnir okkar hiö óborganlega;
sigraö Dani.
Gott í kringlu
Margir með landsliðinu til Sviss
MÚ þegar hafa um 50 manns bók-
aö sig í hópferö Samvinnuferöa-
Landsýnar á úrslitakeppni heims-
meistaramótsins í handknattleik í
byrjun næsta árs. Þaö er því
greinilegt aö íslensku landsliös-
mennirnir fá góðan stuöning i
Sviss.
Hópferöin er öllum opin. Flogiö
veröur þann 25. febrúar í beinu
leiguflugi til Bern, þar sem tveir af
þremur fyrstu leikjum íslenska liðs-
ins fara fram. Síöan veröur okkar
mönnum fylgt eftir milli keppnis-
staða, fylgst meö undanúrslitum
og úrslitaleiknum sjálfum, og flogiö
heimleiöis aö honum loknum þann
8. mars.
Flug, gisting, akstur milli keppn-
isborga, miöar á leiki og íslensk
fararstjórn er innifalin. Þeir sem
áhuga hafa á feröinni ættu aö
panta hjá Samvinnuferöum-Land-
sýn hiö fyrsta, því Ijóst er aö miö-
arnir veröa fljótir aö fara!
(Fréttatilkynning)
jj8 \W ?■
• Oddur Sigurötson KR fær án efa haröa kappni í 400 matra hlaupinu
um helgina.
Oddur fær góða keppni
Oddur Sigurösson fær góöa
keppni frá sænskum og balgísk-
um hlaupurum í Evrópubikar-
keppninni. Oddur satti í fyrra
Norðurlandamat f 400 matra
hlaupi og á langbeztan árangur
keppenda, an á mótum í Evrópu í
sumar hefur hann fengiö haröa
keppni frá Svíanum Erik Josjö og
Belqíumanninum Rene Harmans.
Óddur er mjög haröur keppnis-
maöur og hefur marsinnis staöiö
sig stórkostlega í landskeppnum
og Evrópubikarkeppnum, stundum
gert hiö ótrúlega eins og í fyrra, er
hann vann upp 10—15 metra for-
skot Hollendinga í 4x400 metra
boðhlaupi í landskeppni vlö Wales
og Holland. Tryggöi Oddur is-
lenzku sveitinni sigur í hlaupinu
með stórkostlegum spretti. Gam-
an ætti aö veröa aö fylgjast meö
Oddi i keppni 10. og 11. ágúst og
ugglaust veldur hann engum
vonbrigöum frekar en fyrri daginn.